Síróp á vegina?

viscous-golden-sugar-syrup-flow-in-column-onto-spiral-pile-3-AJHDNú ætla frændur okkar Norðmenn að fara setja síróp á vegina sína þegar hálka myndast. Fínt að nota eitthvað annað en saltið. Rollurnar á Íslandi eru nú svei mér ánægðar með saltið, þær eiga eflaust eftir að verða himinlifandi þegar og ef við förum að dæmi Norðmanna.

En mér datt strax í hug, hópast dýrin þá ekki að vegunum til að gæða sér á sírópi? Ég myndi gera það... Verður þá ekki ófært vegna dýra, í stað hálku? Ég geri ráð fyrir því að norsku dýrin séu ekkert miklu gáfaðari en salt-rollurnar hérna heima, sem haggast varla þó maður liggi á flautunni. 


mbl.is Bera síróp á norska vegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ, þetta er Dagný frænka þín, er búin að vera á leiðinni að kommenta heillengi hjá þér og láta vita að ég skoða bloggið þitt stundum....

Bloggið mitt er 123.is/haha og mailið mitt er dagny1@simnet.is

Dagný Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2006 kl. 11:18

2 identicon

Já en Fanney mín, nú býrð þú í Reykjavík og þú veist að okkur er alveg sama um útiálandi pakk, bara lopapeysu, rollubændur upp til hópa sem borða úldinn mat og snýta sér í lófana...

Steina 

Steina (IP-tala skráð) 17.11.2006 kl. 13:29

3 Smámynd: Bragi Einarsson

Hm, getur verið að Nojarar hafi hækkað skotleyfin og þetta sé bara leið til að veiða dýrin án þess að skjóta þau?

Bragi Einarsson, 17.11.2006 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband