Smá ferðasaga...

Jæja. Þá er túttan komin heim frá Osló. Stórskemmtileg og fræðandi ferð. Fundurinn tókst með eindæmum vel, við náðum að ræða allt það sem við ætluðum að ræða og allir mjög happí með það. Á fimmtudagskvöldið fórum við út á borða á stað sem heitir Mecca en ég mæli eindregið með honum. Sjúklega góður matur þarna og mjög kósý og krúttlegur staður. Eftir dinnerinn fórum við að pöbb og sötruðum bjór (í eintölu) þannig að Garðar kom og náði í kellinguna. Bjargvætturinn. Hann fór með mig til vinkonu sinnar þar sem var pínu partý. Ég var með 1 l flösku af Tópas sem kláraðist á mettíma - og sló í gegn. Nokkrum bjórum og trúnaðarskeiðum síðar fórum við út úr íbúðinni. Hittum fyrir Þjóðverja sem bauð hópnum í rauðvínsglas á næsta bar og tók hverja einustu okkar í einn dans. Kallinn var sirka 70 ára og heljarinnar dansari, glimrandi gaman alveg. Snilldarkvöld í það heila.

Helgin var mjög fín, aflsappandi og næs. Skemmtileg tilviljun átti sér stað þegar ég var á Oslo cetralstation að kaupa farmiða í almenningssamgöngurnar. Þá sá ég fyrir karlmann sem ég kannaðist ískyggilega mikið við. Var þar ekki hann Jakob Einar í öllu sínu veldi, en Jakob er kærastinn hennar Sollu Möggu - sem aftur er systir hennar Tinnu Mjallar - sem aftur er ein mín besta vinkona. Folinn var á leið til Lillehammer að heimsækja vin sinn og bauðst til að lána túttunni íbúðina sína! Algjör gimsteinn. Ég bjó því í Stundentby í Kringsjá alla helgina, algjörlega meiriháttar. Hef ekki labbað svona mikið síðan ég var í Barcelona hér um árið. Í gær fór ég m.a.s. uppí Holmenkollen turninn þar sem ég sá yfir alla Osló og firðina í kring. Stórkostlegt útsýni, en fæturnar á mér titruðu svo þegar ég kom niður - af þreytu og hræðslu enda voru stigarnir upp skuggalegir. Jæja, ef þið viljið meiri details þá er það bara face to face.. þetta er komið fínt.

Þarf að halda áfram í vinnu þar sem skólinn minn byrjar ekki strax. Það er svosem fínt. Í dag verð ég þó bara að vinna í rúma 2 tíma því ég fæ að vera kokkur í kvöld. Árdís frænka mín og Einar maðurinn hennar eru hérna á Íslandi í heimsókn, en þau búa í Svíþjóð. Þau eru auðvitað í golfi með Ellu frænku og Jóni og er ég svo heppin að fá budget og frjálst val hvað dinner í kvöld varðar. Unaður.is út í gegn. Hugsa að ég hafi eitthvað nett í forrétt, hafi svo beikonvafinn skötusel á grillpinna í aðalrétt, með hvítlaukssósu og djúsí kartöflusalati.. frönsk súttlaðikaka í eftirrétt með smá twist.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hérna er gítarinn fyrir þig

http://www.music123.com/Daisy-Rock-Pixie---Pack---Acoustic-Guitar-i111744.music

Kveðja, Bjössi Ben

Bjössi Ben (IP-tala skráð) 29.8.2006 kl. 17:41

2 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Þessi gítar er náttúrulega bara hannaður fyrir mig! Nú er bara um að gera að þú sjáir til þess að safnað verði í púkk undir slagorðinu: Bleikítarinn heim! :)

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 30.8.2006 kl. 11:22

3 identicon

ohhh ég sé enga mynd af gítarnum
kv kreva

Kreva (IP-tala skráð) 30.8.2006 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband