Færsluflokkur: Bloggar
6.2.2007 | 16:26
Viva la Kompás!
Þvílík snilld sem þátturinn Kompás er. Ég verð svo glöð í hjarta mínu að vita af svona frábæru fólki þarna úti. Þættirnir þar sem barnaníðingsmál voru til umfjöllunar finnst mér nauðsynlegt innleg í umræðuna og ég gæti ekki verið meira sammála Rúnu í Stígamótum um þetta eftirlitskerfi. Það sem Kompás hefur verið að gera gæti stórminnkað samskipti þessara manna við börn. Svo er bara spurningin, hver á að sinna þessu? Lögreglan? Já, lögreglan er sá aðili sem að mínu mati á að sjá um þetta eftirlit. Það er svo annað mál hvernig það ætti að fara fram og hve oft. Ég held þó að við slíkt eftirlit yrðu til nýjar leiðir níðingsmanna til að komast í samband við börnin, en þá erum við amk búin að útiloka eina. Margt smátt gerir eitt stórt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.2.2007 | 00:00
Pippin, ó minn eini Pippin
Ég er aftur orðin skotin í Pippin... Þó hann sé ljóshærður! Nú fer að koma tími á að horfa ENN EINU SINNI á Lord of the Rings.

Læt fylgja með textann/ljóðið sem hann syngur unaðsröddu í einu af LOTR lagi, The Steward of Gondor:
Home is behind
The world ahead.
And there are many paths to tread.
Through shadow,
To the edge of night
Until the stars are all alight
Mist and shadow
Cloud and shade
All shall fade
All shall...fade.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.2.2007 | 21:05
Home, sweet home!
Jámm... það er rétt. Ég er komin aftur á Akureyrina mína. Sit á Amour með kaffi í annarri og sígó í hinni... - eða ekki! Elska svona reyklaus kaffihús :) Afar kósý að sitja hérna og lesa heimildir fyrir BA-ritgerðina sem við Dagný erum að stússast í. Afar kósý.
Annars var helgin furðuleg, mjög góð - en furðuleg. Brunaði eftir vinnu á föstudaginn í Munaðarnesið þar sem ég hitti Höska og Moby í bústað sem þeir höfðu tekið á leigu. Næs pottapartý sem ritskoðast hérmeð. Popppunktur spilaður, myndir teknar, pottur heimsóttur reglulega... Beikon og egg í morgunmat sem smakkaðist sérdeilis unaðslega, enda karlmaður sem eldaði. Ég verð nú að færa Kamillu orð í hattinn fyrir að tala illa um Moby. Þetta er indælispiltur og á engan hátt líkur þeim Moby sem hún lýsir á blogginu sínu. Tel ég að nærveran við Kamillu hafi þessi áhrif á Moby og bið hana vinsamlegast að íhuga álit sitt örlítið betur.
Indæliskvöldverður á Strandveginum. Hjónakornin elduðu indverskan kjúklingarétt með tilheyrandi... fátt betra en indverskur matur. Eftir allnokkrar upphrópanir yfir matnum var hornið mitt heimsótt, þ.e. hornið mitt í sjúklega þægilega sófanum, og mænt á keppendur júróvísjón. Úrslit kvöldsins komu á óvart, svo ekki sé meira sagt. En ég spyr, hvað er auðvelt að gleyma sér í augunum hans Davíðs Smára? Maður lifandi hvað hann er með falleg augu. Tala nú ekki um þegar maður getur horft í þessi augu, drukkið ekta kaffi með og snætt dýrindis epla-banana-súkkulaði-döðluköku sem er holl í þokkabót! Jasko, gerist ekki betra.
Rest helgarinnar verður ekki upprifjuð. En lærdómsrík helgi, það má koma manni sannarlega á óvart þegar maður telur sig vita margt. En það verður ekki af því skafið hversu himinlifandi glöð ég er að vera komin aftur - með skíðin! Já, nú skal Hlíðarfjall stundað! Kannski einhver hluti vikunnar fari í það að útdeila ferilskránni minni og atvinnuumsóknareyðublaðaútfyllingu.com...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2007 | 16:28
Au revoir!
Farin frá Eyrinni fögur... reyndar bara yfir helgi.
Áhugasamir geta nálgast mig á Ölstofunni á laugardagskvöldið.
Var í allan dag í kynnisferð í Rósenborg sem er Möguleikamiðstöð Akureyrarbæjar. Það er efni í heila færslu sem ég ætla að geyma. Þvílíkur dagur!
Góða helgi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.2.2007 | 08:03
Unglæknir, já takk!
Á hverjum degi þessa vikuna hef ég hitt sama unglækninn, á sama tíma, á sama stað í stigaganginum á leið minni uppá geðdeild. Það skemmir ekki fyrir að hann er myndarlegur, og rétt rúmlega það. Góð byrjun á vinnudegi að hitta alltaf sama myndarlega manninn, á sama stað, á sama tíma og segja alltaf: Góðan daginn. Svolítið svona eins og Groundhog day...
Bústaður í Munaðarnesi í kvöld, frétti að Ðí Höskman ætlaði sér að afhomma og aflesbía fólk með fögrum söngi a la Donnie. Langt síðan ég hef farið í bústaðapottapartý :) Svo er það bara Reykjavík city fram á sun... (andvarp)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.2.2007 | 03:01
Sítt hár
Vissuði, að ég er komin með svo sítt hár, að þegar ég er að fara að sofa á kvöldin þá flækist hárið fyrir mér og ég þarf að setja það í teygju?
Vissuði, að fyrir 2 mánuðum átti ég hvorki bursta né hárnæringu?
Vissuði, að fyrir 1 mánuði átti ég ekki hárblásara né sléttujárn?
Vissuði, að í kvöld prófaði ég gloss hjá Kötu Júl, frá Victoria´s secret, sem deyfir varirnar og gerir þær kyssulegri?
Vissuði, að þetta kyssulegri-trikk virkaði ekki?
Vissuði, að Framsóknarmenn geta verið ansi fyndnir - svona þegar þeir eru fullir?
Vissuði, að karlkyns formaður ákveðinnar ungliðahreyfingar notar gloss?
Vissuði, að Busar eru gæðafólk - jafnvel nokkrum árum síðar?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.2.2007 | 14:08
Bömmer.com!
NEI!! Ég skammaði mig hægri vinstri fyrir að hafa sofnað í smástund eftir vinnudaginn á þriðjudag og svo horft á leikinn og þannig misst af fundinum um Akureyrarstofu í Ketilhúsinu. Kíkti í ísrúnt með Mettu frænku þarna um hálf níu og nöldraði nánast allan tímann (amk í hvert skipti sem við fórum framhjá Ketilhúsinu) hversu asnaleg ég væri að hafa ekki náð að fara á fundinn. Svo sé ég bara frétt á vef Akureyrarbæjar um að fundinum hafi verið frestað um 45 mín. vegna leiksins, hann hafi byrjað 20:45 og ég því alveg getað mætt! Ohhh... ég er aftur orðin nöldurseggur útaf þessu...
Annars var ég á áhugaverðum fræðslufundi hér á geðdeild þar sem fjallað var um nýtt lyf fyrir börn með ADHD. Það merkilega við þetta lyf er að það þarf bara að taka það einu sinni á dag og það virkar í sólarhring, en ekki í t.d. 8 tíma eins og Concerta. Athyglisvert!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.1.2007 | 22:56
Þegar ég eignast barn...
Ég stenst ekki mátið að leyfa þessari mynd að njóta sín hérna. Þessi krúttusnúður er eitt mesta uppáhaldið mitt, og á ég þau mörg. Þessum finnst ég svo ofurskemmtileg að það er ekki einu sinni fyndið!
Bjarki Steinarr er nýlega orðinn hálfsárs en er samt alls ekkert smábarn, því hann hefur fanta góðan húmor á við fullorðinn einstakling. Þetta er sem sagt sonur hennar Erlu minnar. Þegar við vorum í stífri hópavinnu í skólanum í haust kom pjakkurinn oft með Erlu mömmu sinni og var eins og vindurinn á meðan við kjöftuðum úr okkur allt vit. Hann bara horfði á okkur, brosti og hló þegar við horfðum á hann. Að sjálfsögðu var oft erftit að vinna með svona augnakonfekt nálægt sér. En það sem besta er, drengnum finnst ég svo fyndin og skemmtileg! Það er nánast sama hvað ég geri, honum finnst það fyndið. Þetta á ekkert við um alla, kannski nokkuð marga, en ekki alla. Ég mátti alltaf halda á honum, klæða hann og gefa honum að borða - og Bjarki, ja hann bara brosti! Þegar ég eignast barn þá má það alveg vera svona, brosandi og ofurfallegt! Svakalega hlakka ég til að hitta hann (og auðvitað Erlu gúllu líka!)... Meina, getiði staðist þessa mynd? Ímyndið ykkur að hitta hann í eigin persónu og heyra hann hlægja... jahérnahér!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.1.2007 | 21:59
Ég fékk það!
já, ég átti samtal við Liz og sagði henni að senda þetta bara til mín - enda kæmum við Hugh (eða Bollocks eins og ég kalla hann á innilegum stundum) bara saman og því engin ástæða að senda tvö kort. Fólk veltir sér nú uppúr ótrúlegustu málum. Af hverju hringdi enginn í mig?
Annars vil ég benda öllum þeim sem verða staddir nálægt Akureyri annað kvöld að UJA standa fyrir hittingi í Lárusarhúsi, Eiðsvallargötu 18, kl. 20:00. Þar munu þingmennirnir Ágúst Ólafur og Katrí Júl hitta ungt fólk og spjalla um hugðarefni þeirra. Petsa og gos í boði og eðal Euroshopper nammi skv. Möggunni. Fyrir áhugasama má þess geta að Hr. Magnús Már verður á svæðinu, enda ekki formaður fyrir ekki neitt. Svo verður klárlega Amour heimsóttur, enda þarf að sýna háttvirtum þingmönnum hve heilsusamleg við á Eyrinni erum.
Svei mér ef ég fer bara ekki á Amour á morgun til að horfa á leikinn? :) Þetta er agalegt, fer að verða fastagestur! Ég vona að Kofinn og Ölstofan fyrirgefi mér það, enda er ég ekki á þeirra slóðum þessa dagana. Ekki fyrren á laugardaginn :)
Fannsa Grant - át!
P.s. þó ekki Grant vegna Arnars Grant...
![]() |
Hugh hefur ekki fengið boðskort frá Elísabetu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.1.2007 | 18:10
Egilsstaðir bærinn?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)