Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Niðurstaða bolludags á Akureyri

1. Brauðbollurnar í mötuneyti FSA í hádeginu í dag eru alls ekki eins góðar og brauðbollurnar hennar mömmu.

2. Vatnsdeigsbollurnar frá Kristjáni bakara eru alls ekki eins góðar og vatnsdeigsbollurnar hennar mömmu.

3. Jurtarjómi í sprautubrúsa er alls ekki eins góður og venjulegur rjómi.

4. Það er fúlt að hafa ekki þeytara í eldhúsinu sem maður leigir. 

5. Kjötbollurnar frá Goða eru alls ekki eins góðar og kjötbollurnar hennar mömmu. 

--- Ég er alltof íhaldssöm varðandi matarhefðir. Ætla að hætta við að elda saltkjöt og baunir á morgun og athuga hvort ég springi. Challenge people, challenge. Og talandi um það, eruði ekkert að meika getraunina mína? Það hefur nú komið í ljós að þetta er keppnin 1999...  

GLEÐIPILLA DAGSINS 


Júró-fíklar!

Í tilefni þess að nú er farið að styttast allsvakalega í júróvísjón... 

Í tilefni þess að ég er orðin frekar spennt fyrir júróvísjón...

Í tilefni þess að við völdum okkar framlag til júróvísjón í ár...

... er ég með smá gátu.

 1) Hver er þetta?

2) Fyrir hvaða land keppti hann í júró?

3) Hvað heitir lagið?

   T4lille.jpg-for-web-normal

  
Hver?

Kaupæði?

Í gær fór ég í klippingu. Það var foli sem klippti mig. Ég sparaði péning því ég hélt að klippingin myndi kosta heldur meira en hún gerði. Hvað gera konur þá?

Ég fór í Mössubúð á Glerártorgi og verslaði mér 4 stk skó á 70% afslætti - samtals á 3.200 kjédl. Verslaði mér líka eyrnalokka og snúð með súkkulaði.

Photo 46

Photo 47
 

 


Júró

Lokakvöld júróvísjón er í kvöld - jeij. Mig langar að Heiða vinni, Ég og heilinn minn er hresst lag og dansinn hjá bakröddunum einn og sér kemur okkur langt. Annars er ómögulegt að segja hvaða lag vinnur. T.d. miðað við lögin sem komust áfram síðasta úrslitakvöldið er ENGIN leið að spá. Klárlega vil ég ekki að Bríet Sunna fari út fyrir okkar hönd. Einfalt mál. Og þó svo að Sjonni Brink sé foli þá er ég ekki alveg að kaupa lagið hans. Lagið sem Matti syngur er alls ekki að heilla mig, þrátt fyrir að Meistari Pétur Jesús ljái því hæfileika sína. Hafsteinn tryllir mig engan veginn með sínu lagi. Skil ekki hvers vegna maðurinn fékk ekki einhvern til þess að syngja þetta annars ágæta lag. Hvað er svo málið með þennan Torfa og Bjarta brosið hans? Er fólk ekki búið að átta sig á því að Skímó-stíll er ekki málið? Eiki Hauks er náttúrulega fyrir löngu orðinn klassík og lagið er flott. Ég veit ekki alveg hvort þetta rokkdæmi sé að virka aftur eftir Lordi. Friðrik Ómar á eftir að fara í júró einhvern tímann en með þetta lag, ég er ekki viss. Lagið sem hann söng í fyrra fannst mér flottara, en Kristján Grétarsson Örvarssonar er hottie og fengi mitt atkvæði ef hann væri sjálfur að syngja. Jónsinn minn hefur mátt muna sinn fífil fegri hvað fataval varðar, lagið svosem ágætt.

Hvað varð um GÓÐU júrólögin? Bucks Fizz var náttla bara snilld, ég vildi að ég kynni dansinn og hefði svona háa rödd eins og önnur konan. Dschingkis Khan er klassi. Sandra Kim hefur alltaf verið mitt uppáhald með fáránlega hressa lagið sem ég söng hástöfum nokkurra ára gömul. Og hvað ég vildi eignast svona föt! Men ó men. Fangad av en stormvind á sérstakan stað hjá mér, snilldarlag hjá henni Carolu. Og ó hvað Diggiloo diggiley þeirra Svía er yndislegt! Ég get ekki annað en fengið gæsahúð við að hlusta og horfa á þessar elskur. Pæliði í dansinum! Bobbysocks = geggjun, unaður. Abba er klassík þó svo að ég diggi lagið kannski ekki í tætlur eins og mörg önnur. Endalaust mikið af snilldarlögum.

StinnanFjallið lokað í dag vegna veðurs - afar afar sorgmædd yfir því. En ég er jafnframt afar afar hamingjusöm því bestasta sTinnan mín á afmæli í dag - KNÚS til hennar í tilefni dagsins. Góður afmælisdagur fyrir hana sTinnuna mína að júró sé í kvöld. Svo auðvitað konudagurinn á morgun. Býst nú ekki við hrúgu af gjöfum innum lúguna mína EN... Baddi frændi kom í gær og hafði meðferðis eina konudagsgjöf sem ég fékk þegar ég var hérna á Akureyrinni síðast. Pabbi gaf mér skauta í konudagsgjöf eitt árið, algjör snilld, og hafa þeir verið vel nýttir og verða nýttir í náinni framtíð. 

Ó vell... kannski kominn tími að afklæðast skíðafötunum og koma sér í eitthvað þægilegra. Njótiði dagsins og kvöldsins. Ef þið eruð á Akureyri í kvöld þá mæli ég eindregið með því að þið komið á Amour að hlusta á Hlyn spila.


Saga um skíðaskó

4566_3e91bdSkaust í Skíðaþjónustuna eftir vinnuna í dag. Skoðaði með stórum undirskálaaugum öll flottu skíðin og skíðaskóna, alla fylgihlutina og folann sem var að afgreiða. Sýndi honum loks skóinn minn og hann glotti.

Hann: ,,Nei, þetta er ekki hægt að gera við. Hver á þennan skó""

Ég: ,,ég á hann, nú?"

Hann: ,,þú? Þetta er junior skór, þú ættir nú að vera komin í fullorðinsskó. Ekki það að ég vilji móðga þig neitt sko"

Ég: ,,neinei, engin móðgun maður. Þetta er gamalt dót sem ég fékk í jólagjöf. Hefur dugað mér hingað til. Hvað segirðu, áttu einhverja sæta skó?"

Hann: ,,sæta? ja, ég veit það nú ekki. En skó á ég" Sýnir mér rekkann með skóm í minni stærð og tekur strax upp hvíta og fjólubláa skó. ,,Hvað segirðu um þessa? Flokkast þeir sem sætir?"

Ég verslaði auðvitað þessa skó þó svo að þeir væru ekki bleikir og fallegir eins og mig langaði í. Þeir eru svaðaleg þægilegir, notaðir, í mínu númeri, í flottum lit og kostuðu bara 3.900 krónur. Jasko. Sko mig. Ég spurði folann hvort hann gæti stillt bindingarnar í leiðinni, þar sem skórinn væri eflaust ekki í alveg sömu stærð. Jújú, lítið mál, svo ég náði í skíðin.

Hann: ,,jahérna. Það er nú alveg kominn tími á þig!" Hlær.

Ég: ,,ha? hvað meinarðu maður?"

Hann: ,,nei, ekki þannig sko, skíðin, þetta eru gömul skíði. Þau eru alltof stór fyrir þig, þetta er síðan það var í tísku. Núna flokkast þetta sem karlmannsskíði!"

    Skíðin mín eru 1,70 en ég er 1,63.

Ég: ,,jájá, eins og ég segi, gamall búnaður en hann virkar nú. Ég er enginn Kiddi Bubba!"

Hann: ,,ja, ef þetta virkar þá... já... látum okkur nú sjá..." Fer og lagar bindingarnar.

Þá er ég semsagt reddí fyrir helgina. Baddi frændi og konan hans koma á morgun og verður fjallið stundað grimmt. Svo er  Hlynur Ben að koma og trúbba á Amour á laugardagskvöldið svo það verður ansi hresst andrúmsloftið. 

Enda þetta á view-inu sem maður hefur þegar maður er kominn upp að Strýtu. Priceless! Útsýnið þegar upp Strompinn er komið er sko ennþá flottara.. þá sér maður yfir allan fjörðinn! Men, ó men!

 

akureyri-at-night-_from-ski-hill

 


Gæti ég fengið texta, takk?

Í upphafi mánaðarins var enn og aftur lagt fram frumvarp til laga um textun í sjónvarpi. Síðast "sofnaði það í nefnd" og er nú komið aftur í menntamálanefnd. Ég vona að Siggi Kári og félagar geri meira í málinu nú en síðast. Löngu síðan orðið tímabært, löngu síðan. Og ég meina löngu síðan.

Í gær horfði ég á fréttir. Það er ekki fréttnæmt. En eitt verð ég að benda á, enn einu sinni. Í fréttatímanum var frétt um heyrnarlausa. Fréttin var textuð svo heyrnarlausir gætu áttað sig á um hvað fréttin væri. HALLÓ?!?! Heldur fólk virkilega að heyrnarlausir sitji bara fyrir framan sjónvarpið, horfi á fréttirnar án texta og BÍÐI eftir því að það komi frétt um þá sem er textuð? Hvað eru það.. 3 fréttir á ári eða? Er þessi texti ekki til á textavélum sem fréttamennirnir lesa af? Ohh.. ég verð svo hneyksluð.

Ég verð að láta fylgja með töflu um textun í ríkissjónvarpi nokkurra Evrópulanda. Taflan er úr frumvarpinu og tölurnar eru frá árinu 2003 og hafa (vonandi) eitthvað hækkað, en ég bít ekki af mér rassinn hafi svo ekki farið.

Land:Textun á mánuði (ríkisstöðvar):
Albanía Enginn, aðeins textun fyrir erlent mál
Austurríki 170 tímar
Belgía 5 tímar
Danmörk 189 tímar
England 80% af öllu efni á BBC, ITV og C4
20% í stafrænum útsendingum 
Finnland 15% af öllu innlendu efni
Grikkland 14 tímar
Írland 23 tímar
Ísland 1 tími
Ítalía 80 tímar
Pólland 30 tímar
Spánn 446 tímar
Sviss 240 tímar
Þýskaland 387 tímar

EINN KLUKKUTÍMI Á MÁNUÐI???  

Hvaða ár er eiginlega? 

Díses kræst.is 


Nývöknuð.is

06020513182drAð fara yfir fréttirnar á mbl.is er eitt af morgunverkunum mínum. Það geri ég áður en ég byrja vinnuna, svona yfirleitt. Í morgun var mér ekki til setunnar boðið þegar ég kom 10 mín snemma í vinnuna og rauk á netið í fréttaleit. Þar sem ég var (og er) tiltölulega nývöknuð, ekki búin að fá minn kaffibolla, las ég þessa frétt líka svona svakalega vitlaust.

Samsung kynnir heimsins þyngsta farsíma

Ég hugsaði með mér, bíddu nú við, er fólk ekki akkúrat að reyna gagnstæðuna? Að hafa farsímana sem léttasta? Las einmitt aðra frétt um pínulitla smásjá og fannst þessi því stinga aðeins í stúf við raunveruleikann. Þegar ég smellti á fréttina og byrjaði að lesa sá ég að þessi sími er víst þunnur, en ekki þungur. Jasko. Spurning í fyrramálið að fá sér kaffibollann ÁÐUR en ég opna mbl.is. Ekki það að þetta sé leiðinlegt, gaman að ruglast í fréttunum. En gæti orðið ansi vandræðanlegt þegar ég fer svo að ausa úr viskuskálum mínum í matsalnum hérna á sjúkrahúsinu.


mbl.is Samsung kynnir heimsins þynnsta farsíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bleikir skíðaskór?

SKI3000PinkÞegar ég kom uppí fjall í dag tók ég eftir að hællinn á skónum mínum var pínulítið brotinn. Bömmer! En þetta eru reyndar ævafornir skór sem ég fékk í jólagjöf frá foreldrunum hér um árið. Skv. alræmdum skíðafrömuði er líftíminn liðinn og þá fer hugurinn af stað. Ætli ég gæti fengið mér bleika skíðaskó? Þá kemur vinkona mín hún Google til sögunnar - líkt og endranær. Leitin skilaði mér slatta af barnaskóm uppí nr 21, ekki gott. EN - ég fékk jafnframt þessa mynd hérna. Ég veit ekki alveg hvernig ég kæmist heil frá ef ég mætti uppí Stromp með þessa skó á fótunum! 

430714PinkMWrapEkki nóg með það, heldur fann ég líka þennan dýrindis skeinispappír! Og í hvaða öðrum lit en einmitt bleikum? Ja, ég veit ekki um neinn sem vildi ekki nýta þennan gæðapappír á náðhúsinu. Það má reyndar nota þennan skeinispappír í ýmislegt annað, s.s. eitthvað fimleikadót. En það er klárlega ekki eins spennó og hitt.

En enga fann ég bleika skíðaskóna... Ég verð þó að kíkja uppí Skíðaþjónustu í vikunni og tékka hvort það leynast ekki gæðaskór á góðu verði fyrir drottningu eins og mig. 


Ég og heilinn minn

Heilinn er ofurmerkilegt fyrirbæri. Alveg hreint ótrúlega merkilegur. Hérna á Kristnesspítala má læra margt um það hversu heppin/n maður er ef heilinn virkar nokkurn veginn. Mig langar að sýna ykkur athyglisvert bréf, bréf frá heilanum þínum, sem Stephanie St. Claire samdi fyrir aðstandendur þeirra sem eru "í bið". Í bið á meðan einhver nákominn liggur í dái. Tjékk itt...

Hello,

I'm glad to see that you are awake! This is your brain talking. I had to find some way to communicate with you. I feel like I barely survived WWIII and am still not quite all in one piece. That's why I need you. I need you to take care of me.

As time passes and you and I feel better and better, people, even doctors, will tell you that we are fine, "it's time to get on with life." That sounds good to me and probably even better to you. But before you go rushing back out into that big wide world, I need you to listen to me, really listen. Don't shut me out. Don't tune me out. When I'm getting into trouble I'll need your help more than I ever have before.

I know that you want to believe that we are going to be the same. I'll do my best to make that happen. The problem is that too many people in our situation get impatient and try to rush the healing process; or when their brains can't fully recover they deny it and, instead of adapting, they force their brains to function in ways they are no longer able too. Some people even push their brains until they seize, and worse... I'm scared. I'm afraid that you will do that to me. If you don't accept me I am lost. We both will be lost.

How can I tell you how much I need you now? I need you to accept me as I am today... not for what I used to be, or what I might be in the future. So many people are so busy looking at what their brains used to do, as if past accomplishments were a magical yardstick to measure present success or failures, that they fail to see how far their brains have come. It's as if here is shame, or guilt, in being injured. Silly, huh?

Please don't be embarrassed or feel guilt, or shame, because of me. We are okay. We have made it this far. If you work with me we can make it even further. I can't say how far. I won't make any false promises. I can only promise you this, that I will do my best.

What I need you to do is this: because neither of us knows how badly I've been hurt (things are still a little foggy for me), or how much I will recover, or how quickly, please go s-l-o-w-l-y when you start back trying to resume your life. If I give you a headache, or make you sick to your stomach, or make you unusually irritable, or confused, or disoriented, or afraid, or make you feel that you are overdoing it, I'm trying to get your attention in the only way I can. Stop and listen to me.

I get exhausted easily since being hurt, and cannot succeed when overworked. I want to succeed as much as you do. I want to be as well as I can be, but I need to do it at a different pace than I could before I got hurt. Help me to help us by paying attention and heeding the messages I send to you.

I will do my part to do my very best to get us back on our feet. I am a little worried though that if I am not exactly the same... you will reject me and may even want to kill us. Other people have wanted to kill their brains, and some people have succeeded. I don't want to die, and I don't want you to die.

I want us to live, and breath and be, even if being is not the same as it was. Different may be better. It may be harder too, but I don't want you to give up. Don't give up on me. Don't give up on yourself. Our time here isn't through yet. There are things that I want to do and I want to try, even if trying has to be done in a different way. It isn't easy. I have to work very hard, much harder, and I know that you do too. I see people scoff, and misunderstand. I don't care. What I do care about is that you understand how hard I am working and how much I want to be as good as I can be, but I need you to take good care of us, as well as you can do that.

Don't be ashamed of me. We are alive. We are still here. I want the chance to try to show you what we are made of. I want to show you the things that are really important in life. We have been given another chance to be better, to learn what is really important. When it is finally time for our final exit I would like to look back and feel good about what we made of us and out of everything that made up our life, including this injury. I cannot do it without you. I cannot do it if you hate me for the way being injured has affected me and our life together. Please try not to be bitter in grief. That would crush me.

Please don't reject me. There is little I can do without you, without your determination to not give up. Take good care of us and of yourself. I need you very much, especially now.

Love,

your wounded brain
SarahBrainpic

Mismunandi áherslur?

Bandaríkjamenn dæma menn í nokkurra hundruð ára fangelsi... Íslendingar dæma menn í nokkurra mánaða/ára fangelsi fyrir sambærileg brot. Gæti þetta endurspeglað mismunandi áherslur landanna tveggja?

Annars vann ég ekki Fimbulfamb í gær, sem er allt í lagi í sjálfu sér sko. Fáránlega skemmtilegt spil, sérstaklega með svona afar afar skemmtilegum og frjóum hópi. Orðin sem við bjuggum til voru .... jaa... mjög svo furðuleg! Jungle speed klikkar heldur sjaldan, verst hvað ég verð æst í því FootinMouth

Ég er farin uppí fjall á skíði. Sól, logn og unaður. Árshátíð Hótel KEA í kvöld. 


mbl.is 800 ára fangelsi fyrir kynferðislegar misþyrmingar á þrem börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband