Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2006
31.8.2006 | 23:12
Myndir frá Osló..
Rakst á nokkrar myndir hjá HerraGarðari síðan í Osló... fallegt fólk, fallegt fólk!
Svei mér þá ef ég virðist ekki edrú við hliðiná þessari...
Við tókum nokkur trúnó, mamma hennar er félagsráðgjafi.
Og finally, crew-ið á leið niðrí bæ eftir Tópas frænda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.8.2006 | 13:04
Smá ferðasaga...
Jæja. Þá er túttan komin heim frá Osló. Stórskemmtileg og fræðandi ferð. Fundurinn tókst með eindæmum vel, við náðum að ræða allt það sem við ætluðum að ræða og allir mjög happí með það. Á fimmtudagskvöldið fórum við út á borða á stað sem heitir Mecca en ég mæli eindregið með honum. Sjúklega góður matur þarna og mjög kósý og krúttlegur staður. Eftir dinnerinn fórum við að pöbb og sötruðum bjór (í eintölu) þannig að Garðar kom og náði í kellinguna. Bjargvætturinn. Hann fór með mig til vinkonu sinnar þar sem var pínu partý. Ég var með 1 l flösku af Tópas sem kláraðist á mettíma - og sló í gegn. Nokkrum bjórum og trúnaðarskeiðum síðar fórum við út úr íbúðinni. Hittum fyrir Þjóðverja sem bauð hópnum í rauðvínsglas á næsta bar og tók hverja einustu okkar í einn dans. Kallinn var sirka 70 ára og heljarinnar dansari, glimrandi gaman alveg. Snilldarkvöld í það heila.
Helgin var mjög fín, aflsappandi og næs. Skemmtileg tilviljun átti sér stað þegar ég var á Oslo cetralstation að kaupa farmiða í almenningssamgöngurnar. Þá sá ég fyrir karlmann sem ég kannaðist ískyggilega mikið við. Var þar ekki hann Jakob Einar í öllu sínu veldi, en Jakob er kærastinn hennar Sollu Möggu - sem aftur er systir hennar Tinnu Mjallar - sem aftur er ein mín besta vinkona. Folinn var á leið til Lillehammer að heimsækja vin sinn og bauðst til að lána túttunni íbúðina sína! Algjör gimsteinn. Ég bjó því í Stundentby í Kringsjá alla helgina, algjörlega meiriháttar. Hef ekki labbað svona mikið síðan ég var í Barcelona hér um árið. Í gær fór ég m.a.s. uppí Holmenkollen turninn þar sem ég sá yfir alla Osló og firðina í kring. Stórkostlegt útsýni, en fæturnar á mér titruðu svo þegar ég kom niður - af þreytu og hræðslu enda voru stigarnir upp skuggalegir. Jæja, ef þið viljið meiri details þá er það bara face to face.. þetta er komið fínt.
Þarf að halda áfram í vinnu þar sem skólinn minn byrjar ekki strax. Það er svosem fínt. Í dag verð ég þó bara að vinna í rúma 2 tíma því ég fæ að vera kokkur í kvöld. Árdís frænka mín og Einar maðurinn hennar eru hérna á Íslandi í heimsókn, en þau búa í Svíþjóð. Þau eru auðvitað í golfi með Ellu frænku og Jóni og er ég svo heppin að fá budget og frjálst val hvað dinner í kvöld varðar. Unaður.is út í gegn. Hugsa að ég hafi eitthvað nett í forrétt, hafi svo beikonvafinn skötusel á grillpinna í aðalrétt, með hvítlaukssósu og djúsí kartöflusalati.. frönsk súttlaðikaka í eftirrétt með smá twist.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.8.2006 | 16:02
Oslo i dag
Fundir, fundir, fundir...
Hitti HerraGardar i gaerkvoldi, hann var nokkud hress. Kannski adeins meira en tad. Aetlum ad taka tjutt i kvold a la Islendingar svo fylgist med frettunum!
Enginn timi til ad skrifa, you all know how busy I am!! ;)
Knuuuuuusss og klem
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2006 | 18:30
Oslo enn sem komid er...
er fraber. Fyrsti norski karlmadurinn sem eg sa var gorgeous, leigubilsstjorinn. Borgin er falleg, tad sem eg hef sed af henni. Sa bleikan gitar i morgun sem mig langar voda mikid i. Fullt af saetum Norsurum og tad var sol i dag. Ekki fekk eg ad njota hennar tar sem vid satum 15 inni i fundarherbergi ad bua til herferdina i All different, all equal. Vubbidu.
Jaeja, er ad fara a bar med folkinu. Hresst og fint folk svo tetta verdur alls ekki leidinlegt.
Later ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.8.2006 | 11:51
Leoncie í X-factor
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.8.2006 | 10:20
Að fara...
Jæja... þá er ég búin að pakka niður 3 sinnum. Viktaði töskuna eftir fyrstu pökkun og hún var alltof létt (aka ekki þessi leyfilegu 20 kg) svo ég bætti við nokkrum bolum, peysu, buxum og öðru pilsi. Jájá.. kannski dett ég í drullupoll og þá er gott að hafa aukaföt til skiptanna!
Bömmer að mega ekki hafa neinn vökva með sér inní flugstöðina maður! Það þýðir að ég má ekki hafa með mér body lotion eða ilmvatn í handfarangur! Asnalegt, af hverju er þetta svona?
Jæja.. tími til kominn að skoppa í sturtu svo ég nái Flybus. Það er að gerast, ég er að fara til úgglanda! Er hætt við að hafa tölvuna mína með þannig að ég læt í mér heyra ef ég rekst á tölvu í hinu stóra úgglandi. Ætli séu tölvur í Osló? Spurði samt Tónskáldið í fullri einlægni hvort það væru eins innstungur í Noregi og hún gerði grín að mér. Betra að hafa hlutina á hreinu :)
HEJA!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2006 | 16:45
Osló, veistu að von er á mér?
Osló næstu daga:
Á morgun: Light rain, 19° hiti. Miðvikudagur: Showers, 18° hiti. Fimmtudagur: Light rain, 18° hiti. Föstudagur: Scattered T-storms, 19° hiti. Laugardagur: Showers, 19° hiti. Sunnudagur: Scattered Showers, 20° hiti.
Svei mér þá. Á ég ekkert að fá gott veður í sumar eða hvað? Ojæja, regnhlífin er komin í töskuna og ég er búin að pakka. Þetta reddast. Þrumur og eldingar eru alltaf voða rómantískar í útlöndum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.8.2006 | 14:22
Að pakka niður...
... er góð skemmtun.
Það ískraði í hjólunum á bleiku flugfreyjutöskunni minni. Ég horfði heillengi á hjólin og reyndi að sjá fyrir mér hvernig í ósköpunum ég ætti að koma olíu þarna á milli svo það myndi hætta að ískra. Pabbi er í Óló, bróðir minn líka, Gísli í útlöndum.. ekki á ég kall til að redda þessu svo ég og taskan tókum okkur rúnt uppá Höfða og hittum þar strákana í Glerinu. Þeir eru fyrir neðan skrifstofuna hennar Ellu frænku og koma oft upp í kaffi svo ég kannast við þá. Það tók nákvæmlega 2 mínútur fyrir þá að redda málinu. Núna get ég gengið um flughafnirnar í bleiku kápunni minni með bleiku töskuna mína og fólk fær ekki í eyrun. Næs.
Alltof erfitt að pakka niður fyrir þessa ferð. Eina sem er komið ofan í tösku er bleika regnhlífin mín og 3 aukapör af skóm. Kannski of mikið fyrir 5 daga? Njaaa... Kannski ég hafi líka nokkra jakka með svo ég þurfi ekki alltaf að vera í bleiku kápunni. Jafnvel nokkur pils og sokkabuxur, boli og vesti, kannski eina peysu og einar buxur. Og auðvitað brækur, bra og náttföt. Jasko. Nú er bara að koma þessu ofan í töskuna.
Vill einhver ná í mig út á flugvöll á sunnudaginn næsta? :) Ég skal kaupa nammi í fríhöfninni! Þarf að vera komin útá völl kl. 14:25 á morgun svo ég geri ráð fyrir því að fólk geti ekki skokkað úr vinnu til að keyra drossíuna úr landi. En á heilagan hvíldardaginn...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2006 | 11:43
Gamlir kallar og hárplokkunartæki
Það ótrúlegasta getur gerst, það hefur komið í ljós. Miðað við sumarið hingað til þá hélt ég að ég hefði gert eitthvað hrikalegt af mér, eitthvað ófyrirgefanlegt. Að minnsta kosti gagnvart veðurguðunum. Í gær var fyrsti dagurinn sem ég átti frí og sólin skein - í allt sumar. Komst reyndar ekkert í sund en úr því verður bætt í dag - sund í sól!
Familían kom heim frá Tyrklandi í gær - öll hrikalega sólbrún og sæt. Ég fékk snilldargjöf frá þeim, hárplokkunargræjuna ógurlegu! Núna þarf ég aldrei aftur að fara í vax á fótunum heldur get gert þetta heima á meðan ég hlusta á góða tónlist eða horfi á sjónvarpið - snilld! Þessi græja er sko geggjuð, það er allur fjandinn á henni. M.a. sérstakt ljós svo maður sjái hárin betur, nokkrir mismunandi stútar eftir því hvað maður er orðin pró í þessu, rakvélahaus og allar græjur. Jeij!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.8.2006 | 16:03
Hálfvitaskapurinn í mér!
Ohhhh, ég er svo mikill hálfviti að annað eins hef ég aldrei vitað. Ég er alltaf að gera einhverja fáránlega hluti og hverja vitleysuna á fætur annarri. Núna er ég alveg með það á hreinu að ég get verið hálfviti oft í viku :)
Ég ætlaði að panta mér pizzu þegar ég kom heim í nótt en þar sem biðtíminn var 70 mínútur snarhætti ég við. Þegar ég svo vaknaði í morgun var ég gríðarlega svöng - í pizzu. Fór í sturtu og hringdi svo og pantaði pizzu sem ég sagði ætla að sækja á Nýbýlaveginn. Jájá, frábært hjá þér Fanney Dóra. Bíllinn minn, hann elskulegi Kermit, var náttúrulega ennþá niðrí bæ síðan ég fór á honum þangað í gærkvöldi. Og þar sem að ég er í 2. sæti hjá mörgum varð ég auðvitað að taka leigubíl niður í bæ til að ná í bílinn til að ná í pizzuna! Hahahaha.. pizzan var þó voða voða góð, en ég er klárlega hálfviti dagsins - ef ekki vikunnar! :D
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)