Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2006
29.4.2006 | 20:51
Eilífðardraugurinn?
Þessi ritgerð mín ætlar að verða elífðardraugur... ég er þó aaaaaalveg að verða búin með hana. Á bara eftir einn kafla í viðbót og þá er þetta komið. Ég er meira að segja búin með heimildaskrána, sem mér finnst iðulega leiðinilegasti hlutinn :) Húrra fyrir mér. Af því tilefni er ég að hugsa um að kíkja út á lífið í fallega bænum mínum og skoða alla gripina sem eru til sýnis. Annars er þetta allt "gamalt" lið og velflestir líkast til með hringa á fingrum... það má þó skoða þá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2006 | 14:27
Áfram landsbyggðin!
Þessa dagana er haldið öldungablakmót í bænum mínum, Snæfellsbæ. Hingað eru samankomin 94 lið allstaðar af landinu ásamt klappliðum sínum, samtals um 1000 manns. Spilað er á Hellissandi á einum velli, í Grundarfirði á einum velli og á þremur völlum hérna í Ólafsvík. Þið getið rétt svo ímyndað ykkur hvernig bærinn umbreytist við komu þessa fjölda. Allt í einu er rosalega mikið líf á götunum, bílar útum allt, fullt af fólki úti að labba, pallurinn hjá hótelinu fullur af fólki að sötra bjór og okkar stóra og stórglæsilega íþróttahús er troðið af íþróttafólki og fígúrum. Krakkarnir á svæðinu fá að vinna í sjoppunni þar sem seldur er matur og slikkerí, mæður blak-krakkanna baka og kökur eru seldar, fleiri hundruð bolir voru prentaðir og frétti ég að nokkrar týpur hefðu verið uppseldar strax í gærmorgun kl. 11. Veitingastaðir bæjarnis (og nærliggjandi bæja s.s. Grundarfjarðar) hafa sett tilboð á mat hjá sér til þess að lokka fólkið til sín og skemmtidagskrá er öll kvöld fram á mánudag. Einhvers staðar þurfa öll þessi lið að gista og hafa því allnokkrir Snæfellsbæingar brugðið á það ráð að leigja út húsin sín og gista hjá vinum og vandamönnum. Allir salir og skólastofur eru fullar af öldungum (sem þó eru einungis 30 ára og eldri) sem koma hingað saman til að spila blak. Ég fæ bara gæsahúð af því að skrifa um þetta.
Það er nákvæmlega svona sem mér finnst smábæir "úti á landi" vera. Öllum er vel tekið, fólk opnar húsin sín og stendur í stórræðum við að útvega þetta og hitt sem gæti vantað og hinir "óbreyttu" íbúar bæjarins fylkjast á völlinn til þess að hvetja "sitt" lið, sem það hefur e.t.v. aldrei áður gert. Þetta er ekki síður gott fyrir fyrirtækin á svæðinu. Blakvellirnir heita eftir fyrirtækjum sem styrktu mótið. Veitingastaðirnir fá góðan viðskiptahóp, gistirými hvarvetna eru full og svo mætti lengi telja. Þetta er líka hressandi fyrir fólkið sem býr á svæðinu, smá tilbreyting í hversdagsleikanum. Ég er sko búin að ákveða það að ég ætla að verða öldungur í einhverri íþrótt, jafnvel blaki. Ég myndi sko skemmta mér þvílíkt vel á svona mótum, enda ekki minni stemning á þeim heldur en krakkablakmótunum! Áfram landsbyggðin!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2006 | 16:00
Áskorun!
Ég skora á ÞIG sem lest þetta að fara út í góða veðrið. Engar afsakanir teknar gildar nema alvarleg veikindi eða örkuml. Jafnvel þá má draga einhvern með sér. Veðrið er bara alltof gott til þess að hanga inni og gera lítið sem ekkert.
Fékk alvarlega ritstíflu fyrr í dag, stífla sem var á stærð við Kárahnjúka fannst mér. Ég ákvað að gefa kæruleysi í þetta og skellti mér í Nauthólsvíkina á línuskauta með i-pod í annarri og reyndi að halda jafnvægi með hinni. Smá vindur, heiðskýrt og lykt af sjónum. Gerist vart betra. Skautaði í rúman hálftíma og er núna komin heim - tívefld í að skrifa ritgerðina. Fyrst ætla ég bara að skera niður smá ananas og skoða hvort ný blogg hafi bæst í hópinn á meðan ég var úti... :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2006 | 09:44
Viðurkennum alla Íslendinga, takk!
Um daginn sat ég málþingi uppí Háskóla Íslands þar sem umræðuefnið var menning heyrnarlausra. Slíkt málþing hefur aldrei áður verið haldið hér á landi og var því um stórviðburð að ræða. Enga fjölmiðla sá ég á svæðinu og finnst mér það til skammar hversu lítinn áhuga fjölmiðlar (og aðrir) sýna menningu heyrnarlausra og heyrnarlausum almennt. Mér finnst heyrandi fólk almennt fávíst um landa sína sem ekki heyra. Margir telja að enga menningu sé að finna í samfélagi heyrnarlausra og það hljóti bara að vera leiðinlegt að heyra ekki. En raunin er önnur. Meðal heyrnarlausra blómstrar menning líkt og í öðrum samfélgöum og flestir heyrnarlausir sem ég þekki vilja ekki fá heyrn, enda þekkja þeir mun betur inná sitt eigið samfélag heldur en samfélag heyrandi.
Það hlýtur þó að vera erfitt að búa í litlu samfélagi, eins og Íslandi, þar sem tungumál manns er ekki viðurkennt. Ef við viðurkennum ekki tungumálið, getum við þá viðurkennt einstaklinginn sem talar það tungumál? Á meðan sænska þjóðin heldur uppá 25 ára afmæli sænska táknmálsins sem móðurmáls í Svíþjóð hefur íslenska þjóðin ekki enn viðurkennt íslenska táknmálið sem móðurmál hérlendis. Heyrnarlausir einstaklingar eru stoltir af uppruna sínum og móðurmáli, táknmálinu, líkt og við heyrandi og íslenskutalandi erum stolt af okkar uppruna og íslenskunni okkar. Þar sem aðeins lítill hluti Íslendinga talar táknmál geta samskipti milli þessara tveggja hópa oft verið erfið og því kannski auðveldast að sleppa þeim bara.
Heyrnarlausir hafa í aldanna rás búið við kúgun hins heyrandi heims og tel ég lítið lát vera þar á. Vissulega hefur eitthvað breyst til batnaðar en alls ekki nóg. Í könnun sem unnin var fyrir Félagsmálaráðuneytið árið 2004 kom fram að heyrnarlausir búa enn í dag við félagslega einangrun líka hérna á Íslandi. Samskipti heyrnarlausa við heyrandi eru skammarlega lítil og hverju er um að kenna? Eins og áður sagði eru fáir Íslendingar sem tala táknmál og því lítið um samskipti utan samfélags heyrnarlausra. Ég tel að í öllum grunnskólum landsins ætti að vera boðið uppá táknmál sem valnámskeið, ef ekki bara skyldunámskeið. Með því gætu allir borgarar þessa lands fengið grunn í íslensku táknmáli og lært á tjá sig við landa sína sem ekki tala íslensku. Táknmál er kennt í örfáum framhaldsskólum og er sú kennsla sem þar fer fram er skref í rétta átt. En betur má ef duga skal.
Frumvarp til laga um táknmálið sem fyrsta mál heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra hefur enn ekki fengið þá umræðu sem það á skilið á Alþingi þrátt fyrir að hafa fyrst verið lagt fram Alþingisárið 2003-2004. Lítið sem ekkert hefur komið útúr þeim nefndum sem áttu að skoða málefni heyrnarlausra. Heyrnarlausir fá einungis átta mínútna fréttatíma dag hvern. Hversu lengi á þetta að ganga svona? Mér finnst mál til komið að við tökum okkur saman í andlitinu og gera eitthvað í málunum. Ég skora á heyrandi Íslendinga að líta í eigin barm og ímynda sér þann veruleika sem blasti við ef tungumál ykkar væri ekki viðurkennt af meirihluta þjóðarinnar. Viðurkennum alla Íslendinga!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.4.2006 | 08:17
Fegurðardramadrottningar
Skemmtileg frétt hérna á mbl.is um íranska konu, Tamar Goregian, sem neitar því að hafa verið kjörin Ungfrú Íran á dögunum. Konan, sem er verkfræðingur að mennt, er sögð hafa afsalað sér titlinum eftir hótanir frá írönskum öfgamönnum enda brjóta fegurðarsamkeppnir í bága við íslömsk gildi. Nú þarf aumingja konan að flytjast búferlum og halda heimilisfangi sínu leyndu svo hún verði barasta ekki drepin. Daman sem var í öðru sæti þarf einnig að gera slíkt hið sama. Skrýtið samt ef Tamar man ekki eftir því að hafa verið kosin Ungfrú Íran. Maður hefur nú alveg heyrt um allsvakalega "black-out" en þetta hlýtur að skora ansi hátt á skalanum.
Og í annað þessu tengt, eða ekki. Fletti í gegnum Séð og heyrt í gær, enda átti ég að vera gera ritgerð. Stórskemmtilegar fréttir eru þar oft á boðstólum og þetta tölublað var engin undantekning. Þarna las ég um hin ótrúlegustu pör sem voru að finna ástina, nú eða pör þar sem "ástin hafði kulnað". Einnig las ég um dreng sem keypti skó í Kringlunni fyrir nýju kærustuna sína og er sagður hafa heillað hana alveg uppúr skónum. Þá var þarna klausa um Óla Geir, fyrrum Herra Ísland, en hann er víst í turtildúfuleik með 16 ára gellu - þau kynntust á Hverfisbarnum. Jæja, burtséð frá því þá er gaurinn kominn með lögfræðing og neitar að afhenda sprotann og titilinn! Já, þið lásuð rétt. Hann telur að brotið hafi verið á sér og að hann sé með réttu hinni eini sanni Herra Ísland. Góð fyrirmynd það, að halda klámkvöld, sjá um stórfurðulegan sjónvarpsþátt og ég veit ekki hvað og hvað.
Annars er ég að hugsa um að setja inn (aftur) greinina mína sem birtist í Lesbók Moggans um daginn. Jamm, það er margt hægt að dunda sér við í próflestri
Harðneitar því að hafa verið kjörin Ungfrú Írak en afsalað sér titlinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.4.2006 | 20:33
Lúxuslíf að vera í skóla
sem ekkert geta notið þess að vera úti í góða veðrinu á vorin þar sem
ég er yfirleitt í mesta stresskastinu þá (að undanskildri
jólapróftíðinni). Mér finnst það bagalegt að þurfa sitja inni og skrifa
ritgerð vitandi það að þegar ég loksins hef klárað hana þarf ég að
sitja enn lengur inni og lesa undir próf. Mest af öllu langar mig bara
til þess að keyra út úr borginni, kíkja í ís í Hveragerði og rúnta á
Sólheima eða Selfoss. Mig langar líka mikið til þess að njóta veðursins
með því að fara á línuskautana í Fossvoginn, Öskjuhlíðina eða
Nauthólsvík, með góða tónlist í i-podinum og fá smá sól á kinnarnar.
Leiðinlegt að sprengja þessa fallegu sápukúlu en ég þarf að halda áfram
svo ég nái að klára þetta þriðja ár mitt í Háskóla Íslands. Hverjir eru
það sem eru alltaf að tala um hvað það sé mikið lúxuslíf að vera í
háskóla? Hnuss...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2006 | 09:50
I´ll spank you
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2006 | 08:05
Nýjungagirni eða próftíð?
Er þetta ekki týpísk gjöð hjá mér í próftíð? Að skipta um blogg. Jújú, ætli það ekki, enda er tímanum mun betur varið í það að endurskipuleggja tengla og læra inná nýtt kerfi. Frábært!
Kannski ég setji í eins og eina vél og ryksjúgi íbúðina - fyrst ég er á annað borð ekki að læra. Jú, og kannski ég skelli mér bara í bíltúr og leigi dvd-mynd í kvöld..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)