Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
31.1.2007 | 22:56
Þegar ég eignast barn...
Ég stenst ekki mátið að leyfa þessari mynd að njóta sín hérna. Þessi krúttusnúður er eitt mesta uppáhaldið mitt, og á ég þau mörg. Þessum finnst ég svo ofurskemmtileg að það er ekki einu sinni fyndið!
Bjarki Steinarr er nýlega orðinn hálfsárs en er samt alls ekkert smábarn, því hann hefur fanta góðan húmor á við fullorðinn einstakling. Þetta er sem sagt sonur hennar Erlu minnar. Þegar við vorum í stífri hópavinnu í skólanum í haust kom pjakkurinn oft með Erlu mömmu sinni og var eins og vindurinn á meðan við kjöftuðum úr okkur allt vit. Hann bara horfði á okkur, brosti og hló þegar við horfðum á hann. Að sjálfsögðu var oft erftit að vinna með svona augnakonfekt nálægt sér. En það sem besta er, drengnum finnst ég svo fyndin og skemmtileg! Það er nánast sama hvað ég geri, honum finnst það fyndið. Þetta á ekkert við um alla, kannski nokkuð marga, en ekki alla. Ég mátti alltaf halda á honum, klæða hann og gefa honum að borða - og Bjarki, ja hann bara brosti! Þegar ég eignast barn þá má það alveg vera svona, brosandi og ofurfallegt! Svakalega hlakka ég til að hitta hann (og auðvitað Erlu gúllu líka!)... Meina, getiði staðist þessa mynd? Ímyndið ykkur að hitta hann í eigin persónu og heyra hann hlægja... jahérnahér!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.1.2007 | 21:59
Ég fékk það!
já, ég átti samtal við Liz og sagði henni að senda þetta bara til mín - enda kæmum við Hugh (eða Bollocks eins og ég kalla hann á innilegum stundum) bara saman og því engin ástæða að senda tvö kort. Fólk veltir sér nú uppúr ótrúlegustu málum. Af hverju hringdi enginn í mig?
Annars vil ég benda öllum þeim sem verða staddir nálægt Akureyri annað kvöld að UJA standa fyrir hittingi í Lárusarhúsi, Eiðsvallargötu 18, kl. 20:00. Þar munu þingmennirnir Ágúst Ólafur og Katrí Júl hitta ungt fólk og spjalla um hugðarefni þeirra. Petsa og gos í boði og eðal Euroshopper nammi skv. Möggunni. Fyrir áhugasama má þess geta að Hr. Magnús Már verður á svæðinu, enda ekki formaður fyrir ekki neitt. Svo verður klárlega Amour heimsóttur, enda þarf að sýna háttvirtum þingmönnum hve heilsusamleg við á Eyrinni erum.
Svei mér ef ég fer bara ekki á Amour á morgun til að horfa á leikinn? :) Þetta er agalegt, fer að verða fastagestur! Ég vona að Kofinn og Ölstofan fyrirgefi mér það, enda er ég ekki á þeirra slóðum þessa dagana. Ekki fyrren á laugardaginn :)
Fannsa Grant - át!
P.s. þó ekki Grant vegna Arnars Grant...
Hugh hefur ekki fengið boðskort frá Elísabetu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.1.2007 | 18:10
Egilsstaðir bærinn?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.1.2007 | 23:23
Many faces of Fanney
Eða réttara sagt, hin mörgu nöfn mín :)
1. Your real name:
Fanney Dóra Sigurjónsdótir
2. Your Gangster Name: (first 3 letters of real name plus izzle.)
Fanizzle
3. Your detective name: (fav color and fav animal)
Bleikur hamstur
4. Your soap opera name: (middle name, and current street name)
Dóra Klettastígur
5. Your Starwars name: (the first 3 letters of your last name, first 2 letters of your first name, first 3 letters of mom's maiden name)
Sigfahal
6. Your super hero name: (2nd favorite color, favorite drink).
Svart vatn
7. Your Iraqi name: (2nd letter of your first name, 3rd letter of your last name, any letter of your middle name, 2nd letter of your moms maiden name, 3rd letter of you dads middle name, 1st letter of a siblings first name, last letter of your moms middle name)
Agragsa
8. Your witness protection name: (mothers middle name)
Bára
9. Your goth name: (black, and the name of one your pets)
Black Grámann
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.1.2007 | 22:50
Á faraldslöpp
Ég er á Egilsstöðum. Tjáði mig um málefni heyrnarlausra og að endurskoða þyrfti Almannatryggingakerfi okkar landsmanna. Áfram Samfylkingin!
Heiðskýrt - jább. Stjörnubjart - jább. Norðurljós - jább. Hreindýraborgari - looking for it!
Fyrir liggur 3ja tíma ferðalag til baka. Sybbin í fyrró...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.1.2007 | 21:08
Ábyrgð stjórnmálamanna
Ég er algjörlega sammála því sem ISG sagði í ræðu sinni á aðalfundi Samfó í Reykjavík. Oft hef ég hneykslast á því hvernig stjórnmálamenn þurfa ekki að bera ábyrgð á sínum gjörðum. Erlendis koma fréttir um allskyns hneykslismál þarlendra stjórnmálamanna sem og uppsögn í kjölfarið. Hvað gerir íslenska stjórnmálamenn heilaga? Auðvitað geta kjósendur í næstu kosningum, eftir að slíkt mál kemur upp, "refsað" stjórnmálamanni eða flokki hans með því að kjósa hann ekki. En fólk gleymir fljótt og því fer sem fer.
Hvaða rugl er það svo að segja að ISG hafi talað krónuna niður? Hvurslags vald eru þessir aðilar að færa konunni? Ég myndi jú fagna því ef hún hefði slíkt vald, að geta talað niður (nú eða upp) krónuna eða aðra hluti. Er þetta ekki týpískt dæmi fyrir hina alræmdu smjörklípuaðferð Hr. Davíðs? Ég tek undir með Félaga Magga þar sem hann segir Hr. Haarde og Hr. Matthiesen bera töluverða ábyrgð á því ástandi sem við búum nú við. Ég held að nokkur hluti þess fylgis sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur er fólk sem kýs flokkinn af vana. Ekki af því að það trúir hugsjónum Sjallanna eða finnst Björn Bjarna foli (nú eða Bjarni Ben...), heldur vegna þess að fólk gleymir og gerir hluti af vana.
En að léttara hjali. Dreif mig loksins út í hreyfingu, skemmtiskokk á sunnudegi. Hringurinn varð fremur lítill þetta sinn, enda svoleiðis svimandi hálka að það er ekki hundi út sigandi. Ég brá mér því í smá bíltúr með Kermit og við skoðuðum Eyrina fögru, enda margt breyst frá því ég bjó hér síðast. Heilt hverfi nálægt Kjarnaskógi er risið og er m.a.s. leikskóli mættur á svæðið. Það er afar spes að keyra um þetta hverfi, sumstaðar eru bara götur með ljósastaurum og tilheyrandi - en engum húsum. Nú svo er komið risa risa íþróttahús á Þórssvæðinu sem kallað er Boginn. Margt nýtt er í gangi og skipulagning hverfa á fullu spani útum allar tryssur. Akureyri ætlar sér að halda Landsmót UMFÍ árið 2009 en ennþá er ekki búið að afgreiða í bæjarstjórn hvar það eigi að eiga sér stað. Vandinn er snúinn, hvar á að byggja nýja aðstöðu? Á að byggja á Akureyrarvellinum gamla og gefa skít í kaupahéðna sem vilja þessa gourmet-lóð? Á að byggja að Hömrum og nota náttúruna þar fyrir enn fleiri mannvirki? Jasko, ég prísa mig sæla að þurfa ekki að taka ábyrgð á þessum ákvörðunum
Ingibjörg Sólrún segist ekki taka þátt í þagnarbandalagi um Evrópumál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.1.2007 | 01:16
Sykurmolakórónan sigraði ekki!
Þá get ég birt mynd af höfuðfatinu mínu sem, þrátt fyrir miklar væntingar, bar ekki sigur úr býtum í keppninni góðu. Nokkurra daga vinna lá að baki gerð höfuðfatsins, en það er lúmskt erfitt að líma þetta saman. Erfitt en gaman :) Anna Rósa var sigurvegari kvöldsins fyrir að finna einu notin sem hægt er að hafa af meintri brauðkörfu sem ku hafa verið jólagjöf frá KB Banka, Kaupþingi banka, Kappaflingfling etc. Ekki var verra að sjá hversu vel Anna Rósa klæddist við þetta höfuðfat, en daman var í smóking. Leikir kvöldisins heppnuðust vel, allir fengu eitt hlutverk á miða sem þeir áttu að leika í laumi, þ.e. enginn mátti vita hvert þeirra hlutverk var. Útúr þessu varð svo heilmikil skemmtun þegar miðarnir voru lesnir upp og fólk átti að giska hver átti hvern miða. T.d. talaði kærastinn hennar Svönu endalaust um hvað það hefði verið ömurlegt að Tóta hefði ekki komist í afmælið (það stóð á hans miða) en hann hefur hitt Tótu einu sinni og þekkir hana lítið sem ekkert. Við þetta varð Svana (bekkjarsys okkar Tótu úr MA) hneyksluð á þessari hegðun mannsins síns og lét vel valin orð falla, skildi ekkert í því hvað hann væri að röfla um þetta núna. Afar fyndið. Meðal annarra hlutverka má nefna:
- þegar þú sérð fólk vera fá sér bjór/vín/kokteil áttu að segja hissa: bíddu, ert þú að fá þér annan? Varstu ekki á bíl? Kona eins samstarfsmanna Völlu fékk þetta, fáir vissu hver hún væri og því kom þetta afar skoplega út.
- þú gerir í því að dásama útsýnið útum klósettgluggann í íbúðinni. Þegar þér er bent á að það sé nú enginn gluggi á klósettinu segirðu hissa: Ó!
- Þú ert sífellt að finna undarlega lykt úr eldhúsinu og stanslausa prumpulykt. Reyndu að komast að því hver á þessa lykt. Þetta var miðinn minn. Fólk hefur eflaust haldið að ég hefði einhverjar vafasamar kenndir, síspyrjandi hvort það hafi verið að prumpa, hvort þetta sé ekki lyktin þeirra. Spés í hið minnsta
- Þú bendir iðulega á það hvað Addi (maðurinn hennar Völlu) sé líkur Guðmundi í Byrginu, með þennan hatt.
- Þú ert alltaf að heyra einhver furðurleg hljóð af svölunum og spyrð fólk í kringum þig hvort það hafi heyrt þau líka. Þetta var hrikalega fyndið. Einn gaur var sífellt að spyrja hvort þau ættu kött sem þau geymdu á svölunum, hvort fólk hafi heyt í kettinum etc.
Ekki stóð Amour undir væntingum þetta skiptið, afar fámennt, nú en góðmennt. Eftir smá innlit á Vélsmiðjuna var stefnan tekin heim á Klettastíg. Ekki hitti ég stjörnumerkið sem ég ætlaði að hitta, en ég var svosem upptekin við annað. Kvöldið var þó afar, afar vel heppnað. Ég spjallaði heilmikið við uppáhaldskennarann minn úr MA, sem jafnframt er félagi í Samfó, og hann tjáði mér að ég væri eini nemandinn á öllum hans ferli sem hefði fengið að lesa upp nemendur. Ég sóttist stíft eftir því að fá að lesa upp, örugglega í heilt ár, þar til hann gafst upp og veitti mér pennann sem notaður var til að benda á nemendur svo þeir þögnuðu. Upplesturinn var heilög stund. Ahh.. sælla minninga.
Í dag týndi ég mér í smástund á Youtube, þvílíkur snilldarveruleiki sem þar er. Verð að benda ykkur á þessi tvö brot hérna, þau gleðja ekki bara augað, heldur eru þau líka fáránlega fyndin. Fyrri ræman er hinn munúðarfulli dans sem Napoleon Dynamite tók þegar félagi hans Pedro var í framboði. Það eykur á fyndni þessa myndbands að lagið er fyrsta lagið í Body Jam tímanum mínum og svei mér ef hreyfingarnar þar eru ekki í anda Naopleons. Seinni ræman er úr sænskum þætti í anda Tekinn með Audda Blö. Þar fær Jamie Oliver á baukinn. Há jú læk kokk, jes? Vesgú!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.1.2007 | 11:49
Stjörnuspáin - again
Ég las yfir merkin í morgun og hef ákveðið í samræmi við mína stjörnuspá að í kvöld þarf ég eiginlega að hitta þessi merki, eða þ.e. aðila sem eru í þessum merkjum:
SPORÐDREKI 23. október - 21. nóvember
Veraldarvani er leynivopn sporðdrekans í kvöld. Uppáhalds viðfangsefnin eru viðskipti yfir höfin, nýtt tungumál eða daður við dularfulla manneskju sem kemur langt að.
LJÓN 23. júlí - 22. ágúst
Ljónið er yfirleitt eins og kertið, ekki spegillinn sem endurspeglar ljósið. Í dag leggur það metnað sinn í að vera sá sem kemur auga á eldinn innra með öðrum og miðlar ljósi í veröldinni með því að hjálpa þeim til þess að koma auga á það.
KRABBI 21. júní - 22. júlí
Viðhorf krabbans er ekki niðurnjörvað eða fast á tilteknum stað. Það er verkefni í þróun. Hann myndar sér skoðun og myndar sér svo aðra skoðun. Það kemur út eins og hann sé tættur en eitthvað stórfenglegt er að koma saman, hægt og rólega.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.1.2007 | 08:37
Good day, yeah!
Höfuðfatið mitt er tilbúið! Eftir föndur í 3 daga held ég að ég sé orðin nógu sátt við það. Ég get því miður ekki birt mynd af höfuðfatinu hérna fyrren á morgun þar sem partýið er í kvöld. Ekkert forskot á sæluna hérna :) Vil ekki að fólk reyni að gera betur því ég SKAL vinna verðlaunin fyrir höfuðfatið.
Annars er dagurinn framundan æðislegur. Það er hætt að vera kalt á Eyrinni, snjórinn er reyndar að fara en einnig hálkan sem er vel. Eftir vinnu er ég að fara í pott, gufu og bjór með stelpunum í tilefni afmælisins og að því loknu skal haldið á Völluheimili þar sem við ætlum að gera okkur fallegri fyrir kveldið. Í gærkvöldi kíkti ég í heimsókn til Völlunnar og við byrjuðum að elda matinn sem skal borðaður í kvöld, hint: uppskrift frá manninum mínum. Haldiði að ég hafi ekki fengið líka þennan dýrindis grjónagraut í kaupbæti? :)
Einn punktur: fólk sem vinnur við það að svara í síma og svara fyrirspurnum, þarf að vera mjög meðvitað um það hvað það er sem það er að segja (vá, mörg "það"). Síðan ég byrjaði að vinna hérna á FSA hef ég þurft að hringja ófá símtöl til annarra aðila, oft aðila í fámennum bæjum. Stundum hef ég svoleiðis fengið alla ævisögu viðkomandi skjólstæðings frá símamærinni á hinum enda línunnar að ég hef setið eftir orðlaus. Yfirleitt eru þetta upplýsingar sem koma mér ekkert við. Sumir eru ekki alveg með það á hreinu hvað trúnaðarmál er. Fussumsvei!
En nóg af bölsýni og fjasi... good day ahead!
Stjörnuspá
Vog: Þótt hún sé sjaldgæf, er skilyrðislaus ást ekki svo vandasöm. Maður ákveður að ætla að elska einhvern og sleppir svo hendinni af takmörkunum. Vert þú yin á móti yang einhvers í kvöld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2007 | 21:30
Fíkn í stjörnuspár
Ég held ég sé eiginlega að verða pínu háð stjörnuspánni minni. Mér finnst agalega gaman að lesa hana um leið og ég opna póstinn minn snemma á morgnanna og japla á hafragrautnum mínum. Þá er líka skemmtilegt að skoða daginn framundan og hvernig stjörnuspáin muni e.t.v. koma fram. Í dag var t.d. stjörnuspáin mín þessi:
Stjörnuspá
Vog: Vogin er markviss í augnablikinu, fylgir góðum ábendingum eftir og gerir stórbrotnar áætlanir að veruleika. Hún veitir því eftirtekt hvaða kerfi vantar eða eru ekki að virka. Að takast á við það er lykillinn að velgengni hennar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)