Færsluflokkur: Menning og listir

Kai sigurvegari

Ella og JónEf ég ætti nógu falleg og sterk lýsingarorð til að lýsa laugardagskvöldinu, þá væri heimurinn algóður. Þessi matur var sá besti og fallegasti sem ég hef smakkað á ævinni. Fór framúr Jamie og vinum á Fifteen, svei mér þá. Þjónarnir á Vox eru líka fáránlega flottir, ótrúleg þjónustulund og svo snöggir til svara að hálfa væri nóg. Við völdum að fá sérvalin vín með hverjum rétti fyrir sig sem gerði hvern rétt enn betri. Kvöldið var í alla staði frábært, maturinn unaður, þjónustan súperb, félagsskapurinn fullkominn og þar fram eftir götunum. Ella frænka og Jón hennar fá hjartans þakkir fyrir að nenna að drösla mér með sér! Hipp hipp, húrra!!

Fyrst fengum við teaser, óendanlega létt graskersfroða og finnskt hreindýr með bláberi. Þessi réttur var svo góður og bar nafn með réttu - algjör teaser. Það var eins með þennan og alla sem á eftir komu, það var varla að ég týmdi að borða þetta!

forrétturÍ forrétt var kóngakrabbi í aðalhlutverki. Var hann eldaður á þrenns konar vegu. Lengst til vinstri er tómatsúpa (broth) með kóngakrabbabitum. Þetta var svooo gott að það ætti að gera þetta að þjóðarrétti Íslendinga - bara að við hefðum kóngakrabba í tonnatali. Í miðjunni var svo smjörsteiktur kóngagrabbi með frisée salati sem saman hvíldi á unaðslegu geli. Til hægri er svo gullostabrauðbolla fyllt með kóngakrabba confit (sérstök matreiðsluaðferð þar sem maturinn er hægeldaður í eigin fitu). Allir þessir þrír þættir forréttarins voru frábærir, en uppúr stóð tómatsúpan, súrsæt með krabbakjötinu. Fáránlega gott! Með þessu fengum við Wolf Blass Gold label, riesling vín frá suður Ástralíu. Mér fannst það afar bragðgott, mátulega sætt og fór vel við súrleikann í súpunni og rjómafílinginn í krabbanum sjálfum.

millirétturMillirétturinn var lúða og blómkál. Lúðan var steikt uppúr heimagerðu karrísmjöri, vinurinn kom víst sjálfur með eðalkarrí að utan. Lúðan hvíldi á blómkálskúskúsi sem var svo gott, crunchy og milt brað sem fór frábærlega með karríinu. Lúðan sjálf var snilld, mátulega steikt, ekki þurr eins og oft vill verða þegar fólk vill "elda matinn í gegn". Ofan á herlegheitunum var svo fennel í næfurþunnum ræmum. Blómkálsmauk og rauðvínssósa umluktu turninn og sólþurrkaður kirsuberjatómatur gaf skemmtilegan kontrast. Það var áhugavert að borða rauðvínssósuna með þessu, gaf þessu smá kikk og góð blanda við karríið og blómkálið. Með þessum rétti var boðið uppá Lindamans Reserve, ástralskt chardonnay vín. Mér fannst það dálítið of blómalegt fyrir mig, en það virkaði fínt með lúðunni. Ég er ekki alveg fyrir svona blómabragð, en þetta slapp vel.

aðalrétturÍ aðalrétt var svo himnaríki. Lambahryggvöðvi, svo frábærlega eldaður að hann bráðnaði í munninum. Bitlausi hnífurinn rann í gegn þegar hann kom við kjötið. Með þessu voru bulghur kryddaðar með sítrónu og einiberjum og hvítlaukssósa. Einn gljáður perlulaukur fylgdi í kaupbæti og virkaði frábærlega með basilkreminu. Efst má svo sjá lambabrisið sem var borðað með djúpsteiktri mini-gulrót sem var ó svo crunchy. Svolítið sterkt kjötbragð af brisinu en með gulrótinni varð þetta að sælu. Svarta duftið vinstra megin eru þurrkaðar ólífur - fáránlega gott dæmi. Þessi réttur var meiriháttar út í gegn. Ég hef aldrei fengið svona gott kjöt, það var fullkomið. Berin í bulghunum heilluðu mig alveg, gáfu smá kikk. Með þessum rétti fengum við Rosemount Traditional, cabernet sauvignon, merlot og petit verdot vín frá Maclaren Valle Langhorn Creek í Ástralíu. Tvímælalaust eitt besta rauðvín sem farið hefur innfyrir mínar varir. Það var eins og silki og færði réttinn í nýjar hæðir. Bravó!

Þvínæst fengum við gullost sem borinn var fram með heimagerðu hungangi sem sjálfur Kai útbjó. Hann gerði sem sagt hunangsbú líkt og býflugurnar gera. Þetta var meiriháttar góð blanda. Ég er ekkert gífurlega hrifin af hunangi en þetta virkaði mjög vel saman. Osturinn var mátulega þroskaður, ekki of rammur, og með hunanginu sem var mátulega sætt varð þetta að sælu. Með þessu var okkur boðið uppá Penfolds Bin 389, Cabernet sauvignon og shiraz vín frá Mclaren vale, Pedthaway og coonawarra í Ástralíu. Vínið sjálft hefði dugað sem eftirréttur, slík var gleðin. Það var eins og konfekt, hver einasti sopi.

Baddi og FDEftirrétturinn var meiriháttar. Súkkulaðiturn með rennandi súkkulaði í miðjunni, borinn fram með hindberjum í sírópi og krapís úr skyri og philadelphia rjómaosti. Toppurinn var ísinn, algjör sæla og frábært kombó. Ég var orðinn svo heilluð af matnum að ég gleymdi að taka myndir af honum.. úps. En myndin er í kollinum, og trúiði mér, þetta var himnaríki.

Skál!Með kaffinu var punkturinn svo endanlega sleginn yfir i-ið, konfektmolar frá Hafliða Ragnars. Pistasíumolinn er officially orðinn minn uppáhalds nammibiti. Hreinn unaður út í gegn. Sem sagt, kvöldið var fullkomið. Maturinn hans Kai var uppá 10 og rúmlega það. Skál fyrir því!


To Reykjavík, or not to Reykjavík?

Halldor.is-2006-02-25_14245Mig langar til Reykjavíkur um helgina, ótrúlegt en satt. En ástæðan er ærin. Ein skemmtilegasta hátíð ársins byrjar á morgun, Food and Fun hátíðin. Sjaldan skemmti ég mér eins vel í Reykjavík og á keppninni sjálfri sem haldin er á laugardeginum. Það er líka afar skemmtilegt að kíkja í Hagkaup Kringlunni á föstudeginum og fylgjast með kokkunum (og aðstoðarmönnum þeirra) þeysast um verslunina og versla matinn sem elda á. Þegar ég vann hjá Kokkunum var ég svo heilluð af þessu að það lá við að ég dissaði aðra viðskiptavini en þessa hæfileikaríku menn og konur í fallegu, hvítu göllunum með snilldarstrompana á höfðinu. Einu sinni kom útlenskur kokkur til mín og vildi fá að smakka íslensku ostana sem við höfðum. Mér finnst íslensku ostarnir prump miðað við þá erlendu. Ég hálfskammaðist mín fyrir að sýna honum ostana en leyfði honum þó að smakka allar gerðir og var afar alúðleg, enda á upptöku í sjónvarpinu. Hann verslaði svo hlunk af svörtum gouda og breskum cheddar. Daginn eftir þegar ég fór á keppnina fylgdist ég með honum elda og hann gaf mér að smakka af mörgu því sem hann var að gera. Ég var auðvitað eitt stórt sælubros allan hringinn og hélt með honum. Og öðrum sem var afar myndarlegur og bar sig vel við eldamennskuna. 

Það sem er svo frábært við þessa keppni - og að hún sé opinn almenningi - er að þarna koma saman afar færir kokkar allstaðar að úr heiminum. Margir þeirra, og já flestir, eru að vinna eða eiga mjög eftirsótta veitingastaði. Þeir koma hingað til lands og elda mikið úr íslensku hráefni og tala um hversu flott það er. Íslenska lambið og auðvitað fiskurinn fá lof ár eftir ár frá þeim. Þeir beita öðruvísi aðferðum en maður hefur séð og maður getur starað eins og ugla heilan dag og lært heilmikið. Ekki skemmir hvað karlmenn í kokkagalla líta vel út.

Morten HeibergÍ hittífyrra kom Morten Heiberg sem er afar fær kokkur af dönsku bergi brotinn. Hann á fyrirtækið Dessertcircus, en hann hefur sérhæft sig í eftirréttum - sérstaklega úr Valhrona súkkulaði. Ein bók eftir hann hefur verið þýdd yfir á íslensku, bókin Súkkulaði sem kom út árið 2004 og er frábær kista girnilegra uppskrifta og hugmyndabanki. Á laugardeginum var hann með smá kennslu í allskonar eftirréttum úr súkkulaði. Hann var með sýnikennslu um það hvernig vinna má með súkkulaði og allskonar gullmolar flugu frá þessum fagra manni. Ég stóð með galopinn munn og saug í mig viskuna. Lyktin á svæðinu var auðvitað líka ómótstæðileg!

Núna er ég alveg að springa mig langar svo til Reykjavíkur um helgina. Ég fæ í mig svona gamalkunnan fiðring, árlegan fiðring sem hríslast um mig alla. Því spyr ég ykkur, kæru vinir: Vitiði um einhvern ofurskemmtilegan (sem ég kannast við!) sem er að fara frá Akureyri til Reykjavíkur á föstudaginn e. kl. 16:00? Ég víbra ég er svo spennt að sjá keppnina... Nörd, I know...  

 


WTF???

Vitiði.. án djóks... það ótrúlegasta hefur gerst! Ég er orðlaus. Ég næ engan veginn að grípa þessa hugmynd, að maðurinn hafi virkilega sprengt sig Í LÍKFYLGD! Fyrir utan þann sem var verið að kveðja létust 7. Þar með missti þessi vina- og aðstandendahópur 8 manns og enn fleiri liggja slasaðir. Þetta er í Bagdad. Hvernig ætli áfallahjálp sé háttað þar? Ætli það sé mikill skilningur á svona áföllum í þessu landi?

Vitiði, ég fæ alveg í magann.. 


mbl.is Sjálfsmorðsárás á líkfylgd í Bagdad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÖSKVA!!!!!!!!!!

JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ!!!!!!! LOKSINS LOKSINS LOKSINS!!!!!!!! JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ!!!!!!!!!!!

ÚRSLIT KOSNINGANNA Í HÍ LJÓS.... MÉR LÍÐUR EINS OG FEGURÐARDROTTNINGU, ÉG GRÆT AF GLEÐI.... RÖSKVAN MÍN VANN!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

RÖSKVA 5 MENN - VAKA 4 MENN

H-LISTINN RIP

VIÐ UNNUM!!!! 

 

roskvumerki

 


Mánudagur til mæðu?

56Þreyttur... ofurhelgi að baki með tilheyrandi vinnu (og pínu tjútti á lau). Bakaði jólakökuna ógurlegu í vinnunni um helgina (kryddskúffukaka), skreytti hátt og lágt og gleymdi mér í jólalögum. Ahhh... notó. Frábærir tónleikarnir sem ég fór á á laugardagskvöldið - John Lennon tónleikarnir. Maður kvöldsins er klárlega Bjössi Jör - kalt mat. Þegar hann tók síðasta lag tónleikanna, Strawberry fields, þá hélt ég að mér yrði allri lokið. Hakan hvíldi róleg í kjöltu minni, milli þess sem Ella frænka ýtti henni upp aftur og þurrkaði slefið. Kvenpeningur kvöldsins hefði nú alveg mátt missa sín (Eivör og Hildur Vala) en allir hinir voru unaðslegir. Nýja uppáhaldið mitt er Haukur, söngvari Dikta. Munúðarfull rödd sem maður getur gleymt sér í, og þessi augu! Jidúdda... hh

Skyndihugdettur eru æði. Var algjörlega ekki klædd til útiveru en fór samt sem áður í rauðvínsboð til Eika Keisara eftir tónleikana. Endaði sá hittingur á Café Cultura, sem er nýji uppáhaldsstaðurinn minn, þar sem við kjöftuðum og höfðum það næs. Hress mætti ég í vinnu daginn eftir, jólaþorpið í firðinum góða var skoðað og unaðslambalæri snætt á Strandveginum. Fór svo á næturvakt sem var svona líka hress. Það getur tekið á að koma öllum á lappir og út úr húsi á sama/svipuðum tíma.. fjúff... lak af mér á tímabili - en bara hressandi að byrja/enda daginn svona :)

Smá mánudagsmæða: ég skil ekki (amk) tvennt í fari flestra ökumanna.  Annað er stefnuljósanotkun, eða öllu heldur stefnuljósaleysi. Hvað er svona erfitt við það að gefa stefnuljós þegar þú ert að beygja? Passiði ykkur nú bara á því að sýna ekki tillitsemi í umferðinni. Það gæti eitthvað hrikalegt gerst. Hitt er sá (ó)siður að hleypa öðrum inní raðir. Umferðin á morgnanna er nú ekki sú hraðasta og það gæti tafið viðkomandi bíl um nokkrar sekúndur að hleypa öðrum framfyrir sig. Eða á Laugarveginum þegar fólk er ekki að hleypa bílum framfyrir sig eða að bakka úr stæða. Meina, fer maður einhvern tímann á Laugarveginn þegar maður er að flýta sér - svona yfir höfuð? Auðvitað veit ég að það eru til undantekningar og fólk misupplagt, en upp til hópa megum við skoða þetta í okkar fari. Sjálf hef ég gefið fólki misgóð augu og svipi, flautað og talað við sjálfa mig. En meirihluta tímans sem ég eyði í Kermit er ég fyrirmyndarökumaður - kalt mat!

Gleðilega vinnuviku! 


Félagsráðgjöf meðal fatlaðra í Palestínu

Félagsráðgjöf meðal fatlaðra í Palestínu

Málstofa með Ziad Amro, félagsráðgjafa og forgöngumanni í málefnum blindra og fatlaðra, fyrrum framkvæmdastjóra og formanni Öryrkjabandalags Palestínu, verður í Odda stofu 106 þriðjudaginn 28. nóvember kl. 17.30.

Ziad Amro mun fjalla um starf félagsráðgjafa með fötluðum í Palestínu og starf hans sem formanns Öryrkjabandalagsins þar í landi. Hann er menntaður félagsráðgjafi frá Bandaríkjunum og hefur mikla þekkingu á málefnum fatlaðra.  

Hér er um einstakt tækifæri að ræða til að kynnast starfi félagsráðgjafa við erfiðar kringumstæður. Félagsráðgjafarskor hvetur sem flesta að nýta sér þennan fyrirlestur um félagsráðgjöf og stöðu fötlunarmála í alheimsljósi.

Félagsráðgjafarskor HÍ  
Rannsóknarsetur um barna- og fjölskylduvernd



Nóvember gegn nauðgunum!

Kæri viðtakandi,
Vinsamlega áframsendu þessa beiðni til vina þinna, félaga og ættingja um að fjölmenna á kröfufund fyrir framan héraðsdómsstólana á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði, Reykjavík og Selfossi laugardaginn 25.nóvember n.k. kl. 16.00.

Krafan er:
Þyngri dóma fyrir nauðganir. - Nýtið refsirammann!

Refsirammi laganna kveður á um að dómar fyrir nauðgun séu frá einu ári upp í 16 ára fangelsi. Flestir sakfellingardómar fyrir nauðgun eru við lægri mörk refsirammans. Við viljum sjá réttlátari og sanngjarnari dóma.

Áskorun um slíkt verður afhent allsherjarnefnd Alþingis á þriðjudag.

með kærri kveðju,
Kristín Ingvadóttir
Anna Kristine Magnúsdóttir

Mig langar í...

Brot af þeim bókum sem mig langar í 2006

 

  • Stelpan frá Stokkseyri – Saga Margrétar Frímannsdóttur e. Þórunni Hrefnu Sigurjónsdóttur.
  • Cook with Jamie – nýjasta matreiðslubók mannsins míns
  • Viltu vinna milljarð? e. Vikas Swarup.
  • Barn að eilífu e. Sigmund Erni Rúnarsson.
  • Það er til staður í helvíti fyrir konur sem hjálpa ekki hverri annarri e. Lizu Marklund og Lottu Snickare.
  • Viltu vinna milljarð? e. Vikas Swarup.
  • Matreiðslubók íslenska lýðveldisins e. Eyjólf Elíasson.
  • Brotaþolar, lögreglan og öryggi borgaranna e. Rannveigu Þórisdóttur, Helga Gunnlaugsson og Vilborgu Magnúsdóttur.
  • Eineygði kötturinn Kisi og hnakkarnir e. Hugleik Dagsson.
  • Brotaþolar, lögreglan og öryggi borgaranna e. Rannveigu Þórisdóttur, Helga Gunnlaugsson og Vilborgu Magnúsdóttur.
  • Listin að elska e. Erich Fromm.
  • Ræktað, kryddað, kokkað e. Magnús Jónsson.
  • Verndum þau e. Ólöfu Ásu Farestveit og Þorbjörgu Sveinsdóttur.

Föst í skafli, tónleikar og leikhús

Ég þarf nú endilega að segja ykkur við tækifæri þegar ég reyndi að koma bílnum mínum áfram í snjókafaldinu, ofurþreytt og ósofin eftir síðustu næturvakt. Komst loksins í hús rétt fyrir hádegi, búhúhú, átti ofurbágt þá.

Af því tilefni má einhver lesandi bjóða mér á ÞESSA tónleika á fimmtudaginn, eða þá í leikhús til að sjá ÞETTA. Ég býð í staðinn óendanlega skemmtun og hlýleika í viðmóti. Any givers?


Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík

dcf8ec82e6edbb41Nú langar mig að hvetja alla sem vettlingi geta valdið að fara niður í Þróttaraheimlið í Laugardalnum (fyrir neðan Laugardagshöllina) á morgun á tímabilinu 10:00 - 18:00. Þar fer fram prófkjör Samfylkingarinnar og því miður hef ég ekki kosningarétt þar. Utankjörfundur er til kl. 20 í kvöld í hýbýlum Samfó að Hallveigarstíg, fyrir aftan Grænan kost á Skólavörðustígnum. Auðvitað ætla ég ekkert að segja ykkur hvað þig eigið að kjósa, en mæli hinsvegar með að þið setjið Ágúst Ólaf í 4. sætið, enda fáránlega flottur kandídat þar á ferð. Meðal mála sem kappinn beitir sér fyrir er afnám fyrningarfrests í kynferðisbrotamálum, lögfesting Barnasáttmálans, löggjöf um heimilisofbeldi, sérdeild fyrir unga fanga og að rannsaka beri þunglyndi meðal eldri borgara

Það er okkur nauðsynlegt, hvort sem við munum kjósa Samfylkinguna í vor eður ei, að fá svona mann aftur inná Alþingi. Ég get ekki ítrekað það nægilega mikið! En ég treysti ykkur til þess... Wink


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband