Niðurstaða bolludags á Akureyri

1. Brauðbollurnar í mötuneyti FSA í hádeginu í dag eru alls ekki eins góðar og brauðbollurnar hennar mömmu.

2. Vatnsdeigsbollurnar frá Kristjáni bakara eru alls ekki eins góðar og vatnsdeigsbollurnar hennar mömmu.

3. Jurtarjómi í sprautubrúsa er alls ekki eins góður og venjulegur rjómi.

4. Það er fúlt að hafa ekki þeytara í eldhúsinu sem maður leigir. 

5. Kjötbollurnar frá Goða eru alls ekki eins góðar og kjötbollurnar hennar mömmu. 

--- Ég er alltof íhaldssöm varðandi matarhefðir. Ætla að hætta við að elda saltkjöt og baunir á morgun og athuga hvort ég springi. Challenge people, challenge. Og talandi um það, eruði ekkert að meika getraunina mína? Það hefur nú komið í ljós að þetta er keppnin 1999...  

GLEÐIPILLA DAGSINS 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Sævar Frímannsson

ég hef ekki enn fengið bollu í dag

Sveinn Sævar Frímannsson, 19.2.2007 kl. 21:23

2 Smámynd: Sveinn Arnarsson

Hún var samt sem áður fín úr bakaríinu við brúna

Sveinn Arnarsson, 19.2.2007 kl. 22:07

3 identicon

Bollurnar í HinuHúsinu voru fínar sko, en hvað er málið með buxurnar uppað geirvörtum?  Og var hann karlgreyið (DÁ) ekki fárveikur þetta kvöld?

Höski (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 00:42

4 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Ég er farin að hallast að því að þetta hafi verið þessi gervirjómi.. jakk!

Höski ertu ekki að digga buxurnar? Fjárfesti einmitt í svona og ætlaði að færa þér þegar ég kem í borgina í mars... túrkis... á ég að skila þeim? 

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 20.2.2007 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband