Pókervörkát

letsgetphysicalÉg lá í makindum mínum á Feita (bleiki Fatboy), nývöknuð eftir pókerkvöldið, þegar Valdís spyr mig á msn hvað ég sé að gera. Nú, ég var ekkert að gera svo ég sagði henni það. Beið í ofvæni eftir að heyra það sem hún ætlaði að bjóða mér uppá, kannski bílferð, ísbíltúr eða vídjógláp. Eftirvænting jókst með hverri sekúndunni sem ég las: Valdís - heima is best is writing a message.. Og ég beið... Þá kom það. ,,Þú ert að koma í ræktina, sæki þig e. 5". Ég rauk því til og fann til íþróttaleppana mína.

Ótrúlegt 1: að ég hafi farið í ræktina í dag eftir aðeins nokkurra klukkutíma svefn eftir pókerkvöldið mikla.
Ótrúlegt 2: að Valdís hafi bara sagt þetta við mig og ég gert það.
Ótrúlegt 3: hvað ég gat æft mikið í ræktinni miðað við aldur og fyrr störf.

Það var ótrúlega skemmtilegt í gærkvöldi. Ég vann auðvitað ekki, en rakaði inn pottinum eitt skiptið. Fékk alveg fullt af tsjipsum. Nú svo lærði ég fullt af nýjum orðum: fólda, tjékka, brenna, rivercard, litli-blindi og stóri-blindi. Afar hressandi. Félagsskapurinn var heldur ekki af verri endanum. Eftir að pókerinn hafði klárast fórum við í "guess-who" leik þar sem allir fengu miða með persónu á ennið og þurftu að finna út hver þeir væru með því að spyrja einungis að já og nei spurningum. Fáránlega gaman í svona partýum þar sem pressan er ekki á að ,,ná að fara í bæinn". Ég var ekkert spes í leiknum. Fórum þrisvar í hann og ég var George Foreman (átti ég að vita að maðurinn var einu sinni boxari?), Sigmund Freud (var endalaust lengi að finna hann) og Þórun Sveinbjarnar (var fljót að ná því). Aðrar hressar persónur sem kíktu við voru jesú, E.T., Shrek, Ágúst Ólafur, Axl Rose, Jenna Jameson, Bjarni Ara og Kristinn H. Gunnars.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband