Eitthvað af Eyrinni..

Búin að vera lasin. Ekki á topp tíu listanum mínum. Engan veginn. En björtu hliðarnar: fullt af skemmtilegu fólki að sækja mig heim um helgina, spáir fáránlega góðu veðri til að fara í Fjallið, búið að snjóa í allan dag, 5 í fötu á 987 kr annað kvöld á Amour, Palli Óskars í Sjallanum á lau.. Það er allt að gerast á Eyrinni. Sjáiði svo fallega fólkið sem verður á skíðum í Hlíðarfjalli um helgina:

 

Fannsan og Baddi frændi

 

Er að horfa á The Insider á Sirkus. Leiðindaþáttur, mér leiðist slúður. En þarna var verið að fjalla um konu sem var 400 kg og það var verið að flytja hana út úr húsinu hennar með 9 slökkviliðsmönnum og spili til að draga hana inn í bílinn sem flytja átti hana til sjúkrahússins þar sem hún var að fara í aðgerð. Þetta var átakanlegt að horfa á. Konan átti nefnilega unga dóttur sem grét við þessar athafnir fólksins. Hún var m.a.s. tveggja barna móðir og einstæð. Hvernig gengu eiginlega fæðingarnar?  Og hvernig gat hún sinnt börnunum þegar hún kemst ekki einu sinni úr rúminu sínu til að fara á klósettið? Hvernig ætli stuðningsnetið hennar sé þegar hún fer í svona aðgerð? Hver sér um börnin? Þetta er afar áhugaverð frétt, en í The insider var aðalmálið hve marga þurfti til að flytja konuna út og að hún væri að fara í aðgerð. Hvað með allt annað í kringum þetta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Benedikt Guðnason

já, hljómar ömurlega með konuna og börnin hennar :(

en endaði þátturinn ekkert? no conclusion?

Björn Benedikt Guðnason, 1.3.2007 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband