Bloggfærslur mánaðarins, maí 2006

Toppiði þetta!

Í dag sauð ég öll handklæðin mín með bæði rauða handklæðinu og því dökkgráa... áðan var ég að hengja þau upp til þerris og það litaðist ekkert. Töfrar? Jahá, mér er margt til lista lagt! Glottandi

Sleggjan og Túttan

Handklæði má m.a. nota til þess að þurrka svipaðan svita og myndaðist á Svitaballi Röskvu fyrr á þessu ári. Hér sjást Sleggjan og Túttan hrikalega sveittar og aðlaðandi.


Viltu pissa í þig?

Það geri ég svo sannarlega í hvert einasta skipti sem ég horfi á ÞETTA! Múhahahahhahaha... bíðið spennt eftir fleiri myndböndum, þau rúlla inn hvað úr hverju :)

Er ICE-neyðarnúmer í GSM símanum þínum?

Fékk þennan póst sendan og ákvað að birta hann hérna, algjör snilld! 

Er ICE-neyðarnúmer í GSM símanum þínum?
- gæti bjargað lífi þínu

Eftir að hafa æ ofan í æ lent í vandræðum með að finna símanúmer nánustu aðstandenda þeirra sem lent höfðu í slysum eða skyndilegum veikindum fékk breskur sjúkraflutningamaður þá góðu hugmynd að gott væri að fólk setti símanúmer einhvers sinna nánustu í símaskrá GSM símans undir nafninu ICE en ICE er skammstöfun fyrir „In Case of Emergency.“  Sjúkraflutningamaðurinn kom þessari strax hugmynd á framfæri og nú breiðist hún um heiminn með örskotshraða og er þegar orðinn eins konar alheims- „standard.“. Hvað með þig ágæti lesandi? Hefur þú sett símanúmer þíns nánasta aðstandanda í símaskrána í gemsanum þínum undir ICE?

Þegar sjúkraflutningafólk, læknar og hjúkrunarfólk hlynna af fólki sem lent hefur í slysum eða bráðum veikindum er eitt af því sem þarf að gera að ná strax í nánustu aðstandendur og láta þá vita og ekki síður til að fá upplýsingar. Oft er byrjað á því að leita í minni GSM síma hins sjúka eða slasaða, en oftast er ómögulegt að sjá af nafnalistanum í minni símans hver á listanum er nánasti aðstandandi. En standi bókstafirnir ICE er allt á hreinu með það og hægt að hringja strax.

Talsmaður sænsku neyðarlínunnar segir þessa hugmynd frábæra og hvetur alla til að setja stafina ICE og símanúmer nánasta aðstandanda síns þar undir í minni gemsans. Hann segir að í neyðartilfellum geti það skipt sköpum að samband náist við nánustu aðstandendur hið fyrsta. Með því að nota stafina ICE þá viti sjúkraflutningamenn, lögregla og hjúkrunarfólk nánast hvar sem er í veröldinni undireins að þarna sé það númer sem hringja skuli í til að fá upplýsingar um hver hinn veiki eða slasaði er eða t.d. hvort hann sé hrjáður af einhverjum sjúkdómum, hvaða lyf má gefa honum o.s.frv. „Þetta er skynsamlegt, einfalt og kostar ekki neitt en getur bjargað lífi þínu,“ segir talsmaðurinn við blaðamann Auto Motor & Sport í Svíþjóð.


Fullkomið brúðkaup?

Barbie á línuskautum

Jæja, svona lít ég út eftir allar línuskautaferðirnar mínar og gönguna á Esjuna á sunndaginn. Hressandi. Annars var ég svo ótrúlega heppin að Ella frænka og Jón buðu mér í leikhús á sunnudagskvöldið. Verkið var Fullkomið brúðkaup sem hefur verið að gera brilliant hluti. Ég fór auðvitað með brjálæðislegar væntingar, enda uppáhaldið mitt í þessari sýningu (Gói). Það breytti því ekki að ég hló í tvo klukkutíma! Þetta verk er algjör snilld, skora á alla sem lesa þetta að fara á þetta (ef það verða fleiri sýningar). Jói og Gói eru auðvitað svo ótrúlega flottir og skemmtilegir leikarar að það er ekki einu sinni hemja. Svo kemur þarna stúlka sem heitir Maríanna Clara og gjörsamlega stelur senunni af hinum með stórkostlegum leik og frábærri skemmtun. Núna er algjört möst að fara að sjá Litlu hryllingsbúðina í Íslensku óperunni.. hver er með?

Annars hafa síðustu dagar verið erfiðir. Það er fáránlega erfitt að vera inni og læra í þessu brjálaða veðri sem geysar. Línuskautarnir mínir eru þokkalega fastir í bílnum og er ég farin að rúlla á þeim amk tvisvar á dag. Fór seint í gærkvöldi niðrí Nauthólsvík og rúllaði alla leiðina útá Nes. Veðrið var svo ótrúlega fallegt, sjórinn alveg spegilsléttur og hljóðin yndisleg. Núna vantar bara betri gangstéttir innanbæjar svo ég geti rúllað mér þar líka :) En oh well oh well, Bókhlaðan bíður mín víst...


Halló? Er ekki allt í lagi?

Ég myndi nú ætla að ein og ein kynmakastund í vinnutíma myndi bara gera fólk ánægðara í vinnunni... og það myndi kannski afkasta meiru. Félagsauður myndi þá jafnvel aukast enda er það vísindalega sannað (!) að kynlíf hefur góð áhrif á einbeitingu og er jafnframt streitulosandi. Aldrei má neitt sem er gaman.... Ég er svo sem ekki sama sinnis sé um framhjáhald að ræða, en einstæðingar í ástarleik: two thumbs up!
mbl.is Ástarfundir Prescott í vinnutímanum hugsanlega lagabrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í þá gömlu góðu daga

Kanaríeyjar

Í minni barnslegu einlægni verð ég að segja að ég trúi ekki öðru en að fólkið hafi verið á leiðinni að heimsækja mig. Ég gleymdi víst að láta nokkra vita að ég væri ekki lengur búsett á Tenerife. Þetta gefur augaleið. Þeir hafa eflaust ætlað að koma að bryggju hjá Los Cristianos sem er mjög nálægt Puerto de la Cruz sem er borgin sem ég bjó í.

Annars er rosalega mikið um ólöglega innflytjendur á Kanaríeyjum, öllum sjö  höfuðeyjunum (Gran Canaria, Tenerife, Lanzarote, Fuerteventura, La Gomera, La Palma og El Hierro, svo eru sex eða sjö minni eyjar). Eyjarnar eru tiltölulega nálægt ströndum Afríku og því tilvalið að notast við báta við smyglið. Ég veit ekki hvernig hlutfallið er þarna á eyjunum, en á Tenerife var ógrynni fólks að selja ýmsan varning á strandgöngugötunni. Það var líka ótrúlegt að fylgjast með þeim þegar löggimann á mótorhjóli sást nálægð því þá varð svona domino effect þar sem hver "sölumaðurinn" á fætur öðrum tók saman dótið sitt á mettíma (enda var dótið yfirleitt uppraðað á stóran dúk sem hægt var að taka saman) og svo var hlaupið í felur. Þetta hljómar kannski ekki vel, en þetta hefur eflaust verið betra "líf" fyrir blessað fólkið heldur en fátæktin í Afríkur. En ég veit ekki, kannski voru þetta innfæddir eyjaskeggjar sem langaði að starfa við þetta...


mbl.is Spænska lögreglan stöðvaði bát með 115 manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri myndir

Sundlaug án fola er eins og...

pulsur...

... líf án stjórnmála? 

Dagurinn í dag var stórkostlegur. Ég vaknaði ekkert alltof seint, kíkti smá í bækurnar áður en ég og Kermit rúlluðum uppí Salalaug í Kópavogi. Þessi sundlaug er núna uppáhaldssundlaugin mín. Ekki skemmdi fyrir að sólin skein sem skærast og var alveg slatti af fólki sem ég gat fylgst með: Gamalt fólk: 50%, fjölskyldufólk: 25%, börn: 10%, einstæðingar eins og ég: 15%, folar: 0%. Þrátt fyrir þetta gef ég þessu nú alveg nokkur skipti í viðbót. En ef þetta heldur svona áfram þá er ég hrædd um að ég verð að halda áfram að fara í Laugardalslaugina og Árbæjarlaug.. þar eru amk. nokkur % fola.

Eftir að hafa stússað við mig alveg heillengi í klefanum kom ég fersk útí sólina og heyrði í Þóru. Hún sagði mér að frændi hennar hefði beðið hana um að koma og hjálpa til við að koma kosningaskrifstofunni í stand fyrir opnunina sem átti að vera kl. 15. Auðvitað sagði ég já. Kom svo í ljós að þessi frændi hennar er enginn annar en Pétur formaður, eða réttara sagt fyrrum formaður Röskvu. Frábær tilviljun. Eftir að hafa sett helíum í nokkur hundruð blöðrur og raðað upp stólum og borðum fékk ég aðalhlutverkið. Eða ég tók aðalhlutverkið af Pétri þar sem mér fannst hann ekki standa sig nógu vel. Ég stóð og grillaði mini-pulsur í um tvær klukkustundir og leyfði fólki að dást að grillmennsku minni. Grillvökvinn sem ég fékk var nú reyndar bara Egils Kristall, en það dugði. Núna ætla ég svo að vera dúleg að læra þangað til ég fer í mat á eftir... og svo auðvitað læra í kvöld þar sem ekkert annað er planað...


Samsæri??

Rosalega er þetta óhressandi að lesa svona frétt snemma morguns. Ég fæ það bara á tilfinninguna að flestir Íslendingar séu með samsæri gegn námsfólki á þessum árstíma. Aldrei er meira fjallað um veðrið heldur en á þessum árstíma. Aldrei er jafnmikið um að vera heldur en á þessum tíma.

Ég verð nú líka að viðra skoðun mína á prófum hérna. Ég er ekki á móti prófum, en ég er svona ská á móti þeim. Í þeim námskeiðum í HÍ sem ég hef EKKI tekið próf heldur gert fyrirlestra, verkefni eða ritgerðir situr mun meira eftir í kollinum heldur en eftir þau námskeið sem ég þurfti að fara í próf í. Ég er búin að eiga nokkrar samræður um þetta við annað skólafólk og flestir eru sama sinnis - amk þeir sem eru að læra svipaða hluti og ég. Miklu frekar vildi ég vera að útbúa aðgengilega heimasíðu með upplýsingum um rétt ákveðinna hópa hjá TR, svakalega hipp og kúl bækling um eitthvað djúsí efni, frábæran fyrirlestur fyrir bekkinn minn eða tímamótaritgerð og komast í Ísland í bítið (þetta síðasta er kaldhæðni eins og þeir sem þekkja mig vita, ég er ömurleg að skrifa ritgerðir). En nei nei. Ég þarf víst að sitja inni í stórkostlega veðrinu og lesa undir próf. Held ég sé með ca 5-600 bls af GLÓSUM, notabene fyrir utan bókina. Og efnið: Greining geðrænna vandkvæða (skv. DSM-IV kerfinu). Jahá.. eins og ég hef sagt oft áður: Lúxuslíf að vera í skóla.


mbl.is Hitabylgju spáð um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sæði tengt bjórneyslu?

Ætli það sé hægt að tengja þetta eitthvað við bjórneyslu Dana???
mbl.is Danskt sæði það slappasta í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofurslím???

Svakalega minnir þetta mig á græna slímið sem maður sá í Ghostbusters... Já eða í spurningaþættinum fyrir börn sem var einu sinni í sjónvarpinu. Nú verða örugglega alllir óeirðarseggir ljúfir sem lömb....
mbl.is Ofurslím gæti nýst óeirðarlögreglunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband