Færsluflokkur: Spil og leikir

The Inappropriate Yoga Guy

Ég, MaggaStína og Valdís erum saman í einkaþjálfun á Bjargi. Við stöllur áttum einn daginn að fara í jógatíma hjá jógafolanum. Málið var að þetta var eitthvað lokað námskeið og einn af lokatímunum svo við vorum enn meiri álfar útúr hól en ella. Eníhú... þessi gaur er ekki eins og jógakennarinn ,,okkar". En fyndinn er hann!

 

 
Og fyrst við erum byrjuð: Tom Facedown er alveg eins og einkaþjálfarinn okkar.
 
 
 
Meira hérna

Evrópuhlaup fatlaðra

Í dag, á Ráðhústorgi kl. 17.00, munum við taka á móti Evrópuhlaupi fatlaðra. Um ræðir, tæplega 80 þroskahefta einstaklinga sem eru að hlaupa um Ísland, Danmörku, Noreg, Færeyjar og Svíþjóð.

Viljum við hvetja alla til þess að koma á Ráðhústorgið í dag og fagna þeim.

Þau munu hlaupa frá Umferðarmiðstöðinni, göngugötuna, að Ráðhústorgi og með þeim í för verða félagar úr Íþróttafélaginu Eik.

Ferðalag Evrópuhlaupsins um Ísland er svohljóðandi:

5. júní – Seyðisfjörður – Húsavík

6. júní – Húsavík - Akureyri

7. júní – Akureyri – Reykjavík

8. júní – Reykjavík – Selfoss

9. júní – Selfoss – Gullfoss – Geysir - Selfoss.

10. júní – Selfoss – Vík

11. júní – Vík – Höfn

12. júní – Höfn – Egilstaðir

13. júní – Egilstaðir – Seyðisfjörður


Skútan og draumfarir

logo2Mér finnst gaman á sjómannadaginn. Skemmtiatriðin og keppnisgreinarnar finnast mér frábærar og hef ég m.a.s. keppt einu sinni í kappróðri og hlotið bikar fyrir. Það var ofurliðið Bomburnar sem fagnaði vel og lengi og bikarinn var hafður til sýnis í bankanum, enda Bankabomburnar þaðan. Svo er það órjúfanlegur þáttur af sjómannadeginum að skunda á haf út (eða amk út úr höfninni) og njóta þess að vera til. 

56145-09Engin hátíðarhöld voru á Akureyri í ár, þar sem útgerðarfélögin sáu sér ekki fært um að styrkja sjómannadagsráð að þessu sinni. Frekar fúlt en hey, se la vie. Hollvinafélag Húna ákvað þó að fara með mannskapinn út á haf kl. 16:00 og svo sannarlega ætlaði Túttan að nýta sér það. Eftir draumfarasvefn mikinn hitti ég Valdísi og við stunduðum folaskoðun þar til klukkan var að verða fjögur. Haldiði ekki að hann Húni hafi bara farið OF SNEMMA af stað og skilið okkur Valdísi og Emblu bara eftir á hafnarbakkanum eins og ástsælar meyjar? Jújú... ég ætla ekki einu sinni að reyna að lýsa vonleysinu sem helltist yfir mig akkúrat þarna. En hvað gera meyjar þá? Valdís kallar á skútukalla sem eru að græja skútuna sína (sem heitir Gógó) og þeir taka glaðir við okkur sem og hjónum sem komu á sama tíma og við. Í ár fór ég sem sagt ekki á venjulegan bát eins og alltaf heldur fór ég á skútu út á sjó! Fáránlega gaman, ekki laust við að maður sé með smá strengi í lærunum eftir að hafa spyrnt allsvakalega í þegar skútan vaggaði í beygjunum. Svo þurfti maður nú að passa sig á bómunni :)

ca6ea81f-111e-47f4-8874-2aa4c37aa55d-bigVarðandi draumfarirnar, þá hefur samstarfskona ein ráðið í drauminn. Mér líst nú bara ágætlega á þá útskýringu en ætla að leyfa ykkur að spreyta ykkur. Fyrir hvað stendur þessi draumur: Ég fæddi fjórbura og sagði að því loknu: ja, þetta var nú ekkert eins mikið mál og ég hélt. Svo kom í ljós að ég var með tvö leg (of mikið af Greys Anatomy???) og var gengin 8 mánuði með annað barn - sem sagt það fimmta. Á meðan ég burðaðist með það í bumbunni þurfti ég að vera gefa hinum fjórum að drekka, en var með konu í vinnu til að passa börnin því ég mátti ekkert vera að því. Einn köttur var svo afar mikið að ráfa í kringum eitt barnið. Hver faðirinn (nú eða feðurnir) af þessum öllum ósköpum var veit ég ekki. En einhverjum peyja mætti ég í búðinni sem horfði á mig kasólétta og fór að gapa. Þá sagði pabbi hans (sem var þarna með honum): ertu búin að vera lengi svona?

Já, þar hafiði það. Ekki er öll vitleysan eins á mínum bæ. Tælenski drengurinn er ennþá svona eldamennskuglaður, einn morguninn þegar ég stökk út á leið í vinnu (n.b. fyrir kl. 8) var hann að hella vatni af núðlum sem hann var að sjóða. Mér finnst nú gaman að elda, en ég nenni ómögulega að elda mér núðlur í morgunmat! Hvað þá þrisvar á dag!


Pókervörkát

letsgetphysicalÉg lá í makindum mínum á Feita (bleiki Fatboy), nývöknuð eftir pókerkvöldið, þegar Valdís spyr mig á msn hvað ég sé að gera. Nú, ég var ekkert að gera svo ég sagði henni það. Beið í ofvæni eftir að heyra það sem hún ætlaði að bjóða mér uppá, kannski bílferð, ísbíltúr eða vídjógláp. Eftirvænting jókst með hverri sekúndunni sem ég las: Valdís - heima is best is writing a message.. Og ég beið... Þá kom það. ,,Þú ert að koma í ræktina, sæki þig e. 5". Ég rauk því til og fann til íþróttaleppana mína.

Ótrúlegt 1: að ég hafi farið í ræktina í dag eftir aðeins nokkurra klukkutíma svefn eftir pókerkvöldið mikla.
Ótrúlegt 2: að Valdís hafi bara sagt þetta við mig og ég gert það.
Ótrúlegt 3: hvað ég gat æft mikið í ræktinni miðað við aldur og fyrr störf.

Það var ótrúlega skemmtilegt í gærkvöldi. Ég vann auðvitað ekki, en rakaði inn pottinum eitt skiptið. Fékk alveg fullt af tsjipsum. Nú svo lærði ég fullt af nýjum orðum: fólda, tjékka, brenna, rivercard, litli-blindi og stóri-blindi. Afar hressandi. Félagsskapurinn var heldur ekki af verri endanum. Eftir að pókerinn hafði klárast fórum við í "guess-who" leik þar sem allir fengu miða með persónu á ennið og þurftu að finna út hver þeir væru með því að spyrja einungis að já og nei spurningum. Fáránlega gaman í svona partýum þar sem pressan er ekki á að ,,ná að fara í bæinn". Ég var ekkert spes í leiknum. Fórum þrisvar í hann og ég var George Foreman (átti ég að vita að maðurinn var einu sinni boxari?), Sigmund Freud (var endalaust lengi að finna hann) og Þórun Sveinbjarnar (var fljót að ná því). Aðrar hressar persónur sem kíktu við voru jesú, E.T., Shrek, Ágúst Ólafur, Axl Rose, Jenna Jameson, Bjarni Ara og Kristinn H. Gunnars.


Hraunplögg

Hey, ef þið viljið njóta tónlistar í kvöld þá get ég ekki mælt nógsamlega með tónleikum í Þjóðleikhúskjallaranum kl 21:30. Þar verður hljómsveitin Hraun með útgáfutónleika og partý-ball, en í dag kom út fyrsti geisladiskurinn þeirra, I can´t believe it´s not happiness. Get varla beðið eftir að þeir piltar sæki Eyrina heim, en þeir spila á Græna hattinum 13. júlí n.k.

Veriði nú góð við ykkur og skellið ykkur útí búð og verslið gripinn. Nú svo má geta þess að þeir verða í Skífunni Laugarvegi á morgun frá kl. 16:00 ef þið eruð grúbbpíur. 

 


Axlar-Björn mættur til leiks

Axlar-BjörnHahahahaha... þeir hafa húmor, mínir heimamenn! Sjálf hefði ég eflaust öskrað úr mér raddböndin, hvernig sem það gerist nú.

Svo er ég nú aðeins farin að hlakka til AIM festival sem verður hér á Akureyri helgina 31. maí til 3. júní. Helgi og hljóðfæraleikararnir, VilHelm, Benni Hemm Hemm, Seabear, Tómas R. Einarsson og fleiri munu heilla gesti og gangandi. Nokkrar erlendar grúbbur munu einnig spila, en ég þekki ekki til þeirra. Er aftur á móti spenntust fyrir Orquesta Tipíca Fernandez Fierro sem koma alla leið frá Argentínu, vafalaust með ljúfa tóna. Svo verður þarna líka Hilario Duran Trío sem kemur frá Kúbu, spennó! Sinfóníuhljómsveit Norðurlands mun svo loka hátíðinni á sunnudagskvöldið.

Svo skil ég ekki svona mál. Mér finnst þetta afar súrt og efast ekki um að konan eigi eftir að vera alveg hrikalega sár. Fjölskyldan hlýtur að skipta meira máli heldur en sjónvarpsþáttur, eða að minnsta kosti er ég alveg á því. Svo (sem betur fer) er til ansi mikið af fólki sem ég skil bara ekki. Eins og það fólk sem kærir sig um að hýsa þennan naugunarleik og fólk sem kærir sig um að spila hann.


Hjálpum Tsjernobyl!

Fékk þetta fallega plagat sent í pósti áðan og varð bara að deila því með ykkur. Þeir sem standa að þessum tónleikum eru nemendur í 10. bekk í Langholtsskóla. Frábært framtak! Ef ég væri ekki nýkomin í sæluna hingað á Akureyri þá færi ég pottþétt.. viljið þið bitte schön fara fyrir mig!

Þetta er word skrá svo þið verðið að opna til að kíkja.. svona eins og á jólunum :) 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Styttist í júró...

Eftir að hafa lokið (já alveg lokið) við BA ritgerðina (og átt besta vin í heimi sem prentaði hana út í 4 eintökum fyrir mig, eða samtals 427 bls) er ég farin að finna fyrir gamalkunnum fiðringi. Það er greinilegt að júróvísjón er á næsta leyti. Ég hef ekkert horft á sjónvarp eða hlustað á útvarp síðustu daga og hef því verið í nokkurri fjarlægð við allar auglýsingarnar sem þar geysa um. Í dag hlustuðum við Dagný þó á slatta af gömlum júrólögum og vorum á blússandi siglingu í fíniseringu ritgerðar þegar allt í einu ég uppgötvaði að hann var kominn. Yndislega góði júrófiðringurinn. Ég fann ansi sniðugt vídjó á jútjúb áðan þar sem farið er yfir þau lög sem eru að fara keppa í undankeppninni í kvöld. Flott upprifjun á lögunum, alveg nokkur sem ég gæti hugsað mér að taka sporið við. 

Annars talaði ég við finnska vinkonu mína í dag, en hún býr í Helsinki og fær því júrótruflunina beint í æð. Borgin er víst undirlögð af allskyns fígúrum, fígúrum já, og hún er hætt að kippa sér upp við það þegar hún rekst á dragdrottningar. Pjallan tararna kjaftaði sig inn á sjóvið í kvöld og ætlar að hringja í mig þegar "Eiki the red" tekur lagið. Vá hvað ég væri til í að vera þarna!

Annað spennó í gangi, en það eru komandi kosningar. Ég kaus fyrir nokkrum vikum og atkvæðið mitt er (vonandi) komið á réttan stað núna. Nýjasta skoðanakönnunin sýnir fall ríkisstjórnarinnar sem er vel, en vekur líka upp þá spurning: hverjir myndu mynda ríkisstjórn ef úrslitin væru svona? Sumar útfærslur finnst mér alls ekki fýsilegar. Eitt er víst, ég verð afar spennt á laugardagskvöldið!

Leyfi þessu frábæra myndbandi að fljóta með, ef einhverjir skyldu hafa áhuga á að tékka á því. Koma svo, það er bara júróvísjón einu sinni á ári! :)

 

 

Fimbulfamb - ég er fambinn!

Ætli einhver hafi misst allt hárið við það að gera BA ritgerð? Amk erum við Dagný á góðri leið með það. Hún má nú kannski alveg við því, makkinn tararna, en ég er svoddan hæna... 

Fengum s.s. ritgerðina til baka í gær, gerðum ráð fyrir henni e. helgina, og þurfum að laga pínulítið og skila henni aftur inn áður en hún fer í prentun. Hún skal svo skilast inn næsta fimmtudag svo það þurfa að vera hraðar hendur. Dagný er flogin út í vindinn, eða meira svona í sólina, beyglan bara í Orlando. En ég svosem kvarta ekki, fæ glaðning þegar hún kemur aftur :) Sko fyrir utan það að hún sé komin aftur til að halda geðheilsunni minni gangandi. 

Spilafíkn minni verður svalað í kvöld (ekki það að ég hafi ekki verið að spila síðustu kvöld við Ellu fænku.. neeee) þegar ég rústa fólkinu í Fimbulfambi. Ég er ótrúlega góð í því, án djóks. Þetta spil er ein mesta snilld sem ég hef kynnst hin síðari ár. Hvað það er gaman að geta bullað og bullað - og fengið stig fyrir það. Ég er alveg viss um að bloggvinur minn hann Tommi rústi mér í þessu spili. Þvælan sem kemur uppúr manninum :)  Eiki telur að hann eigi eftir að vinna mig.. hohoho... bíðum nú bara. Þorir einhver að veðja?

Í fyrró ætla ég svo að fara ásamt Magga formanni og Kamillu hormanni á Samfórútunni norður á Akureyri. Þar verður margt um manninn og konuna og að sjálfsögðu þarf að sinna landsbyggðinni líka! Svo þarf ég að ræða við hana Kam um tuskur... annars er víst dýrið laust. Hnátan eitthvað hneyksluð á því að ég skuli vera að gefa snilldar húsráð í Fréttablaðinu í gær. Sussubía.

En.. ég legg gulrótarköku undir að ég rústi Fimbulfambinu í kvöld... any givers? 


LMA

Sem gömul innanbúðartútta í LMA verð ég bara að auglýsa þetta... ef þið eruð á Akureyri þessa daga þá er kjörið að kíkja í príma leikhús hjá LMA fyrir einungis þúsund kédl. Tekið héðan.

Draumur á Jónsmessunótt

Leikfélag MA frumsýnir nú á sunnudag leikritið Draumur á Jónsmessunótt eftir William Shakespeare. Draumur á Jónsmessunótt er dramatískur gamanleikur, saminn einhvern tímann rétt fyrir lok 16. aldar, en verkið þykir sígilt og alltaf eiga erindi. Leikhópurinn hefur unnið hörðum höndum að sýningunni frá því fyrir jól, en leikstjóri er Guðjón Davíð Karlsson. Tónlist í sýningunni er í umsjá Axels Inga Árnasonar.

Draumur á Jónsmessunótt er settur upp í Kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri og að henni vinna alls yfir 30 nemendur skólans. Mikið hefur verið lagt í sýninguna til að hún verði sem glæsilegust og vonandi að sem flestir nemendur sjái sér fært að mæta og aðrir gestir geri sér líka ferð í Kvosina til að njóta hennar.

Frumsýningin er sunnudaginn 22. apríl klukkan 20.00.

Aðrar sýningar verða sem hér segir:
miðvikudaginn 25. og fimmtudaginn 26. apríl klukkan 20.00
fimmtudaginn 3. maí klukkan 20.00
föstudaginn 4. maí klukkan 19.00 og 21.15
laugardaginn 5. maí klukkan 17.00 og 20.00

Miðar kosta 1000 krónur fyrir skólanema en 1500 krónur fyrir aðra. Miða er hægt að panta í síma 661 8912

 

P.s. er nýhætt í hláturskasti yfir því hvað orðið tengill er líkt mannsnafninu Þengill... sýra? Njaaa


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband