Á ég að lifa eftir stjörnuspánni?

Rigning í nótt sem þýðir bara eitt - sjúklega góð lykt úti og enn hraðari vöxtur laufblaða. Styttist í próflok hjá kellingunni, síðasta prófið er á laugardaginn. Að því tilefni verður lært alveg þangað til, enda er heljarinnar dagskrá strax eftir prófið, en við á 3. árinu ætlum að fara saman í óvissuferð :) En ég ætla að taka upp þann sið að lifa eftir stjörnuspánni dag hvern (nema hún sé eitthvað leiðinleg einhvern daginn) og hérna sjáiði daginn í dag hjá mér:

 

Eina vinnan sem svalar þörfum þínum í bili, er vinna með fólki sem hugsar eins og þú. Vinalegt viðmót þitt víkur fyrir greinandi og leitandi vitsmunum. Þú vilt svör og átt eftir að finna þau.

 

Út úr þessu les ég: ég á að læra í allan dag, en ekki ein. Ég á að læra með Guðnýju og Elínu Themlu. Mér finnst námsefnið svo skemmtilegt að ég þarf ekki að hugsa mikið útí það. Þó á ég nú eitthvað eftir að glugga í glósunum til að fá viðbótarfróðleik við mínar persónulegu skoðanir á stjórnun og stjórnsýslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband