To Reykjavík, or not to Reykjavík?

Halldor.is-2006-02-25_14245Mig langar til Reykjavíkur um helgina, ótrúlegt en satt. En ástæðan er ærin. Ein skemmtilegasta hátíð ársins byrjar á morgun, Food and Fun hátíðin. Sjaldan skemmti ég mér eins vel í Reykjavík og á keppninni sjálfri sem haldin er á laugardeginum. Það er líka afar skemmtilegt að kíkja í Hagkaup Kringlunni á föstudeginum og fylgjast með kokkunum (og aðstoðarmönnum þeirra) þeysast um verslunina og versla matinn sem elda á. Þegar ég vann hjá Kokkunum var ég svo heilluð af þessu að það lá við að ég dissaði aðra viðskiptavini en þessa hæfileikaríku menn og konur í fallegu, hvítu göllunum með snilldarstrompana á höfðinu. Einu sinni kom útlenskur kokkur til mín og vildi fá að smakka íslensku ostana sem við höfðum. Mér finnst íslensku ostarnir prump miðað við þá erlendu. Ég hálfskammaðist mín fyrir að sýna honum ostana en leyfði honum þó að smakka allar gerðir og var afar alúðleg, enda á upptöku í sjónvarpinu. Hann verslaði svo hlunk af svörtum gouda og breskum cheddar. Daginn eftir þegar ég fór á keppnina fylgdist ég með honum elda og hann gaf mér að smakka af mörgu því sem hann var að gera. Ég var auðvitað eitt stórt sælubros allan hringinn og hélt með honum. Og öðrum sem var afar myndarlegur og bar sig vel við eldamennskuna. 

Það sem er svo frábært við þessa keppni - og að hún sé opinn almenningi - er að þarna koma saman afar færir kokkar allstaðar að úr heiminum. Margir þeirra, og já flestir, eru að vinna eða eiga mjög eftirsótta veitingastaði. Þeir koma hingað til lands og elda mikið úr íslensku hráefni og tala um hversu flott það er. Íslenska lambið og auðvitað fiskurinn fá lof ár eftir ár frá þeim. Þeir beita öðruvísi aðferðum en maður hefur séð og maður getur starað eins og ugla heilan dag og lært heilmikið. Ekki skemmir hvað karlmenn í kokkagalla líta vel út.

Morten HeibergÍ hittífyrra kom Morten Heiberg sem er afar fær kokkur af dönsku bergi brotinn. Hann á fyrirtækið Dessertcircus, en hann hefur sérhæft sig í eftirréttum - sérstaklega úr Valhrona súkkulaði. Ein bók eftir hann hefur verið þýdd yfir á íslensku, bókin Súkkulaði sem kom út árið 2004 og er frábær kista girnilegra uppskrifta og hugmyndabanki. Á laugardeginum var hann með smá kennslu í allskonar eftirréttum úr súkkulaði. Hann var með sýnikennslu um það hvernig vinna má með súkkulaði og allskonar gullmolar flugu frá þessum fagra manni. Ég stóð með galopinn munn og saug í mig viskuna. Lyktin á svæðinu var auðvitað líka ómótstæðileg!

Núna er ég alveg að springa mig langar svo til Reykjavíkur um helgina. Ég fæ í mig svona gamalkunnan fiðring, árlegan fiðring sem hríslast um mig alla. Því spyr ég ykkur, kæru vinir: Vitiði um einhvern ofurskemmtilegan (sem ég kannast við!) sem er að fara frá Akureyri til Reykjavíkur á föstudaginn e. kl. 16:00? Ég víbra ég er svo spennt að sjá keppnina... Nörd, I know...  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Benedikt Guðnason

Já.... mér hefur alltaf langað að fara á þessa hátíð..... hef samt aldrei látið verða af því. Hrikalegt og hálf niðurlægjandi :Þ

 En endilega smelltu þér í bæinn skvís... Dimmir dagar hérna án þín ;)

Björn Benedikt Guðnason, 21.2.2007 kl. 00:09

2 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Þú ert agalegur að hafa aldrei farið drengur! Þú ferð núna, and it´s an order!

Annars ertu lygari, það eru alltaf dimmir dagar í Rvk. Það gerir svifrykið. 

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 21.2.2007 kl. 00:19

3 Smámynd: Björn Benedikt Guðnason

Já kannski. En Birtan kemur innan frá, hefur lítið með svifryk að gera :P

Björn Benedikt Guðnason, 21.2.2007 kl. 00:22

4 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Magga, Magga, Magga... ertu ekkert farin að þekkja kéllinguna? Matur er ofarlega, ofar en stjórnmál. Food and fun er efst - amk á meðan á þeirri hátíð stendur! :)

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 21.2.2007 kl. 15:34

5 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Mmm.. Food and Fun hljómar skemmtilega :-)

Maður sér eftir því að hafa aldrei drifið sig.

Steinn E. Sigurðarson, 21.2.2007 kl. 16:53

6 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Strákar! Nú takiði ykkur saman i andlitinu og farið á þessa hátíð! Þið mætið ferskir í anda og ekki of svangir niður í Hafnarhúsið á laugardaginn kl. 13:00! Allt fyrir Gunna frænda :) Sé ykkur niðurfrá, bókað mál ;-)

Gunni minn, velkomin í kommúnuna... Hlakka til að fá þig heim í frí og testa hvernig mér hefur gengið að gleyma spænskunni! 

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 21.2.2007 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband