Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

RÖSKVA!!!!!!!!!!

JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ!!!!!!! LOKSINS LOKSINS LOKSINS!!!!!!!! JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ!!!!!!!!!!!

ÚRSLIT KOSNINGANNA Í HÍ LJÓS.... MÉR LÍÐUR EINS OG FEGURÐARDROTTNINGU, ÉG GRÆT AF GLEÐI.... RÖSKVAN MÍN VANN!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

RÖSKVA 5 MENN - VAKA 4 MENN

H-LISTINN RIP

VIÐ UNNUM!!!! 

 

roskvumerki

 


Framheilabilun og siðferðiskennd

Í dag var ég á ansi áhugaverðum fyrirlestri sem sendur var út frá LSH. Um fyrirlesturinn sá María K. Jónsdóttir, yfirsálfræðingur á Landakoti, og var umfjöllunarefnið framheilaskaði. Síðan ég hóf starfsþjálfunina hérna á FSA hef ég lært alveg ótrúlega margt. Eitt af því er það að heilaskaðar eru ansi merkilegt fyrirbæri.

Phineas_Gage_CGIÉg man eftir því að hafa lært um Phineas Gage í sálfræði hér um árið. Gage þessi vann við járnbrautasmíði og varð fyrir því einn daginn að járnteinn (1 metri, 3.2 cm í þvermál og rúm 6 kg að þyngd) skaust uppí gegnum kinnina á honum og út um höfuðið (sjá mynd) af svo miklum krafti að teinninn lenti tæpa 30 metra frá Gage. Hann lést ekki og hlaut skaða í framheila þar sem teinninn hafði farið í gegn. Þeir sem þekktu Gage töluðum um að hann hefði breyst eftir meiðslin. Orðið að allt öðrum manni, með allt önnur persónueinkenni. 

Slíkt gerist oft þegar fólk fær framheilaskaða. Persónuleikaraskanir eru algengar og almenningur gerir sér ekki grein fyrir því að þetta sé afleiðing heilaskaðans. ,,Framheilinn gegnir mikilvægum hlutverkum í starfsemi heilans. Þar er meðal annars staðsett framkvæmdarstjórn heilans, skipulag, sjálfsstjórn, rökhugsun og vinnsluminni. Framheilinn er tengdur tilfinningalífi, frumkvæði og félagslegri aðlögunarhæfni." Þannig verður einstaklingur með framheilaskaða öðruvísi en fyrir skaðann. Hömlur hverfa og hann stjórnast af umhverfinu og aðstæðunum sem hann er í. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig áhrif þetta hefur á alla sem að einstaklingnum koma.

María kom inná tengsl milli framheilaskaða og siðferðiskenndar. Hún sagði að sjúklingar sem hefðu hlotið framheilaskaða hegðuðu sér líkt og þeir einstaklingar sem eru siðblindir. Þannig gætu þeir leyst siðferðisleg mál með flottri rökhugsun munnlega, en svo var hegðunin hjá þeim allt öðruvísi og í anda siðblindra. Það að sjá t.d. einhvern veikan, deyja eða meiða sig vakti ekki upp tilfinningar hjá þeim. Hún sýndi mynd af siðferðisklemmu, en því miður fann ég ekki myndina á netinu svo ég lýsi henni bara. Þú stendur uppi á göngubrú yfir jánrbrautateina og við hlið þér er afar stór og mikill maður. Þú sérð að lestin fer að keyra undir brúna en hún stefnir á 5 manna fjölskyldu. Eina leiðin til að bjarga fjölskyldunni er að kasta manninum fyrir lestina svo hann deyji og stöðvi þannig lestina og fjölskyldan bjargast. Siðblindir köstuðu manninum framaf án þess að hugsa um það. Það var það rökrétta í stöðunni. Framheilaskaðaðir köstuðu í nær öllum tilvikum manninum framaf en hugsuðu málið örlítið. Stýrihópur kastaði manninum ekki framaf nema í örfáum tilvikum eftir þá mjög mikla umhugsun. Þetta fannst mér athyglisvert. Einnig sýndi hún okkur mynd af heilanum þar sem búið var að kortlegga þau svæði heilans sem hefðu áhrif á siðferðiskenndina. Merkilegt?

Klárlega er ég ekki með menntun og/eða reynslu til að fjalla um þetta málefni af einhverri dýpt en mér fannst þetta afar spennandi fyrirlestur og ég lærði alveg heilmikið af honum. Ég las líka aðsendar greinar úr Mogganum síðan 1996 og 1999 þar sem var verið að fjalla um skilningsleysi almennings á heilasköðuðum einstaklingum. Félagssálfræðilegar afleiðingar heilaskaða eru oftast taldar með verstu afleiðingunum, bæði af aðstandendum sem og sjúklingunum sjálfum. Í kjölfar persónuleikaröskunar missi sjúklingur vini sína og jafnvel vinnuna og alla sem þar eru, hlutverkaruglingur verður á heimilinu og börn sjúklings verða stundum hrædd við foreldri sitt, sjúklingur getur lent í skilnaði og svo mætti endalaust tína til afleiðingar.

En allavegana, langaði bara að deila þessu með ykkur - með þeim fyrirvara að ég er einungis leikmaður í þessum efnum, ekki fræðimaður Smile


Að ganga á hurðir

Stjörnuspá

VogVog: Möguleiki hefur verið að láta á sér kræla í framtíð þinni, og nú skaltu nýta þér hann. Þú veist ekki hvað þú gætir fundið ef þú opnar hurð. Eina leiðin til að komast að því er að taka í handfangið.
Jaaa... ef það væri nú bara ein hurð þá væri þetta lítið mál.

Fegurð að morgni

bw_AkureyriWinterFog

Það er ekki amalegt að byrja daginn á því að keyra inní Eyjafjörðinn. Myrkrið er ennþá við völd, bikasvartar útlínur fjallanna bera við dökkbláan himinn. Himininn alsettur hvítum stjörnum, hálft skærgult tungl berst við að halda sér uppi.

Klukkustund eftir að ég kom hingað í vinnuna, á Kristnesspítala, er farið að birta af degi. Bikasvörtu fjöllin verða hvít með svörtum yrjum. Himininn lillablár með appelsínubleikum yrjum þar sem sólin reynir að hífa sig upp og ná völdum.

 


Snickers á móti samkynhneigðum?

Njaaa... það held ég ekki. Auglýsingin sem sýnd var í hálfleik Superbowl (eða Ofurskálarleiksins eins og mbl.is þýðir það) finnst mér fáránlega fyndin. Ég þekki engan samkynhneigðan sem finnst hún ekki fyndin. Ameríkanar eru svo spes, svo ég alhæfi nú bara yfir heila heimsálfu. Ég get horft á þessa auglýsingu aftur og aftur og hlegið aftur og aftur... Hmm... segir kannski meira um mig en hina FootinMouth

Annars getið þið dæmt sjálf... myndbandið er HÉRNA

 

Quick! Do something manly!!! 

 


mbl.is Baráttusamtök samkynhneigðra ósátt við Snickers-auglýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viva la Kompás!

Þvílík snilld sem þátturinn Kompás er. Ég verð svo glöð í hjarta mínu að vita af svona frábæru fólki þarna úti. Þættirnir þar sem barnaníðingsmál voru til umfjöllunar finnst mér nauðsynlegt innleg í umræðuna og ég gæti ekki verið meira sammála Rúnu í Stígamótum um þetta eftirlitskerfi. Það sem Kompás hefur verið að gera gæti stórminnkað samskipti þessara manna við börn. Svo er bara spurningin, hver á að sinna þessu? Lögreglan? Já, lögreglan er sá aðili sem að mínu mati á að sjá um þetta eftirlit. Það er svo annað mál hvernig það ætti að fara fram og hve oft. Ég held þó að við slíkt eftirlit yrðu til nýjar leiðir níðingsmanna til að komast í samband við börnin, en þá erum við amk búin að útiloka eina. Margt smátt gerir eitt stórt. 

Bendi ykkur á heimasíðu Kompáss þar sem hægt er að horfa á alla þættina og skoða ítarefni við hvern þátt. 

 

getfile

 


Pippin, ó minn eini Pippin

Ég er aftur orðin skotin í Pippin...  Þó hann sé ljóshærður! Nú fer að koma tími á að horfa ENN EINU SINNI á Lord of the Rings.

billy-boyd-1

billy1 

Læt fylgja með textann/ljóðið sem hann syngur unaðsröddu í einu af LOTR lagi, The Steward of Gondor:

Home is behind
The world ahead.
And there are many paths to tread.
Through shadow,
To the edge of night
Until the stars are all alight

Mist and shadow
Cloud and shade
All shall fade
All shall...fade.


Home, sweet home!

Jámm... það er rétt. Ég er komin aftur á Akureyrina mína. Sit á Amour með kaffi í annarri og sígó í hinni...  -  eða ekki! Elska svona reyklaus kaffihús :) Afar kósý að sitja hérna og lesa heimildir fyrir BA-ritgerðina sem við Dagný erum að stússast í. Afar kósý.

Annars var helgin furðuleg, mjög góð - en furðuleg. Brunaði eftir vinnu á föstudaginn í Munaðarnesið þar sem ég hitti Höska og Moby í bústað sem þeir höfðu tekið á leigu. Næs pottapartý sem ritskoðast hérmeð. Popppunktur spilaður, myndir teknar, pottur heimsóttur reglulega... Beikon og egg í morgunmat sem smakkaðist sérdeilis unaðslega, enda karlmaður sem eldaði. Ég verð nú að færa Kamillu orð í hattinn fyrir að tala illa um Moby. Þetta er indælispiltur og á engan hátt líkur þeim Moby sem hún lýsir á blogginu sínu. Tel ég að nærveran við Kamillu hafi þessi áhrif á Moby og bið hana vinsamlegast að íhuga álit sitt örlítið betur. 

Indæliskvöldverður á Strandveginum. Hjónakornin elduðu indverskan kjúklingarétt með tilheyrandi... fátt betra en indverskur matur. Eftir allnokkrar upphrópanir yfir matnum var hornið mitt heimsótt, þ.e. hornið mitt í sjúklega þægilega sófanum, og mænt á keppendur júróvísjón. Úrslit kvöldsins komu á óvart, svo ekki sé meira sagt. En ég spyr, hvað er auðvelt að gleyma sér í augunum hans Davíðs Smára? Maður lifandi hvað hann er með falleg augu. Tala nú ekki um þegar maður getur horft í þessi augu, drukkið ekta kaffi með og snætt dýrindis epla-banana-súkkulaði-döðluköku sem er holl í þokkabót! Jasko, gerist ekki betra.

Rest helgarinnar verður ekki upprifjuð. En lærdómsrík helgi, það má koma manni sannarlega á óvart þegar maður telur sig vita margt. En það verður ekki af því skafið hversu himinlifandi glöð ég er að vera komin aftur - með skíðin! Já, nú skal Hlíðarfjall stundað! Kannski einhver hluti vikunnar fari í það að útdeila ferilskránni minni og atvinnuumsóknareyðublaðaútfyllingu.com...

 


Au revoir!

Farin frá Eyrinni fögur... reyndar bara yfir helgi.

Áhugasamir geta nálgast mig á Ölstofunni á laugardagskvöldið. 

Var í allan dag í kynnisferð í Rósenborg sem er Möguleikamiðstöð Akureyrarbæjar. Það er efni í heila færslu sem ég ætla að geyma. Þvílíkur dagur!

Góða helgi! 


Unglæknir, já takk!

 22_patrickdempsey_greysanatomy

Á hverjum degi þessa vikuna hef ég hitt sama unglækninn, á sama tíma, á sama stað í stigaganginum á leið minni uppá geðdeild. Það skemmir ekki fyrir að hann er myndarlegur, og rétt rúmlega það. Góð byrjun á vinnudegi að hitta alltaf sama myndarlega manninn, á sama stað, á sama tíma og segja alltaf: Góðan daginn. Svolítið svona eins og Groundhog day...

Bústaður í Munaðarnesi í kvöld, frétti að Ðí Höskman ætlaði sér að afhomma og aflesbía fólk með fögrum söngi a la Donnie. Langt síðan ég hef farið í bústaðapottapartý :) Svo er það bara Reykjavík city fram á sun... (andvarp)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband