Færsluflokkur: Matur og drykkur

Skútan og draumfarir

logo2Mér finnst gaman á sjómannadaginn. Skemmtiatriðin og keppnisgreinarnar finnast mér frábærar og hef ég m.a.s. keppt einu sinni í kappróðri og hlotið bikar fyrir. Það var ofurliðið Bomburnar sem fagnaði vel og lengi og bikarinn var hafður til sýnis í bankanum, enda Bankabomburnar þaðan. Svo er það órjúfanlegur þáttur af sjómannadeginum að skunda á haf út (eða amk út úr höfninni) og njóta þess að vera til. 

56145-09Engin hátíðarhöld voru á Akureyri í ár, þar sem útgerðarfélögin sáu sér ekki fært um að styrkja sjómannadagsráð að þessu sinni. Frekar fúlt en hey, se la vie. Hollvinafélag Húna ákvað þó að fara með mannskapinn út á haf kl. 16:00 og svo sannarlega ætlaði Túttan að nýta sér það. Eftir draumfarasvefn mikinn hitti ég Valdísi og við stunduðum folaskoðun þar til klukkan var að verða fjögur. Haldiði ekki að hann Húni hafi bara farið OF SNEMMA af stað og skilið okkur Valdísi og Emblu bara eftir á hafnarbakkanum eins og ástsælar meyjar? Jújú... ég ætla ekki einu sinni að reyna að lýsa vonleysinu sem helltist yfir mig akkúrat þarna. En hvað gera meyjar þá? Valdís kallar á skútukalla sem eru að græja skútuna sína (sem heitir Gógó) og þeir taka glaðir við okkur sem og hjónum sem komu á sama tíma og við. Í ár fór ég sem sagt ekki á venjulegan bát eins og alltaf heldur fór ég á skútu út á sjó! Fáránlega gaman, ekki laust við að maður sé með smá strengi í lærunum eftir að hafa spyrnt allsvakalega í þegar skútan vaggaði í beygjunum. Svo þurfti maður nú að passa sig á bómunni :)

ca6ea81f-111e-47f4-8874-2aa4c37aa55d-bigVarðandi draumfarirnar, þá hefur samstarfskona ein ráðið í drauminn. Mér líst nú bara ágætlega á þá útskýringu en ætla að leyfa ykkur að spreyta ykkur. Fyrir hvað stendur þessi draumur: Ég fæddi fjórbura og sagði að því loknu: ja, þetta var nú ekkert eins mikið mál og ég hélt. Svo kom í ljós að ég var með tvö leg (of mikið af Greys Anatomy???) og var gengin 8 mánuði með annað barn - sem sagt það fimmta. Á meðan ég burðaðist með það í bumbunni þurfti ég að vera gefa hinum fjórum að drekka, en var með konu í vinnu til að passa börnin því ég mátti ekkert vera að því. Einn köttur var svo afar mikið að ráfa í kringum eitt barnið. Hver faðirinn (nú eða feðurnir) af þessum öllum ósköpum var veit ég ekki. En einhverjum peyja mætti ég í búðinni sem horfði á mig kasólétta og fór að gapa. Þá sagði pabbi hans (sem var þarna með honum): ertu búin að vera lengi svona?

Já, þar hafiði það. Ekki er öll vitleysan eins á mínum bæ. Tælenski drengurinn er ennþá svona eldamennskuglaður, einn morguninn þegar ég stökk út á leið í vinnu (n.b. fyrir kl. 8) var hann að hella vatni af núðlum sem hann var að sjóða. Mér finnst nú gaman að elda, en ég nenni ómögulega að elda mér núðlur í morgunmat! Hvað þá þrisvar á dag!


Flutt!

Ég held það hafi tekið okkur Adda um hálftíma að flytja dótið mitt milli staða. Þvílíkir massar á ferð! 

Ef ykkur leiðist, eins og mér í gærkvöldi, þá er snilld að skoða þetta. Þessir þættir eru bara frábærir og ógeðslega fyndnir. Þeir heita It´s always sunny in Philadelphia...  

