Færsluflokkur: Bloggar
8.1.2007 | 19:43
Fanney Akureyrensis
Hvers vegna á fólk eiginlega heima í Reykjavík? Jahérna.
En já, ég er sem sagt komin norður, í heilu lagi og allt dótið mitt líka. Búin að setja bleiku satínrúmfötin utan um nýju sængina mín, setja bleika unaðsmjúka flísteppið sem ég fékk frá Dagnýju á rúmið mitt, Miss Piggy er komin á góðan stað sem og allar bækurnar mínar og skóladótið. Jahá, það er gott að vera komin heim.
Er byrjuð í starfsþjálfuninni sem lítur bara út fyrir að verða mjög mjög skemmtilegt og spennandi. Það er líka eitthvað við svona "men in uniform"... Kannski verður þetta bara íslensk útgáfa af Gray´s anatomy! Hugsiði ykkur hvað það yrði nú skemmtilegt!
Ég er búin að vera ekkert smá dúleg eftir að ég kom hingað. Búin að redda netsambandinu hérna á stúdentagörðunum, búin að panta tíma fyrir Kermit í klossaskiptingu, búin að versla kort í ræktina, búin að koma öllu dótinu fyrir, búin að elda fyrstu máltíðina hérna (Rogan Josh kjúlli... indverskt.. jömmí!), búin að fara í 5 ára afmæli og fá ótrúlega gott að borða, búin að kíkja út á Karólínu með Völlunni yndislegu, búin að taka nokkra göngutúra á hálkunni sem leynist undir snjónum, búin að horfa á Kalla og sælgætisgerðina -aftur, búin að mæta á fund hjá UJA, búin að versla nýtt front á símann minn (sem er eitthvað laser dæmi.. fékk það á 50% afslætti sem var fínt), búin með eina hæð í konfektkassanum sem ég var send með úr Garðabænum, búin að lesa bókina sem ég var með, búin að byrja á annarri :), búin að hitta Mettu frænku í Glerártorgi - þar sem svala fólkið verslar - og lofa að elda (nú eða baka, eða bæði) fyrir skinnið.... afar dugleg!
Ahhh... núna þarf ég bara að fara litast um eftir vinnu hérna!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.1.2007 | 15:32
Það styttist...
... í að ég nenni að setjast niður fyrir framan tölvuna til að skrifa smá blogg.
Komst heil norður, líður unaðslega - hérna vil ég vera.
Tek á móti heimsóknum, hafið samband.
Löv, F.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.1.2007 | 11:53
Að flytja er góð skemmtun...
... en allt sem fylgir flutningum er frekar leiðinlegt. T.d. að pakka niður, ákveða hvað maður þarf að eiga og hvað ekki, taka uppúr kössum og töskum, koma dótinu fyrir o.þ.h. Ekki minn tebolli, enda hef ég fengið minn skerf af flutningum.
Eftir að hafa búið á sama stað, í Ólafsvík (flutum reyndar 2 sinnum í nýtt og betra hús en það telst ekki með því ég man varla eftir því), flutti ég norður á Akureyri til þess að stunda mitt nám í Menntaskólanum á Akureyri. Ég bjó á heimavistinni fyrstu 2 árin, með tilheyrandi pakka-niður-elsi og taka-upp-elsi. Þegar ég kom heim um jólin var ég með slatta af dóti en fór alltaf með enn meira dót norður aftur. Svo þurfti jú að pakka öllu niður aftur um vorið og tæma og þrífa herbergið. Þetta gerði ég sko 2 sinnum, hana nú.

Þá flutti ég í íbúðina í Hrafnagilsstrætinu og bjó með Svenna og Nonna. Þar sem þeir eru karlmenn, og ég safnari, tók ég fullt af dóti með norður þá um haustið til að innrétta íbúðina (og fylla skápana). Sama gerðist um jólin, ég tók fullt af dóti heim, fór aftur norður með enn meira dót. Um vorið þurfti svo að pakka öllu niður og þrífa allt.
Fjórða og síðasta árið mitt í MA bjó ég á þremur stöðum í nágrenni við Súper (sem þekkist e.t.v. betur sem Strax Byggðarvegi). Sama sagan, dót norður, dót vestur, enn meira dót norður um jólin. Eftir jólin flutti ég svo í húsið við hliðiná þar sem ég bjó og nokkru seinna aðeins nær Súper. Þetta þýddi auðvitað "pakka niður ferli" frá helv... enda á ég allt - nánast. Um vorið var svo öllu pakkað niður með meiri gleði en áður, ég var búin með þetta tímabil ævi minnar - stúdent heillin.
Þegar ég fór svo í spænskuskóla í 3 mánuði var ég með um 20 kg í yfirvigt - á leiðinni út! Þið getið ímyndað ykkur hvað ég var með mikið þegar ég kom heim aftur, nokkrum skópörum og flíkum ríkari - svo ekki sé minnst á bækurnar og geisladiskana. Þessir flutningar teljast þó ekki alvöru flutningar, því ég þurfti ekki að pakka niður öllu draslinu mínu - bara fötum og svoleiðis.
Síðan ég byrjaði í Háskólanum hef ég búið á 3 stöðum, fyrst í Skipasundinu með henni Hjördísi minni, svo í Gautlandinu alein og sæl og nú bý ég í Kópavogi með fríðum flokki (Kermit, Feita, Miss Piggy etc.). Allt hefur þetta krafist flutninga með tilheyrandi hendingum og ruslasöfnun, en einhvern veginn er ég voðalega klár að safna að mér aftur. Ég hefði verið fín rétt eftir Ísöldina.
Núna skal pían svo flytja í 4 mánuði. Margur hefði haldið það eilítið auðveldara en að flytja "for good" en svo er sko aldeilis ekki. Alltaf ómar spurningin: Hvað þarf ég að hafa í 4 mánuði? Nota ég þetta næstu 4 mánuði ef ég hef ekki notað þetta síðustu 2 ár? Þetta væri aðeins auðveldara ef ég væri að flytja á Selfoss, en það er ansi langt á milli Kópavogs og Akureyrar. Núna er því Kermit við það að æla af dóti, en lítum á björtu hliðarnar: ef það kemur svaðaleg vindkviða á leiðinni þá fjúkum við að minnsta kosti ekki útaf sökum þyngsla! :)
Ergo: ég ætla að búa í húsbíl í framtíðinni.

Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.12.2006 | 18:14
Maður ársins
Þetta er ánægjulegt... hefði ælt ef Eiður Smári, Jóhannes í Bónus eða Dorrit hefðu verið kosin.. þetta er spurning um að horfa aðeins út fyrir kassann ;) Mæli svo með því að þið lítið á pistil Gumma Steingríms um árið sem senn kveður, hressandi og flottur að vanda.
Annars segi ég bara:
GLEÐILEGT ÁR!
![]() |
Ómar Ragnarsson valinn maður ársins af hlustendum Rásar 2 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.12.2006 | 16:39
Líf og tími líður og liðið er nú ár!
Ég á mjög erfitt með að rifja upp liðið ár, ég er hrikaleg í að muna hluti...
- Byrjaði í nýrri sumarvinnu, skammtímavistinni Hnotubergi í Hafnarfirði og vann þar með skóla haustið 2006.
- Hóf 4. ár mitt, og jafnframt það síðasta, í námi mínu í félagsráðgjöf við HÍ.
- Fór tvisvar til útlanda, báðar ferðir business and pleasure. Fór til Osló í ágúst og Roskilda í nóvember, báðar ferðir á vegum LÆF vegna All different, all equal.
- Átti stórskemmtilega helgi á hátíðinni Á góðri stundu í Grundarfirði þar sem samankomnir voru ótalmargir ættingjar mínir. Færeyskir dagar í Ólafsvík voru fínir líka, en ná engan veginn upp í þá fyrrnefndu.
- Var kosin inní framkvæmdarstjórn LÆF og stjórn Röskvu en hætti jafnframt í framkvæmdarstjórn Ungra jafnaðarmanna og stjórn Mentors - félag nema í félagsráðgjöf.
- Kynntist ótrúlega mikið af stórkostlegu fólki sem sumt hvert á eftir að eiga fastan sess hjá mér.
- Fór á 4 táknmálsnámskeið hjá SHH eftir að hafa fengið smá grunnkennslu frá Árna vini mínum.
- Hélt uppá stórafmælið mitt með Félaga Magnúsi.
- Eignaðist Feita, Grámann, Jack, Snæfríði...
- Hækkaði meðaleinkunnina mína heilmikið...
Og fleira og fleira og fleira...
P.s. var ég nokkuð búin að segja hvað ég elska tölvuna mína mikið? Í miðri færslu þurfti ég að restarta henni, þegar hún ræsti sig aftur gat ég opnað þessa bloggfærslu - óvistaða! Þvílíkur unaður!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2006 | 23:30
Meistarinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2006 | 10:15
Möggu Frímanns lokið
Um þær mundir sem ég var að lesa síðustu blaðsíðurnar í ævisögu Möggu Frímanns - Stelpan frá Stokkseyri - rakst ég á þessa grein eftir félaga Jens. Ansi skemmtileg lesning get ég sagt ykkur. Bókin er aftur á móti enn betri lesning, enda er þessi kona stórmögnuð, svo ekki sé meira sagt. Ég gat varla lagt bókina frá mér eftir að ég byrjaði á henni. Ég hef sagt það áður og segi það enn, það verður ekkert spes að missa Margréti Frímannsdóttur úr íslenskri pólitík, það er eitt sem er víst. Aftur á móti verður það afar spennandi að fylgjast með hvað þessi kvenskörungur tekur sér fyrir hendur að loknu kjörtímabili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2006 | 10:38
Niðurtalningin.is
Núna eru bara 5 dagar þangað til ég flyt á Eyrina fögru sem kennd er við Akur... Hugsa sér.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.12.2006 | 17:29
jólahúmor...
Merkilegt með jólakortin...ég ætlaði ekki að senda nein jólakort í ár, en auðvitað sendi ég "nokkur" til útvaldra, elítunnar sjáiði til. Ég þarf samt alvarlega að fara endurskoða jólakortalistann minn... kortum til mín fer fækkandi og að sjálfsögðu lifi ég eftir lögmálinu Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Ég hugsa aldrei um heildina, bara einstaklinginn.
En ég verð að benda ykkur á þennan húmor hérna. Er ennþá að hlægja að þessu hérna, hef verið að því í nokkrar vikur...
Er rúmlega hálfnuð með jólagjöfina í ár, ævisögu Möggu Frímanns. Tek hana með mér hvert sem ég fer, m.a.s. á klósettið, slík er spennan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.12.2006 | 12:47
Gleðileg jól!
Hvað er að gerast? Engin færlsa í meira en viku? Jahér...
Hef verið að dunda mér við gjafaráðgjöf og innpökkun alla þessa viku sem er vel. Hressandi að hitta bæjarbúa, hlusta á jólalög, gæða sér á makkintossi og sötra jólaglögg. Kláraði allar jólagjafirnar í fyrra fallinu þetta árið, var búin með stóran hluta þeirra strax í nóvember, síðasta gjöfin var keypt þann 22. desember.
Að vanda fór ég í skötuveislu til ömmu inní Grundarfirði. Að vanda fékk ég mér ekki skötu heldur saltfisk með laufabrauði, hveitikökum, grænum baunum og jólablandi. Gamaldagskaka og konfekt í eftirrétt.. jööömmí.
Jólin að ganga í garð... möndlugrauturinn að verða reddí... allt að gerast. Gæti skrifað heillanga færslu um allskonar skoðanir mínar um fréttir síðastliðna daga, en ætla að sleppa því og segja í staðinn:
GLEÐILEGA HÁTÍÐ!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)