Færsluflokkur: Bloggar
21.2.2007 | 22:30
Stuð stuð stuð
Nokkrar myndir úr afmælinu hennar Völlu minnar... þemað var Höfuðföt og trúiði því, ég vann EKKI! Greinilegt hver hefur verið að sofa hjá dómaranum... hmm... Carola hvað.
Kærar þakkir fær Skvísan fyrir að koma með myndavélina sína og vera dúleg að mynda!







Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
20.2.2007 | 19:34
To Reykjavík, or not to Reykjavík?
Mig langar til Reykjavíkur um helgina, ótrúlegt en satt. En ástæðan er ærin. Ein skemmtilegasta hátíð ársins byrjar á morgun, Food and Fun hátíðin. Sjaldan skemmti ég mér eins vel í Reykjavík og á keppninni sjálfri sem haldin er á laugardeginum. Það er líka afar skemmtilegt að kíkja í Hagkaup Kringlunni á föstudeginum og fylgjast með kokkunum (og aðstoðarmönnum þeirra) þeysast um verslunina og versla matinn sem elda á. Þegar ég vann hjá Kokkunum var ég svo heilluð af þessu að það lá við að ég dissaði aðra viðskiptavini en þessa hæfileikaríku menn og konur í fallegu, hvítu göllunum með snilldarstrompana á höfðinu. Einu sinni kom útlenskur kokkur til mín og vildi fá að smakka íslensku ostana sem við höfðum. Mér finnst íslensku ostarnir prump miðað við þá erlendu. Ég hálfskammaðist mín fyrir að sýna honum ostana en leyfði honum þó að smakka allar gerðir og var afar alúðleg, enda á upptöku í sjónvarpinu. Hann verslaði svo hlunk af svörtum gouda og breskum cheddar. Daginn eftir þegar ég fór á keppnina fylgdist ég með honum elda og hann gaf mér að smakka af mörgu því sem hann var að gera. Ég var auðvitað eitt stórt sælubros allan hringinn og hélt með honum. Og öðrum sem var afar myndarlegur og bar sig vel við eldamennskuna.
Það sem er svo frábært við þessa keppni - og að hún sé opinn almenningi - er að þarna koma saman afar færir kokkar allstaðar að úr heiminum. Margir þeirra, og já flestir, eru að vinna eða eiga mjög eftirsótta veitingastaði. Þeir koma hingað til lands og elda mikið úr íslensku hráefni og tala um hversu flott það er. Íslenska lambið og auðvitað fiskurinn fá lof ár eftir ár frá þeim. Þeir beita öðruvísi aðferðum en maður hefur séð og maður getur starað eins og ugla heilan dag og lært heilmikið. Ekki skemmir hvað karlmenn í kokkagalla líta vel út.
Í hittífyrra kom Morten Heiberg sem er afar fær kokkur af dönsku bergi brotinn. Hann á fyrirtækið Dessertcircus, en hann hefur sérhæft sig í eftirréttum - sérstaklega úr Valhrona súkkulaði. Ein bók eftir hann hefur verið þýdd yfir á íslensku, bókin Súkkulaði sem kom út árið 2004 og er frábær kista girnilegra uppskrifta og hugmyndabanki. Á laugardeginum var hann með smá kennslu í allskonar eftirréttum úr súkkulaði. Hann var með sýnikennslu um það hvernig vinna má með súkkulaði og allskonar gullmolar flugu frá þessum fagra manni. Ég stóð með galopinn munn og saug í mig viskuna. Lyktin á svæðinu var auðvitað líka ómótstæðileg!
Núna er ég alveg að springa mig langar svo til Reykjavíkur um helgina. Ég fæ í mig svona gamalkunnan fiðring, árlegan fiðring sem hríslast um mig alla. Því spyr ég ykkur, kæru vinir: Vitiði um einhvern ofurskemmtilegan (sem ég kannast við!) sem er að fara frá Akureyri til Reykjavíkur á föstudaginn e. kl. 16:00? Ég víbra ég er svo spennt að sjá keppnina... Nörd, I know...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
20.2.2007 | 15:50
WTF???
Vitiði.. án djóks... það ótrúlegasta hefur gerst! Ég er orðlaus. Ég næ engan veginn að grípa þessa hugmynd, að maðurinn hafi virkilega sprengt sig Í LÍKFYLGD! Fyrir utan þann sem var verið að kveðja létust 7. Þar með missti þessi vina- og aðstandendahópur 8 manns og enn fleiri liggja slasaðir. Þetta er í Bagdad. Hvernig ætli áfallahjálp sé háttað þar? Ætli það sé mikill skilningur á svona áföllum í þessu landi?
Vitiði, ég fæ alveg í magann..
![]() |
Sjálfsmorðsárás á líkfylgd í Bagdad |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2007 | 01:13
Hver man ekki eftir Super Mario?
Á vafri mínu fyrir svefninn rakst ég á myndband um hvernig á að ljúka Super Mario Bros á skjótan hátt. Ég var nú góð í þessum leik hér í denn, en mig minnir nú að ég hafi ekki alveg verið svona góð. Ég er öll upptjúnuð og spennt yfir þessu, nostalgíuhrollur liðast upp bakið og fær hnakkahárin til að rísa. Ætli það sé hægt að fá Nintendo í mac eins og NES dæmið sem ég var með í pc?
Ok.. smá update.. verð að benda ykkur á Runaway train með Soul Asylum. Fanatískt flott lag. Man hvað ég fékk stóran kökk í hálsinn að horfa á myndbandið.
Nú svo var það Roxette með Almost unreal sem hljómaði í Super Mario Bros myndinni. Vá hvað ég hlustað mikið á það lag. Dramatík? Neeehhh...
Hef ég nokkuð sagt það nýlega hve mikið ég dýrka YouTube?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.2.2007 | 00:04
Sweet pea
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.2.2007 | 20:36
Niðurstaða bolludags á Akureyri
1. Brauðbollurnar í mötuneyti FSA í hádeginu í dag eru alls ekki eins góðar og brauðbollurnar hennar mömmu.
2. Vatnsdeigsbollurnar frá Kristjáni bakara eru alls ekki eins góðar og vatnsdeigsbollurnar hennar mömmu.
3. Jurtarjómi í sprautubrúsa er alls ekki eins góður og venjulegur rjómi.
4. Það er fúlt að hafa ekki þeytara í eldhúsinu sem maður leigir.
5. Kjötbollurnar frá Goða eru alls ekki eins góðar og kjötbollurnar hennar mömmu.
--- Ég er alltof íhaldssöm varðandi matarhefðir. Ætla að hætta við að elda saltkjöt og baunir á morgun og athuga hvort ég springi. Challenge people, challenge. Og talandi um það, eruði ekkert að meika getraunina mína? Það hefur nú komið í ljós að þetta er keppnin 1999...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.2.2007 | 01:28
Júró-fíklar!
Í tilefni þess að nú er farið að styttast allsvakalega í júróvísjón...
Í tilefni þess að ég er orðin frekar spennt fyrir júróvísjón...
Í tilefni þess að við völdum okkar framlag til júróvísjón í ár...
... er ég með smá gátu.
1) Hver er þetta?
2) Fyrir hvaða land keppti hann í júró?
3) Hvað heitir lagið?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.2.2007 | 16:24
Kaupæði?
Í gær fór ég í klippingu. Það var foli sem klippti mig. Ég sparaði péning því ég hélt að klippingin myndi kosta heldur meira en hún gerði. Hvað gera konur þá?
Ég fór í Mössubúð á Glerártorgi og verslaði mér 4 stk skó á 70% afslætti - samtals á 3.200 kjédl. Verslaði mér líka eyrnalokka og snúð með súkkulaði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.2.2007 | 14:55
Júró
Lokakvöld júróvísjón er í kvöld - jeij. Mig langar að Heiða vinni, Ég og heilinn minn er hresst lag og dansinn hjá bakröddunum einn og sér kemur okkur langt. Annars er ómögulegt að segja hvaða lag vinnur. T.d. miðað við lögin sem komust áfram síðasta úrslitakvöldið er ENGIN leið að spá. Klárlega vil ég ekki að Bríet Sunna fari út fyrir okkar hönd. Einfalt mál. Og þó svo að Sjonni Brink sé foli þá er ég ekki alveg að kaupa lagið hans. Lagið sem Matti syngur er alls ekki að heilla mig, þrátt fyrir að Meistari Pétur Jesús ljái því hæfileika sína. Hafsteinn tryllir mig engan veginn með sínu lagi. Skil ekki hvers vegna maðurinn fékk ekki einhvern til þess að syngja þetta annars ágæta lag. Hvað er svo málið með þennan Torfa og Bjarta brosið hans? Er fólk ekki búið að átta sig á því að Skímó-stíll er ekki málið? Eiki Hauks er náttúrulega fyrir löngu orðinn klassík og lagið er flott. Ég veit ekki alveg hvort þetta rokkdæmi sé að virka aftur eftir Lordi. Friðrik Ómar á eftir að fara í júró einhvern tímann en með þetta lag, ég er ekki viss. Lagið sem hann söng í fyrra fannst mér flottara, en Kristján Grétarsson Örvarssonar er hottie og fengi mitt atkvæði ef hann væri sjálfur að syngja. Jónsinn minn hefur mátt muna sinn fífil fegri hvað fataval varðar, lagið svosem ágætt.
Hvað varð um GÓÐU júrólögin? Bucks Fizz var náttla bara snilld, ég vildi að ég kynni dansinn og hefði svona háa rödd eins og önnur konan. Dschingkis Khan er klassi. Sandra Kim hefur alltaf verið mitt uppáhald með fáránlega hressa lagið sem ég söng hástöfum nokkurra ára gömul. Og hvað ég vildi eignast svona föt! Men ó men. Fangad av en stormvind á sérstakan stað hjá mér, snilldarlag hjá henni Carolu. Og ó hvað Diggiloo diggiley þeirra Svía er yndislegt! Ég get ekki annað en fengið gæsahúð við að hlusta og horfa á þessar elskur. Pæliði í dansinum! Bobbysocks = geggjun, unaður. Abba er klassík þó svo að ég diggi lagið kannski ekki í tætlur eins og mörg önnur. Endalaust mikið af snilldarlögum.
Fjallið lokað í dag vegna veðurs - afar afar sorgmædd yfir því. En ég er jafnframt afar afar hamingjusöm því bestasta sTinnan mín á afmæli í dag - KNÚS til hennar í tilefni dagsins. Góður afmælisdagur fyrir hana sTinnuna mína að júró sé í kvöld. Svo auðvitað konudagurinn á morgun. Býst nú ekki við hrúgu af gjöfum innum lúguna mína EN... Baddi frændi kom í gær og hafði meðferðis eina konudagsgjöf sem ég fékk þegar ég var hérna á Akureyrinni síðast. Pabbi gaf mér skauta í konudagsgjöf eitt árið, algjör snilld, og hafa þeir verið vel nýttir og verða nýttir í náinni framtíð.
Ó vell... kannski kominn tími að afklæðast skíðafötunum og koma sér í eitthvað þægilegra. Njótiði dagsins og kvöldsins. Ef þið eruð á Akureyri í kvöld þá mæli ég eindregið með því að þið komið á Amour að hlusta á Hlyn spila.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.2.2007 | 22:56
Saga um skíðaskó
Skaust í Skíðaþjónustuna eftir vinnuna í dag. Skoðaði með stórum undirskálaaugum öll flottu skíðin og skíðaskóna, alla fylgihlutina og folann sem var að afgreiða. Sýndi honum loks skóinn minn og hann glotti.
Hann: ,,Nei, þetta er ekki hægt að gera við. Hver á þennan skó""
Ég: ,,ég á hann, nú?"
Hann: ,,þú? Þetta er junior skór, þú ættir nú að vera komin í fullorðinsskó. Ekki það að ég vilji móðga þig neitt sko"
Ég: ,,neinei, engin móðgun maður. Þetta er gamalt dót sem ég fékk í jólagjöf. Hefur dugað mér hingað til. Hvað segirðu, áttu einhverja sæta skó?"
Hann: ,,sæta? ja, ég veit það nú ekki. En skó á ég" Sýnir mér rekkann með skóm í minni stærð og tekur strax upp hvíta og fjólubláa skó. ,,Hvað segirðu um þessa? Flokkast þeir sem sætir?"
Ég verslaði auðvitað þessa skó þó svo að þeir væru ekki bleikir og fallegir eins og mig langaði í. Þeir eru svaðaleg þægilegir, notaðir, í mínu númeri, í flottum lit og kostuðu bara 3.900 krónur. Jasko. Sko mig. Ég spurði folann hvort hann gæti stillt bindingarnar í leiðinni, þar sem skórinn væri eflaust ekki í alveg sömu stærð. Jújú, lítið mál, svo ég náði í skíðin.
Hann: ,,jahérna. Það er nú alveg kominn tími á þig!" Hlær.
Ég: ,,ha? hvað meinarðu maður?"
Hann: ,,nei, ekki þannig sko, skíðin, þetta eru gömul skíði. Þau eru alltof stór fyrir þig, þetta er síðan það var í tísku. Núna flokkast þetta sem karlmannsskíði!"
Skíðin mín eru 1,70 en ég er 1,63.
Ég: ,,jájá, eins og ég segi, gamall búnaður en hann virkar nú. Ég er enginn Kiddi Bubba!"
Hann: ,,ja, ef þetta virkar þá... já... látum okkur nú sjá..." Fer og lagar bindingarnar.
Þá er ég semsagt reddí fyrir helgina. Baddi frændi og konan hans koma á morgun og verður fjallið stundað grimmt. Svo er Hlynur Ben að koma og trúbba á Amour á laugardagskvöldið svo það verður ansi hresst andrúmsloftið.
Enda þetta á view-inu sem maður hefur þegar maður er kominn upp að Strýtu. Priceless! Útsýnið þegar upp Strompinn er komið er sko ennþá flottara.. þá sér maður yfir allan fjörðinn! Men, ó men!

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)