I´ll spank you

spanking
Á hverjum degi kíki ég reglulega yfir fréttirnar á mbl.is og hef oft voðalega gaman af. Í morgun gat ég þó ekki annað en skellt uppúr við að lesa þessa frétt. Þar segir frá miðaldra konu sem kærði fyrirtækið sem hún vann hjá fyrir það að yfirmaður hennar rassskellti hana. Þessar rassskellingar áttu að þjóna þeim tilgangi að hvetja fólkið til þess að standa sig betur í vinnunni sinni. Þá var einnig kastað rjómatertum í andlit þeirra, starfsmenn látnir borða barnamat eða settir á þá bleyju. Þetta fyrirtæki hætti reyndar árið 2004 eftir að kona ein slasaðist við rassskellingu og kærði það. Ég fann þó heimasíðu þessa fyrirtækis og til gamans má geta að á forsíðu þess kemur fram: "...we’re always striving to better understand the needs and concerns of our customers". Talandi um að einblína bara á viðskiptavinina en ekki starfsfólkið!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband