Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Að vega og meta

Ég er ekki alveg búin að týna geðheilsunni minni... hún faldi sig bara í smá stund. En felustaðurinn var ekki meiri og flóknari en svo að ein lærdómskvöldstund á kaffihúsi með henni Völlu minni reddaði þessu eins og skot. Og verkefnið gekk líka svona glimrandi, bara allt að gerast á Eyrinni.

Hugsiði ykkur, á föstudaginn klára ég 16 vikna starsfsnámið mitt hérna á FSA. Þessi tími hefur verið óendanlega fljótur að líða. Mig langar alveg til þess að vera lengur, eða kannski ekki svona launalaus eins og síðustu mánuði. Hvað sumar- og framtíðarvinnu varðar þá er allt opið í þeim efnum. Það er svo erfitt, fyrir vog eins og mig, að taka svona ákvarðanir! En sjáum til í næstu viku... þá verð ég vonandi komin með nánari svör hvort ég fari að vinna hjá Akureyrarbæ eða hjá einkafyrirtæki :) Það eitt er víst að ég verð á Akureyri í sumar og næsta vetur og örugglega bara eitthvað lengur líka... nema vindar beri mig annað.


Sungið og trallað... eða amk sungið

Geðheilsa mín, hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað?

Hvar er lífið mitt? Hvar eru allar mínar vonir, ó ó, félagslíf, hvar eru gleði mín og kátína, hvar er lífið mitt? óóó! 


Rauðar kinnar

2961020-smHeyrðu þetta gekk prýðisvel fannst mér. Í miðju atvinnuviðtali roðnaði ég þó þvílíkt, veit ekkert af hverju, ég var reyndar vel klædd en... nú er bara að bíða og vonast eftir JÁKVÆÐU svari í næstu viku! Það er samt alveg pínu erfitt að hafa kannski val um tvær vinnur... þarf að fara hugsa þetta alvarlega þar sem þetta er ekki bara eitthvað sumarstarf.. Hmmm...

En ekki strax.. hrúga af verkefnum sem bíða mín.. döhh 


Óskir

Wish me luck...

Daginn í dag, daginn í gær..

Í gær skiluðum við Dagný inn BA ritgerðinni okkar og eigum bara pínulítið eftir... þetta er allt að koma.

Í gær fór ég í atvinnuviðtal og sagði já við afar spennandi vinnu, en ætla að skrifa undir eftir helgi. 

Í gær var hringt í mig frá fyrirtæki sem ég hélt ég myndi ekki fá hringingu frá, og ég boðuð í atvinnuviðtal eftir helgina.

Í dag vaknaði ég í fyrsta skipti í laaaaangan tíma úthvíld og EKKI með höfuðverk.

Í dag verð ég að læra, surprise surprise, en kvöldið verður vonandi skemmtilegra.

Í dag á hún elsku elsku elsku yndið mitt hún Þórey stórafmæli! Hún ætlar að hafa teiti ársins og ég veit að hún er ekkert agalega sátt við það að ég kemst ekki. Ég lofa bara að taka heljarinnar skemmtun með henni einhvern annan dag, kannski bara á Akureyri? 


Hún Þóra mín

Hún Þóra mín, aka Tónskáldið, er unaður út í gegn. Þegar ég er við það að fara grenja útaf álagi og stressi þá kemur þessi elska með gullkomment til mín eða hringir akkúrat á réttum tíma þegar ég er við það að gefast upp. Svo er eftirfylgnin svo fín hjá henni. Talaði við hana í gær þegar ég var nánast að láta lífið við lærdóminn og þá sagði ég henni að ritgerðin yrði send til leiðbeinenda í hádeginu. Þessi elska hringir svo og tékkar hvernig hafi gengið og peppar mann svo hrikalega upp að ég gæti bara byrjað á nýrri núna! Eða svona næstum því.. peppið er amk að gera sig. 

Núna þyrfti Þóra mín bara að bjalla á mig og peppa mig í næsta verk.... Ekki slæmt að vera tónskáld, kennari OG klappstýra!

Heil sé þér Þóra! Húrra! Húrra! Húrraaa!!! 


MA nám

Ég held ég fari aldrei í mastersnám. Ekki nema það sé svipað með nám og eignast barn. Maður gleymir því versta svo fljótt og þess vegna gerir maður þetta aftur.

Vona það.

Gleðilegt sumar kæru landsmenn! Í tilefni dagsins ætla ég að hanga inni, hlusta á fuglasönginn úti, skrifa BA ritgerð, drekka calming te og vona að ég eigi eftir að útskrifast. Reyndar ætlum við sambýliskonurnar að grilla í kvöld svo ég mun líta uppúr tölvunni rétt á meðan sú athöfn mun eiga sér stað. Svínakjöt, piparsósa, salat með fetaosti og kirsuberjatómötum, kartöflusalat og ískalt mix. Það er ágætt að hafa smá svona gulrót fyrir framan sig þegar maður situr í marga marga tíma fyrir framan skrattans tölvuna.

Ég-er-bara-ekki-þessi-týpa-sem-er-í-háskóla - tímabilið mitt er í hámarki  -  enn og aftur. 


Svefnleysi

Það er svo ömurlegt að vakna upp á nóttunni og geta ekki sofnað aftur. Þessar 2 vikur sem ég hef þurft að líða fyrir þetta eru farnar að lúkka sem 6 mánuðir. Ég verð aldrei fallegri með þessu áframhaldi. Baugu og þreytt huð lýsa mér best þessar vikurnar. Djöfulsins BA ritgerð og lokaverkefni. MEN, hvað ég nenni ekki að útskrifast....

Jæja... einn tebolli í viðbót? Sakar varla... þetta á að virka róandi.


Færsla ærslaláta

Þið sem ætlið í útgáfuteiti Ungra Jafnaðarmanna í kvöld, nota bene, það er búið að færa fögnuðinn af Hressó yfir á kosningaskrifstofuna sem er í gamla Landssímahúsinu við Austurvöll.

Svo má alveg auglýsa það að Sprengjuhöllin verður með fríkeypis tónleika á Græna hattinum í kvöld kl. 22:00. Alveg þess virði að kíkja þangað ef maður er ekki að skrifa BA ritgerð, rannsóknarskýrslu og loka greinagerð í starfsþjálfun...

Vertu Samfó! 

samfylking%20l%C3%B3g%C3%B3


Möst að skoða

Það er klárlega möst að skoða þessa færslu hérna sem ég rakst á... fáránlega fyndið!

Og svo skrolla neðst hjá honum Tomma bloggvini mínum og hlusta á lagið í spilaranum hans. Lag sem ég er búin að vera með á heilanum síðan á laugardagskvöldið. Þvílíkir snillingar! 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband