Færsluflokkur: Menning og listir
3.11.2006 | 20:33
Að ganga gegn nauðgun
er prýðileg skemmtun - og eiginlega nauðsyn!
Jafningafræðslan stendur fyrir Nóvember gegn nauðgunum og annað kvöld (laugardagskvöld) kl. 24:00 verður gengið gegn nauðgunum niður Laugarveginn. Farið verður frá Hlemmi og niður á Ingólfstorg þar sem hinn unaðslegi trúbador Toggi mun spila fyrir mannskapinn. Ef veðrið leikur ekki við okkur endar gangan inní Hinu húsi. Koma svo! Mætum öll!!! Og breiðið út boðskapinn :)
30.10.2006 | 10:20
Nóvember gegn nauðgunum
Vei vei vei!
Fíla svona í tætlur.. brjálæðislega sniðugt!
Vá hvað ég vildi að ég væri starfsmaður í Hinu húsinu, váts váts...
![]() |
Jafningjafræðslan stendur fyrir Nóvember gegn nauðgunum" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.10.2006 | 09:16
Skrifaðu undir!
Í Færeyjum er löglegt að hóta, hæða og niðurlægja homma og lesbíur. Danskur háskólanemi hefur hafið alþjóðlega undirskriftasöfnun, til þess að fá þessu breytt.Í næsta mánuði mun lögþingið í Færeyjum greiða atkvæði um lög sem gera það ólöglegt og refsivert að níðast á samkynhneigðum þegnum eyríkisins. Frumvarpið var einnig lagt fram á síðasta ári, og þá var það fellt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Margir hinna færeysku þingmanna þrumuðu þá, með Biblíuna í hendinni,
að karlmenn sem lægju með karlmönnum kæmust ekki í himnaríki. Fram að atkvæðagreiðslunni ætlar danski háskólaneminn Nynne Nörup að safna undirskriftum á netfanginu www.act-against-homophobia.underskrifter.dk. Undirskriftalistinn verður svo afhentur lögþinginu áður en atkvæðagreiðslan hefst.
Tekið af Vefritinu.
27.10.2006 | 00:00
Aldrei aftur í vondu skapi!
Sá þetta um daginn og verð að deila þessu með ykkur, bara verð. Þetta er sem sagt myndband sem fær hörðustu einstaklingana til að skríkja eins og smástelpur á fótboltaleik..
Annars fór ég, veika konan, í leikhús í kvöld. Fékk boðsmiða á Amadeus í Borgarleikhúsinu. Verkið var 3 klukkutímar með hléi - geisp. Meðalaldurinn á gestunum var ca 60 ár, en krakkinn sem sat við hliðiná okkur dró meðaltalið allsvakalega niður. Hann var með Hrís-poka allan tímann fyrir hlé, með tilheyrandi látum, svo var hann að slá saman höndum í gríð og erg. Sem betur fer sat Bjössi við hliðiná þessum krakka, ég hefði eflaust sagt eitthvað við orminn. Annars fær verkið í mesta lagi 2 stjörnur af 5 mögulegum, og báðar fyrir leik Hilmis Snæs og þess sem lék Mozart. Annað var prump - eða rassblautur skíthæll eins og Mozart orðaði það svo vel.
Nú mæli ég með því að þið rífið ykkur upp í fyrramálið og mætið á málstofu félagsráðgjafarskorar kl. 11, í stofu 102 í Lögbergi. Málstofustjórinn verður einkar fagur að þessu sinni - líkt og í fyrra reyndar. Svo bíður mín ferska loftið undir Jökli. Sæluhelgi framundan - fjarri löggum, sjúkrabílum, umferðarljósum, stöðvunarskyldum, hægri-rétti, umferðarteppu, hávaða, húsaflóði og þess háttar. Váts hvað það er langt síðan ég fór heim síðast!
23.10.2006 | 01:48
Miss Piggy á leið til landsins!!!
Jæja, þá er fallegi bleiki gítarinn minn (Miss Piggy) LOKSINS farinn frá Bandaríkjunum eftir að hafa stoppað í Kaliforníu. Það hlýtur að fara styttast í þessa elsku. Ég fékk þá hugdettu um daginn að sauma bara utan um hann gítartösku... ég veit nú ekki alveg hvernig það á eftir að takast, í þau fáu skipti sem ég hef reynt að sauma þá endar það ekki vel.
Annars er það að frétta að ég er á minni þriðju næturvakt í nótt og svo skóli í fyrramálið. Ætti að fara beint á starfsdag kl. 10 - 14:30 en efast um að ég meiki það, verð einhvern tímann að sofa. Fór í dag að fylgjast með lil sys keppa í blaki í Mosó. Fór í vor sem forráðamaður í blakferð norður til Akureyrar. Þegar ég kom inní salinn helltust yfir mig minningar frá þeim tíma, ó þessi hávaði! Stelpur á aldrinum 10-14 ára útum allt og strákar á sama aldri = öskur, pískur, hlátur og tilheyrandi hljóðmengun. Samt agalega fyndið, ég var eflaust ekkert skárri.. huhumm... :)
Nú fer alveg að koma að degi sem mér finnst fáránlega skemmtilegur - Þjóðarspegillinn er n.k. föstudag. Öll mín háskólaár hef ég sótt þessa ráðstefnu um nýjustu rannsóknirnar í íslenska félagsvísindageiranum. Það hefur líka alltaf verið jafn erfitt að velja hvaða fyrirlestra ég ætla að sækja því stundum eru nokkrir á sama tíma. Toppurinn er svo auðvitað að fjárfesta í doðrantinum með öllum rannsóknunum - namminamm! Sómar sér vel í hillu og endalaust hægt að fletta í þessu og nýta sem heimildir. Eftir að hafa skoðað smá dagskránna í ár stendur þetta hæst:
- kl. 9:00 - 11:00: verð að öllum líkindum í skólanum eða í kynnisferð á BUGL
- kl. 11:00 - 13:00: Jón Gunnar Bernburg - Spurningalistakannanir og smættun félagslegra fyrirbæra. Glætan að ég missi af honum, aldrei. Svo er það auðvitað félagsráðgjöfin, maður verður nú að láta sjá sig þar.. Freydís Freysteinsdóttir - Barnarverndartilkynningar er varða ofbeldi milli foreldra, Sigrún Júlíusdóttir - Fjölskyldubreytingar, lífsgildi og viðhorf ungs fólks,
Steinunn Hrafnsdóttir - Af hverju vinnur fólk sjálfboðastörf?, Guðný Björk Eydal (annar BA-leiðbeinandinn minn og Dagnýjar) - Feður og fjölskyldustefna og Sigurveig H. Sigurðardóttir - Viðhorf til aldraðra. Langar líka svakalega að sjá Stefán Ólafsson - Skattar og tekjuskipting á Íslandi og Harpa Njáls - Velferðarstefna - Markmið og leiðir til farsældar, en það er akkúrat á sama tíma.. :/ - kl. 13:00 - 15:00: Fötlunarfræðin heillar hérna, Snæfríður Þóra Egilsson - Þátttaka í ljósi kennisetninga um heilbrigði og fötlun, Hanna Björg Sigurjónsdóttir - Valdaeflandi samskipti fagfólks og seinfærra foreldra: Hvað hjálpar og hvað hindrar?, Kristín Björnsdóttir - Öll í sama liði og Rannveig Traustadóttir - Fatlaðir háskólastúdentar. Reyndar er ein málstofa í sálfræðinni sem ég væri alveg til í, Elín Díanna Gunnarsdóttir - Sjálfsvirðing og líðan unglinga.
- kl. 15:00 - 17:00: Stjórnmálafræðin er mér enn í fersku minni, þökk sé Meistara Gunnari Helga. Mig langar að sjá: Guðmundur Heiðar Frímannsson - Íbúalýðræði og Gunnar Helgi Kristinsson - Ráðherraáhætta. Einnig er hinn BA-leiðbeinandi minn og Dagnýjar með mjög svo áhugaverða málstofu: Helgi Gunnlaugsson - Afbrotafræði íslenskra glæpasagna.
20.10.2006 | 10:49
Þjóðarmorð í Rúanda
![]() |
Eftirlifandi útrýmingarherferðar Hútúa ræðir reynslu sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2006 | 11:58
Mismæli í lögum
Ég er orðin það fullorðin að ég er farin að hlusta á Reykjavík síðdegis á leiðinni heim seinnipart dags og finnst einstaklega gaman að hlusta á fréttirnar á Rás 2. Á þessum stöðvum er mikið um íslensk lög í spilun og meðal annars nýtt lag frá tvífara mínum Elleni Kristjáns. Ég veit nú ekki hvað lagið heitir en ég syng hástöfum með og hef sungið, þar til í morgun: þú er mér opin bók að norðan. Í morgun heyrði ég rétta textann: þú er mér opin bók án orða. Meikar sens...
Rösquiz á Stúdentakjallaranum í kvöld kl. 20. Við Tinna sjáum um kvissið að þessu sinni og þemað er KYNTRÖLL. Mæli með að fólk mæti.
18.10.2006 | 22:12
Bónus-ruglumsull
Ég er komin með sambýlismann sem er feitari en ég og jafnvel bleikari. Sá er ekki samkynhneigður né Íri, heldur er folinn hingað nýkominn frá Danmörku og mun ganga undir nafninu Feiti Strákur. Hann unir sér vel í íbúðinni sinni, en einsamall kom hann eigi heldur fylgdi barnið hans með sem ég hef ákveðið að kalla því fagra nafni Pulla. Góðmennt í Kópavoginum get ég sagt ykkur.

Ég, bláfátæki stúdentinn, ákvað í dag að nýta mér afsláttinn í Bónus Smáratorgi. 30% afsláttur af ÖLLUM vörum vegna breytinga. Var nú ansi hófsöm í þessum innkaupum og bara með litla handkörfu. Slatti epli, slatti lífræn AB-mjólk, kjúklingabaunir, bankabygg og bananar. Rúmlega helmingur vörunúmera var uppurinn í búðinni, fólkið með glampa í augum og munaðarlausar innkaupakörfur um alla verslun með miðum sem á stóð: ég var yfirgefin, vinsamlegast verslaðu úr mér! Kom mér vel fyrir í röð sem leit ágætlega út í fyrstu en svo sá ég heilu vagnana troðna fyrir framan mig. Eldri, mjög eldri kona fyrir framan mig vildi endilega að ég geymdi handkörfuna mína í stóru körfunni sinni, enda var hún með ca 15 hluti í henni. Eftir ca 10 mínútur í bið þar sem röðin haggaðist EKKERT fórum við að spjalla. Íslendingar spjalla ekki við náungann í búðinni, það er bara svoleiðis. En þetta voru náttúrulega spes aðstæður þar sem við vorum í rauninni föst í þessari röð í laaaaangan tíma í viðbót. Gerðum grín að þessu og höfðum gaman. Gamall maður var fyrir aftan okkur með 3 ljósaperur. Ég endaði á því, þegar konan með 4 vagnana hafði borgað 69.864 fyrir sitt dót (sem var m.a. 26 pakkar af kexi, heill kassi af tannkremi, kassi af kakómalti, 3 kippur Kók light....) fór ég fremst og spurði hvort ég mætti troða 3 ljósaperum fram fyrir. Konan sem ég spurði (sem by the way var með fuhuhuhuuullan vagn) var nú ekki á því en ég þrábað hana og hún féll fyrir mér, auðvitað. Maðurinn endaði á því að þakka mér fyrir samveruna, enda höfðum við deild um klukkustund saman í röðinni. Nú ég og ömmubarn konunnar fyrir framan mig sáum á tímabili um það að rétta fólki gosflöskur, enda komst það ekki að fyrir vögnunum. Við buðum líka ýmsan varning með gosinu, s.s. barnamat í dós, ABT-mjólk, svört dömubindi, kubbakerti, hamra og hvaðeina sem skilið var eftir í hillunum. Á meðan á biðinni stóð gengu slúðurblöð um röðina til þess að stytta okkur stundir og boðið var uppá vínber og piparkökur. Helvíti hressandi alveg. Nú eftir klukkutíma og fjörutíu mínútur var loks komið að mér. Ég hrósaði unga drengnum á kassanum svo hrikalega að hann varð eins og Feiti Strákur á litinn og sagðist eflaust dreyma pííp-hljóð og gula bónuspoka í alla nótt. Blessunin. En þetta var ferð til fjár, fullur poki af góðgæti á 1200 kjedl. Ekki neitt.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.10.2006 | 15:29
Ég mæli með...

Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.9.2006 | 07:46
3 - 2 - 1 - STARA!
Kl. 7:05 í morgun var verið að sýna gamlan teiknimyndaþátt frá minni barnæsku. Þrír, tveir, einn - STARA! Kærleiksbirnirnir voru náttúrulega bara æðislegir. Hvað maður gat skemmt sér vel við áhorfun. Eins og með Bevery Hills og Melrose Place þá verð ég bara að segja að þættirnir voru betri í minningunni. Þeir eru nú samt voðalega krúttlegir!
Vá hvað Scissor sisters er frábær hljómsveit. Ég uppgötvaði þá nú ekki fyrr en slagararnir fóru að hljóma í útvarpinu og byrjaði á því að hlusta á vinsælu lögin þeirra. Málið er að allur diskurinn þeirra er frábær! Núna langar mig hrikalega í nýja diskinn, önnur eins snilld á ferð vænti ég.
Fór á Afganga í gærkvöldi með Ðí Hösk og Félaga Haffa. Fyrir mitt leyti var sýningin frábær! Svakalega skemmtilegur leikur hjá þeim Elmu Lísu og Stefáni Hallli (fyndni gaurinn úr USS! auglýsingunni) um samskipti kynjanna. Það voru mýmargir punktar sem mig langaði að nótera niður, helst langar mig bara að fara aftur. Leikmyndin var stórkostleg, mjög minimalísk og flott. Verkið svissar í nokkrum tíðum sem gerir það frekar töff. Mæli eindregið með að þið kíkið á þetta verk (miðasala s. 551-4700).