Færsluflokkur: Bloggar
15.12.2006 | 00:25
Fanney álfur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.12.2006 | 00:12
Brúnn eða grænn?
Kjéllingin ekki lengur að fara búa í Skarðshlíðinni, verð á nýrri görðum á móti Löggustöðinni þar sem þau fréttu af dólgslátum mínum eftir að ég fékk Miss Piggy. Annað eins gítarglamur hefur vart heyrst. Það eru góðar fréttir, ekki satt?
Annars er þetta blogg hans félaga Gumma Steingríms skyldulesning fyrir ALLA. Brúnn Ingi var ekki alveg að gera sig í Kastljósinu, það verður bara að segjast. Get litlu bætt við pistilinn hans Guðmundar, hann gerir þessu frábær skil.
Maður vikunnar: Gummi Steingríms
Ekkimaður vikunnar: Bingi
Bömmer mánaðarins: næturvaktirnar mínar um komandi helgi, ómannúðlegt og ekki hressandi þegar maður er að klára skólann og fer svo beint heim á mánudaginn.
Fegurð vikunnar: Snæfríður Íslandssól, mín fagra tölva
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.12.2006 | 13:41
Samkynheigðar Færeyjar!
Svakalega er ég ánægð með þetta... annað hefði verið algjör tímaskekkja hjá frændum vorum útí hafsjó. Alveg er ég viss um að undirskriftarlistinn sem við Íslendingar vorum með gerði sitt gagn - Pollýanna hvað!
Annars er það að frétta að ég á bara eftir 2 daga í skólanum, svo er þetta bara: Akureyri - here I come! Þrátt fyrir ómælda gleði og galsa vegna þessa eru líka leiðindi... eins og að taka til allt sem ég þarf að hafa með mér, pakka niður, tæma fataskápinn minn, laga til í geymslunni, þvo haug af þvotti og fleira í þeim dúr. Agalega spennó líf þessa dagana. Næturvaktahelgi komandi helgi, sem jafnframt er síðasta vinnuhelgin mín í Hnotubergi. Svo er það bara halló Ólafsvík á mánudaginn :)
![]() |
Færeyingar breyta lögum um réttindi samkynhneigða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.12.2006 | 13:02
Kamilla er unaður.com
Núna get ég haft textann minn eins og mér sýnist... í lit, feitan, undistrikaðan eða skáletraðan. Ég get líka sett inn mynd og hlekki. Allt þetta er stúlkukindinni Kamillu að þakka og vil veita henni desembertitilinn Unaður.com.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.12.2006 | 08:54
Helgi púnktur is
Jólalúkkið hjá mér í ár - limegrænn. Enjoy it! Annars var helgin ofurfín - jette kjul. Sænsku frændur mínir og vinir þeirra tóku borgina svo sannarlega með trompi. Ég komst að því að kampavínsflaska á bar kostar 16 þúsund... nokkrar svoleiðis á kvöldi - hvað er það á milli vina?
Ég er loksins búin að setja grenið og seríuna á svalirnar, oh það var svo kalt. En þetta er voða voða fallegt og því alveg þess virði.
Af hverju get ég ekki gert greinaskil? Af hverju er ekki stikan hjá mér þar sem ég get gert bold, underline og allt það? Ég kann ekki, skil ekki... Mega Makkanotendendur ekki hafa fallegan texta eða hvað? Get ekki einu sinni sett myndir eða hlekki... búhúhúhú...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.12.2006 | 15:10
Komin með íbúð!
Jámm.. kellan er að fara búa á Stúdentagörðunum á Akureyri.. allt í reynslubankann sjáiði til :)
Annars er góð helgi framundan... Brandur frændi að koma í heimsókn frá Svíþjóð með vini sína með sér, þeir sem til hans þekkja vita hvað helgin hefur í för með sér - eintóm skemmtun! :D
Bömmer vikunnar: verða bensínlaus á leiðinni í vinnunna á mánudegi, þora ekki að biðja um bensín í brúsa né setja bensínið á bílinn.
Leti vikunnar: nenna ekki að taka bensínbrúsann úr bílnum --> vond lykt. Nenna ekki að taka bensín.
Ofurbömmer vikunnar: verða bensínlaus á gatnamótunum Hringbraut-umferðarmiðstöðin, í hádeginu á föstudegi. Guð sé lof að ég var löt og nennti ekki með brúsann úr bílnum.
Hrós vikunnar: Höski, a) fyrir að vera ofurkall, b) fyrir að vera skemmtilegur, c) fyrir að hafa loksins komið útúr skápnum sem lesandi þessarar síðu og d) fyrir gjöfina sem hann ætlar að versla handa mér í Las Vegas.
Last vikunnar: Frjálslyndi flokkurinn, af því bara.
Afrek vikunnar: einkunnirnar mínar! :D
"hefði-átt-að-gera" vikunnar: taka til og þrífa, læra meira, taka bensín
Móment vikunnar: bíóferð á Saw III... búhúhúhúhú...
Fegurð vikunnar: Snæfríður Íslandssól, sú fagra fartölva
Ljótleiki vikunnar: götur borgarinnar, ógó drullugar og svartar... jakk
Lag vikunnar: Always look at the bright side of life...
Góða helgi! :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
7.12.2006 | 19:42
Lítil íbúð eða herbergi á Akureyri?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.12.2006 | 20:26
Snæfríður? Eða annað...
Hérna ætlaði ég að setja inn mynd af fegurðinni... en kann ekki alveg nógu vel á þessa elsku ennþá... þetta er sem sagt þessi tölva: http://eshops.netclusive.de/WebRoot/ncs1/Shops/10042816/Products/vs_3202112018/macbook_white_vorschau.gif
Mig hefur sko langað í svona tölvu í ansi langan tíma og því er stórum áfanga náð... loksins, loksins :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.12.2006 | 08:28
Mánudagur til mæðu?
Þreyttur... ofurhelgi að baki með tilheyrandi vinnu (og pínu tjútti á lau). Bakaði jólakökuna ógurlegu í vinnunni um helgina (kryddskúffukaka), skreytti hátt og lágt og gleymdi mér í jólalögum. Ahhh... notó. Frábærir tónleikarnir sem ég fór á á laugardagskvöldið - John Lennon tónleikarnir. Maður kvöldsins er klárlega Bjössi Jör - kalt mat. Þegar hann tók síðasta lag tónleikanna, Strawberry fields, þá hélt ég að mér yrði allri lokið. Hakan hvíldi róleg í kjöltu minni, milli þess sem Ella frænka ýtti henni upp aftur og þurrkaði slefið. Kvenpeningur kvöldsins hefði nú alveg mátt missa sín (Eivör og Hildur Vala) en allir hinir voru unaðslegir. Nýja uppáhaldið mitt er Haukur, söngvari Dikta. Munúðarfull rödd sem maður getur gleymt sér í, og þessi augu! Jidúdda...
Skyndihugdettur eru æði. Var algjörlega ekki klædd til útiveru en fór samt sem áður í rauðvínsboð til Eika Keisara eftir tónleikana. Endaði sá hittingur á Café Cultura, sem er nýji uppáhaldsstaðurinn minn, þar sem við kjöftuðum og höfðum það næs. Hress mætti ég í vinnu daginn eftir, jólaþorpið í firðinum góða var skoðað og unaðslambalæri snætt á Strandveginum. Fór svo á næturvakt sem var svona líka hress. Það getur tekið á að koma öllum á lappir og út úr húsi á sama/svipuðum tíma.. fjúff... lak af mér á tímabili - en bara hressandi að byrja/enda daginn svona :)
Smá mánudagsmæða: ég skil ekki (amk) tvennt í fari flestra ökumanna. Annað er stefnuljósanotkun, eða öllu heldur stefnuljósaleysi. Hvað er svona erfitt við það að gefa stefnuljós þegar þú ert að beygja? Passiði ykkur nú bara á því að sýna ekki tillitsemi í umferðinni. Það gæti eitthvað hrikalegt gerst. Hitt er sá (ó)siður að hleypa öðrum inní raðir. Umferðin á morgnanna er nú ekki sú hraðasta og það gæti tafið viðkomandi bíl um nokkrar sekúndur að hleypa öðrum framfyrir sig. Eða á Laugarveginum þegar fólk er ekki að hleypa bílum framfyrir sig eða að bakka úr stæða. Meina, fer maður einhvern tímann á Laugarveginn þegar maður er að flýta sér - svona yfir höfuð? Auðvitað veit ég að það eru til undantekningar og fólk misupplagt, en upp til hópa megum við skoða þetta í okkar fari. Sjálf hef ég gefið fólki misgóð augu og svipi, flautað og talað við sjálfa mig. En meirihluta tímans sem ég eyði í Kermit er ég fyrirmyndarökumaður - kalt mat!
Gleðilega vinnuviku!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.11.2006 | 01:45
Vúúúúúúbbbbbííííí!
Þá er ég búin með mitt SÍÐASTA, ég endurtek SÍÐASTA próf í Háskóla Íslands - í bili að minnsta kosti. Þetta heimapróf var erfitt og tók sinn tíma. Ég kláraði það þó og er ekkert svo svakalega ósátt. Ji, en samt þægilegt að þurfa ekki að fara í fleiri próf.. þetta kallar maður frelsi! :D
Svefninn kallar... svo skróp í skólanum á morgun og námskeið hjá UFE (Ungt fólk í Evrópu), úberspennó líf...
Námskeiðið:
Landsskrifstofa UFE stendur fyrir námskeiði um hugtökin borgaravitund,
lýðræði og virka þátttöku ungs fólks, 30.nóvember milli kl:9:00 og 15:00.
Stutt lýsing á námskeiðinu:
Borgaravitund, lýðræði og virk þátttaka eru hugtök sem æ oftar sjást í umræðu um vinnu með ungu fólki. Í nýrri styrkjaáætlun Evrópusambandsins fyrir ungt fólk í Evrópu sem ber nafnið Youth in actioner þessum þáttum gert hátt undir höfði. Fimmtudaginn 30.nóvember stendur Landsskrifstofa UFE á Íslandi fyrir námskeiði fyrir leiðbeinendur í æskulýðsstarfi. Á námskeiðinu verður fjallað um hugtök eins og borgaravitund, lýðræði og virka þátttöku og hvernig hægt er að virkja þessa þætti í starfi með ungu fólki. Hlutverk leiðbeinenda verður jafnframt skoðað út frá þessum hugtökum og með hvaða hætti þau fléttast inn í vinnuaðferðir leiðbeinenda. Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að hafa góðan skilning á lykilhugtökunum og veganesti til að vinna frekar að þeim á vettvangi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)