Færsluflokkur: Dægurmál
22.8.2006 | 11:51
Leoncie í X-factor
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.8.2006 | 10:20
Að fara...
Jæja... þá er ég búin að pakka niður 3 sinnum. Viktaði töskuna eftir fyrstu pökkun og hún var alltof létt (aka ekki þessi leyfilegu 20 kg) svo ég bætti við nokkrum bolum, peysu, buxum og öðru pilsi. Jájá.. kannski dett ég í drullupoll og þá er gott að hafa aukaföt til skiptanna!
Bömmer að mega ekki hafa neinn vökva með sér inní flugstöðina maður! Það þýðir að ég má ekki hafa með mér body lotion eða ilmvatn í handfarangur! Asnalegt, af hverju er þetta svona?
Jæja.. tími til kominn að skoppa í sturtu svo ég nái Flybus. Það er að gerast, ég er að fara til úgglanda! Er hætt við að hafa tölvuna mína með þannig að ég læt í mér heyra ef ég rekst á tölvu í hinu stóra úgglandi. Ætli séu tölvur í Osló? Spurði samt Tónskáldið í fullri einlægni hvort það væru eins innstungur í Noregi og hún gerði grín að mér. Betra að hafa hlutina á hreinu :)
HEJA!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2006 | 16:45
Osló, veistu að von er á mér?
Osló næstu daga:
Á morgun: Light rain, 19° hiti. Miðvikudagur: Showers, 18° hiti. Fimmtudagur: Light rain, 18° hiti. Föstudagur: Scattered T-storms, 19° hiti. Laugardagur: Showers, 19° hiti. Sunnudagur: Scattered Showers, 20° hiti.
Svei mér þá. Á ég ekkert að fá gott veður í sumar eða hvað? Ojæja, regnhlífin er komin í töskuna og ég er búin að pakka. Þetta reddast. Þrumur og eldingar eru alltaf voða rómantískar í útlöndum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.8.2006 | 11:43
Gamlir kallar og hárplokkunartæki
Það ótrúlegasta getur gerst, það hefur komið í ljós. Miðað við sumarið hingað til þá hélt ég að ég hefði gert eitthvað hrikalegt af mér, eitthvað ófyrirgefanlegt. Að minnsta kosti gagnvart veðurguðunum. Í gær var fyrsti dagurinn sem ég átti frí og sólin skein - í allt sumar. Komst reyndar ekkert í sund en úr því verður bætt í dag - sund í sól!
Familían kom heim frá Tyrklandi í gær - öll hrikalega sólbrún og sæt. Ég fékk snilldargjöf frá þeim, hárplokkunargræjuna ógurlegu! Núna þarf ég aldrei aftur að fara í vax á fótunum heldur get gert þetta heima á meðan ég hlusta á góða tónlist eða horfi á sjónvarpið - snilld! Þessi græja er sko geggjuð, það er allur fjandinn á henni. M.a. sérstakt ljós svo maður sjái hárin betur, nokkrir mismunandi stútar eftir því hvað maður er orðin pró í þessu, rakvélahaus og allar græjur. Jeij!

Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.8.2006 | 13:30
Gay for a day?
Eins og flestir tóku eftir fór hin árlega gleðiganga Hinsegindaga fram í gær. Eins og alltaf var mikið af stórglæsilegum búningum og greinilegt að mikið hefur verið lagt í þetta. Í fyrra missti ég af þessum frábæra degi þar sem ég var að vinna en ég tók það margfalt út í gær. Ég var nefnilega ekki bara áhorfandi sjáiði til. Ég slóst í för með FSS og klæddist hárrauðum bol sem á stóð: Hommar eru gæðablóð! Einnig var ég að dreifa miðum sem á stóð að sam- og tvíkynhneigðir karlmenn mættu ekki gefa blóð - ,,vilt þú gefa blóð fyrir mig?". Frábært hjá þeim að vekja athygli á þessu. Við vorum með gamlan hvítan volvo station sem var búið að skreyta eins og sjúkrabíl. Frekar flott :D Svo var gengið niður Laugarveginn í stuuuuði. Ég var reyndar í háæluðum stígvélum sem er ekki góð hugmynd.
Ég var að hugsa það þegar ég labbaði þarna niður Laugarveginn og fleiri þúsund manns voru samankomin til að sjá hvað þarna færi fram, hversu stolt ég væri eflaust ef ég væri samkynhneigð. Ég fékk gæsahúð í gær við þetta - hvað þá ef þetta væri "minn" dagur. Þetta er náttúrulega meðvirknin í mér, hrikalega meðvirk kellingin ;)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2006 | 04:21
Hefur þú upplifað ást?
Allt í kringum mig er ástfangið fólk. Ekki bara fólk sem er ástfangið af hinu kyninu sko... Allstaðar er fólk sem er ástfangið af hinu eða þessu. Oft hef ég hitt fólk sem er ástfangið af Drottni. Allt í góðu með það, bara á meðan það er ekki að þröngva trúnni sinni inná mig. Ég hef ætíð gaman af því að hlusta á önnur sjónarmið, en ræður - nei takk. Stundum hitti ég fólk sem er ástfangið af gæludýrunum sínum. Það fólk get ég innilega ekki rætt við. Þolinmæði mín er ekki það þroskuð - ennþá.
Ég er einstæð 6 barna dverghamstramamma í Kópavogi og þarf iðulega að hlusta á börnin mín stunda kynmök - stundum um miðjan dag þegar ég er að lesa Fréttablaðið! Ég hef nú haft það í mér að pikka aðeins í þau þegar þau stunda kynlífið sitt svona opinberlega því ójá, dverghamstrar gefa frá sér frygðarstunur í kynmökum. Þessar frygðarstunur trufla mig á daginn. Ójá.
En hefur þú upplifað ást? Hvað er ást? Stundum tel ég mig vera ástfangna. Oft er það ást á hlutum sem flestir telja frekar ómerkilega. Á vorin verð ég óttalega ástfangin af lyktinni í loftinu og er alveg með það á hreinu að í fyrra lífi var ég sko þokkalega hundur - fátt betra en að vera með andlitið útí bílglugga á ferð! Sumrin koma mér til þess að fá gæsahúð á ótrúlegustu stundum. Göngutúr getur gert ýmsilegt - þó enginn sé félagsskapurinn. Ég hef líka hitt fólk sem ég tel mig vera ástfangna af. Nokkrum sinnum síðustu ca 10 ár. Aldrei hefur neitt komið út úr því nema úrvals vinskapur - og er eitthvað betra en það? Ég á ennþá eftir að upplifa þann kærasta sem veitir mér meira en vinskap (plús aukahluti) sem vinir mínir (og fjölskylda) veita mér. Kannski kemur að því - einn daginn.
Þangað til - sniffa ég göð út í loftið og fæ gæsahúð af því að finna lyktina af blautu byrki og nýslegnu grasi. Þangað til - og aðeins þangað til - er ég bara ég og bara ég :)
Í fréttum er það annars helst að Siggi vinur minn bauð mér út að borða á uppáhalds veitingastaðinn minn - Tapasbarinn. Nammi nammi... gæðastund með unaðslegum vini. Bara gaman og bara næs.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.8.2006 | 22:04
Málarinn, það er ég!
Fyrst fólk beilar á mér hægri vinstri þá er fátt betra en að standa yfir huges striga sem liggur á stofuborðinu og fá útrás. Er að vinna að málverki fyrir Siggu Láru frænku, og ekkert smá málverk get ég sagt ykkur. Jafnstórt og ég (jújú, ég er að vísu ekkert gríðarlega stór, en í málverkum talið þá er ég risi) svo ég þarf að vera dúleg. Á meðan nýt ég þess að djamma heima í stofu, með kaldan öl en engan sígarettureyk... stemmingin er klárlega á Flass FM 104,5 í kvöld. Frí í vinnuni á morgun, kannski ég nái bara að komast langleiðina með þetta verk =o)
Mamma hringdi í kvöld.. það var frekar "kalt" hjá þeim í fyrrakvöld svo að ein konan sem er með þeim þarna úti þurfti að fara í peysu út að borða - alveg í hálftíma! Já, sjaldan teljast 26°C kuldi. Á meðan hún sagði mér þetta sat ég rennandi blaut í strætó á leið í Hafnarfjörð, dúðuð í dúnúlpu og flíspeysu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.8.2006 | 00:38
Alveg get ég orðið sjóðandi...
Alveg fékk ég merkilega gott spark í rassinn núna áðan. Reyndar ekki í bókstaflegri merkingu, en svona.. jú, eiginlega. OK.. hérna er senan: ég er heima hjá Þóru og við erum að fara horfa á Rockstar úrslitin þegar hún prumpar því uppúr sér að hún sé ekki viss um að hún ætli að horfa á allan þáttinn. Allt í lagi með það, ég hef nógan tíma til að skjótast heim og ná þættinum þar - heilar 8 mínútur. Á leiðinni frá Þóru og heim til mín keyrði ég Álfhólsveginn í Kópavogi sem er Vegur hraðahindrananna.is .. lenti líka á eftir þessum líka rúntararnum. Össs...
Þegar ég var búin að leggja bílnum óravegalengd frá hurðinni minni og komin alla leið í forstofuna, hvað haldiði að ég hafi uppgötvað? Jú, mikið rétt! Ég gleymdi lyklunum mínum í vinnunni í dag og já, vinnan mín er í HAFNARFIRÐI!!! Ohhh.. sauð á mér þá. Jæja, það var ekkert annað að gera í stöðunni en bruna suður í Hafnarfjörð og ná í lyklana. Lenti auðvitað á öllum rauðu ljósunum á leiðinni þangað, hvað annað. Stelpan sem var á vakt var tilbúin með lyklana mína, blessunin, svo ég stökk inn og út aftur og ætlaði mér sko að bruna heim í Kópavoginn góða til að ná þættinum. Aldeilis ekki.
Um leið og ég keyrði út úr Setberginu sá ég blá ljós keyra framhjá. Ekki var þó verið að stoppa mig - þannig séð, heldur var þar verið að flytja HEILAN sumarbústað takk fyrir. Ég keyrði því úr Hafnarfirðinum og í Kópavoginn í þrusubílaröð á max 20 km hraða. Það sem gerði það að verkum að geðheilsa mín versnaði ekki við þetta allt saman var geisladiskur sem ég fékk að gjöf um daginn. Merkilegt hvaða áhrif tónlist hefur á mann. Bæði er hún þess valdandi að ég pirra mig á rauðum ljósum, sumarbústaðaflutningum og rúnturum, en einnig er hún þess valdandi að ég held minni annars ágætu geðheilsu. Merkilegt :)
Þetta spark sem ég talaði um í byrjun færslunnar (sem nú er orðin ansi löng) var það að ég þoli ekki þegar ég ánetjast sjónvarpsþætti. Mér býður við því að láta sjónvarpið stjórna mér. Þarna fékk ég svoleiðis að kenna á því að þetta Supernova æði mitt verður aðeins að slaka sér...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.8.2006 | 18:53
Kertafleyting - MÆTTU!
verður haldin
við Tjörnina í Reykjavík og
á Akureyri við tjörnina framan við Minjasafnið í Aðalstræti
miðvikudaginn 9. ágúst kl. 22:30
Kerti verða seld á staðnum og kosta 400 kr
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2006 | 21:48
Gaypride
Núna eru bara 16 dagar þangað til Gaypride hátíðin hefst, eða þann 10. ágúst. Ég greip mér Dagskrárrit hátíðarinnar og líst bara ansi vel á. Á fimmtudeginum 10. ágúst verður Eurovision dansleikur á Nasa með Regínu Ósk, Friðik Ómari og hljómsveit sem mig langar voða mikið til að fara á. Það klikkar ekki stuðið þegar ég skelli mér á júródjamm, það eitt er víst. Ég hef reyndar lítið að gera á Stelpnaballið sem verður á föstudagskvöldinu, en aldrei að vita hvað gerist á 2 vikum.. hmm... Á laugardeginum er svo aðalfjörið... Lænöppið að skrúðgöngunni byrjar 12:30 og hún mun leggja af stað kl. 14:00, sömu leið og vanalega. Svo verða auðvitað skemmtiatriðin í Lækjargötu... Guðrún Ögmunds, Regína Ósk, Friðrik Ómar, Bjartmar, Jói Gabríel, The Nanas ofl ofl... Skal ég hundur heita ef ég kíki ekki á hátíðardansleik Hinsegin daga sem verður þá um kvöldið á Nasa.. með Palla í fararbroddi. Bæði Pál Óskar sem mun þeyta skífum og svo mun ég sko mæta í teiti til Palla, boðaði mig þangað fyrir mörgum mánuðum barasta :D slík er eftirvæntingin.. Á sunnudeginum er fínt að nota þynnkuna í að fara í messu í Hallgrímskirkju þar sem Sr. Pat Bumgardner frá New York predíkar. Ví ví ví.. það styttist...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)