Færsluflokkur: Bloggar
14.2.2007 | 16:31
Gæti ég fengið texta, takk?
Í upphafi mánaðarins var enn og aftur lagt fram frumvarp til laga um textun í sjónvarpi. Síðast "sofnaði það í nefnd" og er nú komið aftur í menntamálanefnd. Ég vona að Siggi Kári og félagar geri meira í málinu nú en síðast. Löngu síðan orðið tímabært, löngu síðan. Og ég meina löngu síðan.
Í gær horfði ég á fréttir. Það er ekki fréttnæmt. En eitt verð ég að benda á, enn einu sinni. Í fréttatímanum var frétt um heyrnarlausa. Fréttin var textuð svo heyrnarlausir gætu áttað sig á um hvað fréttin væri. HALLÓ?!?! Heldur fólk virkilega að heyrnarlausir sitji bara fyrir framan sjónvarpið, horfi á fréttirnar án texta og BÍÐI eftir því að það komi frétt um þá sem er textuð? Hvað eru það.. 3 fréttir á ári eða? Er þessi texti ekki til á textavélum sem fréttamennirnir lesa af? Ohh.. ég verð svo hneyksluð.
Ég verð að láta fylgja með töflu um textun í ríkissjónvarpi nokkurra Evrópulanda. Taflan er úr frumvarpinu og tölurnar eru frá árinu 2003 og hafa (vonandi) eitthvað hækkað, en ég bít ekki af mér rassinn hafi svo ekki farið.
Land: | Textun á mánuði (ríkisstöðvar): |
Albanía | Enginn, aðeins textun fyrir erlent mál |
Austurríki | 170 tímar |
Belgía | 5 tímar |
Danmörk | 189 tímar |
England | 80% af öllu efni á BBC, ITV og C4 20% í stafrænum útsendingum |
Finnland | 15% af öllu innlendu efni |
Grikkland | 14 tímar |
Írland | 23 tímar |
Ísland | 1 tími |
Ítalía | 80 tímar |
Pólland | 30 tímar |
Spánn | 446 tímar |
Sviss | 240 tímar |
Þýskaland | 387 tímar |
EINN KLUKKUTÍMI Á MÁNUÐI???
Hvaða ár er eiginlega?
Díses kræst.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.2.2007 | 08:14
Nývöknuð.is
Að fara yfir fréttirnar á mbl.is er eitt af morgunverkunum mínum. Það geri ég áður en ég byrja vinnuna, svona yfirleitt. Í morgun var mér ekki til setunnar boðið þegar ég kom 10 mín snemma í vinnuna og rauk á netið í fréttaleit. Þar sem ég var (og er) tiltölulega nývöknuð, ekki búin að fá minn kaffibolla, las ég þessa frétt líka svona svakalega vitlaust.
Samsung kynnir heimsins þyngsta farsíma
Ég hugsaði með mér, bíddu nú við, er fólk ekki akkúrat að reyna gagnstæðuna? Að hafa farsímana sem léttasta? Las einmitt aðra frétt um pínulitla smásjá og fannst þessi því stinga aðeins í stúf við raunveruleikann. Þegar ég smellti á fréttina og byrjaði að lesa sá ég að þessi sími er víst þunnur, en ekki þungur. Jasko. Spurning í fyrramálið að fá sér kaffibollann ÁÐUR en ég opna mbl.is. Ekki það að þetta sé leiðinlegt, gaman að ruglast í fréttunum. En gæti orðið ansi vandræðanlegt þegar ég fer svo að ausa úr viskuskálum mínum í matsalnum hérna á sjúkrahúsinu.
![]() |
Samsung kynnir heimsins þynnsta farsíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.2.2007 | 00:34
Bleikir skíðaskór?
Þegar ég kom uppí fjall í dag tók ég eftir að hællinn á skónum mínum var pínulítið brotinn. Bömmer! En þetta eru reyndar ævafornir skór sem ég fékk í jólagjöf frá foreldrunum hér um árið. Skv. alræmdum skíðafrömuði er líftíminn liðinn og þá fer hugurinn af stað. Ætli ég gæti fengið mér bleika skíðaskó? Þá kemur vinkona mín hún Google til sögunnar - líkt og endranær. Leitin skilaði mér slatta af barnaskóm uppí nr 21, ekki gott. EN - ég fékk jafnframt þessa mynd hérna. Ég veit ekki alveg hvernig ég kæmist heil frá ef ég mætti uppí Stromp með þessa skó á fótunum!
Ekki nóg með það, heldur fann ég líka þennan dýrindis skeinispappír! Og í hvaða öðrum lit en einmitt bleikum? Ja, ég veit ekki um neinn sem vildi ekki nýta þennan gæðapappír á náðhúsinu. Það má reyndar nota þennan skeinispappír í ýmislegt annað, s.s. eitthvað fimleikadót. En það er klárlega ekki eins spennó og hitt.
En enga fann ég bleika skíðaskóna... Ég verð þó að kíkja uppí Skíðaþjónustu í vikunni og tékka hvort það leynast ekki gæðaskór á góðu verði fyrir drottningu eins og mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.2.2007 | 12:59
Ég og heilinn minn
Heilinn er ofurmerkilegt fyrirbæri. Alveg hreint ótrúlega merkilegur. Hérna á Kristnesspítala má læra margt um það hversu heppin/n maður er ef heilinn virkar nokkurn veginn. Mig langar að sýna ykkur athyglisvert bréf, bréf frá heilanum þínum, sem Stephanie St. Claire samdi fyrir aðstandendur þeirra sem eru "í bið". Í bið á meðan einhver nákominn liggur í dái. Tjékk itt...
Hello,
I'm glad to see that you are awake! This is your brain talking. I had to find some way to communicate with you. I feel like I barely survived WWIII and am still not quite all in one piece. That's why I need you. I need you to take care of me.
As time passes and you and I feel better and better, people, even doctors, will tell you that we are fine, "it's time to get on with life." That sounds good to me and probably even better to you. But before you go rushing back out into that big wide world, I need you to listen to me, really listen. Don't shut me out. Don't tune me out. When I'm getting into trouble I'll need your help more than I ever have before.
I know that you want to believe that we are going to be the same. I'll do my best to make that happen. The problem is that too many people in our situation get impatient and try to rush the healing process; or when their brains can't fully recover they deny it and, instead of adapting, they force their brains to function in ways they are no longer able too. Some people even push their brains until they seize, and worse... I'm scared. I'm afraid that you will do that to me. If you don't accept me I am lost. We both will be lost.
How can I tell you how much I need you now? I need you to accept me as I am today... not for what I used to be, or what I might be in the future. So many people are so busy looking at what their brains used to do, as if past accomplishments were a magical yardstick to measure present success or failures, that they fail to see how far their brains have come. It's as if here is shame, or guilt, in being injured. Silly, huh?
Please don't be embarrassed or feel guilt, or shame, because of me. We are okay. We have made it this far. If you work with me we can make it even further. I can't say how far. I won't make any false promises. I can only promise you this, that I will do my best.
What I need you to do is this: because neither of us knows how badly I've been hurt (things are still a little foggy for me), or how much I will recover, or how quickly, please go s-l-o-w-l-y when you start back trying to resume your life. If I give you a headache, or make you sick to your stomach, or make you unusually irritable, or confused, or disoriented, or afraid, or make you feel that you are overdoing it, I'm trying to get your attention in the only way I can. Stop and listen to me.
I get exhausted easily since being hurt, and cannot succeed when overworked. I want to succeed as much as you do. I want to be as well as I can be, but I need to do it at a different pace than I could before I got hurt. Help me to help us by paying attention and heeding the messages I send to you.
I will do my part to do my very best to get us back on our feet. I am a little worried though that if I am not exactly the same... you will reject me and may even want to kill us. Other people have wanted to kill their brains, and some people have succeeded. I don't want to die, and I don't want you to die.
I want us to live, and breath and be, even if being is not the same as it was. Different may be better. It may be harder too, but I don't want you to give up. Don't give up on me. Don't give up on yourself. Our time here isn't through yet. There are things that I want to do and I want to try, even if trying has to be done in a different way. It isn't easy. I have to work very hard, much harder, and I know that you do too. I see people scoff, and misunderstand. I don't care. What I do care about is that you understand how hard I am working and how much I want to be as good as I can be, but I need you to take good care of us, as well as you can do that.
Don't be ashamed of me. We are alive. We are still here. I want the chance to try to show you what we are made of. I want to show you the things that are really important in life. We have been given another chance to be better, to learn what is really important. When it is finally time for our final exit I would like to look back and feel good about what we made of us and out of everything that made up our life, including this injury. I cannot do it without you. I cannot do it if you hate me for the way being injured has affected me and our life together. Please try not to be bitter in grief. That would crush me.
Please don't reject me. There is little I can do without you, without your determination to not give up. Take good care of us and of yourself. I need you very much, especially now.
Love,your wounded brain
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.2.2007 | 12:00
Mismunandi áherslur?
Bandaríkjamenn dæma menn í nokkurra hundruð ára fangelsi... Íslendingar dæma menn í nokkurra mánaða/ára fangelsi fyrir sambærileg brot. Gæti þetta endurspeglað mismunandi áherslur landanna tveggja?
Annars vann ég ekki Fimbulfamb í gær, sem er allt í lagi í sjálfu sér sko. Fáránlega skemmtilegt spil, sérstaklega með svona afar afar skemmtilegum og frjóum hópi. Orðin sem við bjuggum til voru .... jaa... mjög svo furðuleg! Jungle speed klikkar heldur sjaldan, verst hvað ég verð æst í því
Ég er farin uppí fjall á skíði. Sól, logn og unaður. Árshátíð Hótel KEA í kvöld.
![]() |
800 ára fangelsi fyrir kynferðislegar misþyrmingar á þrem börnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2007 | 03:02
RÖSKVA!!!!!!!!!!
JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ!!!!!!! LOKSINS LOKSINS LOKSINS!!!!!!!! JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ!!!!!!!!!!!
ÚRSLIT KOSNINGANNA Í HÍ LJÓS.... MÉR LÍÐUR EINS OG FEGURÐARDROTTNINGU, ÉG GRÆT AF GLEÐI.... RÖSKVAN MÍN VANN!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
RÖSKVA 5 MENN - VAKA 4 MENN
H-LISTINN RIP
VIÐ UNNUM!!!!

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
9.2.2007 | 00:04
Framheilabilun og siðferðiskennd
Í dag var ég á ansi áhugaverðum fyrirlestri sem sendur var út frá LSH. Um fyrirlesturinn sá María K. Jónsdóttir, yfirsálfræðingur á Landakoti, og var umfjöllunarefnið framheilaskaði. Síðan ég hóf starfsþjálfunina hérna á FSA hef ég lært alveg ótrúlega margt. Eitt af því er það að heilaskaðar eru ansi merkilegt fyrirbæri.
Ég man eftir því að hafa lært um Phineas Gage í sálfræði hér um árið. Gage þessi vann við járnbrautasmíði og varð fyrir því einn daginn að járnteinn (1 metri, 3.2 cm í þvermál og rúm 6 kg að þyngd) skaust uppí gegnum kinnina á honum og út um höfuðið (sjá mynd) af svo miklum krafti að teinninn lenti tæpa 30 metra frá Gage. Hann lést ekki og hlaut skaða í framheila þar sem teinninn hafði farið í gegn. Þeir sem þekktu Gage töluðum um að hann hefði breyst eftir meiðslin. Orðið að allt öðrum manni, með allt önnur persónueinkenni.
Slíkt gerist oft þegar fólk fær framheilaskaða. Persónuleikaraskanir eru algengar og almenningur gerir sér ekki grein fyrir því að þetta sé afleiðing heilaskaðans. ,,Framheilinn gegnir mikilvægum hlutverkum í starfsemi heilans. Þar er meðal annars staðsett framkvæmdarstjórn heilans, skipulag, sjálfsstjórn, rökhugsun og vinnsluminni. Framheilinn er tengdur tilfinningalífi, frumkvæði og félagslegri aðlögunarhæfni." Þannig verður einstaklingur með framheilaskaða öðruvísi en fyrir skaðann. Hömlur hverfa og hann stjórnast af umhverfinu og aðstæðunum sem hann er í. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig áhrif þetta hefur á alla sem að einstaklingnum koma.
María kom inná tengsl milli framheilaskaða og siðferðiskenndar. Hún sagði að sjúklingar sem hefðu hlotið framheilaskaða hegðuðu sér líkt og þeir einstaklingar sem eru siðblindir. Þannig gætu þeir leyst siðferðisleg mál með flottri rökhugsun munnlega, en svo var hegðunin hjá þeim allt öðruvísi og í anda siðblindra. Það að sjá t.d. einhvern veikan, deyja eða meiða sig vakti ekki upp tilfinningar hjá þeim. Hún sýndi mynd af siðferðisklemmu, en því miður fann ég ekki myndina á netinu svo ég lýsi henni bara. Þú stendur uppi á göngubrú yfir jánrbrautateina og við hlið þér er afar stór og mikill maður. Þú sérð að lestin fer að keyra undir brúna en hún stefnir á 5 manna fjölskyldu. Eina leiðin til að bjarga fjölskyldunni er að kasta manninum fyrir lestina svo hann deyji og stöðvi þannig lestina og fjölskyldan bjargast. Siðblindir köstuðu manninum framaf án þess að hugsa um það. Það var það rökrétta í stöðunni. Framheilaskaðaðir köstuðu í nær öllum tilvikum manninum framaf en hugsuðu málið örlítið. Stýrihópur kastaði manninum ekki framaf nema í örfáum tilvikum eftir þá mjög mikla umhugsun. Þetta fannst mér athyglisvert. Einnig sýndi hún okkur mynd af heilanum þar sem búið var að kortlegga þau svæði heilans sem hefðu áhrif á siðferðiskenndina. Merkilegt?
Klárlega er ég ekki með menntun og/eða reynslu til að fjalla um þetta málefni af einhverri dýpt en mér fannst þetta afar spennandi fyrirlestur og ég lærði alveg heilmikið af honum. Ég las líka aðsendar greinar úr Mogganum síðan 1996 og 1999 þar sem var verið að fjalla um skilningsleysi almennings á heilasköðuðum einstaklingum. Félagssálfræðilegar afleiðingar heilaskaða eru oftast taldar með verstu afleiðingunum, bæði af aðstandendum sem og sjúklingunum sjálfum. Í kjölfar persónuleikaröskunar missi sjúklingur vini sína og jafnvel vinnuna og alla sem þar eru, hlutverkaruglingur verður á heimilinu og börn sjúklings verða stundum hrædd við foreldri sitt, sjúklingur getur lent í skilnaði og svo mætti endalaust tína til afleiðingar.
En allavegana, langaði bara að deila þessu með ykkur - með þeim fyrirvara að ég er einungis leikmaður í þessum efnum, ekki fræðimaður
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.2.2007 | 10:47
Að ganga á hurðir
Stjörnuspá
Vog: Möguleiki hefur verið að láta á sér kræla í framtíð þinni, og nú skaltu nýta þér hann. Þú veist ekki hvað þú gætir fundið ef þú opnar hurð. Eina leiðin til að komast að því er að taka í handfangið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.2.2007 | 09:00
Fegurð að morgni
Það er ekki amalegt að byrja daginn á því að keyra inní Eyjafjörðinn. Myrkrið er ennþá við völd, bikasvartar útlínur fjallanna bera við dökkbláan himinn. Himininn alsettur hvítum stjörnum, hálft skærgult tungl berst við að halda sér uppi.
Klukkustund eftir að ég kom hingað í vinnuna, á Kristnesspítala, er farið að birta af degi. Bikasvörtu fjöllin verða hvít með svörtum yrjum. Himininn lillablár með appelsínubleikum yrjum þar sem sólin reynir að hífa sig upp og ná völdum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.2.2007 | 16:43
Snickers á móti samkynhneigðum?
Njaaa... það held ég ekki. Auglýsingin sem sýnd var í hálfleik Superbowl (eða Ofurskálarleiksins eins og mbl.is þýðir það) finnst mér fáránlega fyndin. Ég þekki engan samkynhneigðan sem finnst hún ekki fyndin. Ameríkanar eru svo spes, svo ég alhæfi nú bara yfir heila heimsálfu. Ég get horft á þessa auglýsingu aftur og aftur og hlegið aftur og aftur... Hmm... segir kannski meira um mig en hina
Annars getið þið dæmt sjálf... myndbandið er HÉRNA.
Quick! Do something manly!!!
![]() |
Baráttusamtök samkynhneigðra ósátt við Snickers-auglýsingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)