Skútan og draumfarir

logo2Mér finnst gaman á sjómannadaginn. Skemmtiatriðin og keppnisgreinarnar finnast mér frábærar og hef ég m.a.s. keppt einu sinni í kappróðri og hlotið bikar fyrir. Það var ofurliðið Bomburnar sem fagnaði vel og lengi og bikarinn var hafður til sýnis í bankanum, enda Bankabomburnar þaðan. Svo er það órjúfanlegur þáttur af sjómannadeginum að skunda á haf út (eða amk út úr höfninni) og njóta þess að vera til. 

56145-09Engin hátíðarhöld voru á Akureyri í ár, þar sem útgerðarfélögin sáu sér ekki fært um að styrkja sjómannadagsráð að þessu sinni. Frekar fúlt en hey, se la vie. Hollvinafélag Húna ákvað þó að fara með mannskapinn út á haf kl. 16:00 og svo sannarlega ætlaði Túttan að nýta sér það. Eftir draumfarasvefn mikinn hitti ég Valdísi og við stunduðum folaskoðun þar til klukkan var að verða fjögur. Haldiði ekki að hann Húni hafi bara farið OF SNEMMA af stað og skilið okkur Valdísi og Emblu bara eftir á hafnarbakkanum eins og ástsælar meyjar? Jújú... ég ætla ekki einu sinni að reyna að lýsa vonleysinu sem helltist yfir mig akkúrat þarna. En hvað gera meyjar þá? Valdís kallar á skútukalla sem eru að græja skútuna sína (sem heitir Gógó) og þeir taka glaðir við okkur sem og hjónum sem komu á sama tíma og við. Í ár fór ég sem sagt ekki á venjulegan bát eins og alltaf heldur fór ég á skútu út á sjó! Fáránlega gaman, ekki laust við að maður sé með smá strengi í lærunum eftir að hafa spyrnt allsvakalega í þegar skútan vaggaði í beygjunum. Svo þurfti maður nú að passa sig á bómunni :)

ca6ea81f-111e-47f4-8874-2aa4c37aa55d-bigVarðandi draumfarirnar, þá hefur samstarfskona ein ráðið í drauminn. Mér líst nú bara ágætlega á þá útskýringu en ætla að leyfa ykkur að spreyta ykkur. Fyrir hvað stendur þessi draumur: Ég fæddi fjórbura og sagði að því loknu: ja, þetta var nú ekkert eins mikið mál og ég hélt. Svo kom í ljós að ég var með tvö leg (of mikið af Greys Anatomy???) og var gengin 8 mánuði með annað barn - sem sagt það fimmta. Á meðan ég burðaðist með það í bumbunni þurfti ég að vera gefa hinum fjórum að drekka, en var með konu í vinnu til að passa börnin því ég mátti ekkert vera að því. Einn köttur var svo afar mikið að ráfa í kringum eitt barnið. Hver faðirinn (nú eða feðurnir) af þessum öllum ósköpum var veit ég ekki. En einhverjum peyja mætti ég í búðinni sem horfði á mig kasólétta og fór að gapa. Þá sagði pabbi hans (sem var þarna með honum): ertu búin að vera lengi svona?

Já, þar hafiði það. Ekki er öll vitleysan eins á mínum bæ. Tælenski drengurinn er ennþá svona eldamennskuglaður, einn morguninn þegar ég stökk út á leið í vinnu (n.b. fyrir kl. 8) var hann að hella vatni af núðlum sem hann var að sjóða. Mér finnst nú gaman að elda, en ég nenni ómögulega að elda mér núðlur í morgunmat! Hvað þá þrisvar á dag!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Hvað hefur þú á móti núðlum Hefði verið gaman að sjá þig á föstudaginn en..

Valgerður Halldórsdóttir, 5.6.2007 kl. 17:24

2 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Elska núðlur! En kannski ekki það mikið að geta snætt þær þrisvar á dag! ;)

Já, bölvað klúður.. mig langaði nú miklu meira að koma á föstudadginn og fá siðareglurnar. Ég verð þá víst bara að vera siðlaus félagsráðgjafi .... tíhí 

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 5.6.2007 kl. 17:31

3 identicon

obborobb! þetta er snilldar draumur en hvort ég geti ráðið hann er annað mál! En það er víst von á fjölgun hjá þér - sennilega bara allir sem þiggja þjónustu hjá þér, nú eða kannski ný íbúð?

síjú

valla (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 22:14

4 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

já... fjölgun eða nýjungar kannski? Ný íbúð - vonandi! En af hverju fjórburar?

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 5.6.2007 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband