Lúxuslíf að vera í skóla

Annoyed
Óskaplega er þetta í anda tímans, þetta veður. Síðustu ár hef ég lítið
sem ekkert geta notið þess að vera úti í góða veðrinu á vorin þar sem
ég er yfirleitt í mesta stresskastinu þá (að undanskildri
jólapróftíðinni). Mér finnst það bagalegt að þurfa sitja inni og skrifa
ritgerð vitandi það að þegar ég loksins hef klárað hana þarf ég að
sitja enn lengur inni og lesa undir próf. Mest af öllu langar mig bara
til þess að keyra út úr borginni, kíkja í ís í Hveragerði og rúnta á
Sólheima eða Selfoss. Mig langar líka mikið til þess að njóta veðursins
með því að fara á línuskautana í Fossvoginn, Öskjuhlíðina eða
Nauthólsvík, með góða tónlist í i-podinum og fá smá sól á kinnarnar.
Leiðinlegt að sprengja þessa fallegu sápukúlu en ég þarf að halda áfram
svo ég nái að klára þetta þriðja ár mitt í Háskóla Íslands. Hverjir eru
það sem eru alltaf að tala um hvað það sé mikið lúxuslíf að vera í
háskóla? Hnuss...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband