Færsluflokkur: Menning og listir
3.9.2006 | 19:54
Opið álver
Álverið í Straumsvík var opið almenningi í dag. Að sjálfsögðu fórum við í vinnunni með fólkið okkar til að berja þeessa reiðinnar ósköp augum. Ég verð nú að játa að ég var nokkuð mikið spennt að fara þangað. Það er einhver mistískur blær yfir svona stöðum sem alla jafna eru lokaðir almenningi. Hvað sem skoðun minni um álver líður þá verður að segjast að þessi dagur var mjög vel heppnaður hjá þeim. Boðið var upp á rútuferðir frá Fjarðarkaupum til þess að minnka umferð. Þegar inná svæðið var komið fengu allir dagskrá og búið var að merkja allt voðalega fínt. Þarna var t.d. vélasýning þar sem risavaxnar "gröfur" (eða svona dótarí sem líkist gröfum, með allskonar dótarí framaná) voru til sýnis. Þá var einnig til sýnis slökkviliðsbíll Álversins sem og tækjabílar. Frábært fannst mér að fara í skoðunarferð um Álverið í rútu. Það voru nokkrir strætóar sem keyrðu fyrifram ákveðna leið í gegnum svæðið og nokkur hús og í hverjum strætó var 1 starfsmaður Álversins sem sagði fólki frá hvað væri gert hvar og hvernig þetta virkaði. Einnig taldi hann upp ýmsar almennar upplýsingar, s.s. að í ár er Álverið 40 ára og þar vinna 480 starfsmenn (minnir mig). Frábært að fá að sjá þetta allt saman, get ekki sagt annað.
Þá var boðið uppá ýmiskonar skemmtun. Friðrik Ómar og Guðrún Gunnars voru þarna að syngja, Gunni og Felix mættu á svæðið, Möguleikhúsið var með sýningu um álver og listamenn sýndu verk í mötuneytinu og víðar. Þá var einnig boðið uppá nýbökuð vínarbrauð, "kaffihúsakaffi" frá Kaffitár og ýmislegt annað. Fjöldinn allur af fólki var þarna, enda veðrið unaðslegt. Á leiðinni út af svæðinu kíktum við svo í Kerskála 3 þar sem álið er búið til (húsið sem er næst þjóðveginum). Auðvitað þurftum við að setja upp hjálm og hlífðargleraugu - og það sem meira er: skilja eftir debetkortin svo segulröndin skemmist ekki. Í það heila: fræðandi og skemmtileg ferð um þetta heljarinnar svæði.
Það er eitthvað við svona staði; álver, vegagerðina, Frímúrarana, Kárahnjúka ofl. sem ég heillast af. Ég hugsaði nú allnokkrum sinnum um það í dag hversu mikið ég væri til í að vinna í álveri eitt sumar og fá að kynnast þessu SJÁLF. Ætli það spili ekki inní hversu geigvænlega forvitin ég er. Ég held að minnsta kosti að ég myndi taka mig vel út í skærum vinnugalla, með appelsínugulan hjálm, stór hlífðargleraugu, hjólandi fram og til baka á þessu stóra svæði.
31.8.2006 | 23:12
Myndir frá Osló..
Rakst á nokkrar myndir hjá HerraGarðari síðan í Osló... fallegt fólk, fallegt fólk!




Svei mér þá ef ég virðist ekki edrú við hliðiná þessari...
Við tókum nokkur trúnó, mamma hennar er félagsráðgjafi.
Og finally, crew-ið á leið niðrí bæ eftir Tópas frænda.
22.8.2006 | 11:51
Leoncie í X-factor
13.8.2006 | 13:30
Gay for a day?
Eins og flestir tóku eftir fór hin árlega gleðiganga Hinsegindaga fram í gær. Eins og alltaf var mikið af stórglæsilegum búningum og greinilegt að mikið hefur verið lagt í þetta. Í fyrra missti ég af þessum frábæra degi þar sem ég var að vinna en ég tók það margfalt út í gær. Ég var nefnilega ekki bara áhorfandi sjáiði til. Ég slóst í för með FSS og klæddist hárrauðum bol sem á stóð: Hommar eru gæðablóð! Einnig var ég að dreifa miðum sem á stóð að sam- og tvíkynhneigðir karlmenn mættu ekki gefa blóð - ,,vilt þú gefa blóð fyrir mig?". Frábært hjá þeim að vekja athygli á þessu. Við vorum með gamlan hvítan volvo station sem var búið að skreyta eins og sjúkrabíl. Frekar flott :D Svo var gengið niður Laugarveginn í stuuuuði. Ég var reyndar í háæluðum stígvélum sem er ekki góð hugmynd.
Ég var að hugsa það þegar ég labbaði þarna niður Laugarveginn og fleiri þúsund manns voru samankomin til að sjá hvað þarna færi fram, hversu stolt ég væri eflaust ef ég væri samkynhneigð. Ég fékk gæsahúð í gær við þetta - hvað þá ef þetta væri "minn" dagur. Þetta er náttúrulega meðvirknin í mér, hrikalega meðvirk kellingin ;)
12.8.2006 | 04:21
Hefur þú upplifað ást?
Allt í kringum mig er ástfangið fólk. Ekki bara fólk sem er ástfangið af hinu kyninu sko... Allstaðar er fólk sem er ástfangið af hinu eða þessu. Oft hef ég hitt fólk sem er ástfangið af Drottni. Allt í góðu með það, bara á meðan það er ekki að þröngva trúnni sinni inná mig. Ég hef ætíð gaman af því að hlusta á önnur sjónarmið, en ræður - nei takk. Stundum hitti ég fólk sem er ástfangið af gæludýrunum sínum. Það fólk get ég innilega ekki rætt við. Þolinmæði mín er ekki það þroskuð - ennþá.
Ég er einstæð 6 barna dverghamstramamma í Kópavogi og þarf iðulega að hlusta á börnin mín stunda kynmök - stundum um miðjan dag þegar ég er að lesa Fréttablaðið! Ég hef nú haft það í mér að pikka aðeins í þau þegar þau stunda kynlífið sitt svona opinberlega því ójá, dverghamstrar gefa frá sér frygðarstunur í kynmökum. Þessar frygðarstunur trufla mig á daginn. Ójá.
En hefur þú upplifað ást? Hvað er ást? Stundum tel ég mig vera ástfangna. Oft er það ást á hlutum sem flestir telja frekar ómerkilega. Á vorin verð ég óttalega ástfangin af lyktinni í loftinu og er alveg með það á hreinu að í fyrra lífi var ég sko þokkalega hundur - fátt betra en að vera með andlitið útí bílglugga á ferð! Sumrin koma mér til þess að fá gæsahúð á ótrúlegustu stundum. Göngutúr getur gert ýmsilegt - þó enginn sé félagsskapurinn. Ég hef líka hitt fólk sem ég tel mig vera ástfangna af. Nokkrum sinnum síðustu ca 10 ár. Aldrei hefur neitt komið út úr því nema úrvals vinskapur - og er eitthvað betra en það? Ég á ennþá eftir að upplifa þann kærasta sem veitir mér meira en vinskap (plús aukahluti) sem vinir mínir (og fjölskylda) veita mér. Kannski kemur að því - einn daginn.
Þangað til - sniffa ég göð út í loftið og fæ gæsahúð af því að finna lyktina af blautu byrki og nýslegnu grasi. Þangað til - og aðeins þangað til - er ég bara ég og bara ég :)
Í fréttum er það annars helst að Siggi vinur minn bauð mér út að borða á uppáhalds veitingastaðinn minn - Tapasbarinn. Nammi nammi... gæðastund með unaðslegum vini. Bara gaman og bara næs.
10.8.2006 | 22:04
Málarinn, það er ég!
Fyrst fólk beilar á mér hægri vinstri þá er fátt betra en að standa yfir huges striga sem liggur á stofuborðinu og fá útrás. Er að vinna að málverki fyrir Siggu Láru frænku, og ekkert smá málverk get ég sagt ykkur. Jafnstórt og ég (jújú, ég er að vísu ekkert gríðarlega stór, en í málverkum talið þá er ég risi) svo ég þarf að vera dúleg. Á meðan nýt ég þess að djamma heima í stofu, með kaldan öl en engan sígarettureyk... stemmingin er klárlega á Flass FM 104,5 í kvöld. Frí í vinnuni á morgun, kannski ég nái bara að komast langleiðina með þetta verk =o)
Mamma hringdi í kvöld.. það var frekar "kalt" hjá þeim í fyrrakvöld svo að ein konan sem er með þeim þarna úti þurfti að fara í peysu út að borða - alveg í hálftíma! Já, sjaldan teljast 26°C kuldi. Á meðan hún sagði mér þetta sat ég rennandi blaut í strætó á leið í Hafnarfjörð, dúðuð í dúnúlpu og flíspeysu.
9.8.2006 | 18:53
Kertafleyting - MÆTTU!
verður haldin
við Tjörnina í Reykjavík og
á Akureyri við tjörnina framan við Minjasafnið í Aðalstræti
miðvikudaginn 9. ágúst kl. 22:30
Kerti verða seld á staðnum og kosta 400 kr
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2006 | 21:48
Gaypride
Núna eru bara 16 dagar þangað til Gaypride hátíðin hefst, eða þann 10. ágúst. Ég greip mér Dagskrárrit hátíðarinnar og líst bara ansi vel á. Á fimmtudeginum 10. ágúst verður Eurovision dansleikur á Nasa með Regínu Ósk, Friðik Ómari og hljómsveit sem mig langar voða mikið til að fara á. Það klikkar ekki stuðið þegar ég skelli mér á júródjamm, það eitt er víst. Ég hef reyndar lítið að gera á Stelpnaballið sem verður á föstudagskvöldinu, en aldrei að vita hvað gerist á 2 vikum.. hmm... Á laugardeginum er svo aðalfjörið... Lænöppið að skrúðgöngunni byrjar 12:30 og hún mun leggja af stað kl. 14:00, sömu leið og vanalega. Svo verða auðvitað skemmtiatriðin í Lækjargötu... Guðrún Ögmunds, Regína Ósk, Friðrik Ómar, Bjartmar, Jói Gabríel, The Nanas ofl ofl... Skal ég hundur heita ef ég kíki ekki á hátíðardansleik Hinsegin daga sem verður þá um kvöldið á Nasa.. með Palla í fararbroddi. Bæði Pál Óskar sem mun þeyta skífum og svo mun ég sko mæta í teiti til Palla, boðaði mig þangað fyrir mörgum mánuðum barasta :D slík er eftirvæntingin.. Á sunnudeginum er fínt að nota þynnkuna í að fara í messu í Hallgrímskirkju þar sem Sr. Pat Bumgardner frá New York predíkar. Ví ví ví.. það styttist...
15.7.2006 | 23:49
Loose, footloose
Þá er túttan mætt á enn eina (fokk...) næturvaktina. Ég er greinilega ekki týpan í svona leiðindi, er alveg ekki að meika þetta. Össs..
Annars er ég með góða gesti heima hjá mér núna (og gestgjafinn fjarri góðu gamni, djö...) en Hjördís og Þórey komu alla leið frá Snæfellsnesinu. Þær voru mættar í verslanir í morgun og ég hitti þær svo þegar ég hafði fengið mér bjútíslíp eftir næturvaktina. Skoðuðum alveg heilmikið í búðum en versluðum eitthvað minna, sem er bara fínt. Í kvöld fórum við svo allar saman á Footloose í Borgarleikhúsinu og verð ég að segja að ég er ánægð. Var búin að heyra að þetta væri ekkert svakalega skemmtilegt, en ég skemmti mér voða vel. Dansararnir eru mjög flottir og lögin líka fín. Halla Vilhjálmsdóttir sem leikur aðalkvenhlutverkið er snillingur! Gjörsamlega ótrúlega kúl leikkona og stórkostleg rödd sem túttan hefur. Svo er þarna falin gimsteinn sem leikur eina vinkonuna, ótrúlega fyndin karakter sem leikin er þarna. Veivei, þetta var bara skrambi gaman.
En gamanið er víst búið núna.. allir hér komnir í rúmið og mín bíður ekkert nema 2. flokks afþreying. Sá samt mér til mikillar skemmtunar að á Bíórásinni í nótt er sýnd myndin Good girl með Jennifer Aniston og Jake Gyllenhal (slefslef og slurpslurp og nammnamm) svo ég á eitthvað smá gotterí í vændum. Get líka horft á Bachelorette endursýndan sem og Law and order: Criminal intent og Wanted... Óvúbbí... Gæfi mikið fyrir að sitja heima hjá vinkonum mínum með kaldan öl í hendi og góða tónlist á fóninum.
21.6.2006 | 11:20
5 ára stúdent
Jæja, ég held að orkubyrgðir líkamans séu allar að koma til eftir helgina. Ég hélt ég væri of gömul í þetta en neinei... Það sem uppúr stendur er:

- 4ra daga djamm - úff
- ógleymanlegar nostalgíu- sem og nýjar sögur
- gisting á 5 stjörnu hóteli eina nótt (Takk Vallan mín! :-*)
- gisting á heimavist hinar 3 næturnar
- Alltof mörg Opal/Tópas/Gajol skot
- Greifapizza mmm....
- Karólína.. yeah!
- Óvissuverðin á fimmtudaginn algjör snilld...
- Flottasti búningurinn klárlega Lákamerkin og skeggin - 4. FG auðvitað
- 16. júní = gæsahúð og gleðitár
- Jónsi (fær þó mínusstig fyrir að kyssa konuna sína í miðju lagi!)
- MacGretzky á Nætursölunni
- Týndi veskinu mínu - fann það aftur
- gekk um í hælaskóm í Kjarnaskógi og upp að Hömrum - maður er ekki á lausu fyrir ekki neitt!
- Bíllinn með áfengiskerruna sem keyrði á eftir rútunum í óvissuferðinni, skníílld!
- Allar heimsóknirnar sem ég ætlaði í, en fór ekki... ómögulegt að heimsækja aðra en MA-inga þessa helgi.. maður er ósamræðuhæfur um annað en MA-sögur
- raddleysið eftir ballið á föstudeginum.. sem breyttist í hæsi en ég er öll að koma til
- Kynnisferðin sem ég fékk frá 10. ára stúdent ... var sem sagt kynnt fyrir öllum 10. ára karlkyns stúdentum sem voru á lausu
- Einar landó - jafnast ekkert á við hann
- Allt þetta yndislega fólk sem ég þekki síðan úr Menntaskólanum á Akureyri! Takk fyrir frábæra skemmtun!
