Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Kona: hetja, Karl: búhúhú.. atsjú!

Alveg er þetta nákvæmlega það sem ég hef verið að segja í mööhööörg ár. Karlmenn eru náttúrulega bara á grafarbakkanum þegar þeir frá flensuna. Það er bara þannig. En þetta er hressandi..

En hvað segiði, ætlar enginn að bjóða mér í leikhús eða á tónleika á fimmtudagskvöldið? Nú er ég (h)lessa! 


mbl.is Karlmenn kvarta meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mig langar í...

Brot af þeim bókum sem mig langar í 2006

 

  • Stelpan frá Stokkseyri – Saga Margrétar Frímannsdóttur e. Þórunni Hrefnu Sigurjónsdóttur.
  • Cook with Jamie – nýjasta matreiðslubók mannsins míns
  • Viltu vinna milljarð? e. Vikas Swarup.
  • Barn að eilífu e. Sigmund Erni Rúnarsson.
  • Það er til staður í helvíti fyrir konur sem hjálpa ekki hverri annarri e. Lizu Marklund og Lottu Snickare.
  • Viltu vinna milljarð? e. Vikas Swarup.
  • Matreiðslubók íslenska lýðveldisins e. Eyjólf Elíasson.
  • Brotaþolar, lögreglan og öryggi borgaranna e. Rannveigu Þórisdóttur, Helga Gunnlaugsson og Vilborgu Magnúsdóttur.
  • Eineygði kötturinn Kisi og hnakkarnir e. Hugleik Dagsson.
  • Brotaþolar, lögreglan og öryggi borgaranna e. Rannveigu Þórisdóttur, Helga Gunnlaugsson og Vilborgu Magnúsdóttur.
  • Listin að elska e. Erich Fromm.
  • Ræktað, kryddað, kokkað e. Magnús Jónsson.
  • Verndum þau e. Ólöfu Ásu Farestveit og Þorbjörgu Sveinsdóttur.

Föst í skafli, tónleikar og leikhús

Ég þarf nú endilega að segja ykkur við tækifæri þegar ég reyndi að koma bílnum mínum áfram í snjókafaldinu, ofurþreytt og ósofin eftir síðustu næturvakt. Komst loksins í hús rétt fyrir hádegi, búhúhú, átti ofurbágt þá.

Af því tilefni má einhver lesandi bjóða mér á ÞESSA tónleika á fimmtudaginn, eða þá í leikhús til að sjá ÞETTA. Ég býð í staðinn óendanlega skemmtun og hlýleika í viðmóti. Any givers?


Táraflóð á næturvakt

Það er afar sérstök tilfinning að vera eina manneskjan vakandi í risastóru húsi meðan hinir sofa. Það getur oft verið afar erfitt að halda sér vakandi yfir skólabókunum þessar næturvaktir og því hef ég brugðið á það ráð að horfa á eina bíómynd og lesa svo smá - þetta geri ég svo til skiptis. 

RyangoslingEftir að hafa rænt systur minni úr Mosfellsbæ, þar sem hún var að keppa í blaki, fórum við stöllur á Shalimar að borða því okkur finnst það svo svakalega gott. Keyrðum niður Laugarveginn og skoðuðum jólaskreytingarnar sem voru komnar og höfðum það notalegt í heitum bílnum. Því miður þurfti ég að skila henni aftur þar sem hún á að keppa aftur á morgun, en þá kíkti ég í heimsókn til Eika míns. Alltaf næs að eiga spjall við hann Eika. Ég var líka svo heppin að fá lánaðar hjá þeim hjónaleysum nokkrar DVD myndir til að stytta mér stundirnar í nótt. Ég er sem sagt búin að horfa á þá fyrstu - The Notebook.

rachel_mcadams2Ég hef oft ætlað mér að horfa á þessa mynd, bæði í bíói og á myndbandaleigum, en ekki verið svo heppin að ná því þar sem enginn vildi horfa með mér. Í kvöld gerðist það svo. Þessi mynd er svo ofurgóð að hún er komin fast á hæla Notting Hill og Bridget Jones. The Notebook er svo yndisleg að ég er mikið að pæla í því að horfa á hana aftur á mánudagskvöldið þegar ég fer aftur á næturvakt

Talandi um hversu sérstök tilfinning það sé að vera ein vakandi hérna, með vindinn og snjókomuna í Hafnarfirði fyrir utan gluggann. Það er langtum sérstakari tilfinning að vera í vinnunni minni, háskælandi fyrir framan fartölvuna, þurfa að setja á pásu reglulega til að þurrka augun, því ég var hætt að sjá á skjáinn. 

ryan5Mig langar í mann sem er alveg nákvæmlega eins og persónan sem Ryan Gosling leikur í The Notebook. Hann má þó alveg vera öðruvísi útlitslega séð, en ég set útlit Ryans alls ekki, engan veginn fyrir mig. Hann "sleppur". En jidúddamía, er ég þessi svaðalegi rómantíker að meika svona gæja? InLove Já, sveimér þá, held það bara... Ofurrómantísk mynd, fullkomin deitmynd, fullkomnasta við hana er að þau eru par í dag, kynntust við tökur á þessari mynd. Awwww... Heart Jæja ókei, ég er hætt.. farin að ná í aðra tissjúrúllu fyrir næstu mynd sem er þó af öndverðum meiði - Ice age.

 

gostastic5
 

 


Húrra fyrir Sparisjóðnum!

Mikið er ég nú ánægð með þetta! Það sem ég er eiginlega ennþá sælli með er að þetta skuli vera frétt og svona ítarleg frétt. Nú vona ég bara að þeir sem eru það heppnir að vera viðskiptavinir Sparisjóðsins, sem ég er ekki by the way, nýti sér þessa frábæru leið! 
mbl.is Sparisjóðurinn styrkir átta verkefni í geðheilbrigðismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síróp á vegina?

viscous-golden-sugar-syrup-flow-in-column-onto-spiral-pile-3-AJHDNú ætla frændur okkar Norðmenn að fara setja síróp á vegina sína þegar hálka myndast. Fínt að nota eitthvað annað en saltið. Rollurnar á Íslandi eru nú svei mér ánægðar með saltið, þær eiga eflaust eftir að verða himinlifandi þegar og ef við förum að dæmi Norðmanna.

En mér datt strax í hug, hópast dýrin þá ekki að vegunum til að gæða sér á sírópi? Ég myndi gera það... Verður þá ekki ófært vegna dýra, í stað hálku? Ég geri ráð fyrir því að norsku dýrin séu ekkert miklu gáfaðari en salt-rollurnar hérna heima, sem haggast varla þó maður liggi á flautunni. 


mbl.is Bera síróp á norska vegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

?

ha

Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík

dcf8ec82e6edbb41Nú langar mig að hvetja alla sem vettlingi geta valdið að fara niður í Þróttaraheimlið í Laugardalnum (fyrir neðan Laugardagshöllina) á morgun á tímabilinu 10:00 - 18:00. Þar fer fram prófkjör Samfylkingarinnar og því miður hef ég ekki kosningarétt þar. Utankjörfundur er til kl. 20 í kvöld í hýbýlum Samfó að Hallveigarstíg, fyrir aftan Grænan kost á Skólavörðustígnum. Auðvitað ætla ég ekkert að segja ykkur hvað þig eigið að kjósa, en mæli hinsvegar með að þið setjið Ágúst Ólaf í 4. sætið, enda fáránlega flottur kandídat þar á ferð. Meðal mála sem kappinn beitir sér fyrir er afnám fyrningarfrests í kynferðisbrotamálum, lögfesting Barnasáttmálans, löggjöf um heimilisofbeldi, sérdeild fyrir unga fanga og að rannsaka beri þunglyndi meðal eldri borgara

Það er okkur nauðsynlegt, hvort sem við munum kjósa Samfylkinguna í vor eður ei, að fá svona mann aftur inná Alþingi. Ég get ekki ítrekað það nægilega mikið! En ég treysti ykkur til þess... Wink


Hver er ég?

Rændi og ruplaði þessu frá Elfu túttu...

1.Do you still talk with the person you LAST kissed?
Manneskjuna sem ég kyssti síðast? Er verið að gefa í skyn að ég hafi ekki kysst einhvern leeeeeheeengi? Auðvitað tala ég ennþá við þann sem ég kyssti síðast, enda ekki ýkja langt síðan ;)


2. Have you ever seen your best friend naked?
Jább... reglulega :)


3. Do you like more than one person right now?
Mér finnst fólk yfirhöfuð yndislegt.. en svarið er já.. 


4. What was the last thing you ate?
Damn.. var að svindla í átakinu mínu, var að snæða pizzu :/


5. Did you get any compliments today?
Jább... vinkona mín sagði að ég væri með flottari rass núna en í fyrra :D


6. Where are you going on your next vacation?
Eftir tvær vikur er ég að fara í business og pleasure ferð með Garðari og Ólöfu til Roskilde og Köben.. 


7. Are most of your friends guys or girls?
Hmmm... held ég eigi fleiri stráka vini.. og þó.. 


8. Do you know how many stars and stripes are on the U.S. flag?
Eru ekki 13 rendur og 50 stjörnur?

10. If you could have one superpower what would it be?
Geta lesið bók með því að setja höndina ofan á hana


11. Where have you lived most of your life?
Í Ólafsvík á Snæfellsnesinu fagra


12. Why is the sky blue?
Vegna þess að ég lít betur út í bleiku ef himininn er blár, myndi falla inní himininn ef hann væri bleikur :)


13. When was the last time you took a long drive?
hmmm... define long.. keyrði heilmikið í dag, keyri reglulega um hverfi borgarinnar og hugsa.. annars keyrði ég heimheim (2 1/2 tími) fyrir ca 2 vikum.

14. What is your least favorite sound?
Þegar hamstrarnir mínir eru að slást..

15. Are you moody?
Neibb.. Pollýanna.is

16. What is your most favorite movie of all time?
Notting Hill, Börn, Danny the dog, Bridget Jones, Crash... listinn er ógurlega langur

17. Have you ever done anything hurtful to a classmate?
Já, því miður :(

18. Have you ever played Spin the Bottle?
Jább.. hressandi leikur

19. Have you ever toilet papered someone's house?
Nei, en góð hugmynd!


21. Have you ever gone to a nude beach?
Ekki á nektarströnd per se.. en fór í skinny dipping bæði á Krít og svo á Spáni þegar ég bjó þar..


22. Have you ever gone streaking?
Neibb... af því að ég veit ekki hvað það þýðir :)


23. Have you ever had a stalker?
Sms-stalker já..

24. Have you ever gone skinny dipping?
Jább.. sjá sp. 21


25. How many hours a day do you watch TV?
Mjööög misjafnt.. stundum ekkert, stundum alveg nokkra klukkutíma ef sá gállinn er á mér.


26. Have you ever been in love?
Já, auðvitað!


27. Why are you taking this survey?
Nenni engan veginn að blogga eitthvað af viti og fannst þetta fín hugmynd til að sleppa  auðveldlega..

28. Last restaurant you ate at?
Fór á Wok-bar í Smáralind í dag með henni Dagnýju minni.. unaðslegar núðlur með grænmeti og chilli.. :p


29. Who was the last person who called you?
Mamma hringdi í mig áðan..


NÁKVÆMLEGA!

Hef alltaf verið skeptísk á þetta... af hverju er það hættulegra að tala í síma á meðan maður keyrir heldur en borða ís, drekka Kristal eða skipta um útvarpsstöð? Sumir eru svo mikið að hlusta á útvarpið, fréttir eða annað, að þeir eru engan veginn að hugsa um aksturinn. Og hvað, eigum við þá að banna útvarpstæki í bílum? Banna það að fólk drekki vatn í bílnum sínum?

Eigum við ekki líka bara að BANNA ungu fólki að keyra á ákveðnum tímum sólarhrings? Bara loka þau inni svo þau keyri ekki á ljósastaur eða næsta bíl? Hvað eigum við þá að gera við eldra fólk sem þrjóskast við að fá sér gleraugu? Eða eldra fólkið sem keyrir svo hægt, því það treystir sér ekki þess að fara hægar, eigum við að skylda þau að aka hraðar "for the sake of" umferðaröryggi?

Kveðja, Hlunkurinn sem svaf yfir sig 


mbl.is Segja hættuna af símtölum í akstri vera ofmetna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband