Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Félagi Pétur "Formaður"

Á þessum dýrðarinnar degi hér í norðri langar mig til þess að hvetja ykkur til að lesa ansi athyglisverða grein eftir Félaga Pétur (ég mun aldrei venjast því að kalla hann ekki Pétur Formaður en það er annað mál). Í greininni spekúlerar Pétur um stöðu Framsóknarflokksins í stjórnarsamstarfinu og hvort mögulega gæti verið hægt að flokka aðfarir Framsóknar sem valdarán.

 


Aldraðir og öryrkjar í eina sæng?

Þetta finnst mér gott mál. Kvennalistinn breytti t.d. miklu þegar hann var og hét. En af hverju eru bara karlar í undirbúningsnefndinni?
mbl.is Aldraðir og öryrkjar stofna til framboðs fyrir næstu Alþingiskosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pick me, pick me!

Haldiði að hann hafi ekki lesið bloggið mitt um Bridget Jones? Ætli hann gúggli sig reglulega? Kannski er hann farinn að læra íslensku núna... hmmm.... 

Annars á hún Vallan mín afmæli í dag, og ekkert smá afmæli! Túttan er 25 ára (ung og hrukkulaus þessi elska) og vá hvað ég hlakka til að skarta ómótstæðilega höfuðfatinu mínu á föstudaginn í afmælisteitinu hennar. Og vá hvað ég hlakka til að fara á Amoure eftir partýið og anda að mér ekki-reyklofti á djamminu!

 

bb3142ef
Hérna má sjá okkur Völlu, ofurtútturnar ungar og saklausar, á sumardaginn fyrsta 2004.

 


mbl.is Hugh Grant a krossgötum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sónar í fyrsta skipti

Ég fór í sónar í fyrsta skipti í gær í vinnunni. Þvílíkt og annað eins undur sem þetta er. Ég var svo gapandi hissa á öllu sem ég sá og þurfti að hemja mig gríðarlega svo ég hoppaði ekki upp klappandi lófum eins og smástelpa öskrandi á foreldrana: sjáiði! sjáiði! Þetta er barnið ykkar! Ótrúlegt hvað þetta er flott. Ótrúlegt að eftir 20 vikur sé allt bara komið, hjarta, nýru, magi og læti. Gærdagurinn var sem sagt ótrúlegur hjá mér með tilheyrandi upphrópunum inná milli skoðanna við kátínu læknanna. Fyrir þeim er þetta bara daglegt brauð.

Ó vell... á mánudagskvöldum hér á Akureyri er stuð. Þá er Samfylkingin alltaf með bæjarmálafund þar sem farið er yfir þau mál sem tekin verða fyrir á næsta bæjarráðsfundi og flokksmenn geta komið með sínar skoðanir á málunum. Ungir Jafnaðarmenn hittast jafnan fyrir þessa fundi og í gær var mjög hressandi fundur. Þann 1. febrúar n.k. erum við að fá góða gesti til okkar hingað í Demant norðursins. Þingmennirnir Katrín Júl og Ágúst Ólafur ætla að kíkja hingað og spjalla við okkur unga fólkið um okkar hjartans mál, hvort sem það eru skólagjöld, skerðing náms til stúdentsprófs, harðari refsingar við kynferðisbrotum eða eitthvað annað. Fundurinn er klárlega opinn öllum, líka ykkur í Reykjavík, og verður kl. 20:00 í Lárusarhúsi (Eiðsvallargötu 18). Pizza og meððí eins og í alvöru partýi! 

Vil svo benda á guðdómlega ályktun UJA - án gríns, þetta er svo mikil snilld! 

 

smoking_ban

 

 


Bridget Jones - enn og aftur

 

31

 

Í kvöld var stemningin þannig að Bridget vinkona mín Jones varð bara að birtast á skjánum. Hvað ég hef horft oft á þessa bíómynd veit enginn. Ætli þetta séu ekki hvað, 8-9 skipti á ári? Þrátt fyrir það finnst mér myndin alltaf jafn fáránlega skemmtileg og fyndin. Bridget Jones er snillingur. Upphafssenan þegar hún er að tala við Mark Darcy í hreindýrapeysunni gæti alveg (og hefur eiginlega) gerst í mínu lífi. Þvílík snilld. 

MarkDarcy023Þó svo að ég viti nákvæmlega hvernig myndin er, hvernig hún endar og hver segir hvað, þá er tilfinningin í upphafi myndar alltaf spennandi. Daniel Cleaver (Foli Grant) er náttúrlega sjúklega sætur og næs gaur en verður svo alger skíthæll. Mark Darcy er algjör lúði og þurrprumpulegur en verður svo unaðslega flottur. Ég vel Darcy, ómæ ómæ... Og í enda myndarinnar þegar hún er á brókinni að kyssa hann fyrir utan bókabúðina: Bridget: Wait a minute, nice boys don´t kiss like that! - Darcy: Oh yes the fucking do! Garg! 

bridget_bridgetÞessar setningar sem elsku vinkona mín hún Bridget er að fá eru setningar sem ég hef heyrt. Ég hef í alvörunni fengið spurningar á borð við: ,,hvernig er þetta með ykkur einhleypa fólkið, finnst ykkur.. blahh". Spurningar á borð við: hvað er að frétta í ástarlífinu? Komin með kall? Eitthvað að gerast í kallamálum? Enginn Amor mættur til þín Fanney? Á ekkert að fara ná sér í förunaut? Langar þig ekkert að eignast börn? og Hvenær ætlarðu eiginlega að finna þér kærasta? eru alltaf súrsætar. Ekki bara vegna þess hve heimskulegar þær eru, heldur rifjast alltaf upp fyrir mér atriði úr myndinni og ég skil þessa elsku svo vel. 


Frábær helgi!

Úlfar IngiÉg held ég geti alveg hiklaust mælt með veitingastaðnum Strikið hérna á Akureyri. Við Metta fórum þangað í gær og nutum okkar vel þrátt fyrir að rafmagninu var alltaf að slá út og að Metta hafi þurft að sækja klósettið í myrkri. Ég fékk mér saltfisk og franska súttlaðiköku í eftirrétt. Jömmí. Saddar og sælar röltum við svo í bíó á myndina Babel sem ég ætla líka að leyfa mér að mæla með, enda stórkostleg mynd. Þetta er svona mynd sem ég vil eiga í hillunni minni, klárlega. 

Eftir myndina fórum við á Karó að hitta Svennaling og þaðan var ferðinni heitið á Amour sem var verið að opna eftir breytingar. Staðurinn er nú reyklaus (vei!) og með vel lakkað gólf. Gummi Steingríms og kumpánar hans í SKE (eða Ess Ká E eins og sagt var í fréttum frétti ég) héldu uppi fáránlega góðri stemningu á efri hæðinni enda var verið að frumsýna Svartur köttur hjá LA. Var margt um manninn á svæðinu, KHÍ og HR voru í "menningarreisu", og aðstandendur leiksýingarinnar fjölmenntu til að hlýða á snillingana í SKE. Ég verð nú bara að segja að ég er ansi sátt við gærkvöldið, það var hressandi að kíkja smá út í góðum félagsskap og viðra sig. Er bara farin að hlakka ansi mikið til að kíkja aftur á Amour næstu helgi, eftir afmælistúttupartýið hennar Völlu. 

Ég verð að leyfa einni mynd að fylgja með færslunni, en hún Þórey yndi var að senda mér þessa glænýju mynd af prinsinum gullfallega. Ég held maður gleymi bara verkjum og sársauka við það eitt að horfa á þennan krúttusnúð!

 


Við Elton John.. like this!

Svakalega væri ég til í að vera á gestalista í þessu afmæli. Skil reyndar ekkert í því hvers vegna ég er ekki þar. Eflaust þar sem ég er hérna fyrir norðan og einkaþyrla gaursins biluð eða eitthvað.

Annars rústaði ég Popppunkt í gærkvöldi. Við Jónsi erum massa tím, Addi og Stebbi Hilmars voru svo tím, Valla og Jón Ólafs og svo Anna Rósa og maðurinn hennar, Sigurjón Kjartans... :)


Búið spil!

Jæja... þar fór það... enn einn í vaskinn... ó vell... 

Farwell my love... Við Ída sjáum svakalega eftir þér.. þakka þér góðar stundir í Köben, foli!

 

joshduhamel1

Update: stjörnuspáin mín fyrir föstudagskvöld:

Vog: Löngun og áráttukenndar hugsanir sýna að grunnþörfum hefur ekki verið fullnægt. Ef það er gert hverfa einkennin loksins. Umtalsverður árangur næst í kvöld.

Umtalsverður árangur?? Ég er að fara spila Popppunkt heima hjá Völlu og Adda.. Ég ætla að vera Jónsi. Ég vinn greinilega - þrátt fyrir yfirlýsingar Adda um annað.


Viltu giftast mér?

Ástin mín, ég fann þennan líka forkunnarfagra (og ránfjúkandi dýra) hring handa þér! Ef þú bara vissir hvað ég þurfti að hafa mikið fyrir því að eignast hann! 

Á svona stundum er ég ánægð að eiga ekki svona kærasta.. Ætlaði hann virkilega að kúka hringnum og biðja stúlkunnar svo? Jiminn... Ég held það þyrfti aðeins að skoða þennan mann. Kannski er hann mjög fátækur, kannski er hann eitthvað veikur.. kannski fannst honum þetta bara hrikalega sniðugt. Hvað veit ég? Ég veit ekki einu sinni hvað stjörnuspá dagsins er að reyna segja mér!

Vog: Vogin vinnur ástir með því að skyggja á samkeppnina, ekki með afbrýði. Aðrar vogir og sporðdrekar laðast þegar í stað að þér. Beittu áhrifum þínum varlega til þess að fyrirbyggja tilfinningaflækju í framtíðinni.


mbl.is Brúðguminn gleypti hringinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ávanabindandi leikur!

Komst uppí round 31... getur þú gert betur?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband