Færsluflokkur: Bloggar
27.3.2007 | 00:36
Punktablogg
- Það er ótrúlega leiðinlegt að keyra Öxnadalinn alein að kvöldi til.
- Bowling for Columbine er frekar nett mynd, enda finnst mér Michael Moore oftar en ekki glöggur maður.
- Ég er komin úr æfingu að sitja á krá þar sem er reykt. Skyggnið í Ölstofu suðursins er klárlega verra en skyggnið hérna á Eyrinni.
- Ég nenni ekki að útskrifast í júní. Alltof mikið vesen, alltof mikið að gera þangað til. Frestunarárátta? Njaahh...
- Ég hef ekki hugmynd um hvað ég vill gera í sumar/haust... það er bara ekki fyrir mig að klára hluti, því fylgja bara erfiðar ákvarðanatökur.com.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.3.2007 | 14:58
Alive!
Komin heim frá London og Parma. Ferðin var alveg frábær, en svakalega fljót að líða. Ráðstefnan var nú bara svona lala, ítalska "skipulagið" svoldið mis en hey, það var sól og hiti allan tímann. Maturinn var unaður út í gegn. Smakkaði besta pasta og risotti sem ég hef á ævinni sett innfyrir mínar varir. Parmaskinkan og parmigiano osturinn sleppa líka alveg ;) Mikið um trúnó og grenj, enda bara stúlkukindur saman. Í London fórum við á geggjaðan indverskan veitingastað sem heitir Khan´s og er rétt hjá Notting Hill. Ég hitti samt ekki Hugh Grant, bömmer.
Það var hressandi að koma heim í kuldann og slydduna. Jasei sei. Núna er það bara harkan sautján, engar skíðaferðir eða folagláp, bara skóli, vinna og púl út í gegn. Já og fegrun. Parmaskinka og feitir ostar komnir á bannlista í pínu stund.
Annars verð ég í Reykjavík fram á sunnudaginn næsta. Ekki kannski það skemmtilegasta sem ég geri, en heldur ekki það leiðinlegasta. Ef þið viljið bjóða mér í kaffi þá vitiði númerið mitt. Aight.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.3.2007 | 10:20
Ohhhh...
Engan veginn nenni ég að keyra til Reykjavíkur akkúrat núna. Ég veit að það verður jújú stuð á árshátíðinni okkar í kvöld og ég hlakka til að hitta bekkinn minn fagra. En vá hvað ég meika ekki tæpa 5 tíma í bíl í svona færð. Í fullkomnum heimi gæti ég farið til Reykjavíkur í kvöld með þyrlu og notað daginn uppí fjalli þar sem er sól og logn og fanatískt frábært færi!

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.3.2007 | 01:57
Detti mér allar dauðar...
Þetta var nú alveg hreint frábært hjá þeim í Gambíu. Konurnar eru eflaust í þessari atvinnugrein því þeim finnst þetta svo helv.. skemmtilegt og gefandi starf. Mig hefur nú alltaf langað til að vinna með fólki, en ég held ég beili á þessu. Ég næ ekki svona aðgerðum. Meina, allt að 2ja vikna fangelsi eða greiða skuld!
Lífið væri svo ljúft ef ég gæti gefið út alþjóðlegt fréttabréf með boðskap sem fólk færi eftir...
![]() |
42 vændiskonur dæmdar í fangelsi í Gambíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.3.2007 | 21:15
Fögur sýn

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.3.2007 | 20:16
Fyndnasti maður Íslands?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.3.2007 | 15:58
Þér er boðið í afmæli!

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.3.2007 | 23:22
Hlemmur - a must see!!
Ég gerði mér dagamun í kvöld eftir langa vinnuviku. Á leið minni um hið stórkostlega Amtsbókasafn á Akureyri kom ég við í kvikmyndahillunni og skoðaði fýsilegar myndir. Voru þar allnokkrar sem ég gat hugsað mér að verja/eyða tíma mínum í. Þar á meðal Notting Hill (eins og einhverjir kunna að vita þá er ég fíkill á þá mynd), Volver (Pedro Almodóvar er bara klárlega einn mesti snilli tilli sem ég veit um) og svo Hlemmur. Fyrir valinu að þessu sinni var heimildarmyndin Hlemmur eftir Ólaf Sveinsson, sem fékk hina eftirsóttu Eddu árið 2003 sem besta íslenska heimildarmyndin auk þess sem Sigurrós fékk Edduna sama ár fyrir frumsamda tónlist í myndinni. Ekki slæm ræma það.
Allavegana. Myndin byrjaði vel, afar vel. Mjög athyglisverðar persónur kynntar til leiks, flott settings og tónlistin fúnkeraði vel við það sem var að gerast á skjánum. Reyndar fannst mér spurningarnar mjög leiðandi sem notaðar voru, en svörin sem viðmælendur komu með tilbaka voru aftur á móti sönn. Ég fékk það a.m.k. ekki á tilfinninguna að spurningarnar hefður verið stór áhrifavaldur. Að mínu mati er þetta mynd sem flestir ættu að sjá. Eins og Birgir Örn segir í gagnrýni sinni: ,,Sterk og nauðsynleg mynd sem gefur sýn inní hluta þjóðfélagsins sem við reynum að þegja í hel". Ég gleymdi mér algjörlega í lífi þessara aðila sem myndin tók til. Áberandi fannst mér sögurnar af því að enginn þeirra hafði neitt samband að ráði við börnin sín (og barnabörnin) og margir bara alls ekkert - ekki að þeirra undirlagi. Ég finn ennþá sting í hjartanu vegna þessa. Þetta undirstrikar einnig hvað það er ofboðslega mikilvægt að hafa aðstandendur með í dæminu, hvað svo sem er að gerast í lífi fólks. Fjölskyldan er eins og órói sagði Virgina Satir, ef eitthvað kemur fyrir einn þá riðlast allur óróinn. Oft er lítið hugsað um aðstandendurna og hvað þeir eru að fást við. En aftur að myndinni. Einn aðilinn var/er? strætóbílstjóri. Hann virkaði alveg þokkalega vel á mig, búinn að ganga í gegnum margt en einnig búinn að hífa sig upp og ná sér aftur á strik. Ljúfur og rólegur maður sem langaði svolítið til þess að eiga konu til að koma heim til á kvöldin og spjalla við. Hann sagðist vera að íhuga það að fá sér konu frá Asíu, þær væru svo broshýrar og nytu lífsins. Allt gott og blessað með það. En svo kom höggið á hana Fanney Dóru. Stuttu seinna í myndinni sagðist hann ekki treysta ráðamönnum þjóðarinnar og ekki aðhyllast neina pólitíska stefnu hérlendis. Stefnan sem hann aðhyllist er sósíalískur þjóðernisstefna. Já. Maðurinn var alveg með það á hreinu að Nazi ætti eftir að gerast hérna á Íslandi. Það væri alltaf að koma fleira og fleira dökkt fólk hingað til landsins og það þyrfti að gera eitthvað í því. Jámm.. ekki orð um það meir. Horfið á myndina! Þegar fór á líða undir lokin þurfti ég svo að setja á pásu öðru hverju til að þurrka vot augun svo ég gæti fókusað á skjáinn. Meyra konan.
Afsakið.. þetta kom útúr mér í einni bunu. Ergo: Sjáið myndina sem fyrst! Og ef þið munið eftir því, deilið skoðun ykkar með öðrum, bloggið, sendið sms og talið um myndina á kaffistofum. Ég veit ég er svolítið á eftir, myndin orðin nokkurra ára gömul, en hún er klassi. Tékkið á kynnismyndbandinu.
Kvót myndarinnar: Manni svíður oft og maður grætur. Svo koma nætur. Sorgin hverfur með sólinni þegar hún skín að morgni. (þegar hann talaði um að hann fengi ekki að vera með börnum sínum og barnabörnum)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.3.2007 | 20:54
Ó jú ameríkans....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.3.2007 | 18:47
Samsæri.com?
Af hverju dettur mér bara fullt af samsæriskenningum í hug? Hmmm...
![]() |
Segir Háspennu fá 120 milljónir í bætur frá borginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)