Færsluflokkur: Bloggar

Fátækt í allsnægtarsamfélagi?

Fátækt í allsnægtarsamfélagi?

Félagsfræðingafélag Íslands stendur fyrir málþingi um fátækt fimmtudaginn 15. mars 2007 að Grand Hótel.

Dagskrá:

8:00-8:30 Skráning.

8:30-8:45 Snorri Örn Árnason. Fátækt á Íslandi? Snorri kynnir niðurstöður nýrrar könnunar Gallup. Snorri Örn er sérfræðingur á greiningarsviði Capacent Gallup.

8.45-9:05 Harpa Njáls. Fátækt kvenna og barna. Harpa fjallar um hvernig fátækt leiðir til andlegs álags, heilsubrests og óhamingju. Harpa er í doktorsnámi við Félagsvísindadeild HÍ.

9:05-9:25 Guðný Hildur Magnúsdóttir. Karlar í vanda. Guðný fjallar um lagskiptingu í samfélaginu en karlar eru í meirihluta bæði í efsta og neðsta lagi þess. Guðný er félagsráðgjafi á Þjónustumiðstöð Vesturbæjar.

9:25-9:45 Stefán Hrafn Jónsson. Fátæk börn og heilsusamlegir lífshættir. Stefán fjallar um heilsu og heilsusamlega lífshætti barna eftir fjárhagsstöðu fjölskyldu þeirra.  Stefán Hrafn starfar á Lýðheilsustöð.

9:45-10:05  Jón Gunnar Bernburg. Fátækt vanlíðan og frávikshegðun íslenskra unglinga. Jón Gunnar kynnir nýjar niðurstöður úr unglingakönnun sem framkvæmd var árið 2006. Jón Gunnar er lektor við Félagsvísindadeild HÍ.

Fundarstjóri: Guðbjörg Linda Rafnsdóttir dósent við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands.

Þátttökugjald er 1.500 kr. Innifalið er morgunverðarhlaðborð.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í tölvupósti til: rosa@hugheimar.is

Svakalega langar mig á þetta málþing! Vill einhver fórna sér og fara fyrir mig, taka niður fullt af punktum og láta mig svo fá þá? Ég verð nefnilega á Parma á Ítalíu alla næstu viku :-)


Kynferðisbrot gegn börnum

Kynferðisbrot gegn börnum – Er samfélagið lamað?  

Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði boða til opins fundar á Súfistanum miðvikudagskvöldið 7. mars næstkomandi kl. 20:00.

Rætt verður um refsingar fyrir kynferðisbrot gegn börnum og fyrirbyggjandi úrræði.  

Frummælendur verða:

Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar.

Helgi Gunnlaugsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.

Katrín Júlíusdóttir alþingismaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.

Svala Ólafsdóttir prófessor í refsirétti við Háskólann í Reykjavík. 

Að erindum frummælenda loknum verða pallborðsumræður og opnað fyrir spurningar úr sal.


Telemark...

 

telemark-moy

 

Mig langar svo mikið að kunna á telemark skíði. Mig langar svo að prófa, en ég efast nú stórlega um að ég sé nægilega góð til að geta stundað þetta fáránlega hressa sport.

 

Telemark_10_klein_05

 


Sturlaðar samgöngur

Eins og talað útur mínum eigin munni... Gó Kata, gó Kata!

Annars langar mig líka til að benda á Tíðarandann... fáránlega flott framtak - eða litlu effin þrjú. Stóru effin eru, eins og þið munið kannski, Food, Fun og Fanney.


Stórir steinar

Um daginn fór ég á fræðslufyrirlestur um tímastjórnun hérna í Kristnesi. Fínn fyrirlestur sem byrjaði á því að lesin var upp sagan Stórir steinar. Ég heillaðist alveg af henni og læt hana því flakka. Njótiði!

stones-02Dag einn var sérfræðingur í tímaskipulagningu að tala fyrir framan hóp viðskiptafræðinema. Til að koma meiningu sinni almennilega til skila, þá notaði hann sýnikennslu sem nemendurnir gleyma aldrei. Þar sem hann stóð fyrir framan þennan hóp af metnaðarfullu fólki, þá sagði hann: “Jæja, þá skulum við hafa próf.” Hann tók upp 5 lítra krukku með stóru víðu opi, og setti hana á borðið fyrir framan sig. Svo tók hann um það bil 10 hnefastóra steina og varfærnislega kom þeim fyrir í krukkunni, einn af einum. Þegar krukkan var full, og ekki hægt að koma fleiri steinum í hana, þá spurði hann: “Er krukkan full?” Allir í bekknum svöruðu: “Já.” “Jæja?” sagði hann. Hann teygði sig undir borðið og tók upp fötu með möl. Því næst sturtaði hann smá möl í krukkuna og hristi hana um leið sem orsakaði það að mölin komst niður í holrúmin á milli stóru steinanna. Svo spurði hann hópinn aftur: “Er krukkan full?” Í þetta sinn grunaði nemana hvað hann var að fara. “Sennilega ekki,” svaraði einn þeirra. “Gott!” svaraði sérfræðingurinn. Hann teygði sig undir borðið og tók upp fötu af sandi. Hann hellti úr henni í krukkuna og sandurinn rann í öll holrýmin sem eftir voru milli malarinnar og stóru steinanna. Enn spurði hann: “Er krukkan full?” “NEI!” æptu nemendurnir. Aftur svaraði hann: “Gott!” Hann tók því næst könnu af vatni og hellti í krukkuna þar til hún var alveg full. Svo leit hann á bekkinn og spurði: “Hver er tilgangur þessarrar sýnikennslu?” Einn uppveðraður nemandinn rétti upp höndina og sagði, “Tilgangurinn er að sýna, að það er sama hversu full dagskráin hjá þér er, ef þú virkilega reynir, þá geturðu alltaf bætt fleiri hlutum við!” “Nei.” Svaraði sérfræðingurinn. “Það er ekki það sem þetta snýst um.Sannleikurinn sem þetta dæmi kennir okkur er þessi: Ef þú setur ekki stóru steinana í fyrst, þá kemurðu þeim aldrei fyrir. Hverjir eru ‘stóru steinarnir’ í þínu lífi? Börnin þín… Fólkið sem þú elskar… Menntunin þín… Draumarnir þínir… Verðugt málefni… Að kenna eða leiðbeina öðrum… Gera það sem þér þykir skemmtilegt… Tími fyrir sjálfa(n) þig… Heilsa þín… Maki þinn. Mundu að setja STÓRU STEINANA í fyrst, eða þú munt aldrei koma þeim fyrir. Ef þú veltir þér upp úr litlu hlutunum (mölin, sandurinn, vatnið) þá fyllirðu líf þitt með litlum hlutum sem skipta í raun ekki máli og þú munt aldrei hafa þann tíma sem þú þarft til að eyða í stóru mikilvægu hlutina í þínu lífi (stóru steinarnir). Semsagt, í kvöld, eða í fyrramálið, þegar þú hugsar um þessa stuttu sögu, spurðu þig þá að þessarri spurningu: “Hverjir eru ‘stóru steinarnir’ í mínu lífi?” Settu þá svo fyrst í krukkuna. -höfundur ókunnur.

 


Eitthvað af Eyrinni..

Búin að vera lasin. Ekki á topp tíu listanum mínum. Engan veginn. En björtu hliðarnar: fullt af skemmtilegu fólki að sækja mig heim um helgina, spáir fáránlega góðu veðri til að fara í Fjallið, búið að snjóa í allan dag, 5 í fötu á 987 kr annað kvöld á Amour, Palli Óskars í Sjallanum á lau.. Það er allt að gerast á Eyrinni. Sjáiði svo fallega fólkið sem verður á skíðum í Hlíðarfjalli um helgina:

 

Fannsan og Baddi frændi

 

Er að horfa á The Insider á Sirkus. Leiðindaþáttur, mér leiðist slúður. En þarna var verið að fjalla um konu sem var 400 kg og það var verið að flytja hana út úr húsinu hennar með 9 slökkviliðsmönnum og spili til að draga hana inn í bílinn sem flytja átti hana til sjúkrahússins þar sem hún var að fara í aðgerð. Þetta var átakanlegt að horfa á. Konan átti nefnilega unga dóttur sem grét við þessar athafnir fólksins. Hún var m.a.s. tveggja barna móðir og einstæð. Hvernig gengu eiginlega fæðingarnar?  Og hvernig gat hún sinnt börnunum þegar hún kemst ekki einu sinni úr rúminu sínu til að fara á klósettið? Hvernig ætli stuðningsnetið hennar sé þegar hún fer í svona aðgerð? Hver sér um börnin? Þetta er afar áhugaverð frétt, en í The insider var aðalmálið hve marga þurfti til að flytja konuna út og að hún væri að fara í aðgerð. Hvað með allt annað í kringum þetta?


Missti ég af þessu?

Eduardo Noriega, spænskur leikariLengi vel ætlaði ég mér sko að eignast spænskan kall. Ekki nóg með að menning Spánverja sé afar heillandi heldur eru þeir margir hverjir einstaklega myndarlegir að mínu mati. Þeir eru líka hressandi dansarar og geta hreyft sig fimlega við stórkostlega tónlist sem landar þeirra semja. Þegar ég fór í skóla á Spáni man ég eftir því að hafa sagt móður minni að þegar heim kæmi myndi ég hafa einn latinópeyja undir arminum. Ekki fór eins og ég spáði fyrir þrátt fyrir ágætan markað þarna í Puerto de la Cruz. Því spyr ég, hvers vegna var mér ekki boðið í þessa heimsókn spænskra piparsveina? Ég hefði glöð komið og dansað, drukkið og borðað með spænskum piparsveinum! Annars voru þeir helst til of þroskaðir fyrir mig, af myndskeiðinu að dæma, svo það er kannski bara ágætt að ég hafi ekki skellt mér.


mbl.is Spænskir karlar í konuleit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kai sigurvegari

Ella og JónEf ég ætti nógu falleg og sterk lýsingarorð til að lýsa laugardagskvöldinu, þá væri heimurinn algóður. Þessi matur var sá besti og fallegasti sem ég hef smakkað á ævinni. Fór framúr Jamie og vinum á Fifteen, svei mér þá. Þjónarnir á Vox eru líka fáránlega flottir, ótrúleg þjónustulund og svo snöggir til svara að hálfa væri nóg. Við völdum að fá sérvalin vín með hverjum rétti fyrir sig sem gerði hvern rétt enn betri. Kvöldið var í alla staði frábært, maturinn unaður, þjónustan súperb, félagsskapurinn fullkominn og þar fram eftir götunum. Ella frænka og Jón hennar fá hjartans þakkir fyrir að nenna að drösla mér með sér! Hipp hipp, húrra!!

Fyrst fengum við teaser, óendanlega létt graskersfroða og finnskt hreindýr með bláberi. Þessi réttur var svo góður og bar nafn með réttu - algjör teaser. Það var eins með þennan og alla sem á eftir komu, það var varla að ég týmdi að borða þetta!

forrétturÍ forrétt var kóngakrabbi í aðalhlutverki. Var hann eldaður á þrenns konar vegu. Lengst til vinstri er tómatsúpa (broth) með kóngakrabbabitum. Þetta var svooo gott að það ætti að gera þetta að þjóðarrétti Íslendinga - bara að við hefðum kóngakrabba í tonnatali. Í miðjunni var svo smjörsteiktur kóngagrabbi með frisée salati sem saman hvíldi á unaðslegu geli. Til hægri er svo gullostabrauðbolla fyllt með kóngakrabba confit (sérstök matreiðsluaðferð þar sem maturinn er hægeldaður í eigin fitu). Allir þessir þrír þættir forréttarins voru frábærir, en uppúr stóð tómatsúpan, súrsæt með krabbakjötinu. Fáránlega gott! Með þessu fengum við Wolf Blass Gold label, riesling vín frá suður Ástralíu. Mér fannst það afar bragðgott, mátulega sætt og fór vel við súrleikann í súpunni og rjómafílinginn í krabbanum sjálfum.

millirétturMillirétturinn var lúða og blómkál. Lúðan var steikt uppúr heimagerðu karrísmjöri, vinurinn kom víst sjálfur með eðalkarrí að utan. Lúðan hvíldi á blómkálskúskúsi sem var svo gott, crunchy og milt brað sem fór frábærlega með karríinu. Lúðan sjálf var snilld, mátulega steikt, ekki þurr eins og oft vill verða þegar fólk vill "elda matinn í gegn". Ofan á herlegheitunum var svo fennel í næfurþunnum ræmum. Blómkálsmauk og rauðvínssósa umluktu turninn og sólþurrkaður kirsuberjatómatur gaf skemmtilegan kontrast. Það var áhugavert að borða rauðvínssósuna með þessu, gaf þessu smá kikk og góð blanda við karríið og blómkálið. Með þessum rétti var boðið uppá Lindamans Reserve, ástralskt chardonnay vín. Mér fannst það dálítið of blómalegt fyrir mig, en það virkaði fínt með lúðunni. Ég er ekki alveg fyrir svona blómabragð, en þetta slapp vel.

aðalrétturÍ aðalrétt var svo himnaríki. Lambahryggvöðvi, svo frábærlega eldaður að hann bráðnaði í munninum. Bitlausi hnífurinn rann í gegn þegar hann kom við kjötið. Með þessu voru bulghur kryddaðar með sítrónu og einiberjum og hvítlaukssósa. Einn gljáður perlulaukur fylgdi í kaupbæti og virkaði frábærlega með basilkreminu. Efst má svo sjá lambabrisið sem var borðað með djúpsteiktri mini-gulrót sem var ó svo crunchy. Svolítið sterkt kjötbragð af brisinu en með gulrótinni varð þetta að sælu. Svarta duftið vinstra megin eru þurrkaðar ólífur - fáránlega gott dæmi. Þessi réttur var meiriháttar út í gegn. Ég hef aldrei fengið svona gott kjöt, það var fullkomið. Berin í bulghunum heilluðu mig alveg, gáfu smá kikk. Með þessum rétti fengum við Rosemount Traditional, cabernet sauvignon, merlot og petit verdot vín frá Maclaren Valle Langhorn Creek í Ástralíu. Tvímælalaust eitt besta rauðvín sem farið hefur innfyrir mínar varir. Það var eins og silki og færði réttinn í nýjar hæðir. Bravó!

Þvínæst fengum við gullost sem borinn var fram með heimagerðu hungangi sem sjálfur Kai útbjó. Hann gerði sem sagt hunangsbú líkt og býflugurnar gera. Þetta var meiriháttar góð blanda. Ég er ekkert gífurlega hrifin af hunangi en þetta virkaði mjög vel saman. Osturinn var mátulega þroskaður, ekki of rammur, og með hunanginu sem var mátulega sætt varð þetta að sælu. Með þessu var okkur boðið uppá Penfolds Bin 389, Cabernet sauvignon og shiraz vín frá Mclaren vale, Pedthaway og coonawarra í Ástralíu. Vínið sjálft hefði dugað sem eftirréttur, slík var gleðin. Það var eins og konfekt, hver einasti sopi.

Baddi og FDEftirrétturinn var meiriháttar. Súkkulaðiturn með rennandi súkkulaði í miðjunni, borinn fram með hindberjum í sírópi og krapís úr skyri og philadelphia rjómaosti. Toppurinn var ísinn, algjör sæla og frábært kombó. Ég var orðinn svo heilluð af matnum að ég gleymdi að taka myndir af honum.. úps. En myndin er í kollinum, og trúiði mér, þetta var himnaríki.

Skál!Með kaffinu var punkturinn svo endanlega sleginn yfir i-ið, konfektmolar frá Hafliða Ragnars. Pistasíumolinn er officially orðinn minn uppáhalds nammibiti. Hreinn unaður út í gegn. Sem sagt, kvöldið var fullkomið. Maturinn hans Kai var uppá 10 og rúmlega það. Skál fyrir því!


Matseðill kvöldsins

Haldiði ykkur í og setjist ef þið eruð standandi. Ég var að koma af Food and fun niðrí Hafnarhúsi. Kokkar að elda.. mmm... Í kvöld er svo fordrykkur á Strandveginum og svo er það bara Vox restaurant þar sem Kai Kalliio frá Finnlandi er við völd. Þið kunnið að spyrja: hvað er hún að fara að borða? Nú, ég skal bara leyfa ykkur að sjá það...

Kóngakrabbi og tómatur
Kóngakrabba confit og smjörsteiktur kóngakrabbi borinn fram með brioche og tómatsúpu

 

-----o-----o-----o----

Lúða og blómkál
Lúða, steikt í karrísmjöri með blómkálsmauki og blómkáls kúskús, fennel- tómat salati, blómkálsfroðu og rauðvínssósu

 

-----o-----o-----o----

Lamb,sítrónur og hvítlaukur
Kryddjurta lambahryggvöðvi, lambabris og sítrónubulhgur borin fram með basilkremi og hvítlaukssósu

 

-----o-----o-----o-----

Súkkulaði og hindber
Súkkulaðiturn með hindberjasýrópi og Philadelphia krapís

Eftir matinn verður svo e.t.v. tekinn einn eða tveir snúningar á gólfinu, enda er lokahátíð Food and fun kokkanna haldin á Nordica líka. Já, svei mér ef ég verð ekki brosandi eitthvað framan af. Later!


Food and fun and Fanney!

Hin þrjú mikilvægu Eff í lífinu mætast í borg óttans nú um helgina. Be afraid, be very afraid!

Food 

food

 

 Fun

 Fun

 

Fanney

Fanney

 

Eruði game? 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband