LMA

Sem gömul innanbúðartútta í LMA verð ég bara að auglýsa þetta... ef þið eruð á Akureyri þessa daga þá er kjörið að kíkja í príma leikhús hjá LMA fyrir einungis þúsund kédl. Tekið héðan.

Draumur á Jónsmessunótt

Leikfélag MA frumsýnir nú á sunnudag leikritið Draumur á Jónsmessunótt eftir William Shakespeare. Draumur á Jónsmessunótt er dramatískur gamanleikur, saminn einhvern tímann rétt fyrir lok 16. aldar, en verkið þykir sígilt og alltaf eiga erindi. Leikhópurinn hefur unnið hörðum höndum að sýningunni frá því fyrir jól, en leikstjóri er Guðjón Davíð Karlsson. Tónlist í sýningunni er í umsjá Axels Inga Árnasonar.

Draumur á Jónsmessunótt er settur upp í Kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri og að henni vinna alls yfir 30 nemendur skólans. Mikið hefur verið lagt í sýninguna til að hún verði sem glæsilegust og vonandi að sem flestir nemendur sjái sér fært að mæta og aðrir gestir geri sér líka ferð í Kvosina til að njóta hennar.

Frumsýningin er sunnudaginn 22. apríl klukkan 20.00.

Aðrar sýningar verða sem hér segir:
miðvikudaginn 25. og fimmtudaginn 26. apríl klukkan 20.00
fimmtudaginn 3. maí klukkan 20.00
föstudaginn 4. maí klukkan 19.00 og 21.15
laugardaginn 5. maí klukkan 17.00 og 20.00

Miðar kosta 1000 krónur fyrir skólanema en 1500 krónur fyrir aðra. Miða er hægt að panta í síma 661 8912

 

P.s. er nýhætt í hláturskasti yfir því hvað orðið tengill er líkt mannsnafninu Þengill... sýra? Njaaa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband