Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006
31.12.2006 | 18:14
Maður ársins
Þetta er ánægjulegt... hefði ælt ef Eiður Smári, Jóhannes í Bónus eða Dorrit hefðu verið kosin.. þetta er spurning um að horfa aðeins út fyrir kassann ;) Mæli svo með því að þið lítið á pistil Gumma Steingríms um árið sem senn kveður, hressandi og flottur að vanda.
Annars segi ég bara:
GLEÐILEGT ÁR!
Ómar Ragnarsson valinn maður ársins af hlustendum Rásar 2 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.12.2006 | 16:39
Líf og tími líður og liðið er nú ár!
Ég á mjög erfitt með að rifja upp liðið ár, ég er hrikaleg í að muna hluti...
- Byrjaði í nýrri sumarvinnu, skammtímavistinni Hnotubergi í Hafnarfirði og vann þar með skóla haustið 2006.
- Hóf 4. ár mitt, og jafnframt það síðasta, í námi mínu í félagsráðgjöf við HÍ.
- Fór tvisvar til útlanda, báðar ferðir business and pleasure. Fór til Osló í ágúst og Roskilda í nóvember, báðar ferðir á vegum LÆF vegna All different, all equal.
- Átti stórskemmtilega helgi á hátíðinni Á góðri stundu í Grundarfirði þar sem samankomnir voru ótalmargir ættingjar mínir. Færeyskir dagar í Ólafsvík voru fínir líka, en ná engan veginn upp í þá fyrrnefndu.
- Var kosin inní framkvæmdarstjórn LÆF og stjórn Röskvu en hætti jafnframt í framkvæmdarstjórn Ungra jafnaðarmanna og stjórn Mentors - félag nema í félagsráðgjöf.
- Kynntist ótrúlega mikið af stórkostlegu fólki sem sumt hvert á eftir að eiga fastan sess hjá mér.
- Fór á 4 táknmálsnámskeið hjá SHH eftir að hafa fengið smá grunnkennslu frá Árna vini mínum.
- Hélt uppá stórafmælið mitt með Félaga Magnúsi.
- Eignaðist Feita, Grámann, Jack, Snæfríði...
- Hækkaði meðaleinkunnina mína heilmikið...
Og fleira og fleira og fleira...
P.s. var ég nokkuð búin að segja hvað ég elska tölvuna mína mikið? Í miðri færslu þurfti ég að restarta henni, þegar hún ræsti sig aftur gat ég opnað þessa bloggfærslu - óvistaða! Þvílíkur unaður!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2006 | 23:30
Meistarinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2006 | 10:15
Möggu Frímanns lokið
Um þær mundir sem ég var að lesa síðustu blaðsíðurnar í ævisögu Möggu Frímanns - Stelpan frá Stokkseyri - rakst ég á þessa grein eftir félaga Jens. Ansi skemmtileg lesning get ég sagt ykkur. Bókin er aftur á móti enn betri lesning, enda er þessi kona stórmögnuð, svo ekki sé meira sagt. Ég gat varla lagt bókina frá mér eftir að ég byrjaði á henni. Ég hef sagt það áður og segi það enn, það verður ekkert spes að missa Margréti Frímannsdóttur úr íslenskri pólitík, það er eitt sem er víst. Aftur á móti verður það afar spennandi að fylgjast með hvað þessi kvenskörungur tekur sér fyrir hendur að loknu kjörtímabili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2006 | 10:38
Niðurtalningin.is
Núna eru bara 5 dagar þangað til ég flyt á Eyrina fögru sem kennd er við Akur... Hugsa sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.12.2006 | 17:29
jólahúmor...
Merkilegt með jólakortin...ég ætlaði ekki að senda nein jólakort í ár, en auðvitað sendi ég "nokkur" til útvaldra, elítunnar sjáiði til. Ég þarf samt alvarlega að fara endurskoða jólakortalistann minn... kortum til mín fer fækkandi og að sjálfsögðu lifi ég eftir lögmálinu Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Ég hugsa aldrei um heildina, bara einstaklinginn.
En ég verð að benda ykkur á þennan húmor hérna. Er ennþá að hlægja að þessu hérna, hef verið að því í nokkrar vikur...
Er rúmlega hálfnuð með jólagjöfina í ár, ævisögu Möggu Frímanns. Tek hana með mér hvert sem ég fer, m.a.s. á klósettið, slík er spennan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.12.2006 | 12:47
Gleðileg jól!
Hvað er að gerast? Engin færlsa í meira en viku? Jahér...
Hef verið að dunda mér við gjafaráðgjöf og innpökkun alla þessa viku sem er vel. Hressandi að hitta bæjarbúa, hlusta á jólalög, gæða sér á makkintossi og sötra jólaglögg. Kláraði allar jólagjafirnar í fyrra fallinu þetta árið, var búin með stóran hluta þeirra strax í nóvember, síðasta gjöfin var keypt þann 22. desember.
Að vanda fór ég í skötuveislu til ömmu inní Grundarfirði. Að vanda fékk ég mér ekki skötu heldur saltfisk með laufabrauði, hveitikökum, grænum baunum og jólablandi. Gamaldagskaka og konfekt í eftirrétt.. jööömmí.
Jólin að ganga í garð... möndlugrauturinn að verða reddí... allt að gerast. Gæti skrifað heillanga færslu um allskonar skoðanir mínar um fréttir síðastliðna daga, en ætla að sleppa því og segja í staðinn:
GLEÐILEGA HÁTÍÐ!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.12.2006 | 00:25
Fanney álfur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.12.2006 | 00:12
Brúnn eða grænn?
Kjéllingin ekki lengur að fara búa í Skarðshlíðinni, verð á nýrri görðum á móti Löggustöðinni þar sem þau fréttu af dólgslátum mínum eftir að ég fékk Miss Piggy. Annað eins gítarglamur hefur vart heyrst. Það eru góðar fréttir, ekki satt?
Annars er þetta blogg hans félaga Gumma Steingríms skyldulesning fyrir ALLA. Brúnn Ingi var ekki alveg að gera sig í Kastljósinu, það verður bara að segjast. Get litlu bætt við pistilinn hans Guðmundar, hann gerir þessu frábær skil.
Maður vikunnar: Gummi Steingríms
Ekkimaður vikunnar: Bingi
Bömmer mánaðarins: næturvaktirnar mínar um komandi helgi, ómannúðlegt og ekki hressandi þegar maður er að klára skólann og fer svo beint heim á mánudaginn.
Fegurð vikunnar: Snæfríður Íslandssól, mín fagra tölva
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.12.2006 | 13:41
Samkynheigðar Færeyjar!
Svakalega er ég ánægð með þetta... annað hefði verið algjör tímaskekkja hjá frændum vorum útí hafsjó. Alveg er ég viss um að undirskriftarlistinn sem við Íslendingar vorum með gerði sitt gagn - Pollýanna hvað!
Annars er það að frétta að ég á bara eftir 2 daga í skólanum, svo er þetta bara: Akureyri - here I come! Þrátt fyrir ómælda gleði og galsa vegna þessa eru líka leiðindi... eins og að taka til allt sem ég þarf að hafa með mér, pakka niður, tæma fataskápinn minn, laga til í geymslunni, þvo haug af þvotti og fleira í þeim dúr. Agalega spennó líf þessa dagana. Næturvaktahelgi komandi helgi, sem jafnframt er síðasta vinnuhelgin mín í Hnotubergi. Svo er það bara halló Ólafsvík á mánudaginn :)
Færeyingar breyta lögum um réttindi samkynhneigða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)