Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2006

Gay for a day?

Eins og flestir tóku eftir fór hin árlega gleðiganga Hinsegindaga fram í gær. Eins og alltaf var mikið af stórglæsilegum búningum og greinilegt að mikið hefur verið lagt í þetta. Í fyrra missti ég af þessum frábæra degi þar sem ég var að vinna en ég tók það margfalt út í gær. Ég var nefnilega ekki bara áhorfandi sjáiði til. Ég slóst í för með FSS og klæddist hárrauðum bol sem á stóð: Hommar eru gæðablóð! Einnig var ég að dreifa miðum sem á stóð að sam- og tvíkynhneigðir karlmenn mættu ekki gefa blóð - ,,vilt þú gefa blóð fyrir mig?". Frábært hjá þeim að vekja athygli á þessu. Við vorum með gamlan hvítan volvo station sem var búið að skreyta eins og sjúkrabíl. Frekar flott :D Svo var gengið niður Laugarveginn í stuuuuði. Ég var reyndar í háæluðum stígvélum sem er ekki góð hugmynd. 

Ég var að hugsa það þegar ég labbaði þarna niður Laugarveginn og fleiri þúsund manns voru samankomin til að sjá hvað þarna færi fram, hversu stolt ég væri eflaust ef ég væri samkynhneigð. Ég fékk gæsahúð í gær við þetta - hvað þá ef þetta væri "minn" dagur. Þetta er náttúrulega meðvirknin í mér, hrikalega meðvirk kellingin ;) 


Hefur þú upplifað ást?

Allt í kringum mig er ástfangið fólk. Ekki bara fólk sem er ástfangið af hinu kyninu sko... Allstaðar er fólk sem er ástfangið af hinu eða þessu. Oft hef ég hitt fólk sem er ástfangið af Drottni. Allt í góðu með það, bara á meðan það er ekki að þröngva trúnni sinni inná mig. Ég hef ætíð gaman af því að hlusta á önnur sjónarmið, en ræður - nei takk. Stundum hitti ég fólk sem er ástfangið af gæludýrunum sínum. Það fólk get ég innilega ekki rætt við. Þolinmæði mín er ekki það þroskuð - ennþá. 

Ég er einstæð 6 barna dverghamstramamma í Kópavogi og þarf iðulega að hlusta á börnin mín stunda kynmök - stundum um miðjan dag þegar ég er að lesa Fréttablaðið! Ég hef nú haft það í mér að pikka aðeins í þau þegar þau stunda kynlífið sitt svona opinberlega því ójá, dverghamstrar gefa frá sér frygðarstunur í kynmökum. Þessar frygðarstunur trufla mig á daginn. Ójá.

En hefur þú upplifað ást? Hvað er ást? Stundum tel ég mig vera ástfangna. Oft er það ást á hlutum sem flestir telja frekar ómerkilega. Á vorin verð ég óttalega ástfangin af lyktinni í loftinu og er alveg með það á hreinu að í fyrra lífi var ég sko þokkalega hundur - fátt betra en að vera með andlitið útí bílglugga á ferð! Sumrin koma mér til þess að fá gæsahúð á ótrúlegustu stundum. Göngutúr getur gert ýmsilegt - þó enginn sé félagsskapurinn. Ég hef líka hitt fólk sem ég tel mig vera ástfangna af. Nokkrum sinnum síðustu ca 10 ár. Aldrei hefur neitt komið út úr því nema úrvals vinskapur - og er eitthvað betra en það? Ég á ennþá eftir að upplifa þann kærasta sem veitir mér meira en vinskap (plús aukahluti) sem vinir mínir (og fjölskylda) veita mér. Kannski kemur að því - einn daginn.

Þangað til - sniffa ég göð út í loftið og fæ gæsahúð af því að finna lyktina af blautu byrki og nýslegnu grasi. Þangað til - og aðeins þangað til - er ég bara ég og bara ég :) 

Í fréttum er það annars helst að Siggi vinur minn bauð mér út að borða á uppáhalds veitingastaðinn minn - Tapasbarinn. Nammi nammi... gæðastund með unaðslegum vini. Bara gaman og bara næs. 


Málarinn, það er ég!

Fyrst fólk beilar á mér hægri vinstri þá er fátt betra en að standa yfir huges striga sem liggur á stofuborðinu og fá útrás. Er að vinna að málverki fyrir Siggu Láru frænku, og ekkert smá málverk get ég sagt ykkur. Jafnstórt og ég (jújú, ég er að vísu ekkert gríðarlega stór, en í málverkum talið þá er ég risi) svo ég þarf að vera dúleg. Á meðan nýt ég þess að djamma heima í stofu, með kaldan öl en engan sígarettureyk... stemmingin er klárlega á Flass FM 104,5 í kvöld. Frí í vinnuni á morgun, kannski ég nái bara að komast langleiðina með þetta verk =o)

Mamma hringdi í kvöld.. það var frekar "kalt" hjá þeim í fyrrakvöld svo að ein konan sem er með þeim þarna úti þurfti að fara í peysu út að borða - alveg í hálftíma! Já, sjaldan teljast 26°C kuldi. Á meðan hún sagði mér þetta sat ég rennandi blaut í strætó á leið í Hafnarfjörð, dúðuð í dúnúlpu og flíspeysu.


Alveg get ég orðið sjóðandi...

Alveg fékk ég merkilega gott spark í rassinn núna áðan. Reyndar ekki í bókstaflegri merkingu, en svona.. jú, eiginlega. OK.. hérna er senan: ég er heima hjá Þóru og við erum að fara horfa á Rockstar úrslitin þegar hún prumpar því uppúr sér að hún sé ekki viss um að hún ætli að horfa á allan þáttinn. Allt í lagi með það, ég hef nógan tíma til að skjótast heim og ná þættinum þar - heilar 8 mínútur. Á leiðinni frá Þóru og heim til mín keyrði ég Álfhólsveginn í Kópavogi sem er Vegur hraðahindrananna.is .. lenti líka á eftir þessum líka rúntararnum. Össs...

Þegar ég var búin að leggja bílnum óravegalengd frá hurðinni minni og komin alla leið í forstofuna, hvað haldiði að ég hafi uppgötvað? Jú, mikið rétt! Ég gleymdi lyklunum mínum í vinnunni í dag og já, vinnan mín er í HAFNARFIRÐI!!! Ohhh.. sauð á mér þá. Jæja, það var ekkert annað að gera í stöðunni en bruna suður í Hafnarfjörð og ná í lyklana. Lenti auðvitað á öllum rauðu ljósunum á leiðinni þangað, hvað annað. Stelpan sem var á vakt var tilbúin með lyklana mína, blessunin, svo ég stökk inn og út aftur og ætlaði mér sko að bruna heim í Kópavoginn góða til að ná þættinum. Aldeilis ekki.

Um leið og ég keyrði út úr Setberginu sá ég blá ljós keyra framhjá. Ekki var þó verið að stoppa mig - þannig séð, heldur var þar verið að flytja HEILAN sumarbústað takk fyrir. Ég keyrði því úr Hafnarfirðinum og í Kópavoginn í þrusubílaröð á max 20 km hraða. Það sem gerði það að verkum að geðheilsa mín versnaði ekki við þetta allt saman var geisladiskur sem ég fékk að gjöf um daginn. Merkilegt hvaða áhrif tónlist hefur á mann. Bæði er hún þess valdandi að ég pirra mig á rauðum ljósum, sumarbústaðaflutningum og rúnturum, en einnig er hún þess valdandi að ég held minni annars ágætu geðheilsu. Merkilegt :)

Þetta spark sem ég talaði um í byrjun færslunnar (sem nú er orðin ansi löng) var það að ég þoli ekki þegar ég ánetjast sjónvarpsþætti. Mér býður við því að láta sjónvarpið stjórna mér. Þarna fékk ég svoleiðis að kenna á því að þetta Supernova æði mitt verður aðeins að slaka sér...


Kertafleyting - MÆTTU!

verður haldin
við Tjörnina í Reykjavík og
á Akureyri við tjörnina framan við Minjasafnið í Aðalstræti
miðvikudaginn 9. ágúst kl. 22:30
Kerti verða seld á staðnum og kosta 400 kr


Enn eflist Magninn...

Vá! Vá! Vá! Vá!

Þvílík og önnur eins frammistaða hjá Hr. Magna. Ég fékk bara gæsahúð niðrá tásur við að hlusta á þetta hjá honum. Æðislegt líka fyrir hann að fá fjölskylduna til sín, hjálpar eflaust mikið. Í fyrsta skipti fannst mér Zayra ekki horbjóður, hún var bara hrikaleg í kvöld. Patrice verður að fara yfirgefa samkvæmið, en helst Jill frekjudós áður.

Ég hef verið algjör vinnupúki, búin að vera vinna eins og óð kona bara. Kíkti nú alveg á Innipúkann og uppskar með því gríðarlegan þreytudag í vinnunni. Hrikalega eru Jeff who góðir, nýja uppáhaldið mitt :)

Ég var að fatta það fyrir nokkrum dögum að eftir þetta skólaár er ég búin með gráðuna mína. Það er svolítið óhugnalegt, að vera bara að fara vinna sem félagsráðgjafi eftir 9 mánuði. Það er heil meðganga, sem samt er eitthvað svo stutt. Ég fæ líka krullur í magann við tilhugsunina um hvar ég eigi að sækja um vinnu að loknu námi. Heillast æ meira af Hafnarfirðinum sem og Kópavogi, en einhvern veginn er Eyrin mín góða ávallt skammt undan. Úff.. sífelldar ákvarðanir og ég er vog!


Skárra.dk

Ég var nýbúin að tala við lilsys á msn í morgun þegar ég ritaði síðustu færslu.. afar meyr og sár við minn stað þessa helgina. Nú er farið að birta til og stytta upp hjá mér. Hlakka bara til að upplifa Verslunarmannahelgina í faðmi borgarinnar sem ég verð æ sáttar við, dag frá degi. Kannski vegna þess að ég er að vinna svona mikið og þarf lítið að kljást við borgina, en það er annað mál.

Puttarnir mínir anga eins og pulsur, sem er ekki gott. Gerðist grillmeistari og grillaði pullur í vinnunni þar sem Kreva vill sínar sprungnar, glætan að ég borði sprungnar pulsur! Nú er það Kalli sem kallar og sturta.is ... svo ætla ég mér að hitta Blondie í kvöld og taka lagið, enda kann ég að spila þónokkur lög á gítarinn núna! Sko mig, sko mig! :D


Ömurlegt.is

Öll familían er núna stödd í frábæru veðri í hinu fagra umhverfi á Tyrklandi... Finnst ömurlegt að vera hérna ein á meðan... ömurlegt.

Hélt að mér finndist ekkert mál að vinna um versló, finnst það frekar fúlt núna. Er reyndar að fara á Innipúkann með Bjössa og Krevu... samt.. ömurlegt alveg. Hrikalega glötuð helgi.

 

 


Mín kona!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi kona er mitt uppáhald í Rockstar... engin/nn getur sigrað þessa elsku!


Kúruholan

Þó svo að veðrið sé ferlega gott, þó svo að lyktin úti sé unaðsleg, þó svo að ég eigi frábæra ættingja og yndislega vini, þó svo að ég sé ég skemmtilegri vinnu og hlakki svakalega til að byrja í skólanum, þó svo að ég hafi það ógurlega gott þá stundum, bara stundum, langar mig að skríða ofan í holu fjarri öllu og öllum og kúra þar í smástund. En bara stundum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband