Geitungar oj bara!

Uppstigningardagur geitunga? Vá hvað ég hlakka til... eða kannski bara ekki. Mínusinn við sumarið eru öll skordýrin sem vakna til lífsins í góðviðrinu. Ég er fáránlega hrædd við geitunga og býflugur, og alveg pínu við köngurlær líka. Svo finnst mér hrossaflugur ógeðslegar því þær eru svo lúmskar og ... jakk.. fæ bara hroll. En af því að ég er svo mikið fyrir áskoranir þá slengi ég einni hérna fram: Ég skora á þig lesandi kær að draga djúpt andann innum nefið næst þegar þú ferð út úr húsi. Lyktin af trjánum og grasinu er ótrúleg. Jafnast eflaust á við nokkurra tíma svefn. Svo ef maður stendur útí glugga í ca korter getur maður horft á laufblöðin stækka... unaðslegt alveg hreint.

Minna unaðslegt er þetta próf sem ég er að fara í eftir hádegið. Dreymdi geðræn vandkvæði í alla nótt og fólk sem ég þekkti kom og tengdi mig við nánast alla flokka vandkvæða - og allt skv. DSM-IV kerfinu sjáiði til! Ef þetta kallar ekki á skókaup eftir prófið, þá veit ég ekki hvað!


mbl.is "Uppstigningardagur geitunga" á næstunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Draumar -- snilld.

Guðmundur D. H. (IP-tala skráð) 10.5.2006 kl. 18:36

2 identicon

En þetta er náttúrulega kjörið tækifæri til að takast á við geitungahræðsluna! ;) Ekki það að ég myndi gera það ;)

Guðmundur D. H. (IP-tala skráð) 10.5.2006 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband