Er ég meðvirk eða hvað?

Ég hef heyrt það þónokkrum sinnum í gegnum mitt stutta líf að ég sé meðvirk, yfirleitt í tengslum við allt aðrar aðstæður en hugtakið þekkist. Ég er farin að halda að það gæti leynst sannleikskorn í þessu. Í dag var próf hjá mér í námskeiði sem heitir Greining geðrænna vandkvæða. Líkt og ég kom inná í gær þá fann ég mig í flestum röskununum sem ég las um alla síðustu viku, mismikið þó. Nú og svo dreymdi mig herlegheitin í alla nótt. Eins og þetta sé ekki nóg! Rétt fyrir hádegi varð ég ótrúlega kvíðin fyrir þetta próf og var eiginlega hætt við að fara í það. Ég hef aldrei lent í svona áður, yfirleitt er ég mjög kærulaus á prófdaginn, fer í sund, ræktina og dúlla mér fram að prófinu. Í dag gat ég varla andað á tímabili, ég skalf eins og kona í hríðum, svitnaði, grenjaði og allur pakkinn. Ég fór þó í prófið eftir mikla umhugsun og nokkra skammta af súrefni. Prófið gekk bara ágætlega en mikið er ég nú fegin að vera búin með það. Næsta próf er í stjórnun og stjórnsýslu á laugardaginn. Spurning hvort ég fari að skipa fólki fyrir fram að því...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband