Daginn í dag, daginn í gær..

Í gær skiluðum við Dagný inn BA ritgerðinni okkar og eigum bara pínulítið eftir... þetta er allt að koma.

Í gær fór ég í atvinnuviðtal og sagði já við afar spennandi vinnu, en ætla að skrifa undir eftir helgi. 

Í gær var hringt í mig frá fyrirtæki sem ég hélt ég myndi ekki fá hringingu frá, og ég boðuð í atvinnuviðtal eftir helgina.

Í dag vaknaði ég í fyrsta skipti í laaaaangan tíma úthvíld og EKKI með höfuðverk.

Í dag verð ég að læra, surprise surprise, en kvöldið verður vonandi skemmtilegra.

Í dag á hún elsku elsku elsku yndið mitt hún Þórey stórafmæli! Hún ætlar að hafa teiti ársins og ég veit að hún er ekkert agalega sátt við það að ég kemst ekki. Ég lofa bara að taka heljarinnar skemmtun með henni einhvern annan dag, kannski bara á Akureyri? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björk Vilhelmsdóttir

Til hamingu með ritgerðina!! Þetta er ótrúlega skemmtilegur áfangi, og enn skemmtilegra að fara vinna sem félagsráðgjafi - Það eru forréttindi að vinna með fólki sem er að ganga í gegnum einhverjar breytingar í lífi sínu. Áttu kannski 4ja árið eftir. Ég tók þetta öfugsníð, kláraði 4ja árið, áður en ég kláraði BA ritgerina. 

Til hamingju aftur starfssystir

Björk Vilhelmsdóttir, 22.4.2007 kl. 10:59

2 identicon

Til hamingju

Þóra Marteins (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 14:01

3 Smámynd: Sveinn Arnarsson

Til hamingju Fanney.

Sveinn Arnarsson, 22.4.2007 kl. 20:49

4 identicon

Hæ hæ Fanney mín !

Og takk fyrir að hafa komið í afmælið svona óvænt , var ekkert smá hissa . haha  Þetta var geggjað og vonandi endurtökum við þetta aftur fljotlega .

þórey (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband