Færsluflokkur: Ferðalög
31.8.2006 | 23:12
Myndir frá Osló..
Rakst á nokkrar myndir hjá HerraGarðari síðan í Osló... fallegt fólk, fallegt fólk!
Svei mér þá ef ég virðist ekki edrú við hliðiná þessari...
Við tókum nokkur trúnó, mamma hennar er félagsráðgjafi.
Og finally, crew-ið á leið niðrí bæ eftir Tópas frænda.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.8.2006 | 13:04
Smá ferðasaga...
Jæja. Þá er túttan komin heim frá Osló. Stórskemmtileg og fræðandi ferð. Fundurinn tókst með eindæmum vel, við náðum að ræða allt það sem við ætluðum að ræða og allir mjög happí með það. Á fimmtudagskvöldið fórum við út á borða á stað sem heitir Mecca en ég mæli eindregið með honum. Sjúklega góður matur þarna og mjög kósý og krúttlegur staður. Eftir dinnerinn fórum við að pöbb og sötruðum bjór (í eintölu) þannig að Garðar kom og náði í kellinguna. Bjargvætturinn. Hann fór með mig til vinkonu sinnar þar sem var pínu partý. Ég var með 1 l flösku af Tópas sem kláraðist á mettíma - og sló í gegn. Nokkrum bjórum og trúnaðarskeiðum síðar fórum við út úr íbúðinni. Hittum fyrir Þjóðverja sem bauð hópnum í rauðvínsglas á næsta bar og tók hverja einustu okkar í einn dans. Kallinn var sirka 70 ára og heljarinnar dansari, glimrandi gaman alveg. Snilldarkvöld í það heila.
Helgin var mjög fín, aflsappandi og næs. Skemmtileg tilviljun átti sér stað þegar ég var á Oslo cetralstation að kaupa farmiða í almenningssamgöngurnar. Þá sá ég fyrir karlmann sem ég kannaðist ískyggilega mikið við. Var þar ekki hann Jakob Einar í öllu sínu veldi, en Jakob er kærastinn hennar Sollu Möggu - sem aftur er systir hennar Tinnu Mjallar - sem aftur er ein mín besta vinkona. Folinn var á leið til Lillehammer að heimsækja vin sinn og bauðst til að lána túttunni íbúðina sína! Algjör gimsteinn. Ég bjó því í Stundentby í Kringsjá alla helgina, algjörlega meiriháttar. Hef ekki labbað svona mikið síðan ég var í Barcelona hér um árið. Í gær fór ég m.a.s. uppí Holmenkollen turninn þar sem ég sá yfir alla Osló og firðina í kring. Stórkostlegt útsýni, en fæturnar á mér titruðu svo þegar ég kom niður - af þreytu og hræðslu enda voru stigarnir upp skuggalegir. Jæja, ef þið viljið meiri details þá er það bara face to face.. þetta er komið fínt.
Þarf að halda áfram í vinnu þar sem skólinn minn byrjar ekki strax. Það er svosem fínt. Í dag verð ég þó bara að vinna í rúma 2 tíma því ég fæ að vera kokkur í kvöld. Árdís frænka mín og Einar maðurinn hennar eru hérna á Íslandi í heimsókn, en þau búa í Svíþjóð. Þau eru auðvitað í golfi með Ellu frænku og Jóni og er ég svo heppin að fá budget og frjálst val hvað dinner í kvöld varðar. Unaður.is út í gegn. Hugsa að ég hafi eitthvað nett í forrétt, hafi svo beikonvafinn skötusel á grillpinna í aðalrétt, með hvítlaukssósu og djúsí kartöflusalati.. frönsk súttlaðikaka í eftirrétt með smá twist.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.8.2006 | 10:20
Að fara...
Jæja... þá er ég búin að pakka niður 3 sinnum. Viktaði töskuna eftir fyrstu pökkun og hún var alltof létt (aka ekki þessi leyfilegu 20 kg) svo ég bætti við nokkrum bolum, peysu, buxum og öðru pilsi. Jájá.. kannski dett ég í drullupoll og þá er gott að hafa aukaföt til skiptanna!
Bömmer að mega ekki hafa neinn vökva með sér inní flugstöðina maður! Það þýðir að ég má ekki hafa með mér body lotion eða ilmvatn í handfarangur! Asnalegt, af hverju er þetta svona?
Jæja.. tími til kominn að skoppa í sturtu svo ég nái Flybus. Það er að gerast, ég er að fara til úgglanda! Er hætt við að hafa tölvuna mína með þannig að ég læt í mér heyra ef ég rekst á tölvu í hinu stóra úgglandi. Ætli séu tölvur í Osló? Spurði samt Tónskáldið í fullri einlægni hvort það væru eins innstungur í Noregi og hún gerði grín að mér. Betra að hafa hlutina á hreinu :)
HEJA!
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2006 | 16:45
Osló, veistu að von er á mér?
Osló næstu daga:
Á morgun: Light rain, 19° hiti. Miðvikudagur: Showers, 18° hiti. Fimmtudagur: Light rain, 18° hiti. Föstudagur: Scattered T-storms, 19° hiti. Laugardagur: Showers, 19° hiti. Sunnudagur: Scattered Showers, 20° hiti.
Svei mér þá. Á ég ekkert að fá gott veður í sumar eða hvað? Ojæja, regnhlífin er komin í töskuna og ég er búin að pakka. Þetta reddast. Þrumur og eldingar eru alltaf voða rómantískar í útlöndum.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.8.2006 | 14:22
Að pakka niður...
... er góð skemmtun.
Það ískraði í hjólunum á bleiku flugfreyjutöskunni minni. Ég horfði heillengi á hjólin og reyndi að sjá fyrir mér hvernig í ósköpunum ég ætti að koma olíu þarna á milli svo það myndi hætta að ískra. Pabbi er í Óló, bróðir minn líka, Gísli í útlöndum.. ekki á ég kall til að redda þessu svo ég og taskan tókum okkur rúnt uppá Höfða og hittum þar strákana í Glerinu. Þeir eru fyrir neðan skrifstofuna hennar Ellu frænku og koma oft upp í kaffi svo ég kannast við þá. Það tók nákvæmlega 2 mínútur fyrir þá að redda málinu. Núna get ég gengið um flughafnirnar í bleiku kápunni minni með bleiku töskuna mína og fólk fær ekki í eyrun. Næs.
Alltof erfitt að pakka niður fyrir þessa ferð. Eina sem er komið ofan í tösku er bleika regnhlífin mín og 3 aukapör af skóm. Kannski of mikið fyrir 5 daga? Njaaa... Kannski ég hafi líka nokkra jakka með svo ég þurfi ekki alltaf að vera í bleiku kápunni. Jafnvel nokkur pils og sokkabuxur, boli og vesti, kannski eina peysu og einar buxur. Og auðvitað brækur, bra og náttföt. Jasko. Nú er bara að koma þessu ofan í töskuna.
Vill einhver ná í mig út á flugvöll á sunnudaginn næsta? :) Ég skal kaupa nammi í fríhöfninni! Þarf að vera komin útá völl kl. 14:25 á morgun svo ég geri ráð fyrir því að fólk geti ekki skokkað úr vinnu til að keyra drossíuna úr landi. En á heilagan hvíldardaginn...
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2006 | 00:38
Alveg get ég orðið sjóðandi...
Alveg fékk ég merkilega gott spark í rassinn núna áðan. Reyndar ekki í bókstaflegri merkingu, en svona.. jú, eiginlega. OK.. hérna er senan: ég er heima hjá Þóru og við erum að fara horfa á Rockstar úrslitin þegar hún prumpar því uppúr sér að hún sé ekki viss um að hún ætli að horfa á allan þáttinn. Allt í lagi með það, ég hef nógan tíma til að skjótast heim og ná þættinum þar - heilar 8 mínútur. Á leiðinni frá Þóru og heim til mín keyrði ég Álfhólsveginn í Kópavogi sem er Vegur hraðahindrananna.is .. lenti líka á eftir þessum líka rúntararnum. Össs...
Þegar ég var búin að leggja bílnum óravegalengd frá hurðinni minni og komin alla leið í forstofuna, hvað haldiði að ég hafi uppgötvað? Jú, mikið rétt! Ég gleymdi lyklunum mínum í vinnunni í dag og já, vinnan mín er í HAFNARFIRÐI!!! Ohhh.. sauð á mér þá. Jæja, það var ekkert annað að gera í stöðunni en bruna suður í Hafnarfjörð og ná í lyklana. Lenti auðvitað á öllum rauðu ljósunum á leiðinni þangað, hvað annað. Stelpan sem var á vakt var tilbúin með lyklana mína, blessunin, svo ég stökk inn og út aftur og ætlaði mér sko að bruna heim í Kópavoginn góða til að ná þættinum. Aldeilis ekki.
Um leið og ég keyrði út úr Setberginu sá ég blá ljós keyra framhjá. Ekki var þó verið að stoppa mig - þannig séð, heldur var þar verið að flytja HEILAN sumarbústað takk fyrir. Ég keyrði því úr Hafnarfirðinum og í Kópavoginn í þrusubílaröð á max 20 km hraða. Það sem gerði það að verkum að geðheilsa mín versnaði ekki við þetta allt saman var geisladiskur sem ég fékk að gjöf um daginn. Merkilegt hvaða áhrif tónlist hefur á mann. Bæði er hún þess valdandi að ég pirra mig á rauðum ljósum, sumarbústaðaflutningum og rúnturum, en einnig er hún þess valdandi að ég held minni annars ágætu geðheilsu. Merkilegt :)
Þetta spark sem ég talaði um í byrjun færslunnar (sem nú er orðin ansi löng) var það að ég þoli ekki þegar ég ánetjast sjónvarpsþætti. Mér býður við því að láta sjónvarpið stjórna mér. Þarna fékk ég svoleiðis að kenna á því að þetta Supernova æði mitt verður aðeins að slaka sér...
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.8.2006 | 18:53
Kertafleyting - MÆTTU!
verður haldin
við Tjörnina í Reykjavík og
á Akureyri við tjörnina framan við Minjasafnið í Aðalstræti
miðvikudaginn 9. ágúst kl. 22:30
Kerti verða seld á staðnum og kosta 400 kr
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2006 | 11:51
Verður æ betra að búa í Kópavogi
Ég var að koma úr svaðalegum göngutúr. Flúði troðfullu þvottakörfuna mína og tók i-podinn með. Saman lögðum við upp í leiðangur um Kópavog sem einungis er hægt að sjá fótgangandi. Þetta tengist líka allt rúnt sem ég fór með Þóru vinkonu í fyrrakvöld. Þóran tararna er Kópavogsbúi í alla enda og veit mest um Kópavog af þeim manneskjum sem ég þekki. Ég held að hennar æðsta ósk sé að ég kynnist Kópavogsbúa og muni giftast honum og búa í Kópavogi, helst vesturbænum í Kópavogi. Þetta var nú samt útúrdúr, ég var að tala um Kópavog.
Já, við fórum sem sagt svakalegan rúnt í fyrrakvöld þar sem ég skoðaði leyndar götur og garða, hús sem voru með svalir alveg ofan í sjóinn, "Central Park" Kópavogs, Rútstún (en Rútur var einmitt fyrsti bæjarstjórinn í Kóp. Hann átti þetta tún og gaf bænum það með því skilyrði að það ætti áfram að vera tún, sem það og er enn þann dag í dag. Konan hans hét einmitt Hildur og var líka bæjarstjóri í Kópavogi eftir að kallinn hætti. Segiði svo að ég sé ekki í sumarskóla!) og gamla Kópavogshæli. Einstaklega fræðandi rúntur get ég sagt ykkur.
Fræðslutúrnum var svo haldið áfram í morgun, en þá vorum við bara tvö, ég og Folinn eða i-podinn eins og hann er líka kallaður. Við gengum frá húsinu mínu og í átt að Nauthólsvík. Á leiðinni má sjá aragrúa listaverka, oft tengd skólum bæjarins. Þá má líka skoða Tré ársins 2005 sem er Rússalerki og stendur við göngustíginn. Nú svo má líka njóta þess að anda inn um nefið og finna lyktina af birkinu og hvönnunum sem vaxa eins og vindurinn þarna! Þess má geta að allt er þetta malbikað svo hægt er að fara þessa leið á línuskautum :) Jeij!
Svei mér þá, ef ég er bara ekki alvarlega að íhuga Kópavog sem framtíðarstað...
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.6.2006 | 11:20
5 ára stúdent
Jæja, ég held að orkubyrgðir líkamans séu allar að koma til eftir helgina. Ég hélt ég væri of gömul í þetta en neinei... Það sem uppúr stendur er:
- 4ra daga djamm - úff
- ógleymanlegar nostalgíu- sem og nýjar sögur
- gisting á 5 stjörnu hóteli eina nótt (Takk Vallan mín! :-*)
- gisting á heimavist hinar 3 næturnar
- Alltof mörg Opal/Tópas/Gajol skot
- Greifapizza mmm....
- Karólína.. yeah!
- Óvissuverðin á fimmtudaginn algjör snilld...
- Flottasti búningurinn klárlega Lákamerkin og skeggin - 4. FG auðvitað
- 16. júní = gæsahúð og gleðitár
- Jónsi (fær þó mínusstig fyrir að kyssa konuna sína í miðju lagi!)
- MacGretzky á Nætursölunni
- Týndi veskinu mínu - fann það aftur
- gekk um í hælaskóm í Kjarnaskógi og upp að Hömrum - maður er ekki á lausu fyrir ekki neitt!
- Bíllinn með áfengiskerruna sem keyrði á eftir rútunum í óvissuferðinni, skníílld!
- Allar heimsóknirnar sem ég ætlaði í, en fór ekki... ómögulegt að heimsækja aðra en MA-inga þessa helgi.. maður er ósamræðuhæfur um annað en MA-sögur
- raddleysið eftir ballið á föstudeginum.. sem breyttist í hæsi en ég er öll að koma til
- Kynnisferðin sem ég fékk frá 10. ára stúdent ... var sem sagt kynnt fyrir öllum 10. ára karlkyns stúdentum sem voru á lausu
- Einar landó - jafnast ekkert á við hann
- Allt þetta yndislega fólk sem ég þekki síðan úr Menntaskólanum á Akureyri! Takk fyrir frábæra skemmtun!
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)