Bloggfærslur mánaðarins, maí 2006
22.5.2006 | 16:32
Yfir strikið?
Hérna má sjá frétt af grískri fréttastöð sem sá sér leik í því að vera með 5 mín frétt um stórstjörnu Íslands... Já, ég veit ekki hvað skal segja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.5.2006 | 15:39
Gleðilega hátíð!
Þá er dagurinn runninn upp... Evróvisjón keppnin er í kvöld og eins og allir vita erum við ekki með - aftur. Kom mér engan veginn á óvart, en Silvía Nótt stóð sig bara vel miðað við öll púin sem hún fékk fyrir atriðið. Ekki besti flutningur ever, en hey, prik fyrir hana.
Annars er uppáhaldið mitt Grikkland... fjárfesti í disknum um daginn og hef verið að skoða þetta. Svíþjóð kemur líka sterkt inn hjá mér, þó svo að það sé eitthvað í fari Stormsins sem ég kann ekki við. Kannski voru það silfurlituðu buxurnar. En hún var amk í buxum, meira en 98% af kvenkynskeppendum voru með ber læri... ætli það fáist auka stig fyrir slíkt? Held samt ekki, þá hefðum við komist áfram.
Undankeppnin - hneyksli eins og vanalega. Spáði 10 löndum að komast áfram, hafði rétt fyrir mér varðandi 4. Segir voða lítið um spáhæfileika mína, þetta er alltof mikið Austantjaldspartý fyrir sum lönd. Mæli með að þið kíkið HINGAÐ og gleymið ykkur í skemmtuninni. Frábær spurningakeppni úr Evróvisjón efni... fékk 20 rétt af 20.. ;) En ekki hvað??
Svo er það bara Nasa í kvöld.. Páll Óskar býður til teitis og það klikkar aldrei. Ég á von á því að bestu lög keppninnar muni heyrast í alla nótt.. þar á meðal Sandra Kim og auðvitað folinn minn hann Sakis.. Shake it baby! Grrrrr.....
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2006 | 23:02
Allt og ekkert...
Fínt að frétta.. fór heim í smá súrefnispásu... komin aftur í borgina og er byrjuð í nýju vinnunni, skammtímavistunin að Hnotubergi í Hafnafirði. Ógurlega spennandi og skemmtilegir samstarfsmenn, hlakka til sumarsins. Hlakka ennþá meira til þess að Hanna Metta frænka mín ætlar að giftast honum Jóni - já og ekki bara hvaða Jóni sem er heldur honum JÓNI! Og hvað haldiði!?! Kellingin bara beðin um að vera veislustjóri! Já, ég vona að ég eigi eftir að fara vel með þann titil og leggja mitt af mörkum við að gera þennan einstaka dag þeirra ómetanlegan.. cross your fingers folks!
Í kvöld þáði ég boð Eika félaga og mætti ásamt fjölda KB-banka starfsfólks (og Denna) og spilaði keilu. Átti ekki mitt besta kvöld, en gaman var hjá okkur. Enduðum þetta á að taka allnokkra bjóra úr kæli barsins og héldum heim til Eika.. pöntuðum allnokkrar flatbökur og erum í teiti.. as ví spík..
Júró á morgun.. geymi pælingarnar þar til seinna.. Áfram Grikkland!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2006 | 10:55
30 kg léttari!!!
já lesendur góðir! Fanney Dóra er 30 kg léttari í dag en hún var í gær. Síðasta prófið var í morgun í KR-heimilinu þar sem tugir stúdenta sátu saman í þögn í salnum og leystu prófin sín. Mikið er ég nú ánægð að vera búin :) Óvissuferð okkar á 3. ári byrjar kl. 13:00 svo ég hef smá tíma til að skjótast í ÁTVR og njóta þess að vera til. Ætla að tjútta í kvöld og fagna því að stressinu sé lokið - í bili. Tinna Mjöll bestasta verður að þeyta skífum á Kofa Tómasar frænda í kvöld svo ég skora á ykkur að kíkja. Ætla að slaka smá á áður en ég fer að hitta elskurnar... Takk fyrir alla straumana sem þið senduð, fékk þá alla og þeir nýttust vel :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.5.2006 | 18:48
Dekkjaþjófur, I´ll find you!
Síðasta prófið á morgun, loksins. Eftir prófið erum við á 3. árinu að fara saman í óvissuferð sem verður eflaust svakalega gaman. Svo er væntanlegt tjútt um kvöldið, enda er Tinna Mjöll DJ á Kofanum :) Ætli maður kíki eitthvað á Hressó líka?
Annars var ég að skipta um dekk á bílnum mínum. Það var "örlítið" meira mál en ég gerði ráð fyrir þar sem einhver er búinn að taka nýju sumardekkin sem voru versluð í fyrrasumar :( Leitaði í öllu húsinu, var eins og hæna á priki inní einhverri lítilli geymslu undir stiganum, öll í smurning og skít að leita að dekkjum. Helv... hvað ég var reið og sár... er í svo miklu ójafnvægi núna að ég get illa einbeitt mér að lærdómnum, sem er slæmt þar sem prófið byrjar kl. 9 í fyrramálið... Mig langar bara mest til þess að grafa mig ofan í smá holu hérna í garðinum og hvíla mig þar í svona viku... hnuss!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.5.2006 | 19:09
Myndir þú vilja lykta eins og ostur?
Nei hættiði nú alveg! Ilmvatn með ostalykt! Og það lykt af Stilton sem er breskur blámygluostur! Þetta er nú bara eitt það fáránlegasta sem ég hef heyrt í dag. Hvað er næst? Ilmvatn með Gamla Óla keim? Body lotion með laukþef?
Mygluostailmvatn sett á markað í Bretlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2006 | 10:40
Á ég að lifa eftir stjörnuspánni?
Rigning í nótt sem þýðir bara eitt - sjúklega góð lykt úti og enn hraðari vöxtur laufblaða. Styttist í próflok hjá kellingunni, síðasta prófið er á laugardaginn. Að því tilefni verður lært alveg þangað til, enda er heljarinnar dagskrá strax eftir prófið, en við á 3. árinu ætlum að fara saman í óvissuferð :) En ég ætla að taka upp þann sið að lifa eftir stjörnuspánni dag hvern (nema hún sé eitthvað leiðinleg einhvern daginn) og hérna sjáiði daginn í dag hjá mér:
Eina vinnan sem svalar þörfum þínum í bili, er vinna með fólki sem hugsar eins og þú. Vinalegt viðmót þitt víkur fyrir greinandi og leitandi vitsmunum. Þú vilt svör og átt eftir að finna þau.
Út úr þessu les ég: ég á að læra í allan dag, en ekki ein. Ég á að læra með Guðnýju og Elínu Themlu. Mér finnst námsefnið svo skemmtilegt að ég þarf ekki að hugsa mikið útí það. Þó á ég nú eitthvað eftir að glugga í glósunum til að fá viðbótarfróðleik við mínar persónulegu skoðanir á stjórnun og stjórnsýslu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2006 | 22:05
Er ég meðvirk eða hvað?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2006 | 09:19
Geitungar oj bara!
Uppstigningardagur geitunga? Vá hvað ég hlakka til... eða kannski bara ekki. Mínusinn við sumarið eru öll skordýrin sem vakna til lífsins í góðviðrinu. Ég er fáránlega hrædd við geitunga og býflugur, og alveg pínu við köngurlær líka. Svo finnst mér hrossaflugur ógeðslegar því þær eru svo lúmskar og ... jakk.. fæ bara hroll. En af því að ég er svo mikið fyrir áskoranir þá slengi ég einni hérna fram: Ég skora á þig lesandi kær að draga djúpt andann innum nefið næst þegar þú ferð út úr húsi. Lyktin af trjánum og grasinu er ótrúleg. Jafnast eflaust á við nokkurra tíma svefn. Svo ef maður stendur útí glugga í ca korter getur maður horft á laufblöðin stækka... unaðslegt alveg hreint.
Minna unaðslegt er þetta próf sem ég er að fara í eftir hádegið. Dreymdi geðræn vandkvæði í alla nótt og fólk sem ég þekkti kom og tengdi mig við nánast alla flokka vandkvæða - og allt skv. DSM-IV kerfinu sjáiði til! Ef þetta kallar ekki á skókaup eftir prófið, þá veit ég ekki hvað!
"Uppstigningardagur geitunga" á næstunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.5.2006 | 00:09
Stjörnuspá 10. maí
Spáðu í þetta: barátta þín er fyrst og fremst við sjálfa þig. Ekki eyða orku í að vinna gegn fáfræði og vanþekkingu annarra. Notaðu kvöldið í að lofsyngja sjálfa þig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)