En sturtan kallar... svo spilakvöld :) Læt fylgja með uppskrift af ostasalati:

1 mexíkóostur

1 piparostur (eða hvítlauksostur)

1/4 blaðlaukur

slatti af steinlausum vínberjum

ananaskurl ef þið viljið

sýrður rjómi eftir smekk - og mæjó ef þið viljið

 

Osturinn er skorinn í litla teninga sem og blaðlaukurinn og vínberin. Öllu skutlað saman í skál og hrært við sýrða (og mæjó) og svo smá ananaskurl (eða smátt skorin jarðaber eða ferskjur) sett saman við ef þið viljið. Þetta salat er ó svo gott... mæti með þetta í kvöld til Völlu og Adda... og líka tortillas með rjómaosti, sýrðum, salsa og blaðlauk.. jöhömmí. 


Athyglisverð myndbönd

Afar áhugavert... tjétjétjékkit!

Hérna er eitt um tómat.     Hérna er bein útsending frá þroska cheddar osts. Ég veit, ógó spennó!

Hérna er eitt um jarðaber.   Þetta er svaka flott um epli.

Hérna eitt stutt um grasker.    Og um banana.

Og svo að lokum... tebolli.  


Hvað með okkur?

speaknoevilÞað væri nú gaman að sjá einhverjar tölur yfir okkur Frónbúa. Ég efast um að við séum að lenda í rifrildum í röðum. Ég held það gildi sama viðhorf í röðum og hvað lyftuferðir varðar = ekki segja múkk við aðra og horfðu á gólfið eða hlutlausan punkt á veggnum. Í alvöru, hvað er það? Erum við svona hrikalega lokuð þjóð að við getum ekki einu sinni rabbað við náungann í röðinni?

shopping_cart3Reyndar lenti ég einu sinni í skemmtilegustu röð EVER. Það var þegar Bónus í Smáranum reyndi að selja allt í búðinni á massa afslætti. Ég ákvað, þar sem ég bjó í nágrenninu, að skella mér þangað í leiðinni á starfsmannafund. Flaug eins og stormsveipur um búðina og týndi ofan í handkörfuna nauðsynjarnar og ætlaði svo í röð. Vitiði, það var svo mikið af fólki að raðirnar tepptu alla gangana sem liggja frá kössunum. Ég hef eflaust verið eitthvað leitandi á svip því eldri kona sem stóð hjá mér byrjaði að ræða við mig hvar væri hentugast að fara í röðina. Sameiginlega fundum við röð sem var fýsileg og hún bauð mér að geyma körfuna mína í stóru körfunni hennar. Kona þessi var að versla með barnabarni sinu sem var stúlkukind á aldur við mig. Röðin var svo löng, ég fæ bara pirringskast að hugsa um það, en ég er hrikaleg í biðröðum - alveg hrikaleg. Eftir skamma stund fóru svo hlutirnir að gerast. Séð og heyrt blað kom "gangandi" eftir röðinni, Vikan, Mannlíf og Nýtt líf - svona til að stytta biðina. Las ég úr þeim brandara og sagði slúður við mikinn fögnuð viðstaddra. Nú svo gekk vínberjaklasi eftir röðinni og ýmiskonar sælgæti. Ég og barnabarn konunnar vorum farnar að ræða um aðra konu sem var töluvert fyrir framan okkur í röðinni en hún var með 3 fullar innkaupavagna af vörum! Þá erum við að tala um alveg 2 kassa af rjóma, 1 kassa af tannkremstúpum og þar fram eftir götunum. Ekki nóg með það heldur var hún í slagtogi með annarri konu sem var "bara" með 2 innkaupavagna af vörum. Þegar þær komu að kössunum skiptumst við á að labba að kassadrengnum og kíkja á hvað vörunar kostuðu. Það tók alveg heillangan tíma að renna þessu öllu í gegn. Það er ég viss um að drenginn á kassanum hefur dreymt pííp hljóð alla nóttina. Ég man nú ekki nákvæmlega hvað þetta kostaði hjá þessari elsku, en í síðustu ferðinni sem ég fór að gá var upphæðin komin í rúm 45 þúsund.

hawa33031Eins og ég sagði áðan þá tepptu raðirnar gangana og okkar röð var fyrir goshillunum. Við barnabarnið fórum því að rétta fólki vörur og fíluðum okkur eins og í búð. Buðum Ginger ale í kaupbæti með 2 l kóladrykk, rassaþurrkur (sem einhver hafði skilið eftir í goshillunni) með kippu af sódavatni og sokkabuxur með tónik-vatni. Sumir, sem við afgreiddum, tóku þessu bara ekki. Settu upp skeifu og svipinn: bíddu, veistu ekki að það á ekki að tala við aðra í búðinni? Aðrir tóku þessu athæfi okkar príma vel og spiluðu með - tóku til við að bjóða í gosið með vörum úr sínum innkaupavagni. Algjör snilld. 

Ég tók svo eftir því að einn öldungur var fyrir aftan gömlu konuna, ömmuna í sögunni, með eina ljósaperu - ekkert annað. Ég bauð honum því að koma framfyrir okkur, sem hann þáði eftir að við barnabarnið höfðum útlistað að það væri ekkert mál. Við tókum okkur svo til og fórum til annarrar kvennanna með fjallið af vörum og spurðum hvort öldungurinn mætti koma framfyrir þær, hann væri bara með eina peru. Vitiði, ef ég bara hefði haft myndavél til að taka mynd af svipnum á þeim. Hann var priceless! Ég hefði allt eins geta spurt þær hvort þær væru til í að kúka á höfuðið á mér. En við barnabarnið brostum og jújú, "það ætti að vera í lagi - ef hann er þá bara með þessa einu peru". Öldungurinn okkar varð ekkert smá þakklátur fyrir þetta og sagði að konan sín yrði ánægð því hún biði úti í bíl, enda slæm í mjöðminni eftir brot nokkrum vikum áður. Krúttukallinn. Svo þegar hann var búinn að borga þá veifaði hann okkur og þakkaði kærlega fyrir daginn, enda hafði röðin tekið rúmlega klukkutíma af deginum okkar. Þegar ég var svo loksins komin að kassanum gat ég ekki setið á mér og sagði pirringslega við drenginn: "æji, geturðu ekki drifið þig maður? ég er búin að vera í röð í meira en klukkutíma!" Hann, greyið kúturinn, leit á mig svona puppy-augum og þá hló ég. Sagði bara eins og Borat: NOT!!! þú ert að standa þig eins og hetja, takk fyrir að afgreiða mig. Sem betur fer hló hann, annað hefði verið dálítið mis. Þegar ég var svo búin var það bara veif til ömmu og barnabarnsins og við vorum staðráðnar í því að hittast aftur í svipaðri röð næst þegar það yrði svona útsala. Hvað starfsmannafundinn varðar þá kom ég alltof seint, en ég hafði þó góða afsökun sem var eins og skemmtiatriði :)

friends-cats-largeSvona á þetta að vera. Kannski svolítið ýkt, en tíminn sem við vorum í röð var líka ýktur. Ég er ekkert að segja að maður þurfi að fá lestrarefni og meððí þegar maður bíður í röð. En er ekki allt í lagi að ræða við náungann? Nú, ef náunginn er svo eitthvað álitlegur þá má kannski bara daðra við hann. Allavegana ekki stara útí loftið eða á gólfið og vona að enginn yrði á þig - það er svo ekki kúl. 


mbl.is Deilt og daðrað í biðröðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo bregðast krosstré...

Áðan gerðist nokkuð sem hefur ekki gerst lengi í mínu lífi. Þetta var algjört kódakmóment get ég sagt ykkur. Þök lyftust af húsum og strompar hættu að reykja í smá stund. Börnin í garðinum urðu hljóðlát og hættu að hlaupa fram og aftur fyrir framan gluggann. Allt varð stopp. Ég borðaði:

63

Já. Ég hef ekki gert pakkamat svo árum skiptir held ég. Þegar ég fór í Bónus áðan datt mér í hug, sökum tímaskorts og endalausra verkefna sem bíða þegar vinnudegi lýkur, að næla mér í einn pakka af þessu ,,lostæti" og prófa. Hann flaut ofan í körfuna til appelsínusafans, kantalúpunnar og calming te-pakkans. Fjölbreytt fæði á mér þessa dagana. Innihald pakkans var svosem ætilegt, en ég ætla ekki að kaupa þetta aftur. Þá sýð ég nú bara sjálf pasta og mixa eitthvað útí það. Vá hvað ég er mikið snobb. 

Er einhver áhugasamur um að pikka mig upp á Reykjarvíkurflugvöll annað kvöld kl. 17:40? Plís kontakt mí, meibí þrú mæ sellfón, bitte sjön líblíng. Já svo er ég komin með Skype. Addaði mér eða ég prumpa í koddana ykkar. Aight. 


Þér er boðið í afmæli!

Vertu velkomin/nn!!!
 
ammli

Kai sigurvegari

Ella og JónEf ég ætti nógu falleg og sterk lýsingarorð til að lýsa laugardagskvöldinu, þá væri heimurinn algóður. Þessi matur var sá besti og fallegasti sem ég hef smakkað á ævinni. Fór framúr Jamie og vinum á Fifteen, svei mér þá. Þjónarnir á Vox eru líka fáránlega flottir, ótrúleg þjónustulund og svo snöggir til svara að hálfa væri nóg. Við völdum að fá sérvalin vín með hverjum rétti fyrir sig sem gerði hvern rétt enn betri. Kvöldið var í alla staði frábært, maturinn unaður, þjónustan súperb, félagsskapurinn fullkominn og þar fram eftir götunum. Ella frænka og Jón hennar fá hjartans þakkir fyrir að nenna að drösla mér með sér! Hipp hipp, húrra!!

Fyrst fengum við teaser, óendanlega létt graskersfroða og finnskt hreindýr með bláberi. Þessi réttur var svo góður og bar nafn með réttu - algjör teaser. Það var eins með þennan og alla sem á eftir komu, það var varla að ég týmdi að borða þetta!

forrétturÍ forrétt var kóngakrabbi í aðalhlutverki. Var hann eldaður á þrenns konar vegu. Lengst til vinstri er tómatsúpa (broth) með kóngakrabbabitum. Þetta var svooo gott að það ætti að gera þetta að þjóðarrétti Íslendinga - bara að við hefðum kóngakrabba í tonnatali. Í miðjunni var svo smjörsteiktur kóngagrabbi með frisée salati sem saman hvíldi á unaðslegu geli. Til hægri er svo gullostabrauðbolla fyllt með kóngakrabba confit (sérstök matreiðsluaðferð þar sem maturinn er hægeldaður í eigin fitu). Allir þessir þrír þættir forréttarins voru frábærir, en uppúr stóð tómatsúpan, súrsæt með krabbakjötinu. Fáránlega gott! Með þessu fengum við Wolf Blass Gold label, riesling vín frá suður Ástralíu. Mér fannst það afar bragðgott, mátulega sætt og fór vel við súrleikann í súpunni og rjómafílinginn í krabbanum sjálfum.

millirétturMillirétturinn var lúða og blómkál. Lúðan var steikt uppúr heimagerðu karrísmjöri, vinurinn kom víst sjálfur með eðalkarrí að utan. Lúðan hvíldi á blómkálskúskúsi sem var svo gott, crunchy og milt brað sem fór frábærlega með karríinu. Lúðan sjálf var snilld, mátulega steikt, ekki þurr eins og oft vill verða þegar fólk vill "elda matinn í gegn". Ofan á herlegheitunum var svo fennel í næfurþunnum ræmum. Blómkálsmauk og rauðvínssósa umluktu turninn og sólþurrkaður kirsuberjatómatur gaf skemmtilegan kontrast. Það var áhugavert að borða rauðvínssósuna með þessu, gaf þessu smá kikk og góð blanda við karríið og blómkálið. Með þessum rétti var boðið uppá Lindamans Reserve, ástralskt chardonnay vín. Mér fannst það dálítið of blómalegt fyrir mig, en það virkaði fínt með lúðunni. Ég er ekki alveg fyrir svona blómabragð, en þetta slapp vel.

aðalrétturÍ aðalrétt var svo himnaríki. Lambahryggvöðvi, svo frábærlega eldaður að hann bráðnaði í munninum. Bitlausi hnífurinn rann í gegn þegar hann kom við kjötið. Með þessu voru bulghur kryddaðar með sítrónu og einiberjum og hvítlaukssósa. Einn gljáður perlulaukur fylgdi í kaupbæti og virkaði frábærlega með basilkreminu. Efst má svo sjá lambabrisið sem var borðað með djúpsteiktri mini-gulrót sem var ó svo crunchy. Svolítið sterkt kjötbragð af brisinu en með gulrótinni varð þetta að sælu. Svarta duftið vinstra megin eru þurrkaðar ólífur - fáránlega gott dæmi. Þessi réttur var meiriháttar út í gegn. Ég hef aldrei fengið svona gott kjöt, það var fullkomið. Berin í bulghunum heilluðu mig alveg, gáfu smá kikk. Með þessum rétti fengum við Rosemount Traditional, cabernet sauvignon, merlot og petit verdot vín frá Maclaren Valle Langhorn Creek í Ástralíu. Tvímælalaust eitt besta rauðvín sem farið hefur innfyrir mínar varir. Það var eins og silki og færði réttinn í nýjar hæðir. Bravó!

Þvínæst fengum við gullost sem borinn var fram með heimagerðu hungangi sem sjálfur Kai útbjó. Hann gerði sem sagt hunangsbú líkt og býflugurnar gera. Þetta var meiriháttar góð blanda. Ég er ekkert gífurlega hrifin af hunangi en þetta virkaði mjög vel saman. Osturinn var mátulega þroskaður, ekki of rammur, og með hunanginu sem var mátulega sætt varð þetta að sælu. Með þessu var okkur boðið uppá Penfolds Bin 389, Cabernet sauvignon og shiraz vín frá Mclaren vale, Pedthaway og coonawarra í Ástralíu. Vínið sjálft hefði dugað sem eftirréttur, slík var gleðin. Það var eins og konfekt, hver einasti sopi.

Baddi og FDEftirrétturinn var meiriháttar. Súkkulaðiturn með rennandi súkkulaði í miðjunni, borinn fram með hindberjum í sírópi og krapís úr skyri og philadelphia rjómaosti. Toppurinn var ísinn, algjör sæla og frábært kombó. Ég var orðinn svo heilluð af matnum að ég gleymdi að taka myndir af honum.. úps. En myndin er í kollinum, og trúiði mér, þetta var himnaríki.

Skál!Með kaffinu var punkturinn svo endanlega sleginn yfir i-ið, konfektmolar frá Hafliða Ragnars. Pistasíumolinn er officially orðinn minn uppáhalds nammibiti. Hreinn unaður út í gegn. Sem sagt, kvöldið var fullkomið. Maturinn hans Kai var uppá 10 og rúmlega það. Skál fyrir því!


To Reykjavík, or not to Reykjavík?

Halldor.is-2006-02-25_14245Mig langar til Reykjavíkur um helgina, ótrúlegt en satt. En ástæðan er ærin. Ein skemmtilegasta hátíð ársins byrjar á morgun, Food and Fun hátíðin. Sjaldan skemmti ég mér eins vel í Reykjavík og á keppninni sjálfri sem haldin er á laugardeginum. Það er líka afar skemmtilegt að kíkja í Hagkaup Kringlunni á föstudeginum og fylgjast með kokkunum (og aðstoðarmönnum þeirra) þeysast um verslunina og versla matinn sem elda á. Þegar ég vann hjá Kokkunum var ég svo heilluð af þessu að það lá við að ég dissaði aðra viðskiptavini en þessa hæfileikaríku menn og konur í fallegu, hvítu göllunum með snilldarstrompana á höfðinu. Einu sinni kom útlenskur kokkur til mín og vildi fá að smakka íslensku ostana sem við höfðum. Mér finnst íslensku ostarnir prump miðað við þá erlendu. Ég hálfskammaðist mín fyrir að sýna honum ostana en leyfði honum þó að smakka allar gerðir og var afar alúðleg, enda á upptöku í sjónvarpinu. Hann verslaði svo hlunk af svörtum gouda og breskum cheddar. Daginn eftir þegar ég fór á keppnina fylgdist ég með honum elda og hann gaf mér að smakka af mörgu því sem hann var að gera. Ég var auðvitað eitt stórt sælubros allan hringinn og hélt með honum. Og öðrum sem var afar myndarlegur og bar sig vel við eldamennskuna. 

Það sem er svo frábært við þessa keppni - og að hún sé opinn almenningi - er að þarna koma saman afar færir kokkar allstaðar að úr heiminum. Margir þeirra, og já flestir, eru að vinna eða eiga mjög eftirsótta veitingastaði. Þeir koma hingað til lands og elda mikið úr íslensku hráefni og tala um hversu flott það er. Íslenska lambið og auðvitað fiskurinn fá lof ár eftir ár frá þeim. Þeir beita öðruvísi aðferðum en maður hefur séð og maður getur starað eins og ugla heilan dag og lært heilmikið. Ekki skemmir hvað karlmenn í kokkagalla líta vel út.

Morten HeibergÍ hittífyrra kom Morten Heiberg sem er afar fær kokkur af dönsku bergi brotinn. Hann á fyrirtækið Dessertcircus, en hann hefur sérhæft sig í eftirréttum - sérstaklega úr Valhrona súkkulaði. Ein bók eftir hann hefur verið þýdd yfir á íslensku, bókin Súkkulaði sem kom út árið 2004 og er frábær kista girnilegra uppskrifta og hugmyndabanki. Á laugardeginum var hann með smá kennslu í allskonar eftirréttum úr súkkulaði. Hann var með sýnikennslu um það hvernig vinna má með súkkulaði og allskonar gullmolar flugu frá þessum fagra manni. Ég stóð með galopinn munn og saug í mig viskuna. Lyktin á svæðinu var auðvitað líka ómótstæðileg!

Núna er ég alveg að springa mig langar svo til Reykjavíkur um helgina. Ég fæ í mig svona gamalkunnan fiðring, árlegan fiðring sem hríslast um mig alla. Því spyr ég ykkur, kæru vinir: Vitiði um einhvern ofurskemmtilegan (sem ég kannast við!) sem er að fara frá Akureyri til Reykjavíkur á föstudaginn e. kl. 16:00? Ég víbra ég er svo spennt að sjá keppnina... Nörd, I know...  

 


Lítil íbúð eða herbergi á Akureyri?

Veistu um litla íbúð, eða gott herbergi, sem leigist á lítinn pening, kannski með húsgögnum, staðsetta á Akureyri, laus 1. jan og út apríl? Viltu vera svo væn/n að láta mig vita í komment eða í meili? fds@hi.is ... er í stökustu vandræðum :(

Besta jólakakan?

Grand-Jólakaka

1 bolli vatn
1 bolli sykur
4 stór egg
2 bollar þurrkaðir ávextir
1 teskeið bökunarsódi
1 teskeið salt
1 bolli púðursykur
1 bolli sítrónusafi
1 bolli hnetur
1 FULL flaska af Grand

Smakkið Grandið til að vera viss um að það sé ekki skemmt. Takið stóra skál. Athugið Grandið aftur til að vera alveg viss um að það sé ekki skemmt. Hellið í einn bolla og drekkið. Endurtakið. Kveikið á hrærivélinni, hrærið 1bolla af smjöri í stóra, mjúka skál. Bætið 1 teskeið útí og hrærið aftur.

Athugið hvort Grandið sé nokkuð farið að skemmast, fáið ykkur annan bolla. Slökkvið á hrærivélinni. Brjótið tvær skurnir og bætið í skálina og hendiðút í bollanum af þurrkuðu ávöxtunum. Hrærið á kveikivélinni. Ef þurrkuðuávextirnir festast við hrærararrarna losið þá þá af með rúfskjárni. Bragðiðá Grandinu til að athuga magnið.

Næst, sigtið 2 bolla af salti. Eða einhverju. Hverjum er ekki sama. Athugið Grandið. Sigtið sítrónusafann ogteygið hneturnar. Bætið einu borði. Skeið. Af sykri eða eitthvað. Hvað semþú finnur nálægt. Smyrjið ofninn. Stillið kökuformið á 250°. Gleymið ekki að hræra í stillaranum. Hendið skálinni út um gluggann.Athugið Grandið aftur. Farið að sofa.(Finnst nokkrum hvort sem er ávaxtakökur góðar?).


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband