Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Ást á Mæspeis

Eruði búin að sjá þetta?

 


Hvað með okkur?

speaknoevilÞað væri nú gaman að sjá einhverjar tölur yfir okkur Frónbúa. Ég efast um að við séum að lenda í rifrildum í röðum. Ég held það gildi sama viðhorf í röðum og hvað lyftuferðir varðar = ekki segja múkk við aðra og horfðu á gólfið eða hlutlausan punkt á veggnum. Í alvöru, hvað er það? Erum við svona hrikalega lokuð þjóð að við getum ekki einu sinni rabbað við náungann í röðinni?

shopping_cart3Reyndar lenti ég einu sinni í skemmtilegustu röð EVER. Það var þegar Bónus í Smáranum reyndi að selja allt í búðinni á massa afslætti. Ég ákvað, þar sem ég bjó í nágrenninu, að skella mér þangað í leiðinni á starfsmannafund. Flaug eins og stormsveipur um búðina og týndi ofan í handkörfuna nauðsynjarnar og ætlaði svo í röð. Vitiði, það var svo mikið af fólki að raðirnar tepptu alla gangana sem liggja frá kössunum. Ég hef eflaust verið eitthvað leitandi á svip því eldri kona sem stóð hjá mér byrjaði að ræða við mig hvar væri hentugast að fara í röðina. Sameiginlega fundum við röð sem var fýsileg og hún bauð mér að geyma körfuna mína í stóru körfunni hennar. Kona þessi var að versla með barnabarni sinu sem var stúlkukind á aldur við mig. Röðin var svo löng, ég fæ bara pirringskast að hugsa um það, en ég er hrikaleg í biðröðum - alveg hrikaleg. Eftir skamma stund fóru svo hlutirnir að gerast. Séð og heyrt blað kom "gangandi" eftir röðinni, Vikan, Mannlíf og Nýtt líf - svona til að stytta biðina. Las ég úr þeim brandara og sagði slúður við mikinn fögnuð viðstaddra. Nú svo gekk vínberjaklasi eftir röðinni og ýmiskonar sælgæti. Ég og barnabarn konunnar vorum farnar að ræða um aðra konu sem var töluvert fyrir framan okkur í röðinni en hún var með 3 fullar innkaupavagna af vörum! Þá erum við að tala um alveg 2 kassa af rjóma, 1 kassa af tannkremstúpum og þar fram eftir götunum. Ekki nóg með það heldur var hún í slagtogi með annarri konu sem var "bara" með 2 innkaupavagna af vörum. Þegar þær komu að kössunum skiptumst við á að labba að kassadrengnum og kíkja á hvað vörunar kostuðu. Það tók alveg heillangan tíma að renna þessu öllu í gegn. Það er ég viss um að drenginn á kassanum hefur dreymt pííp hljóð alla nóttina. Ég man nú ekki nákvæmlega hvað þetta kostaði hjá þessari elsku, en í síðustu ferðinni sem ég fór að gá var upphæðin komin í rúm 45 þúsund.

hawa33031Eins og ég sagði áðan þá tepptu raðirnar gangana og okkar röð var fyrir goshillunum. Við barnabarnið fórum því að rétta fólki vörur og fíluðum okkur eins og í búð. Buðum Ginger ale í kaupbæti með 2 l kóladrykk, rassaþurrkur (sem einhver hafði skilið eftir í goshillunni) með kippu af sódavatni og sokkabuxur með tónik-vatni. Sumir, sem við afgreiddum, tóku þessu bara ekki. Settu upp skeifu og svipinn: bíddu, veistu ekki að það á ekki að tala við aðra í búðinni? Aðrir tóku þessu athæfi okkar príma vel og spiluðu með - tóku til við að bjóða í gosið með vörum úr sínum innkaupavagni. Algjör snilld. 

Ég tók svo eftir því að einn öldungur var fyrir aftan gömlu konuna, ömmuna í sögunni, með eina ljósaperu - ekkert annað. Ég bauð honum því að koma framfyrir okkur, sem hann þáði eftir að við barnabarnið höfðum útlistað að það væri ekkert mál. Við tókum okkur svo til og fórum til annarrar kvennanna með fjallið af vörum og spurðum hvort öldungurinn mætti koma framfyrir þær, hann væri bara með eina peru. Vitiði, ef ég bara hefði haft myndavél til að taka mynd af svipnum á þeim. Hann var priceless! Ég hefði allt eins geta spurt þær hvort þær væru til í að kúka á höfuðið á mér. En við barnabarnið brostum og jújú, "það ætti að vera í lagi - ef hann er þá bara með þessa einu peru". Öldungurinn okkar varð ekkert smá þakklátur fyrir þetta og sagði að konan sín yrði ánægð því hún biði úti í bíl, enda slæm í mjöðminni eftir brot nokkrum vikum áður. Krúttukallinn. Svo þegar hann var búinn að borga þá veifaði hann okkur og þakkaði kærlega fyrir daginn, enda hafði röðin tekið rúmlega klukkutíma af deginum okkar. Þegar ég var svo loksins komin að kassanum gat ég ekki setið á mér og sagði pirringslega við drenginn: "æji, geturðu ekki drifið þig maður? ég er búin að vera í röð í meira en klukkutíma!" Hann, greyið kúturinn, leit á mig svona puppy-augum og þá hló ég. Sagði bara eins og Borat: NOT!!! þú ert að standa þig eins og hetja, takk fyrir að afgreiða mig. Sem betur fer hló hann, annað hefði verið dálítið mis. Þegar ég var svo búin var það bara veif til ömmu og barnabarnsins og við vorum staðráðnar í því að hittast aftur í svipaðri röð næst þegar það yrði svona útsala. Hvað starfsmannafundinn varðar þá kom ég alltof seint, en ég hafði þó góða afsökun sem var eins og skemmtiatriði :)

friends-cats-largeSvona á þetta að vera. Kannski svolítið ýkt, en tíminn sem við vorum í röð var líka ýktur. Ég er ekkert að segja að maður þurfi að fá lestrarefni og meððí þegar maður bíður í röð. En er ekki allt í lagi að ræða við náungann? Nú, ef náunginn er svo eitthvað álitlegur þá má kannski bara daðra við hann. Allavegana ekki stara útí loftið eða á gólfið og vona að enginn yrði á þig - það er svo ekki kúl. 


mbl.is Deilt og daðrað í biðröðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var að berast!

Ég var að fá í hendurnar myndbandsupptöku frá landsfundi Sjálfstæðismanna og hvet ég ykkur til að horfa á og segja mér hvað ykkur finnst.

Svo er hérna skilaboð um utankjörfundaratkvæðagreiðslu (sniðugt orð í Hangman?).

Og svo að lokum skemmtileg ræma þar sem Árni Matt leikur aðalhlutverk. 

Lifi BombayTv... klappa.


Túttan á listasafn í Svíþjóð

Sykurmolakórónan sem ég klæddist í afmælinu hennar Völlu um daginn hefur vakið gríðarlega lukku um allan heim og nú er svo komið að mynd af Túttunni er komin á listasafn í Stokkhólmi. Jasko. Ég tek mig nú bara ágætlega út, svona enn stærri en ég er í raun og veru.

 

DorafromIceland
 
Not.
Þessi brandari var í boði Borat.

 


Vanræksla á háu stigi

Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að ég hef verið að vanrækja ykkur, lesendur góðir, afar illilega síðustu daga. Það er bara svona að vera í henni Höfuðborginni, ekkert nema leiðindi. Nei, má ekki segja svona, það er lygi.

f3bdcd9fd6c79152Það gekk bara afar vel hjá mér að flytja fyrirlesturinn um niðurstöður rannsóknarinnar sem ég var að gera í starfsnáminu - þó svo að ég hafi misst af framsögunámskeiðinu þar sem ég var á Akureyri. Ég talaði reyndar of lengi, en það er eitthvað sem ég er afar vön svo það kom ekki á óvart! Eftir allnokkra fyrirlestra frá bekkjarsystrum mínum féllst Gísli frændi á að skutla mér uppí Egilshöll þar sem hinn mikilfenglegi landsfundur átti sér stað. Ég var komin um hálf fjögur og náði því ræðum allra forystujafnaðarkvennanna, ISG,  Monu Sahlin frá sænska Jafnaðarmannaflokknum og Helle Thorning-Schmidt frá þeim danska. Gæsahúðin kom aftur og aftur og þó svo að ég væri orðin algerlega tilfinningalaus í handalimum mínum klappaði ég og klappaði eins og gourmet amerísk klappstýra. Diddú kom og söng ásamt karlakórnum Fóstbræðrum en að mínu mati voru þau ekki í hálfkvisi við táknmálstúlkinn sem túlkaði sönginn af svo mikilli fegurð að ég gleymdi öllum kórnum og Diddú og horfði bara á túlkinn. Þegar Diddú söng Hamraborgina hélt ég að mér yrði allri lokið... Mikið hlakka ég nú til að klára skólann og jafna mig á þessari geðveiki svo ég geti haldið áfram á táknmálsnámskeiðunum sem ég byrjaði á í fyrra.

Eftir að hafa hlustað á ýmislegt fagurt, bæði söng og stefnuræðu ISG, fór ég og hitti bekkinn minn á Hressó kl. 20. Ég var áberandi mest edrú, stöllurnar höfðu farið á Hótel Sögu eftir alla fyrirlestrana og skoðað bjórseðilinn. Kvöldið skal ekki útlistað hér, en mikið var það nú skemmtilegt! Kíkti m.a. á Ölstofuna og spjallaði heilmikið við elskulega Jafnaðarmenn - sem eru klárlega skemmtilegasta fólkið! Ölstofan var þó þéttsetin blámönnum þetta kvöld og fór ég heim með kosningaáróður í miðstjórn exdé sem ég átti að færa honum föður mínum. Samtal kvöldsins átti ég við hann Valla, það var afar afar skemmtilegt þó svo ég muni lítið núna um hvað það var.

Annars eru það bara BA-skrif sem lita þessa ferð mína í ómenninguna. Það gengur þó bærilega, þetta er allt að koma - sem betur fer. Var komin á þá skoðun að fara í mastersnám í haust í viðskipta- og hagfræðideild (aha, ekki að djóka!) en er hætt við það. Meika ekki meiri skrif í bili, nema kannski pólitísk skrif ;)

El túttó er þó á leið í fagra fjörðinn aftur, Eyjafjörðurinn tekur væntanlega afar vel á móti mér í kvöld og þá get ég farið að nota sólgleraugun mín aftur sem ég kom með hingað suður.

Magga Stína tútta.comÓkei, alveg að verða búin að tjá mig. Á laugardagskvöldið fór ég auðvitað á hátíðarkvöldverð Samfylkingarfólks og var kvöldið í alla staði fullkomið - fyrir utan afgreiðsluna á barnum en við redduðum því nú. Skemmtiatriðin voru snilld.com!!! Vá hvað það er skemmtilegt fólk í Samfó. Magga Stína var klárlega sigurvegar kvöldsins þegar hún söng nokkur júróvísjón stef með breyttum texta - eitt lag fyrir hvernig flokk. Hver kannast ekki við lagið Nínu sem VG gerði frægt um árið: Núna ertu hjá mér, fylgi... þú veist að ég mun aldrei aftur, ég mun aldrei aldrei aftur, aldrei aftur eiga stund með þér. Nú eða hittarinn frá Ísladshreyfingunni Sjúbbídú: menn skilja ekkert á Skagaströnd né Timbúktú! Muhahaha.. Marskálkurinn og Gummi Steingríms komu þó á fljúgandi siglingu inn með frumsamið Samfó lag sem á eftir að hljóma á næstu dögum fram að kosningum.

Eníhú... læralæralæra í nokkra daga í viðbót og þá: FÉLAGSRÁÐGJAFI!!! Jasko.. og ég sem hef haldið því allnokkrum sinnum fram að ég sé bara alls ekki týpan til að vera í Háskóla ;) Later! 


Hjúkket!

Fattaði það kl. 16:00 að ég átti nánast eftir að pakka öllu, nema skólabókum, niður í töskuna. Sambýlingur minn kvað mig þurfa vera á flugvellinum hálftíma fyrir brottför sem er kl. 16:40 svo ég hentist eins og vindurinn og skutlaði einhverju niður í tösku. Aðeins eitt par af skóm, nokkrar brækur, eitt pils og nokkrar peysur. Restin af plássinu fór í bækur. Kem hingað niður á flugvöll og flugið ekki fyrren 16:55. Hjúkket.

Annars horfi ég hérna út á brautina og þar blasir flugvélin við mér. Hún heldur varla jafnvægi í rokinu sem nú geysar hér. Ég er ansi hrædd um að það verði bömpí ræt hjá mér. Ó jibbý.

Vissuði að kíví og ananas hafa bæði eitthvað efni í sér sem veldur því að matarlím virkar ekki þegar það er sett saman við ávextina? Kannski hef ég eitthvert ofnæmi fyrir þessu efni í ávöxtunum því mig klæjar líka í rifbeinið þegar ég borða ananas. Já, ekki er öll vitleysa eins. Svakalega hlýt ég að vera sérstök. Einhver til í sérstaka leikinn núna? :) 


Ályktun

Ályktun Félagsráðgjafafélags Íslands  á alþjóðadegi félagsráðgjafa

Á alþjóðadegi félagsráðgjafa 27. mars var vísað til margra rannsókna á alvarlegum afleiðingum fátæktar á lífsskilyrði fólks.  Alvarleg fátækt er að finna í íslensku samfélagi og kemur hún m.a. í veg fyrir að fólk taki þátt í athöfnum daglegs lífs. Rannsóknir félagsráðgjafa bæði hér á landi og erlendis benda til að fátækt ali  á félagslegri einangrun bæði barna og fullorðinna sem ýtir undir vanmátt, kvíða og vonleysi – oft frá einni kynslóð til annarrar.

Lausnin felst ekki í plástrastefnu sem felur í sér skammtímasjónarmið heldur þarf að vinna að stefnumótun sem felur í sér að uppræta fátækt til frambúðar. Liður í þeirri viðleytni er m.a. öflugt velferðarráðuneyti og altæk velferðarþjónusta.  Hækka þarf laun þeirra sem lifa á samfélagslaunum og skapa aðstöðu til að komast upp úr þeirri fátækargildru sem er við líði í dag.


Ávaxtakláði

Þegar ég borða kiwi klæjar mig alltaf í rifbeinunun, hægra megin. Hvað þýðir það?

Í nótt dreymdi mig svo að ég væri með heví sítt hár og að það væri alltaf að festast í gangstéttinni þegar ég labbaði. Hvað þýðir það? 


Að læra af reynslunni

Getur það talist innan eðlilegra marka að sofna með höfuðverk og vakna með höfuðverk á hverjum degi í rúma viku? En að hafa ekki lyst á súkkulaði?

Lærdómur í hámarki, ó vei. Þrif í lágmarki, ó nei. 

Í göngunni í kvöld gekk ég ekki á kantstein enda engin norðurljós í kvöld (og vonandi hef ég lært af reynslunni). Ég komst þó að því að rúmlega helmingur Oddfellowfélaga leggur bílnum sínum öfugt í stæði, þ.e. bakkar í stæðið. Öfugt segi ég því í mínum raunveruleika er það öfugt og ég er jú höfundur þessa bloggs og þar með ritstjóri. Ég komst líka að því að miðvikudagskvöld eru afar vinsæl saumaklúbbskvöld hérna á Akureyri. Gekk framhjá allnokkrum húsum þar sem konur sátu saman við skraf. Kannski voru bara afmæli í gangi eða eitthvað allt annað. Eru ekki allir hættir að gefa sér tíma í að vera í saumaklúbb? Ég sá líka inní eina stofu þar sem var fólk að spila Trivial. Þurfti að beita öllum aganum mínum (heilum 5%) í að banka ekki uppá og bjóðast til að fórna mér í eitt liðið. Það er nefnilega ekki tekið út með sældinni að vera spilafíkill og ganga framhjá teboði þar sem verið er að spila. Látiði mig þekkja það.


Svo bregðast krosstré...

Áðan gerðist nokkuð sem hefur ekki gerst lengi í mínu lífi. Þetta var algjört kódakmóment get ég sagt ykkur. Þök lyftust af húsum og strompar hættu að reykja í smá stund. Börnin í garðinum urðu hljóðlát og hættu að hlaupa fram og aftur fyrir framan gluggann. Allt varð stopp. Ég borðaði:

63

Já. Ég hef ekki gert pakkamat svo árum skiptir held ég. Þegar ég fór í Bónus áðan datt mér í hug, sökum tímaskorts og endalausra verkefna sem bíða þegar vinnudegi lýkur, að næla mér í einn pakka af þessu ,,lostæti" og prófa. Hann flaut ofan í körfuna til appelsínusafans, kantalúpunnar og calming te-pakkans. Fjölbreytt fæði á mér þessa dagana. Innihald pakkans var svosem ætilegt, en ég ætla ekki að kaupa þetta aftur. Þá sýð ég nú bara sjálf pasta og mixa eitthvað útí það. Vá hvað ég er mikið snobb. 

Er einhver áhugasamur um að pikka mig upp á Reykjarvíkurflugvöll annað kvöld kl. 17:40? Plís kontakt mí, meibí þrú mæ sellfón, bitte sjön líblíng. Já svo er ég komin með Skype. Addaði mér eða ég prumpa í koddana ykkar. Aight. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband