Að pakka niður...

... er góð skemmtun.

Það ískraði í hjólunum á bleiku flugfreyjutöskunni minni. Ég horfði heillengi á hjólin og reyndi að sjá fyrir mér hvernig í ósköpunum ég ætti að koma olíu þarna á milli svo það myndi hætta að ískra. Pabbi er í Óló, bróðir minn líka, Gísli í útlöndum.. ekki á ég kall til að redda þessu svo ég og taskan tókum okkur rúnt uppá Höfða og hittum þar strákana í Glerinu. Þeir eru fyrir neðan skrifstofuna hennar Ellu frænku og koma oft upp í kaffi svo ég kannast við þá. Það tók nákvæmlega 2 mínútur fyrir þá að redda málinu. Núna get ég gengið um flughafnirnar í bleiku kápunni minni með bleiku töskuna mína og fólk fær ekki í eyrun. Næs.

Alltof erfitt að pakka niður fyrir þessa ferð. Eina sem er komið ofan í tösku er bleika regnhlífin mín og 3 aukapör af skóm. Kannski of mikið fyrir 5 daga? Njaaa... Kannski ég hafi líka nokkra jakka með svo ég þurfi ekki alltaf að vera í bleiku kápunni. Jafnvel nokkur pils og sokkabuxur, boli og vesti, kannski eina peysu og einar buxur. Og auðvitað brækur, bra og náttföt. Jasko. Nú er bara að koma þessu ofan í töskuna.

Vill einhver ná í mig út á flugvöll á sunnudaginn næsta? :) Ég skal kaupa nammi í fríhöfninni! Þarf að vera komin útá völl kl. 14:25 á morgun svo ég geri ráð fyrir því að fólk geti ekki skokkað úr vinnu til að keyra drossíuna úr landi. En á heilagan hvíldardaginn...  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband