Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2006

Árlegir sumartónleikar?

Ég skellti mér á Sigurrósartónleikana í gærkvöldi, eins og 15 þúsund aðrir Íslendingar (og enn fleiri heima í stofu). Snilld út í eitt, hrikalega töff tónleikar og frábær stemning á svæðinu. Ekkert um dólgslæti heldur sat/stóð fólk dáleitt og hlustaði/horfði á þessa snillinga.

Klárlega styð ég þá tillögu að gera þetta að árlegum viðburði. Við sem fórum saman á tónleikana töluðum einmitt um það hvað það væri mikil snilld að hafa svona tónleika og er ég viss um að aðrir hafi einnig rætt það sín á milli.

Heyr heyr! Meira svona, takk! :D


mbl.is Vilja gera tónleika á Miklatúni að föstum lið í bæjarlífinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögin í Rockstar á morgun :)

Hérna er lagalistinn fyrir annað kvöld... Hrikalega hlakka ég til að heyra Magna taka þetta lag :) Sem og lagið hennar Storm... jeij!

PatriceHigher Ground (Stevie Wonder) – with T Lee on drums
JoshSanteria (Sublime)
DilanaCan’t Get Enough (Bad Company)
TobyPennyroyal Tea (Nirvana)
Zayra867-5309 (Tommy Tutone)
MagniClocks (Coldplay)
JillDon’t You (Forget About Me) (Simple Minds)
RyanLosing My Religion (R.E.M.) - Ryan on grand piano, with Paul on keyboards
LukasCelebrity Skin (Hole)
StormChanges (David Bowie)
DanaBaba O’Riley (The Who)

Annars pínu þreytt eftir helgina í Grundarfirði. Flott helgi, ég á frábæra ættingja :D

Verðlaun helgarinnar fær Maggi (þó hann hafi bara verið annað kvöldið) fyrir að sofa útí fjöru þar til fór að rigna - þá fór hann inní bíl.


Lífið er æði!

Hrikalega er ég ánægð með mína konu í Rockstar, hún er ekkert smá flott. Mér fannst Magni líka mjög flottur sem og Dilana.. þau standa uppúr. Ég get ekki sagt það nógu oft, en ég skil bara engan veginn hvað Zayra er að gera þarna! Er ekki einhver idol-keppni þarna í Latin-America sem hún getur tekið þátt í? Jahér..

Mér finnst ótrúlega gaman að gefa gjafir.. stundum eru þær eitthvað sem ég finn í einhverri búð og hluturinn beinlínis öskrar á mig að ég verði að gefa þessum eða hinum hann. Stundum bý ég til eitthvað sniðugt og gef einhverjum. Að sama skapi finnst mér líka ótrúlega gaman að fá gjafir. Í gær var ég svo gríðarlega heppin að fá 2 gjafir! :D Tónskáldið gaf mér blómvönd sem hún hafði fengið kvöldinu áður þegar verk eftir hana var frumflutt. Þar sem henni finnst ekkert svaka gaman að hafa blóm, en ég dýrka þau, gaf hún mér vöndinn.. ótrúlega flott bleik blóm sem standa nú tignarleg í vasa rétt hjá hömstrunum - svo allir geti notið þeirra (blómanna sko). Svo fékk ég matargest í gærkvöldi og hann kom færandi hendi með besta geisladisk EVER! Hann hafði sett saman fullt af lögum úr ölllum áttum og diskurinn beinlínis verður að heita Fanney Dóra því hann á svo vel við mig. Ótrúlegt alveg hreint hvernig hann hitti á að velja þessi lög. Núna þegar ég fer út úr íbúðinni minni á daginn segi ég ekki líkt og vanalega: sími, veski, lyklar? heldur segi ég: sími, veski, lyklar, diskur? Því þessi diskur er spilaður í tölvunni minni hér heima sem og í bílnum.

Kokkarnir kalla... tek aukavaktir þar meðfram vinnunni í Hnotubergi. Það er frábært, ég er bara farin að sakna þess að vera ekki þarna :D Cheeses, here comes Fannsa!  Nú svo er stórhelgi framundan hjá mér. Á góðri stundu í Grundó er um helgina og ætla ég sko ekki að láta mig vanta. Fullt af fólki sem ég þekki ætlar að fara svo þetta verður skemmtilegt djamm, öðruvísi en vanalega. Er ekki ennþó búin að fullmóta græna búninginn minn (en ég er í græna hverfinu) sem ég ætla í í skrúðgönguna, en það kemur :D

Knúúúús... Lífið er æði, ekki satt?


Gaypride

Núna eru bara 16 dagar þangað til Gaypride hátíðin hefst, eða þann 10. ágúst. Ég greip mér Dagskrárrit hátíðarinnar og líst bara ansi vel á. Á fimmtudeginum 10. ágúst verður Eurovision dansleikur á Nasa með Regínu Ósk, Friðik Ómari og hljómsveit sem mig langar voða mikið til að fara á. Það klikkar ekki stuðið þegar ég skelli mér á júródjamm, það eitt er víst. Ég hef reyndar lítið að gera á Stelpnaballið sem verður á föstudagskvöldinu, en aldrei að vita hvað gerist á 2 vikum.. hmm... Á laugardeginum er svo aðalfjörið... Lænöppið að skrúðgöngunni byrjar 12:30 og hún mun leggja af stað kl. 14:00, sömu leið og vanalega. Svo verða auðvitað skemmtiatriðin í Lækjargötu... Guðrún Ögmunds, Regína Ósk, Friðrik Ómar, Bjartmar, Jói Gabríel, The Nanas ofl ofl... Skal ég hundur heita ef ég kíki ekki á hátíðardansleik Hinsegin daga sem verður þá um kvöldið á Nasa.. með Palla í fararbroddi. Bæði Pál Óskar sem mun þeyta skífum og svo mun ég sko mæta í teiti til Palla, boðaði mig þangað fyrir mörgum mánuðum barasta :D slík er eftirvæntingin.. Á sunnudeginum er fínt að nota þynnkuna í að fara í messu í Hallgrímskirkju þar sem Sr. Pat Bumgardner frá New York predíkar. Ví ví ví.. það styttist...


Verður æ betra að búa í Kópavogi

Ég var að koma úr svaðalegum göngutúr. Flúði troðfullu þvottakörfuna mína og tók i-podinn með. Saman lögðum við upp í leiðangur um Kópavog sem einungis er hægt að sjá fótgangandi. Þetta tengist líka allt rúnt sem ég fór með Þóru vinkonu í fyrrakvöld. Þóran tararna er Kópavogsbúi í alla enda og veit mest um Kópavog af þeim manneskjum sem ég þekki. Ég held að hennar æðsta ósk sé að ég kynnist Kópavogsbúa og muni giftast honum og búa í Kópavogi, helst vesturbænum í Kópavogi. Þetta var nú samt útúrdúr, ég var að tala um Kópavog.

Já, við fórum sem sagt svakalegan rúnt í fyrrakvöld þar sem ég skoðaði leyndar götur og garða, hús sem voru með svalir alveg ofan í sjóinn, "Central Park" Kópavogs, Rútstún (en Rútur var einmitt fyrsti bæjarstjórinn í Kóp. Hann átti þetta tún og gaf bænum það með því skilyrði að það ætti áfram að vera tún, sem það og er enn þann dag í dag. Konan hans hét einmitt Hildur og var líka bæjarstjóri í Kópavogi eftir að kallinn hætti. Segiði svo að ég sé ekki í sumarskóla!) og gamla Kópavogshæli. Einstaklega fræðandi rúntur get ég sagt ykkur.

Fræðslutúrnum var svo haldið áfram í morgun, en þá vorum við bara tvö, ég og Folinn eða i-podinn eins og hann er líka kallaður. Við gengum frá húsinu mínu og í átt að Nauthólsvík. Á leiðinni má sjá aragrúa listaverka, oft tengd skólum bæjarins. Þá má líka skoða Tré ársins 2005 sem er Rússalerki og stendur við göngustíginn. Nú svo má líka njóta þess að anda inn um nefið og finna lyktina af birkinu og hvönnunum sem vaxa eins og vindurinn þarna! Þess má geta að allt er þetta malbikað svo hægt er að fara þessa leið á línuskautum :) Jeij!

Svei mér þá, ef ég er bara ekki alvarlega að íhuga Kópavog sem framtíðarstað...


Ertu á Snæfellsnesi?

Ég skora þá á þig að fara á ÞESSA tónleika. Finnst súrt að komast ekki á þá, en guess what, ég er að vinna. Annars sagði Heiðrún frænka mér frá því að Sigurrós væri með tónleika á sunnudagskvöldið næsta hérna í Rvk.. á einhverju túni sem ég man ekki hvað heitir... frítt inn... spurning um að mæta með teppi og pikknikk-körfuna (fulla af bjór).

Í heljargreipum bókarinnar

Það er orðið allsvakalegt ef maður les bók þegar maður kemur dauðþreyttur heim af næturvakt eða af djamminu. Ég hristi hausinn reglulega ef ég er orðin of þreytt til að lesa - það skilar sér í því að ég get lesið ca 2 bls í viðbót. Ég nýti hvert tækifæri til að lesa þessa geysispennó sögu sem ég er í núna. Bíð eftir því að komast heim úr vinnu til þess að lesa. Og bókin? Skuggi vindsins eftir Carlos Ruiz Zafón.

Undin tuska

Óendanlega dösuð eftir daginn... Vinnuhelgi framundan svo það verður lítið um tjútt hjá mér. Enda er það svosem í lagi. Eftir viku verð ég í glimrandi stööööði á Grundarfirði á bæjarhátíðinni þar.

Tanorexian mín í hámarki þessa dagana... fer að verða heltönuð og eitthvað minna köttuð. Held svei mér þá að ég hafi brunnið pínku í dag, þó svo að ég hefði ekki verið lengi í safna brúnku.

Er ekki skemmtileg í kvöld.. engin orka... gæti skrifað heila færslu um hversu sniðugir dverghamstrarnir eru, en ætla að hlífa ykkur ;)


Óliðugheit

Í morgun vaknaði ég stirð sem eldgamalt sófasett. Róleg samt - ég var ekki ofurdúleg í ræktinni eða neitt þannig. Mætti nú alveg fara að sparka í rassinn minn þar sko... Stirðleikinn og gríðarlegu harðsperrurnar sem ég hef haft í allan dag komu vegna vinnunnar minnar í gær. Já, það segi ég satt. Í vinnunni minni í gær var ég í sólbaði útí garði með krökkunum... hefði betur gert það allan daginn. Fór líka í handahlaup og arabastökk, brú og ég veit ekki hvað og hvað.. Það eru æfingar sem ég hef ekki gert í aldarfjórðung.. Átti í erfiðleikum með að þrífa og þurrka hárið mitt í sundi áðan! Jidúdda.. 

Farin að hlusta á skemmtilega tónlist niðrí bæ..  


Sítrónusúrmjólk

Klárlega á ég sætustu dverghamstra á Íslandi! Þegar ég kom heim núna áðan voru 6 af þeim að troða sér saman í hlaupahjólið þeirra og um leið og einn byrjaði að hlaupa duttu hinir allir úr. Svo tróðu þeir sér aftur inní hjólið og sama sagan endurtók sig! Snillingar! Svo hinn sem er ennþá í pössun, Hnoðri sæti, hann er bara að æfa á skrilljón.. alltaf að hlaupa. Byrjar á því uppúr ellefu á kvöldin.. algjört krútt.

Efst á óskalistanum þessa stundina:

  • Nudd nudd nudd! Er að andast í öxlunum og hálsinum... mín ekki alveg að sofa rétt held ég.
  • Blómvöndur... æji veit ekki. Það er sumar, ég elska blóm.. fínt combo.
  • Sjúklega flott klipping.is... segir sig sjálft ef þið hafið séð mig nýlega.. :/
  • Utanlandsferð með skemmtilegum ferðafélaga, sól, strönd, áhugaverðum stöðum og skemmtigörðum... og G&T.

Annars er ég gömul kona og þarf minn svefn...


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband