Táraflóð á næturvakt

Það er afar sérstök tilfinning að vera eina manneskjan vakandi í risastóru húsi meðan hinir sofa. Það getur oft verið afar erfitt að halda sér vakandi yfir skólabókunum þessar næturvaktir og því hef ég brugðið á það ráð að horfa á eina bíómynd og lesa svo smá - þetta geri ég svo til skiptis. 

RyangoslingEftir að hafa rænt systur minni úr Mosfellsbæ, þar sem hún var að keppa í blaki, fórum við stöllur á Shalimar að borða því okkur finnst það svo svakalega gott. Keyrðum niður Laugarveginn og skoðuðum jólaskreytingarnar sem voru komnar og höfðum það notalegt í heitum bílnum. Því miður þurfti ég að skila henni aftur þar sem hún á að keppa aftur á morgun, en þá kíkti ég í heimsókn til Eika míns. Alltaf næs að eiga spjall við hann Eika. Ég var líka svo heppin að fá lánaðar hjá þeim hjónaleysum nokkrar DVD myndir til að stytta mér stundirnar í nótt. Ég er sem sagt búin að horfa á þá fyrstu - The Notebook.

rachel_mcadams2Ég hef oft ætlað mér að horfa á þessa mynd, bæði í bíói og á myndbandaleigum, en ekki verið svo heppin að ná því þar sem enginn vildi horfa með mér. Í kvöld gerðist það svo. Þessi mynd er svo ofurgóð að hún er komin fast á hæla Notting Hill og Bridget Jones. The Notebook er svo yndisleg að ég er mikið að pæla í því að horfa á hana aftur á mánudagskvöldið þegar ég fer aftur á næturvakt

Talandi um hversu sérstök tilfinning það sé að vera ein vakandi hérna, með vindinn og snjókomuna í Hafnarfirði fyrir utan gluggann. Það er langtum sérstakari tilfinning að vera í vinnunni minni, háskælandi fyrir framan fartölvuna, þurfa að setja á pásu reglulega til að þurrka augun, því ég var hætt að sjá á skjáinn. 

ryan5Mig langar í mann sem er alveg nákvæmlega eins og persónan sem Ryan Gosling leikur í The Notebook. Hann má þó alveg vera öðruvísi útlitslega séð, en ég set útlit Ryans alls ekki, engan veginn fyrir mig. Hann "sleppur". En jidúddamía, er ég þessi svaðalegi rómantíker að meika svona gæja? InLove Já, sveimér þá, held það bara... Ofurrómantísk mynd, fullkomin deitmynd, fullkomnasta við hana er að þau eru par í dag, kynntust við tökur á þessari mynd. Awwww... Heart Jæja ókei, ég er hætt.. farin að ná í aðra tissjúrúllu fyrir næstu mynd sem er þó af öndverðum meiði - Ice age.

 

gostastic5
 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ó já, hann er æði. búin að sjá þessa mynd nokkrum sinnum, hún er yndisleg :)

valla (IP-tala skráð) 19.11.2006 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband