Málarinn, það er ég!

Fyrst fólk beilar á mér hægri vinstri þá er fátt betra en að standa yfir huges striga sem liggur á stofuborðinu og fá útrás. Er að vinna að málverki fyrir Siggu Láru frænku, og ekkert smá málverk get ég sagt ykkur. Jafnstórt og ég (jújú, ég er að vísu ekkert gríðarlega stór, en í málverkum talið þá er ég risi) svo ég þarf að vera dúleg. Á meðan nýt ég þess að djamma heima í stofu, með kaldan öl en engan sígarettureyk... stemmingin er klárlega á Flass FM 104,5 í kvöld. Frí í vinnuni á morgun, kannski ég nái bara að komast langleiðina með þetta verk =o)

Mamma hringdi í kvöld.. það var frekar "kalt" hjá þeim í fyrrakvöld svo að ein konan sem er með þeim þarna úti þurfti að fara í peysu út að borða - alveg í hálftíma! Já, sjaldan teljast 26°C kuldi. Á meðan hún sagði mér þetta sat ég rennandi blaut í strætó á leið í Hafnarfjörð, dúðuð í dúnúlpu og flíspeysu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

´bíddu bíddu... hvar var kermit???

Erla þriggjastrákamamma með meiru (IP-tala skráð) 10.8.2006 kl. 22:10

2 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Hehehehe.. ekki von þú spyrjir Erla perla... ég var í vinnunni á leið úr tívolíinu :) Þú tekur aldeilis eftir smáatriðunum sæta mín! :*

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 10.8.2006 kl. 22:35

3 identicon

Kannast við þetta...... mjög ljúft :D
....reyndar ekki með flash fm??? wtf, hvað er það?

Bjössi Ben (IP-tala skráð) 11.8.2006 kl. 11:10

4 identicon

já strætó stakk verulega í stúf !! ha ha

erna sif (IP-tala skráð) 11.8.2006 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband