Færsluflokkur: Ferðalög
8.3.2007 | 11:24
Fátækt í allsnægtarsamfélagi?
Fátækt í allsnægtarsamfélagi?
Félagsfræðingafélag Íslands stendur fyrir málþingi um fátækt fimmtudaginn 15. mars 2007 að Grand Hótel.
Dagskrá:
8:00-8:30 Skráning.
8:30-8:45 Snorri Örn Árnason. Fátækt á Íslandi? Snorri kynnir niðurstöður nýrrar könnunar Gallup. Snorri Örn er sérfræðingur á greiningarsviði Capacent Gallup.
8.45-9:05 Harpa Njáls. Fátækt kvenna og barna. Harpa fjallar um hvernig fátækt leiðir til andlegs álags, heilsubrests og óhamingju. Harpa er í doktorsnámi við Félagsvísindadeild HÍ.
9:05-9:25 Guðný Hildur Magnúsdóttir. Karlar í vanda. Guðný fjallar um lagskiptingu í samfélaginu en karlar eru í meirihluta bæði í efsta og neðsta lagi þess. Guðný er félagsráðgjafi á Þjónustumiðstöð Vesturbæjar.
9:25-9:45 Stefán Hrafn Jónsson. Fátæk börn og heilsusamlegir lífshættir. Stefán fjallar um heilsu og heilsusamlega lífshætti barna eftir fjárhagsstöðu fjölskyldu þeirra. Stefán Hrafn starfar á Lýðheilsustöð.
9:45-10:05 Jón Gunnar Bernburg. Fátækt vanlíðan og frávikshegðun íslenskra unglinga. Jón Gunnar kynnir nýjar niðurstöður úr unglingakönnun sem framkvæmd var árið 2006. Jón Gunnar er lektor við Félagsvísindadeild HÍ.
Fundarstjóri: Guðbjörg Linda Rafnsdóttir dósent við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands.
Þátttökugjald er 1.500 kr. Innifalið er morgunverðarhlaðborð.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í tölvupósti til: rosa@hugheimar.is
Svakalega langar mig á þetta málþing! Vill einhver fórna sér og fara fyrir mig, taka niður fullt af punktum og láta mig svo fá þá? Ég verð nefnilega á Parma á Ítalíu alla næstu viku :-)
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.3.2007 | 20:00
Telemark...
Mig langar svo mikið að kunna á telemark skíði. Mig langar svo að prófa, en ég efast nú stórlega um að ég sé nægilega góð til að geta stundað þetta fáránlega hressa sport.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.3.2007 | 14:10
Sturlaðar samgöngur
Eins og talað útur mínum eigin munni... Gó Kata, gó Kata!
Annars langar mig líka til að benda á Tíðarandann... fáránlega flott framtak - eða litlu effin þrjú. Stóru effin eru, eins og þið munið kannski, Food, Fun og Fanney.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.2.2007 | 15:40
Missti ég af þessu?
Lengi vel ætlaði ég mér sko að eignast spænskan kall. Ekki nóg með að menning Spánverja sé afar heillandi heldur eru þeir margir hverjir einstaklega myndarlegir að mínu mati. Þeir eru líka hressandi dansarar og geta hreyft sig fimlega við stórkostlega tónlist sem landar þeirra semja. Þegar ég fór í skóla á Spáni man ég eftir því að hafa sagt móður minni að þegar heim kæmi myndi ég hafa einn latinópeyja undir arminum. Ekki fór eins og ég spáði fyrir þrátt fyrir ágætan markað þarna í Puerto de la Cruz. Því spyr ég, hvers vegna var mér ekki boðið í þessa heimsókn spænskra piparsveina? Ég hefði glöð komið og dansað, drukkið og borðað með spænskum piparsveinum! Annars voru þeir helst til of þroskaðir fyrir mig, af myndskeiðinu að dæma, svo það er kannski bara ágætt að ég hafi ekki skellt mér.
Spænskir karlar í konuleit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
29.1.2007 | 22:50
Á faraldslöpp
Ég er á Egilsstöðum. Tjáði mig um málefni heyrnarlausra og að endurskoða þyrfti Almannatryggingakerfi okkar landsmanna. Áfram Samfylkingin!
Heiðskýrt - jább. Stjörnubjart - jább. Norðurljós - jább. Hreindýraborgari - looking for it!
Fyrir liggur 3ja tíma ferðalag til baka. Sybbin í fyrró...
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.1.2007 | 11:53
Að flytja er góð skemmtun...
... en allt sem fylgir flutningum er frekar leiðinlegt. T.d. að pakka niður, ákveða hvað maður þarf að eiga og hvað ekki, taka uppúr kössum og töskum, koma dótinu fyrir o.þ.h. Ekki minn tebolli, enda hef ég fengið minn skerf af flutningum.
Eftir að hafa búið á sama stað, í Ólafsvík (flutum reyndar 2 sinnum í nýtt og betra hús en það telst ekki með því ég man varla eftir því), flutti ég norður á Akureyri til þess að stunda mitt nám í Menntaskólanum á Akureyri. Ég bjó á heimavistinni fyrstu 2 árin, með tilheyrandi pakka-niður-elsi og taka-upp-elsi. Þegar ég kom heim um jólin var ég með slatta af dóti en fór alltaf með enn meira dót norður aftur. Svo þurfti jú að pakka öllu niður aftur um vorið og tæma og þrífa herbergið. Þetta gerði ég sko 2 sinnum, hana nú.
Þá flutti ég í íbúðina í Hrafnagilsstrætinu og bjó með Svenna og Nonna. Þar sem þeir eru karlmenn, og ég safnari, tók ég fullt af dóti með norður þá um haustið til að innrétta íbúðina (og fylla skápana). Sama gerðist um jólin, ég tók fullt af dóti heim, fór aftur norður með enn meira dót. Um vorið þurfti svo að pakka öllu niður og þrífa allt.
Fjórða og síðasta árið mitt í MA bjó ég á þremur stöðum í nágrenni við Súper (sem þekkist e.t.v. betur sem Strax Byggðarvegi). Sama sagan, dót norður, dót vestur, enn meira dót norður um jólin. Eftir jólin flutti ég svo í húsið við hliðiná þar sem ég bjó og nokkru seinna aðeins nær Súper. Þetta þýddi auðvitað "pakka niður ferli" frá helv... enda á ég allt - nánast. Um vorið var svo öllu pakkað niður með meiri gleði en áður, ég var búin með þetta tímabil ævi minnar - stúdent heillin.
Þegar ég fór svo í spænskuskóla í 3 mánuði var ég með um 20 kg í yfirvigt - á leiðinni út! Þið getið ímyndað ykkur hvað ég var með mikið þegar ég kom heim aftur, nokkrum skópörum og flíkum ríkari - svo ekki sé minnst á bækurnar og geisladiskana. Þessir flutningar teljast þó ekki alvöru flutningar, því ég þurfti ekki að pakka niður öllu draslinu mínu - bara fötum og svoleiðis.
Síðan ég byrjaði í Háskólanum hef ég búið á 3 stöðum, fyrst í Skipasundinu með henni Hjördísi minni, svo í Gautlandinu alein og sæl og nú bý ég í Kópavogi með fríðum flokki (Kermit, Feita, Miss Piggy etc.). Allt hefur þetta krafist flutninga með tilheyrandi hendingum og ruslasöfnun, en einhvern veginn er ég voðalega klár að safna að mér aftur. Ég hefði verið fín rétt eftir Ísöldina.
Núna skal pían svo flytja í 4 mánuði. Margur hefði haldið það eilítið auðveldara en að flytja "for good" en svo er sko aldeilis ekki. Alltaf ómar spurningin: Hvað þarf ég að hafa í 4 mánuði? Nota ég þetta næstu 4 mánuði ef ég hef ekki notað þetta síðustu 2 ár? Þetta væri aðeins auðveldara ef ég væri að flytja á Selfoss, en það er ansi langt á milli Kópavogs og Akureyrar. Núna er því Kermit við það að æla af dóti, en lítum á björtu hliðarnar: ef það kemur svaðaleg vindkviða á leiðinni þá fjúkum við að minnsta kosti ekki útaf sökum þyngsla! :)
Ergo: ég ætla að búa í húsbíl í framtíðinni.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.11.2006 | 13:30
Nóvember gegn nauðgunum!
Vinsamlega áframsendu þessa beiðni til vina þinna, félaga og ættingja um að fjölmenna á kröfufund fyrir framan héraðsdómsstólana á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði, Reykjavík og Selfossi laugardaginn 25.nóvember n.k. kl. 16.00.
Krafan er:
Þyngri dóma fyrir nauðganir. - Nýtið refsirammann!
Refsirammi laganna kveður á um að dómar fyrir nauðgun séu frá einu ári upp í 16 ára fangelsi. Flestir sakfellingardómar fyrir nauðgun eru við lægri mörk refsirammans. Við viljum sjá réttlátari og sanngjarnari dóma.
Áskorun um slíkt verður afhent allsherjarnefnd Alþingis á þriðjudag.
með kærri kveðju,
Kristín Ingvadóttir
Anna Kristine Magnúsdóttir
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2006 | 21:59
Föst í skafli, tónleikar og leikhús
Ég þarf nú endilega að segja ykkur við tækifæri þegar ég reyndi að koma bílnum mínum áfram í snjókafaldinu, ofurþreytt og ósofin eftir síðustu næturvakt. Komst loksins í hús rétt fyrir hádegi, búhúhú, átti ofurbágt þá.
Af því tilefni má einhver lesandi bjóða mér á ÞESSA tónleika á fimmtudaginn, eða þá í leikhús til að sjá ÞETTA. Ég býð í staðinn óendanlega skemmtun og hlýleika í viðmóti. Any givers?
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2006 | 20:33
Að ganga gegn nauðgun
er prýðileg skemmtun - og eiginlega nauðsyn!
Jafningafræðslan stendur fyrir Nóvember gegn nauðgunum og annað kvöld (laugardagskvöld) kl. 24:00 verður gengið gegn nauðgunum niður Laugarveginn. Farið verður frá Hlemmi og niður á Ingólfstorg þar sem hinn unaðslegi trúbador Toggi mun spila fyrir mannskapinn. Ef veðrið leikur ekki við okkur endar gangan inní Hinu húsi. Koma svo! Mætum öll!!! Og breiðið út boðskapinn :)
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.9.2006 | 19:54
Opið álver
Álverið í Straumsvík var opið almenningi í dag. Að sjálfsögðu fórum við í vinnunni með fólkið okkar til að berja þeessa reiðinnar ósköp augum. Ég verð nú að játa að ég var nokkuð mikið spennt að fara þangað. Það er einhver mistískur blær yfir svona stöðum sem alla jafna eru lokaðir almenningi. Hvað sem skoðun minni um álver líður þá verður að segjast að þessi dagur var mjög vel heppnaður hjá þeim. Boðið var upp á rútuferðir frá Fjarðarkaupum til þess að minnka umferð. Þegar inná svæðið var komið fengu allir dagskrá og búið var að merkja allt voðalega fínt. Þarna var t.d. vélasýning þar sem risavaxnar "gröfur" (eða svona dótarí sem líkist gröfum, með allskonar dótarí framaná) voru til sýnis. Þá var einnig til sýnis slökkviliðsbíll Álversins sem og tækjabílar. Frábært fannst mér að fara í skoðunarferð um Álverið í rútu. Það voru nokkrir strætóar sem keyrðu fyrifram ákveðna leið í gegnum svæðið og nokkur hús og í hverjum strætó var 1 starfsmaður Álversins sem sagði fólki frá hvað væri gert hvar og hvernig þetta virkaði. Einnig taldi hann upp ýmsar almennar upplýsingar, s.s. að í ár er Álverið 40 ára og þar vinna 480 starfsmenn (minnir mig). Frábært að fá að sjá þetta allt saman, get ekki sagt annað.
Þá var boðið uppá ýmiskonar skemmtun. Friðrik Ómar og Guðrún Gunnars voru þarna að syngja, Gunni og Felix mættu á svæðið, Möguleikhúsið var með sýningu um álver og listamenn sýndu verk í mötuneytinu og víðar. Þá var einnig boðið uppá nýbökuð vínarbrauð, "kaffihúsakaffi" frá Kaffitár og ýmislegt annað. Fjöldinn allur af fólki var þarna, enda veðrið unaðslegt. Á leiðinni út af svæðinu kíktum við svo í Kerskála 3 þar sem álið er búið til (húsið sem er næst þjóðveginum). Auðvitað þurftum við að setja upp hjálm og hlífðargleraugu - og það sem meira er: skilja eftir debetkortin svo segulröndin skemmist ekki. Í það heila: fræðandi og skemmtileg ferð um þetta heljarinnar svæði.
Það er eitthvað við svona staði; álver, vegagerðina, Frímúrarana, Kárahnjúka ofl. sem ég heillast af. Ég hugsaði nú allnokkrum sinnum um það í dag hversu mikið ég væri til í að vinna í álveri eitt sumar og fá að kynnast þessu SJÁLF. Ætli það spili ekki inní hversu geigvænlega forvitin ég er. Ég held að minnsta kosti að ég myndi taka mig vel út í skærum vinnugalla, með appelsínugulan hjálm, stór hlífðargleraugu, hjólandi fram og til baka á þessu stóra svæði.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)