Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Kamilla er unaður.com

Núna get ég haft textann minn eins og mér sýnist... í lit, feitan, undistrikaðan eða skáletraðan. Ég get líka sett inn mynd og hlekki. Allt þetta er stúlkukindinni Kamillu að þakka og vil veita henni desembertitilinn Unaður.com

 

vidurkenning
Hérna má sjá Kamillu taka á móti titlinum. 

 


Helgi púnktur is

Jólalúkkið hjá mér í ár - limegrænn. Enjoy it! Annars var helgin ofurfín - jette kjul. Sænsku frændur mínir og vinir þeirra tóku borgina svo sannarlega með trompi. Ég komst að því að kampavínsflaska á bar kostar 16 þúsund... nokkrar svoleiðis á kvöldi - hvað er það á milli vina?

Ég er loksins búin að setja grenið og seríuna á svalirnar, oh það var svo kalt. En þetta er voða voða fallegt og því alveg þess virði.

Af hverju get ég ekki gert greinaskil? Af hverju er ekki stikan hjá mér þar sem ég get gert bold, underline og allt það? Ég kann ekki, skil ekki... Mega Makkanotendendur ekki hafa fallegan texta eða hvað? Get ekki einu sinni sett myndir eða hlekki... búhúhúhú...


Komin með íbúð!

Jámm.. kellan er að fara búa á Stúdentagörðunum á Akureyri.. allt í reynslubankann sjáiði til :)
Annars er góð helgi framundan... Brandur frændi að koma í heimsókn frá Svíþjóð með vini sína með sér, þeir sem til hans þekkja vita hvað helgin hefur í för með sér - eintóm skemmtun! :D

Bömmer vikunnar: verða bensínlaus á leiðinni í vinnunna á mánudegi, þora ekki að biðja um bensín í brúsa né setja bensínið á bílinn.
Leti vikunnar: nenna ekki að taka bensínbrúsann úr bílnum --> vond lykt. Nenna ekki að taka bensín.
Ofurbömmer vikunnar: verða bensínlaus á gatnamótunum Hringbraut-umferðarmiðstöðin, í hádeginu á föstudegi. Guð sé lof að ég var löt og nennti ekki með brúsann úr bílnum.
Hrós vikunnar: Höski, a) fyrir að vera ofurkall, b) fyrir að vera skemmtilegur, c) fyrir að hafa loksins komið útúr skápnum sem lesandi þessarar síðu og d) fyrir gjöfina sem hann ætlar að versla handa mér í Las Vegas.
Last vikunnar: Frjálslyndi flokkurinn, af því bara.
Afrek vikunnar: einkunnirnar mínar! :D
"hefði-átt-að-gera" vikunnar: taka til og þrífa, læra meira, taka bensín
Móment vikunnar: bíóferð á Saw III... búhúhúhúhú...
Fegurð vikunnar: Snæfríður Íslandssól, sú fagra fartölva
Ljótleiki vikunnar: götur borgarinnar, ógó drullugar og svartar... jakk
Lag vikunnar: Always look at the bright side of life...

Góða helgi! :)


Lítil íbúð eða herbergi á Akureyri?

Veistu um litla íbúð, eða gott herbergi, sem leigist á lítinn pening, kannski með húsgögnum, staðsetta á Akureyri, laus 1. jan og út apríl? Viltu vera svo væn/n að láta mig vita í komment eða í meili? fds@hi.is ... er í stökustu vandræðum :(

Snæfríður? Eða annað...

Í dag er fáránlega flottur dagur! Í dag bættist ofurfegurð í íbúðina góðu í Kópavoginum... ég hef ekki enn gefið þessari fegurð nafn, en Snæfríður kemur ansi sterkt inn.. einhverjar fleiri hugmyndir?
Hérna ætlaði ég að setja inn mynd af fegurðinni... en kann ekki alveg nógu vel á þessa elsku ennþá... þetta er sem sagt þessi tölva: http://eshops.netclusive.de/WebRoot/ncs1/Shops/10042816/Products/vs_3202112018/macbook_white_vorschau.gif
Mig hefur sko langað í svona tölvu í ansi langan tíma og því er stórum áfanga náð... loksins, loksins :)

Mánudagur til mæðu?

56Þreyttur... ofurhelgi að baki með tilheyrandi vinnu (og pínu tjútti á lau). Bakaði jólakökuna ógurlegu í vinnunni um helgina (kryddskúffukaka), skreytti hátt og lágt og gleymdi mér í jólalögum. Ahhh... notó. Frábærir tónleikarnir sem ég fór á á laugardagskvöldið - John Lennon tónleikarnir. Maður kvöldsins er klárlega Bjössi Jör - kalt mat. Þegar hann tók síðasta lag tónleikanna, Strawberry fields, þá hélt ég að mér yrði allri lokið. Hakan hvíldi róleg í kjöltu minni, milli þess sem Ella frænka ýtti henni upp aftur og þurrkaði slefið. Kvenpeningur kvöldsins hefði nú alveg mátt missa sín (Eivör og Hildur Vala) en allir hinir voru unaðslegir. Nýja uppáhaldið mitt er Haukur, söngvari Dikta. Munúðarfull rödd sem maður getur gleymt sér í, og þessi augu! Jidúdda... hh

Skyndihugdettur eru æði. Var algjörlega ekki klædd til útiveru en fór samt sem áður í rauðvínsboð til Eika Keisara eftir tónleikana. Endaði sá hittingur á Café Cultura, sem er nýji uppáhaldsstaðurinn minn, þar sem við kjöftuðum og höfðum það næs. Hress mætti ég í vinnu daginn eftir, jólaþorpið í firðinum góða var skoðað og unaðslambalæri snætt á Strandveginum. Fór svo á næturvakt sem var svona líka hress. Það getur tekið á að koma öllum á lappir og út úr húsi á sama/svipuðum tíma.. fjúff... lak af mér á tímabili - en bara hressandi að byrja/enda daginn svona :)

Smá mánudagsmæða: ég skil ekki (amk) tvennt í fari flestra ökumanna.  Annað er stefnuljósanotkun, eða öllu heldur stefnuljósaleysi. Hvað er svona erfitt við það að gefa stefnuljós þegar þú ert að beygja? Passiði ykkur nú bara á því að sýna ekki tillitsemi í umferðinni. Það gæti eitthvað hrikalegt gerst. Hitt er sá (ó)siður að hleypa öðrum inní raðir. Umferðin á morgnanna er nú ekki sú hraðasta og það gæti tafið viðkomandi bíl um nokkrar sekúndur að hleypa öðrum framfyrir sig. Eða á Laugarveginum þegar fólk er ekki að hleypa bílum framfyrir sig eða að bakka úr stæða. Meina, fer maður einhvern tímann á Laugarveginn þegar maður er að flýta sér - svona yfir höfuð? Auðvitað veit ég að það eru til undantekningar og fólk misupplagt, en upp til hópa megum við skoða þetta í okkar fari. Sjálf hef ég gefið fólki misgóð augu og svipi, flautað og talað við sjálfa mig. En meirihluta tímans sem ég eyði í Kermit er ég fyrirmyndarökumaður - kalt mat!

Gleðilega vinnuviku! 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband