Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Myglun olli skemmdum

Ég held að ég hafi skaddast við myglunarástand mitt í dag. Eða kannski er ræktin að hafa þessi áhrif, mannskemmandi?

Rétt í þessu neitaði ég mömmu minni þegar hún spurði hvort ég vildi koma með þeim á KFC í kvöldmat. Fanney Dóra ætlar að fara heim og borða hollan mat en ekki fitulöðrandi KFC, eins góður og hann er nú. Já, í þetta sinn skal þessi fja.... bumba burt.

Annars kláraði ég verkefnið fyrr en áætlun gerði ráð fyrir, sem er vel. Verð víst að sætta mig við það að þetta verður eina verkefnið sem ég fæ ekki 9,5 fyrir. Býst við 10.  


HJÁLP!

mould
Ég er að mygla við að gera verkefni í Odda... Einhver ráð? Anyone? 

Photoshop

Hugsiði ykkur tæknina.. Hérna má sjá sömu myndina, af mér og Döggu dúllu. Efri myndin er fyrir breytingar, neðri eftir breytingar í Photoshop. Jasko.. af þessu má dæma að hver sem er getur orðið fyrirsæta, gegn því skilyrði að Photoshop sé fyrir hendi.

 

Ekki photoshoppuð
Ég og Dagga - fyrir tölvulýtalækningar
 
photoshoppuð
Ég og Dagga - eftir breytingarnar í Photoshop. 

 


Stundum fær maður bara æði!

Nýjasta æðið mitt er (fyrir utan nýja diskinn með Togga og nýja Lay Low diskinn) lagið Tvær stjörnur eftir Megas. Fáránlega fallegt lag...

TVÆR STJÖRNUR

Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér
og ekki fæ ég miklu ráðið um það hver hann fer.
En ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín
og leiði mig á endanum aftur til þín.

Ég gaf þér forðum keðju úr gulli um hálsinn þinn,
svo gleymdir þú mér ekki í dagsins amstri nokkurt sinn.
Í augunum þínum svörtu horfði ég á sjálfan mig um hríð
og ég vonaði að ég fengi bara að vera þar alla tíð.

Það er margt sem angrar en ekki er það þó biðin
Því ég sé það fyrst á rykinu, hve langur tími er liðin.
Og ég skrifa þar eitthvað með fingrinum sem skiptir öllu máli.
Því að nóttin mín er dimm og ein og dagurinn á báli.

Já, og andlitið þitt málað. Hve ég man það alltaf skýrt,
auglínur og bleikar varir, brosið svo hýrt.
Jú ég veit vel, að ókeypis er allt það sem er best,
En svo þarf ég að greiða dýru verði það sem er verst.

Ég sakna þín í birtingu að hafa þig ekki við hlið mér
og ég sakna þín á daginn þegar sólin brosir við mér.
Og ég sakna þín á kvöldin þegar dimman dettur á.
En ég sakna þín mest á nóttinni er svipirnir fara á stjá.

Svo lít ég upp og sé við erum saman þarna tvær
stjörnur á blárri festingunni sem færast nær og nær.
Ég man þig þegar augu mín eru opin, hverja stund.
En þegar ég nú legg þau aftur, fer ég á þinn fund.

                                           Lag og texti: Megas


The Njúmí

The Njúmí:

  •     Búin að fara í ræktina, sturtu og gufu - fyrir hádegi á laugardegi! 

Að ganga gegn nauðgun

er prýðileg skemmtun - og eiginlega nauðsyn!

Jafningafræðslan stendur fyrir Nóvember gegn nauðgunum og annað kvöld (laugardagskvöld) kl. 24:00 verður gengið gegn nauðgunum niður Laugarveginn. Farið verður frá Hlemmi og niður á Ingólfstorg þar sem hinn unaðslegi trúbador Toggi mun spila fyrir mannskapinn. Ef veðrið leikur ekki við okkur endar gangan inní Hinu húsi. Koma svo! Mætum öll!!! Og breiðið út boðskapinn :)


Yfirsnúningur.com

Stikkorðafærslan ógurlega... fannsanWhistling

  • Router bilaður, BT-net fær milljón kossa fyrir að redda honum í dag en ekki á mánudaginn eins og venja hefði verið. Stundum borgar það sig bara að vera svona sæt (sjá mynd)
  • Skóli dauðans... álag sem aldrei fyrr... langar að leggja bækurnar á hilluna og fara að vinna... hugga mig við að ég á bara eftir pínku pínku pons af bóklegu námi. Samt, 80% skilaverkefni á mánudaginn - gubbidígubb.
  • Vöknuð 5:20 í morgun/nótt - ekki vegna þess að ég var andvaka. Tók úr þvottavél, setti í aðra, gerði mér nesti og var mætt í ræktina kl. 6:20. Jahá. The New Me!
  • Miss Piggy er mætt á Klakann. Sótti hana í dag uppá Höfða. Hún er örlítið lúin eftir ferðina, en það er gott hljóðið í henni. Bjössi gældi við hana í dag og sló á létta strengi. Núna verð ég bara að ná góðu sambandi við hana svo ég nái henni eins vel og Meistari Benedictos.
  • Er þetta ekki alveg örugglega djók?
  • Búin að kaupa 6 jólagjafir! Svo úr karakter, er alltaf á síðustu stundu... kannski ég sé að þróa með mér persónuleikaröskun sökum álags í skóla.. hmmm...
  • Unglingsstelpan í Little Britain, þessi sem er alltaf í bleikri peysu - ljóshærð, er alveg fáránlega fyndin! Reyndar eru allir karakterar sem þessi leikari leikur alveg sjúklega fyndnir og algjörlega minn tebolli. Sjettörinn hvað þessir þættir eru annars mikil snilld. Annars horfði ég aftur á Crash í gærkvöldi, ekki er hún verri í seinna skiptið. Missti legvatnið yfir henni í fyrra skiptið, slík er snilldin.
  • Hugsiði nú fallega til mín um helgina, hún verður pínu erfið... Góða helgi!

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband