Að vega og meta

Ég er ekki alveg búin að týna geðheilsunni minni... hún faldi sig bara í smá stund. En felustaðurinn var ekki meiri og flóknari en svo að ein lærdómskvöldstund á kaffihúsi með henni Völlu minni reddaði þessu eins og skot. Og verkefnið gekk líka svona glimrandi, bara allt að gerast á Eyrinni.

Hugsiði ykkur, á föstudaginn klára ég 16 vikna starsfsnámið mitt hérna á FSA. Þessi tími hefur verið óendanlega fljótur að líða. Mig langar alveg til þess að vera lengur, eða kannski ekki svona launalaus eins og síðustu mánuði. Hvað sumar- og framtíðarvinnu varðar þá er allt opið í þeim efnum. Það er svo erfitt, fyrir vog eins og mig, að taka svona ákvarðanir! En sjáum til í næstu viku... þá verð ég vonandi komin með nánari svör hvort ég fari að vinna hjá Akureyrarbæ eða hjá einkafyrirtæki :) Það eitt er víst að ég verð á Akureyri í sumar og næsta vetur og örugglega bara eitthvað lengur líka... nema vindar beri mig annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband