Vúúúúúúbbbbbííííí!

happynessÞá er ég búin með mitt SÍÐASTA, ég endurtek SÍÐASTA próf í Háskóla Íslands - í bili að minnsta kosti. Þetta heimapróf var erfitt og tók sinn tíma. Ég kláraði það þó og er ekkert svo svakalega ósátt. Ji, en samt þægilegt að þurfa ekki að fara í fleiri próf.. þetta kallar maður frelsi! :D

Svefninn kallar... svo skróp í skólanum á morgun og námskeið hjá UFE (Ungt fólk í Evrópu), úberspennó líf...

 Námskeiðið:

Landsskrifstofa UFE stendur fyrir námskeiði um hugtökin borgaravitund,
lýðræði og virka þátttöku ungs fólks,  30.nóvember milli kl:9:00 og 15:00.



Stutt lýsing á námskeiðinu:

Borgaravitund, lýðræði og virk þátttaka eru hugtök sem æ oftar sjást í umræðu um vinnu með ungu fólki. Í nýrri styrkjaáætlun Evrópusambandsins fyrir ungt fólk í Evrópu sem ber nafnið “Youth in action”er þessum þáttum gert hátt undir höfði. Fimmtudaginn 30.nóvember stendur Landsskrifstofa UFE á Íslandi fyrir námskeiði fyrir leiðbeinendur í æskulýðsstarfi. Á námskeiðinu verður fjallað um hugtök eins og borgaravitund, lýðræði og virka þátttöku og hvernig hægt er að virkja þessa þætti í starfi með ungu fólki. Hlutverk leiðbeinenda verður jafnframt skoðað út frá þessum hugtökum og  með hvaða hætti þau fléttast inn í vinnuaðferðir leiðbeinenda. Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að hafa góðan skilning á lykilhugtökunum og veganesti til að vinna frekar að þeim á vettvangi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agnar Freyr Helgason

Til lukku með að þrældómnum sé að ljúka... og vertu velkomin í samfélag frjálsra manna! ;)

Agnar Freyr Helgason, 30.11.2006 kl. 10:05

2 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Oh hvað ég samgleðst með þér. Það var einmitt síðasti dagurinn minn í dag og svo er það Rockstar í kvöld (þegar ég sé Storm þá hugsa ég um þig hehe)

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 30.11.2006 kl. 16:33

3 Smámynd: Magnús Már Guðmundsson

Til hamingju með þetta kona góð. Það verður voða gaman þegar/ef? ég kemst í samfélag frjálsra manna. Þið Aggi verðið alveg hreint fínasta félagsskapur.

En hvað á að gera eftir áramót? DK eða AK? 

Magnús Már Guðmundsson, 30.11.2006 kl. 18:14

4 Smámynd: Eva Kamilla Einarsdóttir

Til hamingju!

Eva Kamilla Einarsdóttir, 30.11.2006 kl. 18:51

5 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Ó þakka þakka!!

Pálína: frábært, Storm er auðvitað mín kona! :)

Maggz: Akureyri var það heillin... UJA - here I come! ;) 

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 30.11.2006 kl. 19:58

6 Smámynd: Bragi Einarsson

til lukku Fanney, veit hvernig þér líður. Er rétt að jafna mig núna eftir einmitt svona skrekk frá því í vor!

Bragi Einarsson, 2.12.2006 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband